Íslendingur


Íslendingur - 08.12.1933, Síða 1

Íslendingur - 08.12.1933, Síða 1
XIX. árgangur. Akureyri, 8, des. 1933 53. tölubl. NYJA-BIO Föstudags-, Laugardags, og Sunnudagskvöld kl. 9: Ný mynd! r l báli Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkin leika: Lissi Arna og Claus Clausen. Pað er ekki að ástæðulausu að mynd þessi hefir vakið eftir- tekt, öðrum fremur, þar sem hún hefir verið sýnd, og fengið heiðursverðlaun á friðarráðstefnunni í Oenf og gullpening í Þýzkalandi. »Leiksvið* myndarinnar eru Alpafjöllin og ættu þeir, sem unna stórkostlegu landslagi og hafa áhuga á fjall- göngum, að sjá hana- Leikur aðalleikendanna er frábær og íþróttaafrek þeirra undraverð, enda er Luis Trenker — frægastur allra fjallgöngumanna og ágæfur skíðamaður — í henni. — Æfintýrið í myndinni er um vinina tvo, fjallgöngu- félagana, sem veiða nú að berjast hvor á móti öðrum upp á líf og dauða og hvernig styrjöldin, með öllum sínum hat- urseldi, megnar ekki að slíta vináltu þeirra. — Myndin er Ifcikin á þýzku og mun verða öllum ógleymanleg sem sjá hana. Sunnudaginn kl. 5. Alþýðusýning. Niðursett verð, Með frekjunni hefst það, í síðasta sinn. Flatsængur-makkiiL Alþýðuflokkurinn bauðst að svíkja stefnumál sín. Blöð Framsóknarflokksins og Al- þýðublaðið hafa öðru hvoru und- anfarið verið að skýra frá því, hvernig samninga umleitaniinar um stjórnarmyndunina, milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins, hafi farið fram og hvaða skilyrði hvor flokkurinn um sig hafi sett fyrir slíkri samvinnu- Verður af þessum skrifum og skýringum Ijóst, að Alþýðuflokkinn hefir fýst svo ákaft í flatsængina með Framsókn, að hann var reiðubúinn til þess að hlaupa frá ýmsum stefnumálum, er hann hefir áður ákaft barist fyrir og kallað »hagsmunamál almenn- ings«. — Má þar m. a. til nefna afnám innflutningshaftanna og lækk- un verðlags á lífsnauðsynjum í kaupstöðum og kauptúnum lands- ins. — Til þess að ná að samrekkja Framsókn í flatsœnginni, lofaði Al- þýðuflokkurinn því, að gera sitt til þess, að koma í veg fyrir að nokk- uð yrði dregið úr innflutningshött- unum, — og að Sambandi ísl. sam- vinnufélaga yrði tryggð einkasala á kjöti innanlands og þar með hœkk- að verðið á því til neytenda. — Gerir Tryggvi Þórhallsson ráð fyrir 10 aura hækkun á liverju lcjöt- pundi fái Sambandið á því einka- sölu- — Þennan verð viðauka, á nauðsynlegustu fæðu almennings, gátu jafnaðarmannaforingjarni: kyngt með beztu list, og verið aðilar að, — næðu þeir aðeins að komast að kjötkötlum ríkissjóðs- Svívirðilegri svikráð gagnvart al- þýðu manna, — sem þessir þing- nienn einmitt þykjast sérstaklega vera fulltrúar fyrir, — hafa ekki þekkst hér á landi áður — og það var sannarlega ekki Alþýðuflokks- þingmönnunum að þakka, að ekki varð úr framkvæmdum. En svo nú að ekki sé dregið í efa, að framferði Alþýðuflokksþing- mannanna hafi verið með þeim hætti, sem hér heíir verið sagt frá, þykir rétt að vitna til orða Eysteins Jóns- sonar, skattstjóra og alþingismanns, í Tímanum 20. f.m , er hann skýrir frá samninga umleitunum Alþýðu flokksins og Framsóknar um stjórn- armyndunina- — Hann var í samn- inga-nefndmni, og er einn úr jafn- aðarmannadeild Framsóknar, svo ástæðulaust er að ætla, að hann halli málstað þeirra í frásögn sinni. Hann kemst ma. svo að orði: »Að undangengnutn viðtölum baizt Framsóknarflokknum bréf frá Alþýðuflokknum um málið. Var í bréfinu tekið fram að flokkurinn vildi ganga til samstaifs um stjórn arniyndun til bráðabirgða með viss um skilyrðum. Eftir nákvæma at- hugun og ítarlegar umræður var samþykkt af Framsóknarfl. að ganga til stjórnarmyndunar ásamt Alþýðu- flokknum með skilyrðum, sern sett voru fyrir samvinnunni. — Var Al- þýðuflokknum um þetta ritað bréf. Var því síðan svarað, að Alþýðu- flokkurinn myndi taka þátt í stjórn- armynduninni á þeim grundvelli, sem þá hafði verið lagður. Hafði þá verið samþykkt af báðum flokk- um að rnynda stjórnina og grund- völlur lagðar að málefnasamstarfi fiam á nœsta Alþing. (Leturbr. hér). Bréf þessi verða væntanlega birt síðar. í þeim eru engin leyndar- mál. í þetta sinn læt ég nægja að gera grein fyrir aðalatriðum mál- efnasamstarfsins.* Eitt aðalaíriði »málefnasamsíarfs ins« voru innflutningshöftin. Þar um segir Eysteinn: »Bráðabirgðastjórnin skyldi fram- kvæma innflutningshöftin á þeim grundvelli, sem hefir verið lagður með reglugjörðinni um það efni, og flokkaruir sameinast um að koma í veg fyrir það, að heimild stjórnar- innar til þess að beita höftunum yrði rýrð á Alþingi.« Um atinað veigamesta atiiði »mál- efnasamstarfsins« — skipulag af- urðasölu innanlands — segir Ey- steinn: »Bráðabirgðastjórnin skyldi nota sér heimild þá, sem í lögum urn skipulagningu kjötsölu innanlands Ennfremur skyldi stjórnin undirbúa löggjöf um skipulagningu afurða- sölunnar fyrir næsta Alþing.« Eftir upplýsingum Alþýðublaðs- ins átli Samband ísl- samvinnufé- laga að fá einkasölu á kjötsölunni innanlands, en um frekari skipu- lagningu á afurðasölu landbúnað arins varð að bíða sarnstarfs Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins, eftir kosningar, vrði sigurinn þeirra megin. Segir Tryggvi Þórhallsson svo frá í Framsókn: »En skipulagning á sölu afurða landbúnaðarins innanlands og ráð- stafanir til hæklcunar á vöruverði landbúnaðarvaranna, ákvörðun lág- marksverðs, t. d er ekki hægt að að koma í framkvæmd nema rneð nýni löggjöf. En þingflokkur Fram- sóknarmanna og jafnaðarmanna eru nú sem stendur ekki nógu sterkir til þess að koma einir slíkri lög- gjöf fram á Alþingi, því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir stöðvunar- vald í efri deild.* Hér sézt, að Alþýðuflokksþirg- mennirnir hafa lofað að beita sér fyrir verðhækkun á kjöti og öðrum landbúnaðarafurðum, sem seldar eru í kaupstöðum og kauptúnum landsins, og þannig auka á dýrfíð ina, sem alþýða manna þar á við að stríða. O þeir lofuðu að koma í veg fyrir að innflutningshöfiin yrðu af- numin eða rýmkvað á þeim. En svo kemur að því að ekkeit verður úr stjórnarrnynduninni, ■- jafníðarmenn fá ekki að koma í flatsængina. Þá breytist veður í lofti að nýju. Jón Baldvinsson, sem í félagi við Jónas frá Hriflu, hefir legið á frv. urrr afnám innflutningshaftanna í allsherjarnefnd, síðan í þingbyijun, og geit þar með ókleift að koma því í gegnurn þingið, keyrir það nú úr nefnd og heimtar að það verði samþykkt — og Alþýðublaðið og aðrir þingmenn flokksins taka í sama strenginti, Og sama hjörð krefst nú verð lækkunar á lífsnauðsynjum mann anna, er á mölinni búa. En slíkur loddaraleikur blekkir engann. Það er nú alþjóð Ijóst, að Alþýðu- flokkurinn hefir svikjist undan merkjum. — Hann hefir verið þess reiðubúinn að fórna hagsmunum almennings fyrir það, að fá að taka þátt í nýrri stjórn, sem átti að hafa það hlutverk, að auka dýitíðina í landinu. Frá Alþingi. Búist hafði verið við þinglausnum á morgun, en nti þykja litlar líkur til, að svo geti orðið. Hefir Jónas frá Hriflu cg liðsmenn hans hrúgað inn á þingið málum þessa síðustu dagann og forsetarnir verið sarn- hemir um það að láta vinnubrögðin ganga eins seint og gerlegt er. — I lafa þeir aldrei kvatt til kvötdfunda eins og venjan hefir verið, þegar fer að líða á þing og hraða þarf málum. Og í sameinuðu þingi haía jafnaðarmenn, og frændur þeirra í Framsókn, eytt íjórum fundum um eitt einasta mál — þál. jaínaðar- manna urn aínám varalögreglunnár — án þess að fá lokið málæði sínu. Er þetta þó mál, sem hreinasti ó- þaríi var að draga inn í þingið, þar sem varalögréglan er úr sögunni þegar tögin frá síðasla þingi um löggæzlumenn eru komin í fram- kvæmd. Ur stjórnarskiptum verður senni- lega ekki, — Ásgeir tilkynnti þó konungi á þriðjudaginn, að hann sæi sér ekk.i fært að mynda stjórn á þingræðisgrundvelli og benti kon- ungi á að snúa séi til forseta sam- einaðs þings, Jóns Baldvinssonar, og fela honum að benda á annan í sinn stað til stjórnannyndunar, Gerði

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.