Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 13.07.1934, Síða 4

Íslendingur - 13.07.1934, Síða 4
4 tSLENDQtaUR frá' Sundi. fegar ég kom á Akurejrri á s. 1. útmánuðum, var Eyrin orðin fátæk- ari en áður var, af aldurhnignum úrvalskonuiu, því að þá var Sigur- björg frá Sundi látin, áttræð að aldri. Hún var svo hljóðlát alla æfi, að veröldin vissi eigi deili á henni, og hún lét svo lftið yfir sér, að Akur- eyri vissi varla af henni. 1*0 var hún einhver mesta ágætiskona, sem ég hefi kynst. Er annars nokkuð sagt með þessu ? Er teljandi að marka það, sem sagt er um fólk, sem fallið er í valinn? Stundum er takandi mark á eftir- mælum. Svo er fyrir að þakka, að ýmsir menn og allmargar konur hafa til brunns að bera hæfilelka og kosti, sem vert er að halda á lofti og lofmæli um þessháttar fólk eiga fullan rétt á sér á almannafæri. Sigurbjörg frá Sundi — svo var hún venjulega kölluð — hafði úr heldur litlu að spila um dagana — vinnukona framan af æfinni, reyndar á merkis-heimilum: Laxamy’ri og Höfða, í*ar giftist hún Sigurði, hálf- bróöur Þórðar í Höfða, og settu þau saman bú í Sundi, þar 1 nánd, við lítil efqi. Þaðan fluttu þau vestur yfir Eyjafjörð, í Hörgárdal og síðan út í Möðruvallapláss. Þeim græddist eigi fé. En frá þeim andaði hvar- vetna hiyindum, því að sólskin — andlegt — var ávalt kringum Sig- urbjörgu. Þeim varð eigi barna auðið. En fósturbörn höfðu þar, t. d, að einhverju lej’ti Rannveigu, sem hefir með höndum gistihúsið Gull- foss á Akureyri. Og hjá Rannveigu naut Sigurbjörg langrar og ágætar aðbúðar á aftni og æfikvöldi lífs síns. — Báðar munu hafa haft hag af sam- búðinni fyrr og sfðar. Sigurbjörg var þannig gerð, að allir græddu á viðkynningu við hana, sem hennar nutu. Hún var frfð kona uppá að sjá og eftir að líta, alla vega vel farin í andliti, svipgóð og augnaráðið bæði festulegt og hreinlyndislegt. Mál- rómur hennar var bæði notalegur og skilmerkilegur, orðalagið bar vott um athygli og vitsmuni og útlistun hennar sýndi lífsreynslu og víðsýna djúpskyggni. Alla tíð bar Sigur- björg fyrir brjósti góðviljaða skyldu- * rækni og í dómum sínum túlkaði hún hvert mál á hinn bezta veg, og þeim f hag, sem þess þurftu. Sigurbjörg var þannig gerð, að hún hefði verið til þess fallin að standa fyrir húsmæðraskóla: heim- iliselsk, jafnlynd, þó staðföst í ráði. Hún var svo vianugóð — fornyrði — að hún vann húsverk allt að áttræðisaldri og svo híbýlaprúð í framgöngu og umgengni, sem drotn- ingu sæmdi. Þaö var meira en gaman að tala við þetta kvenval, um þau málefni, sem henni voru hugstæð; það var gróði. Hún átti enn, komin á ní- ræðisaldur, svo vítt og bjarí sjónar- svið, að furðu sætti. Og yfirbragðiö bar vott um þá birtu, sem alla æfi átti heima í hugskotinu. Þegar hún talaði um börn, eða unglinga, rendi áheyrandinn grun í, að henni hafi fundist, að hún væri afskift, þegar hún varð að fara á mis við móður- gleði og móðurást. En hún kunni að haga orðutn sínum svo vel og haglega, að eigi bar á kvörtun yfir hlutskiftinu. Sigurbjöig hafði líka vitsmuni til að sjá og skilja, að þeir og þær losna við að gráta gull, sem aldrei eignuðust það. Og í annan stað var henni ljóst af reynslu og athug- Skoðun bifhjóla og bifreiða, skrásettra í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað fer fram dagana 17., 18., 19. og 20. júlí n.k. un, að sum fósturbörn gefast betur Hinn 17. mæti A-1 til A-50 en eigin börn í því að þau geta orðið hefndarbrauð foreldrum eða — 18. — A-51 - A-100 þá tárabrauð — í líkingum talað. — 19. — A-101 - A-151 Pessi kona var skyld mér að — 20. — E-1 - E-51 frændsemi og þó ekki náskyld. En þegar eg stóð eða sat andspænis henni, fanst mér eg vera í návist móður minnar. f*ær báru sama nafn og voru nálega jafnöldrur. Mér er sagt að þær hafi verið llkar ásýndum og að upplagi. Ilvað sem því líður, virtist mér, sem móður- hendur væru lagðar yfir höfuð mér, þegar við kvöddumst slðasta sinni og hún mælti: • »Vertu æfinlega blessaður og sæll, og guð og gæfan fylgi þér, hvert sem þú ferð*. Betur en þetta verður eigi á haldið fyrir bænum. Þó að svo kynni að vera, að sá sem verður fyrir slíkri blessun, tryði hvorki á Guð né gæfu, myndi hann þó minn- ast blessunarorðanna ogþelrrar konu, sem bar þau fram — minnast henn- ar með ástúð, lotningu og þakklæti, meðal annars vegna þess, að á bak við blessunina stóð kona, sem hvoiki hafði blett né hrukku á sál sinni. Guðmundur Frið/dnsson. ViSskipti Rússa og Banúaríkjamanna. Eins og áður hefir verið getið fóru viðskiptasamningaumleitanir Rússa og Bandaríkjamanna út um þúfur fyrir nokkru, þar eð Rússar vildu ekki viðurkenna skuldbinding- ar sínar frá keisaraveldisdögunum, en Bandaríkjamenn eru, að því er virðist, staðráðnir I að knýja Rússa til þess að viðurkenna þessar skuld- ir. Þeir hafa og allgóð vopn í hönd- um, því þótt þair gjarnan vilji selja Rússum vélar, verkfæri, hráefni alls- konar o. s. frv. vilja þeir ekki eiga neitt á hættu. Og þjóð, sem einu sinni hefir sýnt, að hún vill losna við skuldbindingar sínar, getur brugð- ist aftur. Að til þessara skulda var stofnað af keisarastjórninni er í raun og veru aukaatriði. Nú vilja Rússar mjög gjarnan kaupa sitt af hverju af Bandaríkjamönnum, en þeir geta ekki keypt af þeim, nema þeir fái lán. Þetta vita Bandaríkjamenn og ætla að nota sér til þess að knýja þá til að viðurkenna á gömlu skuld- urium. Samkvæmt símfregnum frá Washington í f. m. er það ekkert smáræði, sem Rússar vilja kaupa í Bandaríkjunum, fái þeir lán til kaup- anna. Peir hafa lýst þvf yfir, aö þeir vilji kaupa af þeim hráefni o. fl. fyrir 600 miljónir dollara. Nú er mælt, að nokkrar líkur séu til, að saman gangi. Roosevelt forseti og sendiherra Rússlands f Washington, Alexander Kroyanovsky, hafa rætt málið, og forsetinn hefir sagt, að hann geri sér góðar vonir um, að samkomulag náist. En hitt er fullvíst segja amerísk blöð, aö þröskuldur- inn, sem ekki hefir verið komist yfir enn í þessum samningaumleit- unum, er einkum gömlu skuldirnar. Ber öllum bifreiða- og bifhjólaeigendum að mæta með bif- reiðar sínar og bifhjól þessa tilteknu daga við verkstæði Eben- harðs Jónssonar við Túngötu hér í bæ frá kl. 9 — 12 f. h. og 1—6 e. h. Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól til skoðunar og tilkynni eigi gild forföll, verður hann látinn sæta ábyrgð samkv. bifreiðalögum. Bifreiðaskattur, sem fellur í gjalddaga 2. júlí þ. á., skoðunar- og iðgjaid fyrir vátrygging ökumanns vcrður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sér- hverja bifreið sé í lagi. Petta tilkynnist hérmeð öllum, sem hlut eiga að máli til eft- irbreytni. Bæjarfógetinn á Akureyri, 9. júlí 1834. Sig- Eggerz. Síldarstúlkur. Ráðum ennþá 10 stúlkur til Hríseyjar. — Snúið ykkur til Elínar Aðalsteinsdóttur, Odd- eyrargötu 8, eða undirritaðs. Pr Síldirstöðin í Hrísey. Carl D. Tulinius. SÍLDARSTtJTiKUR. 10 til 15 vanar síldarstúlkur vantar til Siglu- fjarðar. Frítt húsnæði. — Upplýsingar gefur Einar Einarsson, Strandötu 45. Aisfur í Mývalnssveil, b antví B, S. O. s í mi 2 6 0 n. k. laugardag 14. þ. m. Laus sæti austur. Austur í Axarfjðrð og Ásbyrgi n. k. laugardag 14. þ.m. Laus sæti. B. — Sími 260 s. o. Sími 260 — Bæjarnafnasíaka. Bær, Horn, Htíð, Vík, Borg, Fit, Ás, Brók, Iiolt, Fjós, Gröf, Ey, Strönd, Skarð, Foss, Hof, Skál, Búð, For, Kot, Bás, Fell, Kross, Steig, Hvoll, Sleif, Mörk, Barð. Steinmóður. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Óviðkomandi er stranglega bönnuð öll umferð eða berja- taka í girðingu Skógræktarfé- lags Eyfirðinga á Pelamörk. STJ ÓRNIN. í hllfi — tvær stofur, eldhús og geymsla — óskast til leigu frá 15. sept. eða 1. okt. n. k.; helzt í Brekkugötu eða námunda við har.a. — Upplýsingar í Skjaldborg. Munið eftir minningarspjöldum Gamalmenna- hælissjóðs Akureyrar. — Fást hjá Þorsteini M Jónssyni og Guðbj. Björnssyni. Allt með ijpi Eimskip! ................

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.