Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 12.10.1934, Blaðsíða 2

Íslendingur - 12.10.1934, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDÍNGUR milj. kr. vera *leiðréttingar« frá fyrri írumvörpum. Utgjöldin liafi reynst svo há og hafi núverandi stjórn hagað sór eftir þeirri reynslu. Raunverulegar hækkunartillögur vildi ráðherrann því aðeins segja að næmu um Vs miljón kr. — Tvær lækkunartillögur bæri stjórnin fram og væru þær þessar: slyrkurinn til Eimskipafélags íslands lækki um 100 þús. kr., lækkun dýrtíðaruppbótar um 70 þús. kr. — Er ráðherrann hafði lýst fjárlagafrumvarpinu, aukn- um innílutningshöftum og skattafrum- vörpum, er hann ætlaði til tekju- öflunar, sagði hann að þetta væri stefna stjórnarinnar, Ef stjórnarand- stæðingum ekki líkaði stefnan, yrði þeir að benda á aðrar leiðir. Er fjármálaráðherra hafði lokið ræðu sinni, talaði Magnús Jónsson í V2 klst. Sýndi hann fram á hversu fávisleg og háskaleg tekjuöflunar- aðferð stjórnarinnar væri, eítir þeirri lýsingu, sem fjármálaráðherra væri búinn að gefa af fjárhagsástæðum ríkis og þjóðar — og sem væri því miður sönu. Það myndi nú flestum sýnast, undii svona löguðum kririg- umstæðum, að frekar bæri að þræða sparnaðarbrautina en eyðslubrautina — en það sýndi fjárlagafrumvarpið að stjórninni væri þvert um geð. Tekju- og eignaskatts- liækkunin. Fjármálaráðherra lagði sama dag fyrir Nd. hið nýja frv. stjórnarinnar um tekju- og eignaskatt. Hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði með nokkrum orðum. — Hækkun sú á tekju- og eignaskattinum, sem frv. gerði ráð fyrir að myndi nema um 60% að meðaltali, miðað við gildandi tekju- og eignaskattslög (frá 1921). Ennfrv. væri 1 frv. ákvæöi um það, að innheimta mætti skattinn 1935 með 10,%" álagi, svo hækkunin það ár yrði 70—lb% frá lögunum 1921. — Er Eysteinn Jónsson hafði mælt með frv. og óskað þess, að umræð- ur yrðu ekki langar um málið, því þær myndu engin áhrif hafa á hina endanlegu niðurstöðu, kvaddi Ólafur Thors sér hljóðs og flutti ræðu, sem vakti íeikna athygli í þinginu. Ólafur Thors hóf mál sitt á því að spyrja fjármálaráðherrann, hvar hann hugsaði sé> að bœjar- ogsveita- félög œttu að fá tekjur til sinna þarfa, eftir að frumvarp þetta vœri orðið að lögum. Nú væri það svo, að bæjar- og sveitafélög hefðu nálega þá einu leið að fara til öflunar tekna, að leggja á útsvör — þ. e. beina skatta. En þegar ríkið ætlaði sér að fara í botn á vasa skattþegnanna f álagningu beinna skatta, hvað er þá eftir skilið handa bæjar- og sveitarfélögum ? spurði Ól. Thors. Ólafur gaf því næst samanburð á tekjuskattinum eins og hann er sam- kvæmt gildandi tekju- og eigna- skattslögum og frv. stjórnarinnar, og lítur sá samannurður þannig út: Skatt- skyldar tekjur: Skattur e. gildandi lögum: Skattur samkv. frv.: 2000 22 30 3000 42 70 4000 72 140 5000 112 230 6000 162 340 7000 222 460 8000 292 590 9000 372 730 10000 462 880 14000 922 1540 18000 1542 2280 20000 1912 2680 30000 3887 4980 50000 8337 10780 100000 20637 28980 200000 46637 68980 500000 124637 188980 Svona lítur þetta fóstur fjármála- ráðherra út, sagði Ól. Thors. Og mest er athyglisvert, að skatta- hækkunin er langmest á lágum tekjum. Skatturinn byrjar að tvö- faldast við 4000 kr. skattskyldar tekjur og áfram upp að 8000 kr. tekjum. Svo lækkar skattur tiltölu- lega, þar til komið er upp í 50 þús. kr. tekjur. En með þessu væru þó ekki öll kurl til grafar komin, sagði Ólafur Thors. Fjármálaráðherra færi auk þess- arar gffurlegu hækkunar skattstig- ans, fram á að innheimta skattinn 1935 með 10% álagi. Þetta gerði það að verkum, að maður, sem hefði t, d. 4000 kr. skattskyldar tekjur, fengi 154 kr. skatt eða 114% hœkkun frá gildandi lögum; m;iður með 5000 kr. skatt- skyldar tekjur fengi 253 kr. skatt eða 125% hœkkun og maður með 6000 kr. skattskyldar tekjur 374 kr. skatt eða 128°/0 hækkun. Enn væri það ákvæði í þessu skattafrv. ráð.ierrans, að með fjár- lagaákvæði mætti hækka skattinn um 20% jrá ári til árs. Pá. iiti dæmið þannig út: Maður með 4000 kr. skattskyldar tekjur (skattur nú 72 kr.) fengi 175 kr. skatt eða 140% hœkkun, maður með 5000 kr. skattskyldar tekjur (skattur nú 113 kr.) fengi 289 kr. sk2tt eða 170% hækkun og maður með 6000 kr. skattskyldar tekjur (skattur nú 162 kr.) fengi 425 kr. skatt, eða /70% hækkun. Er ekki hér gengið feti lengra en hygg'nth og skynsemi geta mælt með? spurði Ólafur Thors. Ríkisgjaldaneínd, Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Ed. þeir Magnús Jónsson, Magnús Guðmundsson, Guðrún Lár- usdótt, Jón A. Jónsson, Pétur Magn- ússon og Þorsteinn Þorsteinsson flytja frv. um ríkisgjaldanefnd. 1?ar segir svo: 1. gr. f lok hvers reglulegs Al- þingis skulu þingflokkar þeir, sem mann eða menn hafa í fjárveitinga- nefrd, tilnefna einn mann hver og 2 til vara í nefnd, er nefnist ríkis- gjaldanefnd. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og gegnir starfi til loka næsta reglulegs Alþingis. Nefndarmenn skulu vera búsettir í Reykjavík eða svo nærri. að þeir geti daglega sótt þangað fundi. 2 gr,- Nú telur fjármálaráöherra þörf á aö greiða fé úr ríkissjóði umfram heimild í fjárlögum eða öðrum lögum, og skal hann þá til- kynna formanni nefndarirnar það, en hann kveður neíndina þegar til fundar með ráðherra eða umboðs- manni hans um málið, Nái tillaga ráðherra samþykki allra nefndar- manna, sem á íundi eru, er hún samþykkt, en ella failin. Samþykkt tillaga er greiðsluheimild handa ráð- herra. 3. gr. Ríkisgjaldanefnd heldur gerðabók og skráir í hana skýrslu um það, sem fram fer á fundum hennar. Bókin skal bera skýrt meö sér, hvaða umframgreiðslan hefir verið óskað og hverjar þeirra sam- þykktar. Fundir ríkisgjaldanefndar eru því aðeins löglegir, að einn maður, aðalmaður eða varamaður, úr hverjum þeirra flokka, sem nefnd- ir eru i 1. gr., sækja hann. Fundar- gerð skulu allir nefndarmenn undir rita, sem fund sækja. 4. gr. Formaður ríkisgjaldanefnd- ar skal senda yfirskoðunarmönnum landsreikningsins ár hvert eftirrit af því, sem skráð hefir verið í gerða- bókina um atriði er snerta þann landsreikning, sem þá er til endur- skoðunar. Þetta skal gert ekki síð- ar en mánuði eftir að reikningurinn er prentaður. 5. gr. Nú greiðir fjármálaráðherra fé úr ríkissjóði án heimildar á fjár- lögum eða öðrum lögum eða án samþykkis rtkisgjaidanefndar sam- kvæmt 2. gr., og varðar það hann þá ábyrgð eftir 143. gr. hinna al- mennu hegningarlaga. Auk þess er haun skyídur til að endurgreiða ríkissjóði það fé, sem greitt hefir verið í heimildarleysi. 9. gr. Kostnaður við neíndina, þar á meðal þóknun til nefndar- manna, allt að 500 kr, til hvers, greiðist úr ríkissjóði í greinargerð segir svo: 5*30 heíir þótt mjög við brenna, að ríkisstjórnir hafi greitt fe úr ríkissjóði án lagaheimildar. Með slfkum greiðslum má skera mjög fjárveitingavald Alþingis, þvf að reynslan sýnir, að Alþingi er venju- lega fúst til að samþykkja slíkar greiðslur eftir á. En þar sem þingið situr ekki að störfum nema sem svarar hér um bil fjórðungi ársins, er það auösætt, að ekki verður hjá því komist, að greiðslur fari fram úr ríkissjóði án þess að þingið hafi tækifæri til að láta uppi skoðun um þær. Ný viðhorf og verkefni skapast jafnan og geta leitt af sér þörf eða knyjandi nauðsyn á greiðsl- um úr ríkissjóði. Þetta hefir án efa valdið því, að rikisstjórnirnar hafa, að því er virðist, oft sýnt kæruleysi, um greiðslur án lagaheimildar, f trausti þess, að slíkar greiðslur verði samþykktar eftir á. Frv. þetta er borið fram til þess að reyna að bæta úr þessu. Það virðist vera skylda Alþingis að vernda fjáveitingarétt sinn, og það sýnist vera hægt á tiltölulega auð- veldan hátt, á þann veg, sem ráð- gerður er í frv. Nokkur fyrirhöfn og óþægindi fylgja að sjálfsögðu hinu ráðgerða íyrirkomulagi, en hér er til mikils að vinna. MERKÁR BÆKOR: G. Gunnarsson: Hvide Krist J. Jörgensen: Charles de Foucauld Asch: St. Petersburg Buckholzt: Frank Dover og den lille Kvinde. Fleuron: En Raabuks Ilendelser Mensendieck: De daglige Be- vægelsers Skönhed Knud Becker: Verden venter — » — Det daglige Bröd og margt fleira nýkomið. Þorst. Þ. Thorlaeius. Bóka- og ritfangaverzlun. Hér með tilkynnist, að jarðarför mannsins míns og föður, Aðalsteins Jörundssonar, fer fram fimtudaginn 13. þ.m. og hefst með húskveðju, að heimili hins látna, Lækjargötu 13, kl. 1. e. h, Guðbjörg Sumarliöadótíir, Guðnður Aðalsteinsdóttir. Laugaveitan. I3ann 9. þ. m. var aftur byrjað á að þekja laugaleiðsluna til sundlaug- arinnar. Þessu verki þarf að vera lokið í haust, ef tíðarfar leyfir. Vel var af staö farið, því Sigurð- ur Guðmundsson skólameistari sendi 30 af nemendum 4. bekkjar fyrsta daginn. Unnu þc.ir rösklega í 4 kl.st. —í gær unnu nemendur 3. bekkjar. Auk þessa hefir skólameistari lofað að gefa nemendum frí svo þeir geti unnið að þessu a.m.k. einn dagspart hver bekkur. Væntum viö mikils og góðs stuðnings úr þeim hóp, er við þökkum, Eu betur má ef duga skal. — Næstu daga, og væntanlega svo lengi sem þörf er á, verða nokkrir menn til að hlaða ofan á leiðsluna. — En okkur vantar liðsafla til að moka moldinni ofan á leiðsluna, því það geta allir gert. Nú er takmarkið að reyna að vekja þá »stemningu« í bænum, að ami.k. komi ÍOO nianns á sunnu- daginn kl. 8 f. h. og vinni til miðdegis. — Ungmenni Akureyrar, ykkur er hugleikið að sundlauginni notist sem bezt heita vatnið og þið fáið að njóta laugarinnar sem allra bezt til sundnáms, styrkingar heilsunni og hreinlætis, nú er þess vænzt, að þiö leggið dálítinn skerf til að Ijúka viö framangreint verk. Engar íþróttaæfingar á sunnu- daginn! Komið heldur öll með rekur og nokkur með kvíslar og handbörur upp að latiginni á sunnu- dagsmorguninn og leggið gjörva hönd á verkið. — Þökkum fyrir- fram alla aðstoð, sem veitt verður. AK. Fylgjur rauðu stjórnarinnar. Á 16. gr. fjárlagafrv. rauðu stjórn- arinnar eru tveir nýjir útgjaldaliðir, sem sýnilega koma til að verða drjúgir í framtíðinni. Þessir liðir eru: — 1. Kostnaður við kjöt- og mjólkursölu . . kr, 20,000,00 2, Kostnaðnr vegna sér- stakra ráðstafana um inn-og útflutning— 30,000,00 Fyrri liðnum íylgir svohljóöandi greinargerð : »Samkv. bráðabirgðalögum iim kjöt- og mjólkursölu, hefir ríkissjóð- ur nokkurn kostnað af framkvæmd þeirra og eru því áætlaðar til þess kr. 20,000,00.« Síðari liðnum fylgir þessi greinar- gerð: - »Gera má rá ráð fyrir allmiklum kostnaði vegna þessara ráðstafana (gjaldeyrisneínd o. fl) og eru því áætlaðar til þess kr. 30,000,00.« Skvldi ekki, þegar fram líöa stundir, dálaglegar útgjaldafúlgur geta komist fyrir á þessum liðum?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.