Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1935, Qupperneq 1

Íslendingur - 14.06.1935, Qupperneq 1
ISLENDINGUR \ XXI. árgangur. I Akureyrí, 14. júní 1Q35. I 24. tölubl. Síldveiðin. Söluhorfur væn- legar, — Söluhorfur síldarafurða á þessu sumri eru yfirleitt taldar frekar væn- legar, af þeim sem þykja þeim mál- um kunnugit. Hefir síldarútvegsnefnd nú nýlega ákveðið fast verðlag á allri ný- veiddri síld og er það sem hér segir: Venjuleg saltsíld kr. 6.50; maga- dregin síld kr. 7,00; kryddsíld kr. 7,50; hausskorin og slógdregin síld kr. 8,40; matjessíld kr. 8.50 og flött síld kr. 15,00 — allt miðað við tunnu. Stjórn ríkisverksmiðjanna hefir, eins og áður hefir verið skýrt frá, ákveðið að hækka verðið á bræðslu- síld, og er það ekki vonum fyr. Verður verðið kr. 4,00—4,50 fyrir málið, eftir því hvernig samningar um afhending afla til verksmiðjanna eru. Með því verði, sem nú er ákveðið á bræðslusíld og saltsíld, eru vonir útgerðarinnar um sæmilega afkomu nokkuð bjartari en áður, en margur er skýflókinn, sem úr þeim vonum getur dregið og þá ekki sízt hin óeðlilegu höft á sölunni. Afkoma því nær allrar útgerðar landsmanna veltur á því, hvemig til tekst með afla og sölu á kom- andi síldarvertíð- Farnist þar vel, getur útgerðin rétt það við, að hún fleytist áfram. Farnist illa, verður hinsvegar ekki annað séð, en það verði rothöggið. Ganga má út frá því að nokkru fleiri innlend skip stundi síldveiði í sumar, en verið hefir tvö undan- farin sumur — einkum togarar — og gerir það hinn mikli misbrestur sem orðið hefir á fiskveiðunum og sölu þeirra afurða. — Veiði útlend- inga mun engu minni nú en síð- asta sumar, allt utan landhelgi — eða svo á það að vera. Fer veiði þeirra mikið eftir tíðarfari, en veiði- magn útlendinganna veldur mestu um verðlag síldarinnar. En það sem ög ríður á miklu, fyrir alla afkomu íslenzku síldar- útgerðarinnar, er, að síldarútvegs- nefnd gæti sem mest réttlætis og varkárni um ráðstafanir sínar. Á herðum hennar hvílir að mestu á- byrgðin um það, hvernig tekst til um sölu síldarinnar að þessu sinni. Og horfurnar eru þannig, að við góðu er að búast. En vænlegum horfum má til ófarnaðar snúa með óviturlegum ráðstöfunum — og hefir þjóðin oftar en einu sinn orðið að súpa seyðið af þeirri mishögun. Síldveiðar munu nú byrja með fyrra móti og eru menn hér sem óðast að útbúa skip sín. Má gera ráð fyrir að sum fari á veiðar í byrjun næstu viku, ef aflahorfur og veðráttufar er hagstætt. En það eru ekki miklar horfur á síldarvertíðin ætli að þessu sinni að færa Akureyri mikla atvinnu, utan þeim, sem á skipin fara. Bendir allt til að síldarsöltun muni verða hér með minnsta móti, þar sem að flestir útgerðarmenn, sem hér hafa áður saltað, hafa nú flutt þær oæki- stöðvar sínar til Hríseyjar eða Siglu- fjarðar, sakir þess hvað þeir staðir liggja nær miðunum. — Pað er innfjarðarveiðin, sem helzt kemur Akureyri að haldi eða þá ef hrað- skreiðir togarar legðu hér upp veiði sína, sem ekki mun standa til að verði að nokkru ráði. Væri þess þó full þörf. Stórtti bátskaðar í Ólatsfirði. Um 20 bátar eyði- leggjast eða verða fyrir skemdum. Laust eftir kl. 5 á hvítasunnu- morgun rak á norðaustan rok með slyddu í Ólafsfirði. Var þetta með svo skjótri svipan að innan hálftima var sjórokið og brimgarðurinn oröið svo regilegt, að ófært var út í vél- og trillubáta, er voru þar á legunni. — Þegar leið á morgunin tók bát- ana að slíta upp og reka, rákust þeir þá hver á annan, brotnuðu og sukku sumir, en aðra rak til lands og brotnuðu þar. Varð hér af «ægi- legt tjón, því flestir bátanna voru óvátryggöir. bátarnir »Sævaldur« eign Þorvaldar Friðfinnssonar, »Þór« eign Þorsteins Þorsteinssonar o. fl. og »Kári» eign [óns Halldórssonar, var hinn síðast- nefndi óvátryggður, hinir tveir vá- tryggðir. Tveir vélbátar »Bergþóra« og »Bliðfari« urðu fyrir all-miklum skemdum en ei u viðgeranlegir. Bergþóra óvátryggð. — 8 trillur eyðilögðust, þar af aðeins ein vá- tiyggð, en 5 skemdust, 4 þó lítið. Auk þess rak 3 trillur sem náðust óskemdar. Varðskiðið »Óðinn«ernú kominn á staðinn til þess að bjarga því setn nokkur tök eru að bjarga og eign er í. Eignatjónið, sem bátaeigendurnir, er mistu báta sína óvátryggða, hafa hér orðið fyrir, er afskaplegt, sér- slaklega trillubátaeigendanna, sem flcstir munu fátækir menn er áttu ársafkomu sína undir veiði bátanna komið. Munu þeir enga möguleika hafa, til að fá sér nýia báta, nema þeim komi hiálp að, Þá hjálp verða þeir að fá og það áöur en neyð heíir sezt að garði hjá þeim. Er það ríkið, sem hér verður fyrst og fremst að hlaupa undir bagga. — Stetáo Guðmundsson, óperusöngvari, söng í Nýja-Bíó annan hvítasunnu- dag meö aðstoö ungfrú Önnu Péturs frá Reykjavík. Stefán Guðmundsson f hlutverki Cavaradossi i Tosca. Það mun mörgum enn í fersku minni, er þessi söngvari kom hingaö 1929 í söngför »Karlakórs Reykja- söng sínum, og þá sérstaklega með hinni unaðsfögru rödd. Var því ekki að undra þótt marga léki forvitni á að heyrá hann nú, enda var húsið troðfullt áheyrenda. Stefán hefir, sem kunnugt er, stundað söngnám í Ítalíu undanfarandi og haft atvinnu þar sem óperusöngvari síðustu ár, og getið sér fyrir það mikið lof, hiá mestu söngþjóð heimsins, ítölum, en til þess þarf engar miðlungsraddir né hæfileika, því Italir eru þjóða kröfuharðastir um raddir og með- ferö þeirra. Átti maður því von á aö heyra á konsert þessum framúr- skarandi söng og þori 'ég að fullyröa að þaðan muni enginn hafa farið vonsvikinn í þeim efnum. Efnisvalið var mjög gott, ítalskar og franskar lyriskar ariur, auk nokk- urra íslenzkra laga, sem öll voru prýðisvel sungin, svo erfitt er upp á milli að gera, en þó vil ég einkum Eftir þeim upplýsingum sem blað- ið hefir fengið hafa þrír stærri vél- bátar því nær gereyðilagst, eru það víkur«, þá rúmlega tvítugur að aldri, og vakti almenna hrifningu með NÝJA-BIO Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: „Fanney“ Þýzk tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Tekin eftir samnefndu leikriti Marcel Pagnols, Aðal- hlutverkið leikur: Emil Jannings. Myndin gerist í litlu sjávar- þorpi þar sem Jannings hefir veitingahúsið »Svarti hvalfisk- urinn«. Þaö er ástaræfintýr sonar Jannings og fallegustu stúlku þorpsins og afleiðingar þess, sem myndin segir frá á skemmtilegan og óvenju- legan hátt, meö snilldarlegum leik Jannings í aðalhlutv. Sunnudaginn kl. 5,- Alþýðusýning. Niðursett verö. innn. í síðasta sinn. geta »M’appari« úr óp, »Martha« eftir Flotow, »Ah! Non mi ridestar* úr óp. »Werther« eftir Massenet og »Taktu sorg mfna« eftir Bj. Þor- steinsson, sem Stefán söng með þeim ágætum, að vart veröur betra á kosið. Röddin, sem er bjartur lyriskur tenor, er á öllum sviðum mjúk, þjál, hljómfögur og afar hljómmikil, eink- um á hærri tónum. Enda þótt hún sé búin að fá á sig fullkomna mót- un af ítölskum áhrifum, verst maður ekki aö heyra að í henni er sér- kennilegur blær, sem telja verður íslenzkan, blæ, sem vekur hjá manni sömu kendir [eins og sólríkt vor eftir harðan vetur. — Öll tækni söngvarans ber á sér einkenni þess að hann hafi unnið samvizkusamlega og af miklum dugnaði hjá ágætustu kennurum, og ef hann heldur svona áfram á listabraut sinni, mun þess ekki langt að bfða að hann komist í fremstu röö lyriskra tenora hér í álfu, og þar nieð opin leið aö óperu- húsum allra hinna stærri menningar- þjóöa. Þá er ótalinn einn höfuðkostur Stefáns sem söngvara, og þaö er hin næma túlkunargáfa hans. Hann lifir sig inn í hlutverk sfn, hugsar þau og mótar á þann hátt, að allt speglast í röddinni, allt verður un- aðslegur söngur — músik — en það er eitt af aðalmerkjum söngvara, sem eru sannir listamenn í þess orðs

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.