Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1935, Blaðsíða 3

Íslendingur - 14.06.1935, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 IOnsýningin verður opnuð næstk. sunnudag kl, 3 e. h., í barnaskólanum. Athöfnin hefst með: 1. HORNABLÁSTUR (Lúðrasveitin Hekla). 2. RÆÐA (Steinn Steinsen bæjarstjóri). 3. KÓRSÖNGUR (Geysir). Aðgangur að sýningunni er kr. 1,00, — en kr. 3,00 fyrir allan tímann. Sýningarnefndin. I Lilja Kristjánsdóttir andaðist á spitalanum hér í bænum 4. þ. m., eftir langa og stranga sjúkdómslegu rúmlega hálfníræð að aldri. f*essi merkiskona var ættuð undan Jökli. Hún hafði dvalið hér í bænum á annan mannsaldur. Hjúkrun fékkst hún við um hríð í gamla spitalanum hér, en kunnust er hún af starli sínu í Góðtemplara-reglunni. Ára- tugum saman vann hún af heilum Menntaskólanum á Akureyri var sagt upp kl. 2 síðd. í dag. — Var prófum lokið á miðvikudagskvöldið og fara hér á eftir nöfn þeirra nemenda, er luku stúdents- og gagn- fræðaprófi. Stúdentar: Jóh. L. Jóhannesson Skagf. I, 7,22 Hámundur Árnason Ak. I. 7,13 Ólafur D. Jóhannesson Skagf. I. 6,93 Broddi JóhannessOn Skagf. I. 6,85 Jón G. Halldórsson N-Múl. I. 6,77 Guðbrandur Hlíðar Ak. I. 6,67 Ingibjörg Sigurjónsdóttir Eyf. I. 6,61 Geir Stefánsson N-Múl. I. 6,58 Bragi Sigurjónsson S-Þing. I. 6,53 Einar Th. Guðmundssson Ak. I. 6,40 Bárður Jakobsson N-ísf. I. 6,08 !i:Oddur Sigurjónsson Húnav. I. 6,06 Benedikt Sigurjónsson Skagf. I. 6,04 Stefán Jónsson Skagf. I. 6,01 Axel Benediktsson S-f’ing I. 6,00 Jón Bjarklind S Þing. II. 5,94 Kjartan Guðjónsson Strandas. II. 5,65 Skúli Bjarkan Ak. II, 5,53 Skúli Magnússon Eyf, II. 5,53 Jörundur Pálsson Eyf. II. 5,43 Eiríkur Pálsson Eyf. II. 5,35, Sigurður Jóhannesson Eyf. II. 5,20 Gagnfræðingar: Rannveig Kristjánsdóttir Eyf. I. 7,40 Björn Guðbrandsson Skf. I. 7,38 Kristín Kristjánsdóttir Eyf, I. 7,37 Númi Kristjánsson S-Þing. I. 7,27 Gunnar Gíslason Skf. I. 7,12 Baldvin Ringsted S-Þing. I. 6,92 Ingvar Björnsson S-jÞing. I. 6,92 Geir Arnesen Ak. I. 6,83 Hjálmar Finnsson V-ísf. I. 6,83 Sigurður Ólason Ak, I. 6,82 Hjalti Gestsson Árn. I. 6,78 Svavar Pálsson Eyf. I. 6,60 Björn Ingvarsson Eyf. I. 6,51 Ásta Björnsdóttir Ak. I. 6,50 Eyjólfur Jónsson V-ísf. I, 6,49 Árni Friðgeirsson S-f*ing. • I. 6,47 Jón E. Guömundsson N-Þing I. 6,43 Sigurður Kristjánsson Eyf, I. 6,40 Þorsteinn Sigurösson S-Múl. I. 6,40 J'ón Chr. Havsteen N-Í’ing. I. 6,35 Þorgeir Jónsson S-Þing. I- 6,35 Þorv. K. Þorsteinsson S-Múl. I. 6,28 Sigurjón L. Rist Ak. I. 6,25 Jóhann Hlíðar Ak. I. 6,25 Ólafía Þorvaldsdóttir Ak. I. 6,17 Sigurður Baldvinsson Eyf. I. 6,14 Friðfinnur Ólafsson N-ísf. I. 6,12 Sigríður Sigurhjartard. Sigluf. I. 6,04 Guðrún Bjarnadóttir Ak. I. 6,01 Hallur Hermannsson S-Þing. I. 6,00 Aðalsteinn Gíslason S-Múl. II. 5,94 Jóh. G. Benediktsson S-Þing. II. 5,91 Sig. N. Jóhannesson Skagf. II. 5,88 í’orsteinn Jónsson Eyf. II. 5,64 Jón Áskelsson Eyf. II. 5,49 Bergur Pálsson Eyf. II. 5,44 Stefán Eggertsson Ak. II. 5,32 Jóhann Snorrason Ak. II. 5,29 Ásgeir Kröyer N-Múl. III. 4,42 Aðalbjörg Jóhannsdóttir Eyf. III. 4,25 Guttormur Berg Ak. III. 4,07 *Utanskóla. K. A. gengst fyrir hátlðahöldum 17. júni n. k. Handboita-flokkur kvenna keinur frá Húsavík og keppir við K. A. 17. júni. Lystigarðurinn. Allir Akureyringar þekkja Lysti. garðinn, að minnsta kosti af afspurn, en oft hefir það vakið undrun mína þegar ég hefi heyrt Akureyringa segja, að þeir komi aldrei upp i Lystigarð; þeir hinir sömu, vita áreiðanlega ekki hvað þeir fara mikils á mis, en allir aðkomumenn, sem til bæjarins koma, þeir öfunda Akureyringa af þessari »Paradís«, en svo hefi ég heyrt suma Reyk- víkinga kalla garðinn, og hafa marg- ir þeirra sagt við mig, að mjög myndu Reykvíkingar vera glaðir ef þeir ættu slíkan blett, til að njóta þar hvíldar og hressingar. Og svo að geta sent börnin sín þangað, lofa þeim 'að leika sér innan um blómin og trén, það er ómetanlegt þá, sem ekki geta sent þau í sveit. Það var reyndar ekki ætlunin með þessum línum aö lýsa Lystigarðin- um, heldur það, að minna bæjarbúa á, hverjum við eigum að þakka hvað garðurinn er yndislegur. Ég held að fólk geri sér ekki atmennt í hugarlund, hversu aískaplega mik- ið verk liggur í því, aö halda þessu öllu í því horfi sem það er, vinna þar allt sumarið, frá því snemma á vorin, og mest eigum við þetta að þakka frú Margrethe Schiöth, það er hún sem algerlega fórnar sér fyrir þann blett, þar má sjá hana seint og snemma, sívinnandi aö því að fegra, planta og skreyta hann með öllu móti; ég held líka að hún tali við trén og blómin, það eru allt beztu vinir hennar. Það er ótrúlegt hvað hún fær miklu afkast- að, og 'nafa sjálf hjá heimili sínu einhvern fallegasta blómagarð í þess- um bæ, það má segja að hún lifi innan um blómin. Ég hugsa að hún leggist oft þreytt til hvfldar að loknu dagsverki, og ég held áreiðanlega að Akureyringar geri sér ekki grein fyrir því, í hve mikilli þakkarskuld þeir standa við hana. Ég vil ekki vera með neinar hrakspár, en það mætti segja mér, að það skarð verði vanfyllt, þegar frú Schiöth hættir að gela haft umsjón með Lystigarðinum. Eina erdurgjaldið, sem hún fær fyr- ir þetta mikla starf sitt, er líklega það að njóta ánægjunnar þegar hún situr inuan um blómin og trén og heyrir þytinn í lauíunum. Þá eru þau áreiðanlega að tala við hana og þakka henni fyrir alla umhyggj- una og starfið. — Vil ég svo enda þessar línur með þeirri ósk, að bær- inn og Lystigarðurion, megi sem lengst fá aö njóta frú Schiöth, Ég þykist vita að bæjarbúar muni óhik- að taka undir með mér og þalcka henni innilega fyrir alla ósérhllfnina og vinnuna í þarfir Lystigarðsins. Kona. hug og með óþreytandi elju og áhuga að reglumálum, sérstaklega í unglingastúkunni i'SAKLEYSIЫ. Hún var félagi í stúkunni »ÍSA- FOLD«. — Fjöldi bæjarbúa þekkti hana og allir aö góðu einu. Undir hennar handleiðslu hafa verið á æskuárum mjög margir borgarar þessa bæjar, konur og karlar, nú fulltíða. Nokkuð margt af þessu fólki heíir horfið undan merki regl- unnar, en ég byzt við, að það muni samt sem áöur meta starf Lilju sál. að verðleikum. — Letta á ekki að vera lýsing á æfistarfi Lilju. En ég bið bæjarbúa, sem þekktu hana og er þá hlítt til hennar, að minnast þess, að kær- komnust gjöf til minningar um hana og mest 1 samræmi við vilja hennar, mundi vera skerfur til »Minningarsjóðs Siguröar Eiríksson- ar«, ei Stórstúkan hefir stofnað. — Peir Halldór Friðjónsson og Guð- björn Björnsson veita göfunum við- töku. — Jarðarför Lilju sál. fer fram frá Góðtemplara-húsinu Skjaldborg næsta þriðjudag, kl. 2 e. h. Er þess að vænta, aö vinir hennar fjölmenni við jarðarförina. Templar. Úr heimahögum. Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. á sunnudaginn. — Séra Gunnar Árnason stígur í stólinn. Stofnfundur Nemendasambanns Möðru- vallaskóla ogGagnfræða- ogMenntaskól- ans á Akureyri verður haldinn i Mennta- skólanum á sunnudaginn kemur,/16. þ.m. og hefst kl. 1 e. h. Munu allmargir nem- endur þessara skóla, bæði eldri og yngri, sækja stofnfundinn efiir undirtektum þeim að dæma sem bréf undirbúningsnefndar- innar til nemenda hafa fengið. Kl. 7 um kvöldið, að stofnfundi loknum, verður sameiginlegt borðhald og annar fagnaður. Pi’ófi í forspjaliavísindum við Khafnar- háskóia hafa nýlega lokið Friðrik MöIIer, héðan af Akureyri, með ágætiseinkunn og Óskar Magnússon frá Tungunesi með 1. einkunn. Jón Qeirsson læknir er væntanlegur heim í kvöld, og tekur á móti sjúklingum á morgun á venjulegum tima. BÚÖum verður lokað hér i bænum kl. 4 á laugardaginn kemur, og slðan á sama tima alla Iaugardaga fram í miðjan september. — Helgl Skúlason augnlæknir verður fjar- verandi úr bænum frá 22. júní til 15. ág. HJÚSkapur. Ungfrú Ragnheiður Jóns- dóttir Melstað, frá Haligilsstöðum í Hörg- árdal og Sigurjón Sæmundsson prentari. — Ungfrú Sigurlaug Guðmundsdóttir fiá Garðshorni og Baldur Svanlaugsson bllstjóri hjá B.S. A. — Ungfrú Hlíf Árna- dóttir og Þórir J. Björnsson vélstjór á Gefjun. — Stelngr. Matthfasson fór i morgun suð- ur til Reykjavíkur og verður að heiman um tima. Gegnir Árni læknir Guðmunds- son störfum hans á meðan. Til Reylgavlkur alla þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga. — Bifreiðastöð Aknreyrar. Til Dalvíkur alla daga kl. 7 e. h. Frá Dalvík alla daga kl. 9 f. h. Bifreiðastöð Akureyrar. Tii Austíjarða alla þriðjudága, fimmtu- daga og laugardaga — Bifreiðastöð Akureyrar. Samkomuhúsiö. Vegna leiksýninga hafa veitingar og dans fallið niður í Samkomuhúsinu í þessari viku, en byrja aftur í næstu viku — meö aukinni músík. Samkomuhúsið er bezti samkomustaðurinn. Haraldur Guðnason. Lelkfélag Sauðárkróks sýnir í kvöld og annað kvöld leikinn Hveitibrauösdagar eftir Björnstjerne Björnson. Opinberunarbókin. Ungfrú Þóra Franklin og Ólafur Danfelsson klæðskeri, — Ung- frú Ólöf Jóhannesdóttir og Áki Krist- jánsson bílstjóri. — Öll til heimilis hér í bænum. — Dansskemmtun verður haldin ( þing- húsinu á Þverá annað kvöld og hefst kl. 8,30 e. h. — Dánardægur. Jón Karlsson héraðslækn- ir í Reykjafjarðarhéraði varð bráðkvadd- ur 10. þ. m. Ungur læknir, nýlega skipað- ur i embættið. — Þann 8 þ. m. lézt hér á sjúkrahúsinu ekkjan Rannveig Stefáns- dóttir frá Hrauni i Óxnadai, dóttir Stefáns Bergsonar fyrrum bónda og hreppstjóra að Þverá í sömu sveit. Rannveig heitin var tæplega 59 ára að aldri, hin mesta myndar- og atgerfiskona. BJÖrn Kristjánsson heildsali frá Ham- borg er í heimsókn hér i bænutn. Barnastúkan „Sakleysiö" heldur fund á sunnudaginn kl. 10 f. h. Eru börnin beð- in að fjöimenna vegna mikilsvarðandi málefna, sem eru á dagskrá. Kuldatíð hefir verið undanfarna daga og er nú aftur orðið hvitt ofan í fjalls- rætur. — Þór vann K. A. i úrslitakappleik við III. fl. með 2:1.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.