Íslendingur - 26.06.1936, Blaðsíða 4
4
ISLENDINGUR
Landsmálafundir.
Undirritaður boðar til Iandsmálafunda eins og hér segir:
Sunnudaginn 28. júní kl. 3 e. h. að þinghúsi Hrafna-
gilshrepps og þinghúsi Glæsibæjarhrepps.
Mánudaginn 29. júní kl. 8 e. h. í Hrísey og Dalvík.
Priðjudaginn 30. júní kl. e. h. í Ólafsfirði.
Miðvikudaginn 1. júlí kl. 8 e. h. á Siglufirði.
Sunnudaginn 5, júlí kl. 3 e. h. að Saurbæ og Grund í
Svarfaðardal (þinghúsinu).
Allir flokkar hafa jafnan ræðutíma. — Pingmönnum kjör-
dæmisins sérstaklega boðið á fundina.
Garðar Þorsteinsson.
Skoðun bifhjóla og bifreiða, skrásettra í Eyjafjarðarsýslu og
Akureyrarkaupstað, fer fram dagana 1., 2., 3. og 4. júlí n. k.
Hinn 1. mæti A-1 til A-50
— 2. — A-5I — A-100
— 3. — A-101 — A-160
— 4. — E-1 — E-51
Ber öllum bifreiða- og bifhjólaeigendum að nræta með bif-
reiðar stnar og bifhjól þessa tilteknu daga við Slökkviliðsstöðina
á Torfunefi hér í bæ frá kl. 9—’2 f. h. og 1— 6 e. h.
Vanræki einhver að koma með bifreið sína eða bifhjól tii
skoðunar og tilkynni eigi gild forföll, verður hann Iátinn sæta
ábyrgð samkv. bifreiðalögum.
Bifreiðaskattur, sem fellur í gjalddaga 1. júlí þ. á., skoðunar-
og iðgjald fyrir vátrygging ökumanns verður innheimt um leið
og skoðun fer fram.
Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir sér-
hverja bifreið sé í lagi.
Þetta tilynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til
eftirbreytni.
Bæjarfógetinn á Akureyri 23. júní 1936.
Sig. Eggerz.
Að gefnu tilefni
er fólki stranglega bannað að fara innfyrir sund-
laugargirðinguna, þegar hliðunum er læst og sund-
kennarinn ekki við. — Ef bann þetta verður brotið,
geta menn búist við að verða sóttir til ábyrgðar.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 22. Júní 1936.
Steinn Steínsen.
Sie/ngr. Matthíasson:
Siæinur tjárhapr vor
og sjálfstæðið.
(Úrbréfifrd G.Th.Oddson o.fl.)
[Framhald].
Ég svaraði Oddson eitthvað á
þessa leið:
Tegar ég er í vondu skapi og sé
allt svart, þá held ég muni fara
sjálfur á hausinn með allar minar
skuldir, því ég hefi hagað mér líkt
og þjóðin öll.
En þegar góði gállinn er á mér,
þá er ég ungur enn og finn, að ég
muni lifa það að geta borgað brús-
ann, og eins mun landið gera. —
En margir segjá að það sé óhugs-
anlegt,-
Hvað skal til bragðs taka ?
Tví ekki að selja Englendingum
einhvern fjörð eða útskaga (hvað
svo sem Einar ?veræingur segir)
og losa okkur úr skuldunum? Betra
að gjöra þaö strax, heldur en að
láta þá þrælka okkur fyrst, og
taka svo allt holt og bolt fyrir ekki
neitt, og af okkur öll ráð.
Ég er er ekki nógu klókur fjár-
málamaður, þess vegna hefi ég rætt
þessi spursmál við ýmsa, mér miklu
fróðari.
Éað er enginn ágreiningur um,
að við höfum lifað um efni fram.
Við höíum steypt okkur út i íram-
farir, sem ekki gáfu nógan arð til
að borga lánsféö, og við tökum lán
á lán ofan til að borga lán. — Tað
var í rauninni fiskurinn, sem er
enn í sjónum eða ógotinn, hvað þá
óveiddur, sem var aðaltryggingin
fyrir lánunum. En Englendingar
prúttuðu ekki, heldur lánuðu okkur
óspart meira og meira. — Éeir
byrjuðu að lána okkur þegar Danir
voru orðnir uppgefnir og hvert
fyrirteeki eftir annað var farið á
hausinn, eins og Thorefélag, Miljóna-
félag, Sameinuðu verzlanir, Sand-
gerðisútgerð, íslandsbanki o.fl.
En svo íórum við að slá Englend-
inginn. Og við fiýttum okkur að
koma peuingunum í lóg, því okkur
lá á framíörum, eftir þúsund áia
klyfjagang. Við kusum þá á þing,
sem mestu vildu eyða; og við feng-
um í einum hvelli vegi, sfma, brýr
og skóla o. fl. út um annes og upp
til dala, eöa m. ö. o. álíka arðbær
fyrirtæki eins og væri reist »pisserí<
á Holtavörðuheiði (sem þó heldur
hefði verið brúk fyrir hér á Akur-
eyri). —
Hinir gætnari íhaldsmenn segja
við mig: »Hvað lá á öllum skólun-
um? Rétt eins og það væri bráð-
nauðsynlegt að troða í mýmarga
aulabáröa vísdómi, og taka þá frá
hollustu vinnunni, sem landið býður
upp á, þ.e. að moka mold og skft.<
Sumir halda því í alvöru fram,
að skólarnir hafi teymt fólk frá
hollu erfiði og handiðnum og gjört
fleiri iðjulausa og atvinnulausa en
vitra. Hvað á öll sú vizka? —
»Gefðu mér alla góða hluti,< sagöi
Magnús sálarháski, >en af vizkunni
hefi ég nóg.«
Svona mælti einn ramur íhalds-
þorskur, sem ekki tfmir að fara í
bíó, og mér líkaði ekbi við hann. —
Ég minnti hann á þann arga Gyð-
ing, Júdas, sem sagði: »Hvað á þessi
eyðsla?« og notaði aldrei sápu.
Og hvað lá á öllum vegunum,
brúnum, bílunum og símunum? sagði
annar íhaldspokinn og gerði mig
alveg orðlausan.
»Við vorum 20 — 30 ár að læra
aö nota vegina eins og átti að nota
þá, nfl. fyrir kerrur og vagna* —
sagði hann. í 20—30 ár gengu
lestirnar með taglhnýttum hestum,
með nauti í aftasta taglinu, eftir fínu
vegunum, en hefðu eins getað
þrammað hestagöturnar, líkt og frá
landnámstíð, meö alla þorskhausana
og grásleppubaggana. Vagna og
kerrur notaði enginn lengi framan
af. Svo komu brýrnar og bllarnir,
og útrýmdu blessuðum hestunum,
og nú sjást ekki nema ójárnaðir
villihestar og flókatryppi fram á dal,
En bilarnir þjóta í slíku hendings-
kasti eins og ætíö bfði konur í
barnsnauð eftir lækni, En vegirnir
eru dýrir og arðurinn lítill af inn-
lendum og útlendum lúxusflökkurum,
— »Kemst þó hægt fari húsfreyja,*
sagði Njáll. En flutningsvaran kæm-
ist til skila f tæka tfð, í kerrum eða
á reiðingi, vegalaust, brúalaust og
sparaðist mikið kjaftæði, ef símamir
væru ekki.
Svona tala fhaldsmenn og þú
munt vera þ'eim sammála minn kæri
Oddson, og þeir segja eins og þú:
»Fyrir alla þessa rummungseyöslu
til óarðbærra hluta er sjálfstæðið
farið.<
Já, vísfc er það farið, — lftið var
en lokið er; já, og írelsið er farið
svo gjörsamlega, að það er eins og
enginn minnist á það framar, — og
enginn muni lengur þá tíð né
dreymi um þá daga:
»Tegar frelsisröðull um fjöll og hálsa
fagurleiptrandi geislum steypti.«
Nei, — nú erum við orðnir okkar
eigin böðlar, verri en nokkrir Danir
voru, og erum í hafti og böndum,
og í banni eilífra þvingunarlaga,
einokunar, verkfalla og verkbanna
(þegar atvinna er í boði).
Tað er merkilegt að enginn skuli
skæla, — eins og mikið stóð til og
mikið gekk á þegar verið var að
kría allt frelsið og sjálfstæðið út úr
Dönum. — Paö kostaði reyndar
margra ára þjark og pex, því Danir
héldu lengi í við okkur og þrjósk-
uðust við, og espuðu okkar máltól
og málfærslugáfu, þar til þeir loks
gáfu allt eftir og borguðu reikning-
inn eins og Jón Sigurðsson og aðrir
höfðu gert hann upp. Og svo vild-
um við fá meira og hrópuðum á
íullan aðskilnað og »frjálst fullveldi
í öllum sérmáluml* — Ekki mátti
minna gagn gera, svo við gætum
sjálfir sett okkur á hausinn,
Danir sögðu: »Værs’artigH — Og
við fengum aðskilnaðinn og fullveld
ið, fyrir magnleysi, meinlevsi og
mannúð Dana, en þó aðallega á
glaðri stund, þegar þeir sjálfir í
hrifningu þágu að gjöf Suður-Jótland,
sem Þjóðverjar höfðu rænt frá þeim.
— Frakkar og Englendingar kipptu
þeim stolna feng, með »stála-rikis
málum«, frá Tjóðverjum, og vissu
ekki betra með að gjöra en að gefa
Dönum, og það varð öl á okkar
könnu. (Niðuri nœst)
Ef þig vantar einhvern hlut
1 Esju fyrst skalt leita.
Búið er í barka og skut
bý^na margt að reita.
Óskar.
Akureyri,
tekur í reikning og móti vörum:
Vorull, þvegna
HausiuII, þvegna
Hert ká/tsskinn og gærur
Tækifærisverð.
Eikargrammóíón með Radíó-hljóð-
dós til sölu með tdkifærisverði,
Magnús Alberts.
Sf andgötu 39.
Prentsmiðja Björns Jónssonar Ak.
Síldarstúlkur.
Nokkar síldarstúlkur, geta
enn fengið pláss við síld
arvinnu á S'glufirði í sum-
ar. Verða að tala við und-
irskrifaðann fyrir þriðjudag.
Ánton Ásgrímsson.
Fiólugötn 8.
Brúnn skinnhanzki
týndist frá Sjúkrahúsinu leiðina
Spítalavegur— Bæjarstræti — Þórunn-
arstræti— Þingvallastræti. Finnandi
er beðinn að skila honum til lög-
reglunnar.