Fréttablaðið - 01.07.2011, Side 30

Fréttablaðið - 01.07.2011, Side 30
Ber að neðan M ér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hár- leysi annarra baðgesta. Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hárvöxt og oftar en ekki vill sá sem spyr að ég fordæmi háreyðingu. Háreyðing er ekki nýtt fyrirbæri en vitað er að Egyptar til forna stunduðu hana og fjar- lægðu þá öll hár á líkamanum, sem var gert í tengslum við aukið hrein- læti og ákveðnar trúarathafnir. Það var svo í byrjun tuttugustu aldar sem snyrtivörufyrirtæki fóru að auglýsa rakvélar fyrir konur og hvöttu þær til að fjarlægja hár á fótleggjum og í handarkrika. Þá varð til teng- ingin milli háreyðingar og hreinlætis og í kjölfarið þóttu líkamshár óað- laðandi og engin dama vildi láta nappa sig með loðna leggi. Loðin kona var því talin sóðaleg og óaðlaðandi en sú hárlausa þótti hrein og fín. Iðkendur sumra trúarbragða fjarlægja einnig hár í tengslum við viss- ar trúarathafnir. Háreyðing á sér því langa og flókna sögu og er gjarnan tengd við hreinlæti þó í seinni tíð virðist hún tengdari útliti. Í dag virð- ist takmarkaður hárvöxtur algengari en náttúrulegt útlit. Þá virðist háreyðing ekki vera kynbundin því nýlegar rann- sóknir benda til þess að bæði kynin stundi reglulega háreyðingu víða á líkamanum. Karlar sem stunda hár- eyðingu við kynfæri finnst það gera kynfæri sín meira aðlaðandi. Konur gera það hins vegar frekar vegna hreinlætis. Útbreiðsla kláms hefur eflaust aukið á vinsældir háreyðingar við kynfæri, snyrtistofum til mikillar ánægju. Háreyðing á kynfærum getur þó haft vandkvæði í för með sér vegna sýkingarhættu og óþæginda vegna inngróinna hára. Þeir hárlausu hafa greint frá því að þeim finnist kynlífið betra svona hárlaus. Það má rekja til þátta eins og líkamsímyndar, en sá sem er ánægður með líkama sinn er oft öruggari í kynlífi. Þá má einnig skoða háreyðinguna út frá þægindum; snyrt kyn- færi geta til dæmis auðveldað munnmök. Sitt sýn- ist hverjum í þessum málum en mér finnst þreyt- andi að draga fólk í dilka vegna hárvaxtar. Hvatinn getur verið einstaklingsbundinn og því þarf hárvöxt- ur ekki að segja neitt um þinn innri mann. Sumir fylgja hjörðinni, sama hvort það tengist háreyðingu eða öðru. Aðrir gera það sem þeim sýnist og þegar þeim sýnist og eru loðnir suma daga en hárlausir aðra. Af hverju þetta skiptir fólki í tvær fylkingar skil ég ekki. Hverjum er ekki sama hvernig næsti maður háttar sínum hárvexti? Þetta eru jú bara hár og það hvort kynfærið sé nauðasköllótt, skreytt með þrumumynstri eða með náttúrulegar krull- ur segir ekkert um viðkomandi, hvorki félagslega né kynferðislega. Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur H unter-fyrirtækið hefur framleitt stígvél allt frá árinu 1856 og er enn einn vinsælasti stígvélaframleiðandinn í Bretlandseyj- um. Stígvélin frá Hunter voru algeng sjón á fótum gesta Glastonbury-tónlistarhátíðarinn- ar í ár eins og fyrri ár. Meðal aðdáenda stígvélanna má nefna ofur- fyrirsæturnar Kate Moss og Lily Donaldson, leik- konuna Emmu Watson, plötusnúðinn Alexu Chung, gleðipinnann Pixie Geldof og fótboltahjónin Co- leen og Wayne Rooney. Í ár var vinsælt að klæðast Hunter-stígvélunum við stuttbuxur af ýmsu tagi og skyrtur eða slitna stuttermaboli. - sm Aðdáandi Kate Moss er mikill aðdáandi Hunter-stígvélanna og hefur klæðst þeim á Glastonbury ár eftir ár. NORDICPHOTOS/GETTY Hunter-stígvélin slá enn og aftur í gegn: Stígvélaæði á Glastonbury Fallegar leðurtöskur frá Rakel Hafberg Rauðar, svartar, hvítar, gráar og dökkbláar. Verð 29.900 kr. VOGAR vesti úr alpaca og ull. Stærði S-L. Verð kr. 24.300 SKARÐSHLÍÐ peysa úr mjúkri merino ull. Stærðir S-L. Verð kr. 23.500 BARÐASTAÐIR er glæný peysukápa úr íslenskri ull. Stærðir S-L. Verð kr.36.500 Flott hönnun Farmers Market Eyjarslóð 9 www.farmersmarket.is GuSt Bankastræti 11 101 Reykjavík S: 5517151 www.gust.is Irregular Choice – Tutti Frutty Litríkir og skemmtilegir skór. Margar týpur og litir, verð frá 22.900 til 28.400 kr. BORG er nýr prjónajakki úr 100% merino ull Stærðir S-L. Verð kr.36.800. Fæst einnig í brúnu. Kjóll úr hreinu silki sem fæst í silfurgráu og svörtu, aðeins nokkur eintök gerð í hvorum lit. Verð 39.800 kr www.gust@gust.is Kynning Rakel Hafberg Collection, Laugavegi 37 www.facebook.com/ rakelhafbergcollection

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.