Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.04.1937, Blaðsíða 3

Íslendingur - 16.04.1937, Blaðsíða 3
fSLENDINGUR S Fiskmjölsvélar oylýsiskilviinlur •Morgunblaðið* skýrir frá því 31. f. m,, að í janúarmánuði s. 1. hafi verið settar niður nýjar vélar í togarann »Reykjaborg« til að vinna með fiskmjöl og lýsisskilvinda, til að vinna lýsi úr grút og feitum fiski. Hafði blaðið átt tal við skip- stjórann á »Reykjaborg«, Guðmund Jónsson, um nýungar þessar og lét hann svo um mælt: — Vélarn- ar keyptar í Þýskalandi og kostuðu um 80 þús, krónur, en slíkar vélar væru ódýrari væru þær settar í ný skip, þar sem sýnilegt er, að kostn- aðarsamar breytingar þarf að gera á gömlum skipum, sem þær eru látnar í. Okkur var lofað segir Guðmund- ur, að vélarnar gætu unnið úr 12 tonnum af hráefni á sólarhring og að úr því hráefni myndi fást 3 tonn af mjöli. En reynslan varð sú, að vélarnar unnu úr 15 — 16 tonnum á sólarhring og skiluðu uin 4 tonnum af ágætu mjöli. Við vélarnar vinna 5 manns, 2 á þilfari við að »mata« vélina, og 3 niðri, þar sem vélin skilar mjölinu unnu. Auk hausa og hryggja, er allur fiskur, sem ekki er notaður í salí, svo sem, steinbítur, karfi, upsi o. s- frv. settur í vélarnar og nýt- ist þannig allt, sem í vörpuna kemur. En merkilegust er þó lýsisskil- vindan af þeim vélum, sem settar voru í »Reykjaborg«, segir Guð- mundur. Skilvinda þessi er tiltölu- lega ný uppfinning, gerð af »Alfa Laval* verksmiðjunni, sem margir munu kannast við hér á landi, Skilvinda þessi kemur að mestu gagni í sambandi við lifrarbræðsl- una, Eins og kunnugt er, verður mik- ill afgangur þegar lifrin er brædd — grútur — og er honum fleygt á öllum togurum. En í Reykjaborg- inni hirðum við grútinn og setjum hann í skilvinduna nýju og úr hverjum 2 tunnum af grút fáum við 18 lítra af lýsi. Skilvinda þessi er tiltölulega ein- fallt áhald og að mínum dómi ætti hún að koma í hvern einasta tog- ara. — Þjóðverjar eru nú að setja slíkar skilvindur í öll sín skip, en heita má, að slík skilvinda hafi lítið sem ekkert verið notuð áður í tog- urum. Reykjaborgin kom. um mánaða- mótin með 1145 poka af fiskmjöli, en hver poki er 40 kg. að þyngd. — Menn sjá af þessu, að hér er stórmerkileg nýung á ferðinni fyiir útgerðina. Stórfé fundið, sem áður var hennt í sjóinn. Ný tækni o;T nýtni skapar ný verðmæti. Er það því í augum uppi, að allt kapp muni verða lagt á, að togarafloti vor fái þessi nýtískuáhöld sem allra fyrst, því hvorttveggja, fisk. mjölið og lýsið, sem með vélunum vinnst, er útgengileg og verðmæt verzlunarvara. Herbergi með aðgangi að eldhúsi til leigu fyrir eina eða tvær stúlkur, í GRÁNUFÉLAG5GÖTU 28, í B Ú Ð. Til leigu 3 heibergi og eldhús í Hafnarstræti 29, (uiðri) frá 1. eða 14 maí n. k. — Upplýsingar í Verzl, Eyjafjörður. Oil H ryðja sér meir og meir til rúms hér á landi. VACUUM OIL COMPANY Aðalumboð fyrir Island: H. BenediMsson & Co. Reykjavfk, Aðalumboð á Akureyri og við Eyjafjörð: Verzl, Eyjafjörður (Kristján Árnason). NYJA-BIO Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: ENDUJR FÆÐING Tal-'og hljómmynd í 10 þáttum tekin ettir hinni heimsfrægu sögu »Opstandelse« eftir rúss- neska skáldjöfurinn Leo Tolstoy Aðalhlutverkin leika: ANNA STEN Og FRBDHIC MARC Það er engum efa bundið að betri leikendur í aðalhlutverk þessarar gullfallegu og áhrifa- ríku myndar, heldur en rúss- neska leikkonan Anna Sten í hlutverki hinnar fögru bónda- stúlku Katucha Maslova og Fredric March í hlutverki Dim- itri fursta, eru ekki til í U. S. A., þar sem hún er leikin. — Leikstjórn myndarinnar lieíir á hendi Rouben Mamonlian, sem heimsfrægur er fyrir vmsar bestu myndir Gretu Garbo og fl. Kl. 5 alþýðusýning TOPHAT óskast til kaups. SIGURÐUR VIGFÚSSON, Dalvík. Tvær saumavélar til sölu í Fróðasundi 9. Handsápan „Idola mjúk, ilmandi, endingargóð. Fæstallstaðar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.