Íslendingur - 28.10.1938, Síða 2
2
ISLENDINGUR
GOSDRYKKIE
m
I. BRYNfÓLFSSOA/ & KVARAN, Akureyri.
LeikhúsiO
Leikfélag Akureyrar hafði frum-
sýningu á sjónleiknum *Fróðá<
eftir Jóhann Frímann s. 1. laugar-
dagskvöld við ágæta aðsókn og
viðtökur. Voru leikendur og höf-
undur leikritsins kallaðii fram á
svíðið að lokinni sýningu.
Leikstjórn heíir annast Águst
Kvaran, formaður leikfélagsins, og
farist það mjög vel úr hendi.
Hlutverkin yfirleitt prýöilega af
hendi leyst, Leikur Kvaran sjálfur
Þórodd skattkaupanda. Er það
erfiðasta hlutverkið. Leysti hann
það vel og röggsamlega. ?ó mun
hann stundum áður nafa sýnt enn
betri leik, enda er hlutverk þetta
þannig úr garði gert, að vandfund-
inn veröur sá maður, er »fellur í
þaðc sem kallað er.
Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir
leikur konu Þórodds, Þuríði Barkar-
dóttur. Leikur hennar er góður,
framburður skýr og eðlilegur, en
persónan helzt til ungleg í hlut-
verkið.
Björn breiðvíkingakappa sýnir
Hermann Stefánsson. Fellur per-
sóna hans vel 1 hlutverkið, því
maðurinn er glæsilegur á vöxt, en
framsögn mætti gjarnan vera betri.
Þóri viðlegg, vistmann á Fróðá,
sýnir Jón Norðfjörð, Þetta er stærsta
hlutverkið og bezt byggt hjá höí-
undi. Leikur ]óns er mjög góður
og þróttmikill og gervið ágætt.
Konu fóris, t’orgrfmu galdrakinn,
leikur frú Sigurjóna Jakobsdóttir
mjög skemmtilega og frú Svafa
Jónsdóttir fer einkar vel með hlut-
verk Þórgunnu hinnar suðureysku,
Pá eru Kormákur leysingi (Þórii
Guðjónsson) og Kaðlín dóttir hans
(Valgerður Þorsteinsdóttir) leikin af
hinni mestu prýði. Minnstu hlut-
verkunum er einnig vel skilað, nema
húskarli Þórodds, er tilkynnir hon-
um slys Barkar sonar hans. Það
er aö vísu allra minnsta hlutverkið
1 leiknumj en má þó enganveginn
kasta til þess höndunum.
Mjög vel er vandað til þessa
leiks á allan hátt. Auk hinna 12
leikenda starfar við hann flokkur
söngmanna, er syngur dauðasönginn
i 3. þætti og hljóðfæraleikari (Jó-
hann Ó, Haraldsson) er leikur undir
söng Þuríðar og Björns. Búningar
flestra leikenda eru glæsilegir og
því húsnæði, er hann nú hefir, þótt
nemendafjöldi sé þar eiin sem kom-
ið er minni en í Gagnfræðaskólan-
um. Sjá veröur fyrir því, aö nægi-
legt húsrúm verði í hinni nýju
byggingu, þótt skólarnir vaxi nokk-
uð á næstu árum og til þess að
hægt verði að halda uppi nokkurri
verklegri kennslu. Vinnunámið er
unglingum bæjanna ekki síður nauð-
synlegt en bóknámið, en f þröngum
húsakynnum verður því illa við-
komið, Og þótt ekki verði unnt,
vegna fjárhagsvandræða að Ijúka
by&gmgunni á einu ári. er sú leið
e< t. v. fæ.r að fullgera nokkurn hluta
hans fyrir næsta skólaár og taka til
afnota fyrir einhvern hluta skólans,
eða skólanna, en nota núverandi
húsnæði þeirra jafnhliða fyrsta árið.
dýrir og rnikill tjaldaútbúnaður- Leik-
tjöldin hefir Vigfús Þ. Jónsson mál-
að og auka þau mjög á fegurð
leiksins. Hinar síhviku öldur Breiða-
fjarðarins í baksýn gefa leiknum
lff og hinum raunalegu atburðum í
3. þætti aukin áhrif.
FRÉTTIR
I.O.O.F. == 12010289 =
Leikiélag Akureyrar sýnir
sjónleikinn »Fróðá< annað kvöld og
á sunnudagskvöldið. Sýningin hefst
kl. 8,30 Húsið opnað kl. 8. Börn-
um innan 12 ára ekki leyfður að-
gangur.
Skíðastaðamenn. Munið aðal-
fundinn á Skíðastöðum n. k, sunnud.
Áttræð/safmæ/i átti frú Anna
Tómasdóttir á Stóra Eyrarlandi 23.
þessa mán.
Sjálistæðisiéiög stofnuð:
Fyrir skömmu síöan voru tvö Sjálf-
stæðisféJög stofnuð í Árnessýslu, ann-
að að Selfossi, er nefnist Sjálfstæð-
isfélag 'Sandvíkurhrepps, en hitt á
Eyrarbakka.
Dánardægur. Fimmtudaginn
20. þ. m. lézt að heimili sínu, Þing-
holtsstræti 17 í Reykjavík, Þorsteinn
Gíslason rithöfundur, nál. 72 ára
gamall.
Hann var Eyfirðingur að ætt,
fæddur að Stærra-Árskógi.
Porsteinn var fjölmenntaður mað-
ur °S gáfaður. Stundaði hann lengst
af blaðamennsku og var m. a. rit-
stjóri Sunnanfara, Óðins og Lög
réttu og um eitt skeiö ritstjóri
Morgunblaösins. Auk þeirra starfa
fékkst hann við skáldskap og þýð-
ingar og hefir því um dagana lagt
mikinn og góðan skerf til bókmennta
vorra, bæöi í bundnu og óbundnu
máli.
Aðfaranótt 21. þ. m. lézt hér í
bænum að heimili fósturdóttur sinn-
ar Stefán Bergsson, áður bóndi að
Pverá í Öxnadal og um langt skeið
hreppstjóri Öxnadalshrepps. Hann
var 84 ára að aldri.
Aöfaranótt 22. þ. m. lézt að Odd-
eyrargötu 1 hér í bæ ekkjan Björg
Kristjánsdóttir 81 árs aö aldri, orð-
lögð dugnaðarkona.
Pá eru nýlátin; Sigurlína Hall-
grímsdóttir húsfreyja að Völlum f
Saurbæjaihreppi,
Anna Jónsdóttir húsfreyja að Mið-
húsum í Hrafnagilshreppi,
Jónas Jónsson frá Hrísum í Saur-
bæjarhreppi og ekkjan Jóhanna Jóns
dóttir Aðalstræti 74 hér í bæ.
Siysfaiir syðra Um heigina
síðustu gekk ofsaveður af suðri yfir
Suðurland. Urðu víöa skemmdir á
bátum og mann/irkjum við sjávar-
ströndina af brimi. Bátur úr Rvík
fórst með tveim mönnum. Hétu
þeir Sigurþór Guðmundsson og Al-
bert Ólafsson. Hefir brak úr bátn-
um fundist f fjörunni milli Brautar-
holts og Haga á Kjalarnesi,
Leitarmenn á Síðuafrétt hrepptu
aftakaveður á sunnudaginn. Einn
þeirra, Páll Kristjánsson frá Skaftár-
dal varð úti, og tveir menn, sem
fóru að leila hans á mánudagsnótt-
ina, voru hætt komnir.
BÆKUR OG RIT
Ouðm. O- Hagalín:
Stur/a i Vogum
I, —II. Akureyri 1938.
Útg, Þorst. M. Jónsson.
Guðm. G, Hagalín er stórvirkur
rithöfundur, Auk fjölda smásagna
hefir hann skrifað þrjár viðamiklar
skáldsögur, og kom sú þriðja á
markaðinn í haust: »Sturla í Vog-
um*, sem jafnframt er hans bezta
verk. Sagan er í 2 bindum, alls
628 blaðsíður, og tileinkuð móður
höfundarios, Guðnýju Guðmunds-
dóttur Hagalín, á sextugsafmæli
hennar.
Sagan gerist á Vestfjörðum um
síðustu aldamót og er málfar pers-
ónanna með því sniði, er þá tíðk-
aðist. Sagan lýsir lííi og háttum
vestfirzks bændafólks, er lifði jöfn-
um höndum á landbúnaði og fiski-
veiðum, við eríiðar samgöngur og
óhagstæöa verzlun.
Sturla í Vogum er einn úr hópi
þessa fólks, alinn upp á sveit, við
lítið ástríki, en gæddur frábæru lík-
amlegu þreki og járnhörðum vilja
Ilann vildi aldrei láta hlut sinn, —
ekki einu sinni fyrir höfuðskepn-
unum. Þegar septemberofviðrið
tekur hlöðu hans og heygalta, á-
kveður hann að byggja tyær hlöð-
ur fyrir eina. Og fyrir innstæðu
sína í sparisjóðnum kaupir hann hey
handa búpeningi sínum, — nokkra
hesta í stað, — og nýjan bát í stað
þess gamla, er fárviðrið tók.
En hér er ekki rúm til að rekja
söguna alla. Til þess er hún of
atburðarlk, -- og nær þó ekki yfir
nema þrjá ársfjórðunga.
Sturíu í Vogum er lýst af mikl-
um næmleika og djúpum skilningi,
svo að hann verður lesandanum ó-
gleymanlegur. En ýmsar aðrar
persónur, sem koma meira og minna
við söguna, verða engu síður lengi
í minnum haföar. Voga-Björn er t.
d. alveg sérstæð persóna f íslenzk-
um bókmenntum, þessi hversdags-
gæfi öídungur, sem talaði upphítt
við hamliðna konu sína um viðburði
dagsins og fann með sjötta skiln-
ingarvitinu, er »hvíti óvinurinn* —
hafísinn, nálgaðist, — fann »hallæris-
þefinn úr vitunum á honum*, áður
en mannlegt auga gat greint hann.
löodda litla, elzta syni Sturlu, er
frábærlega vel lýst og raunar börn-
unum öllum. Og enn mætti nefna
Brynjólf á Hömrum, Vinding faktor,
Ragnhildi frá Hruna og »Neshóla-
hyskið*. Öllu þessu fólki kynnist
lesandinn til hlítar af málfæri þess
og hátterni. Höfundurinn skýrir
hvergi frá tilfinninguin þess eða
hugrenningum. — þess þarf ekki
með. Lesandinn sér þær og finnur,
án slíkrar hjálpar. Þannig er ein-
kenni sannrar skáldsagnalistar.
Sturla í Vogum er fulltrúi hinna
íslenzku einyrkjabænda, er heyja
lífsbaráttu sína einangraðir viö ó
bh'ðu norðlægrar veðráttu og harðna
við hverja raun. Fyrir skömmu
síðan dró einn af okkar mestu rit-
höfundum upp mynd af öðrum slík-
um einyrkjabónda, Bjarti í Sumar-
húsum. Báðir eru þessir menn
gæddir ofurmannlegu líkamsþreki.
Báðir missa þeir konur sínar vofeif-
lega, meöan þeir eru fjarverar.di.
En mennirnir eru ólíkir. Sturla er
gæddur mannlegum tilfinningum og
verður mikið um fráfall konu sinn-
ar. Hann rekur þó ekki harma
sína fyrir neinum og æðrast ekki.
En þegar illmálgar tungur öfundar-
manna hans læða þvi aö honum, að
kona hans haíi verið lionum ótrú,
bugast hann um hríð. En fyrir
....——....