Íslendingur


Íslendingur - 25.11.1938, Blaðsíða 3

Íslendingur - 25.11.1938, Blaðsíða 3
tSLBNÐINGUR 3 Vísnabálkur. fegar Akureyri varö rafljósalaus á dögunum, geröi tungsljós um kvöldið, svo að vel var ratljóst um götur bæjarins. Pá var eftirfarandi vísa kveðin: Pagar hylur foldu frost og snærinn, fegurð rafljósanna tekur dvína, dapur væri og dýrðarlftill bærirm, ef drottinn ekki léti tunglið sklna. Framsóknarmaður í Skagafirði flutti klyfjar og »sótti fram* á hestunum. Þá var kveðið: Fári og slysum forða mega fyrirhyggja og lag. Framsóknarmenn ættu að eiga íhalds-rófustag. Ekki einsömul. fessi mey er dauf og dul og dapuryrt í svari, kona ekki einsömul er mér sagt hún fari. (Tildrög ókunn og höfundur.) Sjálfstæðismeim á Norðurlandi. íslendingur vill vekja athygli yðar á þvf, aö hann er hið eina málgagn yðar hér norðanlands, er út kemur reglulega. Og af þeirri ástæðu ættu Sjálfstæðismenn sérstaklega að kaupa blaðið og greiða skilvíslega og sýna á þann hátt, að þeir kunni að meta liðveizlu þess við málstaö þeirra. Ef þeir geröu það, væri framtíð blaösins tryggð og unnt aö gera það betur úr garði á ýmsan hátt. >Fróðá« var leikin f síðasta sinn á sunnudaginn var. Leikfélagið hér hefir lánaö Leikfélagi Reykjavíkur tjöld og búninga til sýningar leiks- ins í Reykjavík- Samur við sig FfíÉTT IH Hjónaband. Ungfrú Ásta Boga- dóttir og Guðmundur H. Arnórs- son, forstöðumaður Gufufatapressun Akureyrar. Ungfrú Helga Stefánsdóttir og Jón Forberg Jónsson, bílstjóri. Fimmtugsafmæli átti Kristján Halldórsson úrsmiður s.l. sunnudag, 20. nóv. >SnæfeII« kom f vikunni með tunnuefni til tunnuverksmiðju bæjar- ins. Kvenjélag Akureyrarkirkju hef- ir opinberan dansleik í Samkomu- húsinu á laugardagskvöldið kem- ur (26. nóv.). Hefst kl. 10. Bezta „músík“ bæjarins. St. Brynja nr. 99 heldur næsta fund sinn í Skjaldborg, íimmtudag- inn 1. desember n. k. kl. 8,30. Fullveldisminning. KIRKJAN: Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Maud Noregsdrottning lézt á sjúkrahúsi f London s 1. sunnudags- nótt af aíleiðingum uppskurðar, Hún var dóttir Játvarðar Bretakonungs, fædd 1869. Giftist Karli Danaprins, bróður Kristjáns X. áriö 1896, en Karl varð konungur Noregs 1905 og tók sér þá konungsnafniö I-lákon VII. Lfk Maud drottningar verður jaröað í Noregi. Fullveldisafmælið. 1. desem- ember n. k. eru liðin 20 ár sföan ísland varð fullvalda ríki. í tilefni af þvf mun dagsins verða minnst með meiri hátíðleik en áður. Kl. 10 að kvöldi þess dags endurvarpar Ríkisútvarpið hátfðaskrá frá Winni- peg. en á eftir flytur forsætisráð- herra ávarp til Vestur íslendinga, er veröa mun endurvarpað vestan hafs. Dansleik heldur kvenfél. Hlíf annað kvöld kl. 10 í Skjaldborg. Haraldur spilar. Nálverkasýning Kristins Pélurssonar í verzlunarhúsi K. E. A. (fundarsal, efstu hæö), opin frá 27. nóv. til 4. des., sunnudaga kl. 10—10, aðra daga kl. 10—2 og kl. 5-10. SVEN MOREN: Verö —| Vel skrifnð VORREGN Skemmtileg í SKÓOI kr. Spenttandi Saga um ástir frá upphafi og æfintýr frá til enda. Noröur- Noregi HÍ3.50 í þýðingu eftir Helga Valtýsson, er nýkomin út. Fæst í bókaverzlunum, eða beint frá afgreiðsl- unni. — Sendið í btéfi 3,5o kr. í ónotuðum frf- merkjum, til Benedlkts Benediktssonar, Box 134 Akureyri, og bókin kemur, yður að kostnaðarlausu, í næsta pósti. Skíðakennsla Kennsla í skíðaíþrótt er hafin. Einkatímar, hóptímar og námsskeið. Aðstoðarkennari verður fyrst um sinn Björgvin Júníusson. Viðtalstími kl. 7—8 e. h. Sími 344. Hermann Stefánsson. Þ e i r, sem vilja senda falleg, sérkennileg og óvenjuleg jólakort, kaupa L/ÓSM YNDA/ÓLAKORT/N i Ljósmyadastofo Edvards Sigurgeirssonar Margar nýjar tegundir. Edvard Sigurgeirsson, Ijósmyndari Hafnarstrætv 106 (Brauns Verzlun uppi.) »Dagur« 17. þ.m. heldur þvi fram, aö »ísl.« reyni »á etigan hátt að hnekkja* þeirri niðurstöðu Tímans, að stjórn Eyst, jónssonar sé eina stjórnin sfðan ísland varö sjálfstætt ríki, sem komist hafi hjá að auka skuldabyrði rfkisins, og slái því út í »aðra sálma*. Heldur Dagur í raun og veru, að enginn af lesendum hans lesi Islending, og því sé hægt að fara með svo fráleit ósannindi, án þess að lesendurnir sjái þau? í íslendingi var ofangreind nið- urstaða afhjúpuð og henni hnekkt með óvéfengjanlegum tölum. En Ðagur heldur sig alltaf í hæíilegri fjarlægð frá henni og reynir að leiða athygli annara frá henni með því að slá út í »aðra sálma*. Þetta get- ur hver maður séö, sem les bæði blöðin. Hugleiðingar Dags um »góð- ærin« 1924 — 27 *) og »harðærin« (1) 1935 — 37 koma sem sé hinum heimskulegu niðurstöðum Tímans ekki viö. *) Kreppuárið 1926 mundi varla hafa veriö nefnt »góðæri« í dálkum Dags, ef Framsókn hefði í þá daga f, riö meö stjórn. Viimutatnaður allsk. og stakkar hentugir til skíðaferða nýkomnir. — Kven- og karlm. gúmmístíg- vél, hálfháar bomsur, ökla- hlífar, batna- og ungl. skóhl. og margt fl. nýkomið. Verzl. Péturs H. Lárussonar. Hjálprœðisherinn Föstud. kl. 8.30 opinber samkoma. Sunnud. — 11 helgunarsamkoma — 2 sunnudagsskóli — — 4 Æskulýðssýning, strengjasveitin aðstoðar. Aðg. 0.25 — — 8,30 hjálpræðissamk. mánud. — 4 heimilasambandið — — 8 hátíð ryrir æskulýðs- félagið. Verið velkomnir. Allt með Eimskip! Dýrbítur. í október hefti »Freys« titar Páll Zophoniasson um Vanhöld á sauð- fé. Kveður hann dýibít hafa aukist víða hin síðati ár. Telur hann að s.l. vor hafi tófa drepið 300 lömb í einum hreppi og á einstaka bæ í öðrum landshluta hafi hún drepið þnöjung af lömbunnm. Hefir hann þá skoðun, að taia fjár. er árlega verður tófunni að bráð, skipti þús- undum. Þess hefir orðið vart í haust, að villtir minkar hefðusf við í grennd við Reykjavík, og hafa þeir drepið hænsni í tugaíali- Munu þeir hafa sloppið úr loðdýrabúi. Ekki er ó- líklegt, að vaxandi dýrbtlur standi í sambandi við hina auknu refaiækt, þannig að nokkur brögð hafi verið að því, að loðdýr slyppu úr haldi. A. m. k. er það víst um minkana, því á annan hátt geta villtir minkar ekki til orðið hér á landi. Hitt er einnig almennt vitað, að refir hafa sloppið úr girðingum fyri og síðar. „Hefðí Kaífas verið rétt- vís dómari, hverníg hefðl ha' farltí ?„ Fyrirlestur fluttur fyrir fjölmenni í útlöndum. Sunnud. kl, 5 á Sjónar- hæð, Allir velkomnir. Arthur Qook NÝIR KAUPENDUR að blaðinu fá það ó- keypis til áramóta. Villtir refir valda sauðfjáreigend- um tjóni, sem nemur tugum þús- unda któna á hvetju ári. Þess vegna verður að gera ráðstafanir til að eyða þeim meira en gert hefir verið. Og væri þá ekki rétt að ríkið greiddi lítilsháttar verðlaun fyrir hvern unnin ref, með tilliti til þess, að njarkaður fyrir skinn af villirefum hefir þrengst og versnað vegna auk/nnar refaræktar?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.