Íslendingur - 15.09.1939, Blaðsíða 1
• Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118.
XXV. árgangur.
Akureyri, 15. sept. 1939
39. tölubl.
Matvælaskommt
un hefstámoráun
Til kaupendanna
Athygli yðar skal vakin á því, að þrátt fyrir síhækkandi prentun-
arkostnað og verðlag á papptr hefir áskriftaverð blaðsins og
auglýsingaverð þess haldist óbreytt árum saman. Sú ráðsíöfun
hefir þó í för með sér mikla erfiðleika fyrir útgáfu þess, þar sem
rekstrarhalti verður óhjákvæmilega því meiri, sem útgáfukostnað-
urinn vex, án þess _þlaðið sé hækkað til kaupenda. Pess vegna
er blaðinu mjög áríðandi að kaupendurnir séu skilsamir, og láti
ekki senda sér það til lengdar, án þess að greiða það. —
Meö tilliti til hinnar yfirstandandi styrjaldar. sem hafa mun í för
með sér hækkað verðlag og e. t. v. skort á ýmsum vörutegund-
um, svo sem pappír, verður upplag blaðsins takmarkað fram-
vegis við tölu skilvísra kaupenda. Peim kaupendum, sem skulda
eldri árganga blaðsins og hafa ekki greitt þá eða samið um
greiðslu fyrir áramót, verður ekki sent blaðið lengur en til þess
tíma. Sama gildir um þá, sem neita að greiða yfirstandandi árgang
Eins og sjá má af auglýsingu hér í
blaðinu í dag, verður matvæla-
skömmtun upptekin nú um helgina.
Verður að þessu sinni úthlutað mat-
vælaskammti, er endast skal til n k,
mánaöamóta, en síðan verður úthlut-
aö már.aðarforða í einu.
Til þess að gefa almenningi kost
á að k}rnnast reglugerð þeirri um
»sölu og úthlutun á nokkrum mat-
vörutegundum*, er ríkisstjórnin gaf
út Ú. þ. m. skulu hér birtar úr henni
nokkrar greinar er allan almenning
varöa:
1. gr. Frá 18. sept. 1939 að telja
er bannað að selja rúgbrauð og
hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti,
hveitimjöl, haíragrjón, haframjöl,
hrísgrjón, maibaunir, bankabygg og
aörar kornvörur, nema fóðurbygg,
hafra og haframjöl, ennfremur kaííi
og sykur nema gegn seðlum. sem
út eru gefnir að tilhlutun ríkisstjórn-
arinnar.
2. gr. Ríkisstjórnin sendir öllum
hreppsnefndum og bæjarstjórnum
skömmtunarseðla, miðaða við mann-
fjölda á hverjum stað, og skulu þær
uthluta seðlum til allra heimila. þann-
ig að hverjum heimilismanni sé ætl-
aður einn seðill. Úihlutunin fer fram
í fyrsta sinn 16. og 17. sept. n. k-,
á þann hátt, að móttakendur skulu
kvaddir saman eöa heimilisfeður í
þeirra stað.
Kostnað við prentun og útsendingu
seðlanna til hreppsnefnda og bæjar-
stjórna ber ríkissjóöur, en hrepps-
nefnd eða bæjarstjórn á hverjum
stað annan kostnaö við úthlutunina
3. gr, Þá er úthlutun seölanna fer
framj í fyrsta sinn skutu viötakend-
ur þeirra undirrita drengskaparvott-
orð um hve mikinn íorða þeir eigi
af vörutegundum, er seðlarnir hljóða
um, á þar til gerð eyðublöð, Skal
forðinn dreginn frá við fyrstu eða
aðra úthlutun og hinar sfðari, þar
til honum er lokiö, með þvf að klippa
af seðlunum sem svarar því vöru-
magni, er forðanum nemur. Eru
allir heimilisfeður skyldir, að viðlögð
um sektum, aö mæta eða láta mæta
til slíkrar skýrslugeröar, jafnt þótt
þeir eigi nægar birgðir og þurfi því
eigi seðla fyrst um sinn,
8 gr. Hver skómmtunarseðill
gildir fyrtr einn mann í einn mánuð
(að undanskyldu því, að fyrsti
skömintunarseöillinn gildir til 1. okt.
1939, og er um helming af því
magni, sem hér fer á eftir). Skiptist
hann í stofn og 30 reiti. Eru 12
reitir fyrir hveiti eða hveitibrauð,
hver fyrir 200 g af hveiti eða 250
g af hveitibrauði, 6 reitir fyrir rúg-
mjöl eða rúgbrauð, hver fyrir 500 g
af rúgmjöli eöa 750 g af rúgbrauði.
4 reitir fyrir hafragrjón, hver fyrir
250 g, 2 reitir fyrir hrísgrjón, baun-
ir og allt annað kornmeti en það,
sem hér er talið að framan, nema
fóðurbygg, hafra og fóðurmaís hvor
fyrir 250 g 2 reitir fjrrir kaífi, hvor
fyrir 125 g af brenndu og möluðu
kaffi eöa 150 g af óbrendu kaffi og
4 reitir fyrir sykur, hver fyrir 500 g.
Má klippa seölana í sundur og skulu
reitirnit- afhenlir jafnóðum og kaup
fara fram, en stofninn skal geyma
þar til næsta afhending fer fram.
Skal honum þá skilað, og verða ný-
ir seölar aöeins afhentir gegn eldri
stofni.
9. gr. Heimilt er að kaupa bygg-
grjón út á haframjölsseðla ef óskað er.
Ef svo er ástatt. að maður má eigi
borða rúgmjöl eða rúgbrauð sam-
kvæmt læknisráði, getur hann sent
skömmtunarskrifstofunni betðni um
skipti á þeim seðlum fyrir hveiti-
seðla og skulu rúginjölsseðlarnir, er
óskað erskiptiá, fylgja beiðninni á-
samt læknisvottorði.
10. gr. Auk venjulegrar skömmt-
unar er leyfð aukaskömmtun á rúg-
mjöli til notkunar í slátur. Er auka
skammturinn ákveðinn 2 kg af rúg-
mjöli í hvert slátur. Skulu þeir,
sem kaupa slátur, sýna skilríki frá
seljanda um kaupin, þeir sem hafa
látið slátra hjá öðrum, vottorð um
hve mörg slátur þeir hafi flutt heim,
en þeir, er slátra heima, skulu geía
drengskaparvottorð um það, hve
mörg slátur þeir hafi tekið þar.
Smásöluverzlunum er heimilt að af-
greiða rúgmjöl samkvæmt þessum
skilríkjum, sem þeir afhenda síðan
hreppsnefndum á sama hátt og seg
ir í 12. gr., og fá innkaupsleyíi í
staðinn.
Úthlutun skömmtunarseðlanna hér
'á Ak., fer fram í bæjarstjórnarsaln-
um, —
Fiðlukonsert hélt fiðlusniliing-
urinn Björn Ólafsson í Samkomuhús-
inu s. 1. mánudagskvöld með aðstoð
Árna Kristjánssonar píanóleikara Að-
sokn var í daufara lagi en viðtökur
áheyranda ágætar.
KIRKJAN: Messað n. k. sunnu-
dag í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h.
Fundur verður haldinn i Kven-
félagi Akureyrarkirkju í kirkj-
unni, eftir messu n. k. sunnudag.
Frá presta^
fundinum.
Á hinum nýafstaðna prestafundi
á, Akureyri var gerð svohljóðandi
ályktun til birtingar almenningi:
Prestafundur Hólastiptis hins forna,
haldinn á Akureyri 3. og 4. sept-
ember 1939, beinir eftirfarandi álykt-
un til presta og safnaða stiptisins:
1) . Að þeir, vegna hörmungar-
ástands þes,s, er nú ríkir af völdum
styrjaldar þeirrar, er brotist ’nefir út
hér í álfu, og vegna ítrekaðrar yfir-
lýsingar ríkisstjórnarinnar um hlut-
leysi íslands, beini áhrifum sínum
gegn öllum yfirlýstum fjandskap á
hendur h^orum ófriðaraðilanum sem
er, en hvetji til fy.i bænar um frið
og sátt með þeim, sem berast á
banaspjótum, og fyrir þeim, sem
ógnir styrjaldarinnar snerta sárast.
2) . Að þeir á sama hátt dragi
úr þeim flokkadráttum og sundrunga^
sem um of hefir borið á meöal þjóð-
arinnar hin síðari ár, en hvetji hins
vegar til samstarfs og einingar um
allt það, sem varðað getur velíerð
þjóðarinnar á þeim hættulegu tím-
um, sem í hönd fara, t. d, til gætni
í meðferð þeirra verðmæta, sem lík-
ur benda til að skortur geti orðið
á, vegna siglingateppu og dýrtíðar,
og hjálpi þannig stjórnarr öldunum
til þess, að ýmsar gagnlegar fyrir-
skipanir, sem almenning og heill
hans varða, megi koma að sem bezt-
um notum.
3) . Áð þeir í anda frelsara vors,
leitist við að efla einingu og kær-
leika á öllum sviðum, svo að ís
lenzka þjóðin verði þess megnugri
að mæta með sameginlegum átök-
um og einum buga, örðugleikum
þeim, sem búast má við að komandi
tímar beri henni aö höndum.
-- Brosleg illska. -
í 37. blaði fsl. voru skrif Alþm.
um framkvæmd rafveitunnar gagn-
rýnd. Alþm- næstsíðasti getur þess,
að í þessari grein hafi verið gengið
inn á öll ádeiluatriði sín. En ekki
er hann of ánægður yfir því, hve
ísl. er honum sammála, því klausu
sfna endar hann þannig; En peir,
sem a/la sér *virðingar« með pvl
að verja rangt mdl og illt, fyrir illa
húsbændur, skoriir sjaldan illar
hvatir til aö hafa endaskipti d rétiu
mdli (!)
En hvers vegna hleypur öll þessi
illska í Alþ.m. yfir því, að ísl. skuli
»ganga inn á öll ádeiluatriði* hans?
Eða er sú staðhæfing e. t. v. ’enda-
skipti á réttu máli« ?
Knattspyrnumót III. fl. fer fram
næstk. sunnudag, kl. 11 f. h., á
„Þórs“-vellinum. — K. A. og
„Þór“ keppa.
Haustfundur Kennarafélags
Eyjafjarðar hefst í barnaskóla Ak-
ureyrar 30. sept., kl. 1 e. h.
ZION. Sunnudaginn 17. þ, m. kl,
8,30 flytur Sæm. Jóhanness. erindi
er nefnits: »Er kristindóminum
stuðningur að andatrúnni?