Íslendingur - 15.09.1939, Side 2
2
ÍSLENDINGUR
BÆKUR OG RIT
ísletizkar þjóðsög-
ur, Safnað hefir Ólaf-
ur Davíðsson II. bindi.
Ak. 1939. Útg. Porst.
M. Jónsson,
Árið 1895 kom út þjóðsagnakver,
sem fræöimaðurinn Ólafur Davíðsson
haíði safnað til. í kveri þessu er þó
aðeins úrval þeirra sagna, er hann
hafði viðað aö sér, en kverið haíði
líka inni að halda þær mergjuðustu
draugasögur, skemmtilegustu æfin-
týri og sprenghlægilegustu ýkjusög-
ur, sem birzt hafa meðal íslenzkra
þjóðsagna.
Þetta þjóðsagnakver mun nú í
fárra höndum, en um þessar mundir
eigum við þess kost aö eignast allar
þjóðsögur Ólafs Davíðssonar í heild,
því Þorsteinn M. Jónsson heíir ráð-
ist í útgáfu þeirra og þegar komið
út tveim bindum af þremur.
Fyrra bindið kom út árið 1935,
XX -(- 384 bls. að stærð, og haíði
inni að halda 16 sagnaflokka auk
nafnatals og registurs og var því
einkar vel tekið. Helstu skrásetjarar
sagnanna í því bindi voru safnandi
sjáffur, Gfsli Konráðsson, Úorsteinn
Úorkelsson á Syðra-Hvatfi og Sig-
hvatur Borgfirðingur.
Síðara bindið, sem út kom nú í
sumar, er XXII -f- 392 bls. að stærð
og hefir inni að haida 12 sagnaflokka.
Helztu skrásetjarar eru hinir sömu
og í fyrra bindinu, en þó ber lang-
samlega mest á safnanda sjálfum
Hefir hann skrásett nálega helm-
ing sagnanna.
Ólafur heit. Davíðsson hefir verið
mjög snjall þjóðsagnaritari, roærðar-
laus og gagnorður eins og best fer á.
í II bindi þessa safns eru margar
góðar sagnir, og má þar tilneina
draugasögurnar um Höfðabrekku-
]óku, Bakkadraugana, írafellsmóra
og Skotturnar frá Hleiðargerði og
Ábæ. En flokkun sagnanna virð-
ist ekki sem réttust. Óviðkunnanfegt
er að kalla það »draugasögu«, þó
framliðinn faðir birtist syni sínum
(bls. 151 — 152) og hefðu nokkrar
fyrstu draugasögurnar átt að vera í
sérstökum ílokki og nefnast vitrana-
sögur e. þ. u. I.
Útgefandi mun hafa í hyggju að
koma 3. og síðasta bindinu út áður
en langt um llður, en hvað iljótt það
getur orðið, fer vitaniega mikið eft-
ir viðtökum þeirra sem út eru kom-
in. í 3. bindinu munu þær sögur
verða, er birtust í áðurnefndu þjóð-
sagnakveri frá 1895 auk nokkura
sagna, er birtust í tímaritinu »Huld«
og ýmissa sagna, er ekki hafa áður
verið prentaðar.
Friðgeir H. Berg:
/ Ijósaskiptum. —
Útg. Úorst. M. Jónsson.
Akureyri 1939. 64 bls.
Bók þessí hefir að geyma 14
sagnir um fyrirburði, sem höf. hefir
lifað, ýmist í vöku, svefni eða milli
svefns og vöku, Gerast sumar sagn-
iinar vestur í Ameríku, þar sem
höf. dvaldi um eitt skeið, en fiestac
þó hér heima, — aðallega á Akur-
eyri. Eru sumir fyrirburðirnir mjög
merkilegir, svo sem: »Óvenjulegur
i
{
{
{
i
El'
B
)
)
)
)
I
)
'm
SKRIFSTOFA S.I ALF
STÆÐISMANNA
Sími 407.
Sími 407.
Hafnarstrϒi 105, opin virka daga (nema
föstudaga) kl. 11—12 og 14—15,30. —
andstæðingur«, og »Svipleg lest«,
sem höf, telur einhvern óþægilrgasta
fyrirburðinn, enda getur hann fyllt
lesandann óhugnaði.
Aðalkosturinn við bók þessa er
sá, að hér er ekki um þjóðsagnir
áð ræða, sem gengið hafa manna á
milli og tekið breytingum í flutn-
ingi, heldur er hún skrásett af þeim
manni, sem sýnirnar hefir séð, —
manni, sem auk þess er kunnur aö
áreiðanleik og nákvæmni í frásögn,
enda ber bókin sjálf merki um
vandvirkni á því sviði.
Ólafur við Faxafen:
Allt í lagi í Reykja
vík. Saga. — Prent-
smiðjan E D D A h. f.
Reykjavík 1939.
Saga þessi, sem er 230 bls. að
stærð, er nútímasaga, — íslenzkur
reyfari, er gerist í Reykjavík. Ilún
fjallar um kafíihúsalíí og bankarán
jöfnum höndum, gerist ýmist á Hótel
Borg eða í neðanjarðargöngum í
miðri Reykjavík og endar eins og
aðrir »góðir« reyfarar á giftingu
þeirra, er mest koma við sögu.
Enda þótt sagan sé reyfari, er
langt frá að hún sé skemmtileg og
haldi lesandanum föstum. Atburðir
hennar eru margir með ólíkindum
og írásögnin oft langdregin meira
en góðu hófi gegnir, svo sem um
vatnið í neðanjarðargöngunum, sem
óx fyrst, minnkaði síðan, óx aftut.
minnkaði enn o. s. frv , án þess
nokkur .skýring sé gefin á því fvrir-
brigði. Málið er fljótfærnislegt víða,
eins og efiirfarandi dæmi sýna:
». ... og ég þá segja henni, hvern-
ig vatninu liði« (bls. 147) ». . . að
ræningjarnir hefðu ekki orðið til
ofan í göngunum* (bls. 193) og
», . . . ég vil heyra rjúpumóðí>
Auðnu-
leysingjar
Úegar fyrstu frétli. nar bárust um
þýzk-rússneska vináttusamninginn,
hristu sumir kommúnistar hér á
landi höfuð’ s(n og kváðust ekki
trúa fregninni. Svo fráleitt þótti
þeim þá, að Stalin og Hitler gætu
nálga-U hvor annan. En íregnin var
brátt staðfest, og kommúnistarnir
uvðu nauðugir viljugir að trúa
henni.
Hvað áttu þeir nú að gera?
Yfirgefa rússneska flokkinn, eða éta
ofan í sig öll fyrri fáryrði urn naz-
ismann og dansa framvegis eftir
pípu Stalins?
Úeir völdu slðari kostinn. Úeir
telja samninginn hið meita kænsku-
bragð af Stalin, þar sem hann hafl
leikið á Hitler I Stalin hafi rofið
með þessu andkommúnistisku fylk-
inguna og tryggt friðinn í álfunni!
Til áréttingar þessum barnalegu
hugarórum prentar Verkamaðurinn
upp s. 1. laugardag íummæli nokk-
urra blaða um samninginn, áður en
verkanir hans komu í ljós. Úar er
talað um að samningurinn þýði
»efling friðarins í Austur-Evrópu*,
að »Hitler verði að afsala sér land-
vinningum í austurátt*, og að hann
sé nú í »hinu sterka tjóðurbandi
Staliris* (!)
Kannske Verkamaðurinn vilji telja
innrásina í Pólland »efiing friöarins
í Austur-Evrópu«, eða að hún sýni
það, að Hitler hafði »afsalað sér
landvinningum í austurátt?* Og ef
til vill gæti hann upplýst, hvort
Hitler hefði losnað úr »tjóðurbandi
Stalins* þegar á fyrsta degi, eða
hvort Stalin hefir viljandi haft *tjóö-
urbandið* það langt, að þeir ein-
valdarnir gætu hitzt á sameiginleg-
um landamærum, áður en veturinn
gengi í garð,
Eftir að stríðið hófst, hefir Újóð-
viljinn ausið skömmum yfir Eng-
lendinga og Frakka, sem nú hafa
sagt nnzismanum stríð á hendur,
Slík stefnubreyting gæti ekki átt
sér staö hjá öörum mönnum en
þeim, sem eru viljalaus verkfæri í
kalla á ungana* (bls. 227). í heild
minnir saga þessi á »Leyndardóma
Reykjavíkur« sem út komu fyrir
nokkrum árum, og er ekki unnt að
sjá, að slíkar bækur hafi nokkurn
tilgang annan en þann, að seljast
meö hagnaði. Er íslenzkum bók-
menntum enginn sómi aö þeim og
höfundunum ekki heldur.
höndum eilendrar harðstjórnar Ölt
skrif kommúnista undanfarið sýna,
hvaðan þeim er stjórnað og hv íkt
reginmyrkur auðnuleysis og ev.mdar
hefir lagst yfir þá.
Iliislili flkureyrar
verður settur mánudaginn 16. okt.
n. k. kl. 8 e. h. Nýir iðnnemar og
þeir, sem hafa í hyggju að taka
próf milli bekkja í haust, tali við
undirritaðan sem fyrst.
K V ÖLDDEILD skólans
tekur, svo sem að undanförnu, við
nemendum í íslenzku, dönsku,
reikningi, bókfærslu og jafnvel
teikningu. — Ennfremur verður
kennd þýzlca í byrjenda- og fram-
haldsflokkum. — Skólagjald mjög
sanngjarnt. Þar sem húsnæði er
all-takmarkað ættu umsækjendur
að tala sem fyrst við undirritað-
an, sem gefur allar nánari upp-
lýsingar um skólann. Til viðtals í
Klapparstíg 1, sími 274.
JÓN SIGURGEIRSSON.
[ nno nú þegar bækur altur. —
liQllU Margar nýjar,
Knorri Benedikfsson.
Knattspyrnui/okkur frá Siglu-
firöi ketnur hingað um helgina og
keppir við K. A. og Þór á I. flokks-
mótinu, er hefst á Sunnudaginn.
Börn/ Börn! Nú byrjar Sunnu-
dagaskólinn með hátið á Sunnudag-
inn kl. 2. Foreldrar sendið börn
yðar í sunnudagaskóla Hjálpræðis-
hersins.
Hjálpræðisherinn. Helgunarsam-
koma kl. 11 á sunnud. og stór sam-
koma-kl. 8,30 um kvöldið.
Áfengissalan 1938.
■ Á árinu 1938 var keypt áfengi
hjá útsölum Á. V. R. fyrir eftirfar-
andi upphæðir:
Akureyri kr. 334,118,oo
Hafnarfirði — 176,024,75
ísafirði — 104,989,75
Siglufiröi — 286,399,oo
Seyðisfirði - 61,186,40
Vestm.eyjum — 163,941,oo
Reykjavík — 2401,304,75
Hótel Borg — 124,1 67,65
Alls kr. 3 652 131,30
í íkkKíiir °sIíkföt ávs,t 1,1 Eyþðr LUAFvroiUi Tómasson trésmíðam.
Prentsmiðja Björna Jónseonor.