Íslendingur - 08.01.1943, Page 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118.
XXIX. árg.
Akureyri, 8. janúar 1943.
1. tölub.
Nokkur æfiatriði.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu, lézt Ásgeir
Pétursson útgerðarmaður 5. des.
s. 1. að heimili Jóns sonar síns í
Reykjavík, þar sem hann dvaldi
slðustu mánuðina, og varð hann
67 ára að aldri.
Hann var fæddur að Neðri
Dálksstöðum við Eyjafjörð 30. marz
1875, sonur bóndans þar, Péturs
Péturssonar og koriu hans, Guð-
rúnár Guðmundsdóttur. Dóu þau
bæði frá 6 börnum sínum ungum
með stuttu millibiti; og ólst Ásgeir
upp f Miðvík f Laufássókn.
Snemma hneigðist hugur hans
til bókarinnar, en um skólagöngu
var eigi að ræða. Komst hann
fyrst urn tvítugsaldur í búnaðar-
skólann á Hólum, en tveim árum
síðar réðist hann í að fara til
Danmerkur, þar s.em hann stundaði
nám í verzlunarskóla fáa mánuði.
Kom siðan heim og gerðist starfs-
maður við Jónassens-verzlun, en
tók um 1Q00 að reka vetzlun hér í
bænum í félagi við Kolbein Árna*
son. En fljótlega réðist hann
einnig í útgerð, sem upp frá því
var aðallífsstarf hans, þótt hann
fengist jafnframt við verzlun á-
fram,
Útgerð Ásgeirs óx mjög ört, og.
mun hans jafnan verða minnst
sem brautryðjanda á því sviði, og
þá fyrst og fremst síldarútvegsins,
Var hann árum saman lang-mikil-
virkasti útgerðarmaður norðanlands,
hafði fjölda skipa að veiðum, einn
eða í félagi við aðra og skip í för-
um milli landa að flytja afurðirnar
á erlendan markað, en kol, olíu,
salt og annað er til útgerðarinnar
þurfti, heim. Fólkið, sem vann að
útgerðinni, á sjó og landi, skipti
oft mörgum hundruðum, en slíkt
athafnalíf hafði í för með sér mikil
ferðalög, umsvif og árvekni, er
eigi hentaði neinum miðlungs-
manni.
í lók hinnar fyrri styijaldar hafði
allt stárf Ásgeirs fært honum marga
sigra, og átti hann þá, auk útgerð-
arstöðva, býgginga og skipastóls
miklar birgðir af tunnum, kolum,
salti og ýmsum öðrum útgerðar-
vörum. Pá, að ófriðarlokum, varð
geysilegt verðfall á afurðum og
sumt óseljanlegt. Mikið af áður-
nefndum vörum ' varð því Ásgeir
að selja fyrir lítið verð, og mun
tap hans hafa numið miljónum
króna. Hann gafst þó eigi upp
við svo búið, heldur hélt áfram að
reka útgerð, eins og ekkert hefði f
skorizt, en mörgum erfiðleikum
mun hann hafa mætt á kreppuár-
unum. Árið 1928 gerði hann verzl-
un sfna og útgerð að hlutafélagi
og hefir sfðan rekið sfldarútgerð
frá Siglufirði allt fram á síðasta
ár.
Hann kvæntisf árið 1904 Guðrúnu
Halldórsdóttur, Jónssonar frá Rauðu-
mýri. Eiga þau hjón 3 bö;n: Bryn-
dfsi, gifta Sigurði Sigurðssyni berkla-
yfirlækni, Margtéfi, gifta P. O. Han-
sen stórkaupm. Götaborg og Jón
útgerðatmann, kvæntan Sigtíði Frið-
finnsdóttur. Búa þau hjónin í Reykja-
vfk. .
Frá Akureyri fluttu þau hjón,
Ásgeir og Guðrún, tii Kaupmanna-
hafnar árið 1926, og áttu þau þar
heima síðan. Frú Guðrún lézt ári
á undan manni stnum.
Ásgeir Pétursson var gæddur af-
burða gáfum, stórhug og kjarki.
Aiiir þessir eiginleikar voru sam-
eiginleg undirstaða velgengni hans
og framkvæmda. En auk þess var
hann alla æfi hðfðinglyndur og
allra manna hjálpsamastur þeitn, er
bágt áttu, svo að mælt var, að
hann hefði engan látið trá fér fara,
sem til hans leitaði, án þess að
leysa vandræði hans, jafnvel ekki
á þeim árum, er fjárhagsástæður
hans voru örðugastar. Öllum, sem
unnu í þjónustu hans, var hann
nærgætinn og greiðasamur. Óvild-
armenn eignaðist hann aldrei, og
er slíkt fátítt, ef ekki einsdæmi um
mann, er svo hátt hefir borið í at-
hafnallfinu og græðst fé. Ummæli
þeirra er þekktu hann, erlendra og
innlendra, úr hverri stétt sem var
hnlga öll að því sama: Að hann
hafi verið óvenjulegur rhannkosta-
maður
Saga Ásgeirs Péturssonar er I*r-
dómsrík fyrir æsku þessa lands
Hún sýnir á svo ótvíræðan hátt,
hverju góðar gáfur, dugnaður og
manndómur fá áorkað, þrátt fyrir
fátækt í uppvextinum, ef einstakl-
ingurinn fær hæfilegt svigrúm til
að njóta sín i þjóðfélaginu, en er
ekki varnað ails framtaks vegna á-
gengni ríkisvaldsins, eins og nú er
markvisst unnið að með þjóð
vorri.
/. Ó. P.
Asgeir Pétursson*
Nokkur minningarorð.
Ásgeir Pétursson var fæddur 30.
m&rz 1875. Kornungur missti hann
föður og móður. Systkinin voru
sex: Anna, Helga, Ásgeir, Guð-
mundur, Sigurbjörn og Þorsteinn.
Hið elzta var átta ára, er móðirin
dó að þvf yngsla.
Öll voru börnin tekin f fóstur af
góðu vinafólki í nágrennínu. For-
eldrar voru Pétur bóndi Pétursson
og Guðrún Guðmundsdóttir.
Systkinin voru komin af göfugu
og óspilltu bænda- og prestafólki
í ættir fram. Þau komust öll til
þroskaára og urðu hið mesta
manndómsfólk, þrátt fyrir foreldra
missinn og sézt af því, hversu
stofninn hefir verið góður.
Ásgeir ólst upp í Miðvfk hjá
hjónvnum Ásmundi Þorsteinssyni
bónda og Kristjönu Ðjörnsdóttur.
Ekki voru þau efnuð, en munu þó
hafa komizt mjög sómasamiega af-
Sagði Asgeir svo, að fósturforeldr-
ar sínir hefðu reynst sér mæta vel
í uppvextinutn, eftir því sem þau
hefðu getað, og bar hann mjög
hlýjan hug til þeirra, og talaði vel
urn þau og þeirra fólk, og þegar
Ásgeiri óx fiskur um hvygg, laun-
aði hann líka niðjum Ásmundar vel
og sagði, að þeir ættu ailt gott af
sér skilið vegna fóstru sinnar og
fóstra.
Ásgeir naut ekki mikiilar mennt.
unar ( æsku, en þar sem hanrt var
skarpgáfaður, gjörhugall, ærukær,
skapfastur, þrekmikill og snemma
hvers manns hugljúfi og mjög bók-
hneigður, hóf hann sjáltan sig brátt
til þekkingar og þroska.
Um tvítugsaldur kostaði hann
sig sjálfur fyrst f búuaðarskóla hér
og síðan í verzlunarskóla erlendis.
Það var öll hans skólaganga, tn
samt varð hann prýðilega mennt-
aður og mannaður og hatði óvenju-
lega mikla þekkingu til brunns að
bera, sérstaklega að því er sneríi
allt atvinnulíf, hverskonar framfarir
og framtak.
Ásgeir var aldrei annarra þjónn
eftir að hann komst til þroskaára.
Það gat hann hvorki verið né viidi
vera. Ekki af þvf, að hann væri
ekki alira manna ’dyggðugastur
og drottinhollastur*, eins og sagt
var um einn ágætasta íslending
fortlðarinnar, heldur af þvf, að hann
vildi strax vera frjáls og voga og
vinna á eigin ábyrgð og kanna ó-
farna stigu.
Ungur hóf Ásgeir að reka verzl-
un, en fann brátt, að það starf var
hvorki við hans hæfi né eftir hans
eðli. Hann var fæddur athafna-
maður og brautryðjandi og vildi
vinna stórt fyrir land sitt og þjóð
sfna, sem þá var stutt á veg kom-
in í öllum verklegum framkvæmd-
utn. Þekkti vart annað en orfið
og árina- Ásgeir vildi hafa »hærra
spil*. Hann hóf útveg og bráft f
nýtfzku stfl, og heppnin fylgdi hon-
um. Hann stækkaði skipin og
setti gangvélar f þau og breytti og
bætti um veiðitæki. Hann unni á-
ræði og starfi og færðt út kvíarnar
ár frá ári. Hann gerði út skip og
báta svo tugum skipti, og rak út-
veg sinn bæði frá Akureyri, Hrfsey,
ólafsfirði og Siglufirði og flutti
hann auk þess til Vestfjarða og
Suðurnesja eftir vertíðum. Hann
hafði skip t förum og færði varn-
inginn utan og heim. í landi reisti
hann hús til íbúðar og geymslu,
frystihús og verksmiðjur, gerði
bryggjur og önnur mannvirki.
Öllum sínum athöfnum stjórnaði
Ásgeir persónulega. Fylgdist alls
staðar með og var alls staðar.
Hann lá við í fiskiverunum og bjó
og mataðist að jafnaði með starfs-
fólkinu, a. m, k. framan af. Hann
sigidi með varninginn á markað,
fylgdist með sölu og sá um öll
innkaup,
Ásgeiri græddist mikið fé, og
sérstaklega var öll afkoma hans
traust til Ioka heimsstyrjaldarinnar
fyrri. Sjálfur sagöi hann, að aldrei
hefði honum búnast eins farsællega
og á árunurn 1905 — 14. Þá hefðu
verið skemmtilegir tfmar, sfgandi
velmegun hjá honum og almenn-
ingi.
Að lokum heimstyrjaldarinnar
færðist allt úr eðlilegum skorðum.
Framleiðsluvaran var óseljanleg og
allir framleiðendur til lands og sjáv-
ar biðu ógurlegl og óbætanlegt
tjón eins og vitað er. Þá tapaði
Ásgeir stórfé og varð tjón hans
því meira sem rekstur hans var
umfangsmeiri en annarra. Hann
tapaði svo hundruðum þúsunda
skipti, ef ekki miljónum. Þó hélt
hann áfram rekstri, — stórhugurinn
var hinn sami og kjarkurinn og
þrekið óbugandi. En nú kom það
til, sem Ásgeir hafði aldrei þekkt
áður. Hann varð að leita ásjár
opinberra lánstofnana til að fá
rekstursfé. Það féll honum þungt,
en þó kaus hann það heldur en
að draga saman seglin. Hann vildi
ógjarna fara með annarra fé, þvf
að honum féll sárt, ef hann gæti
ekki staðið í skilum og aðrir þyrftu
að tapa á sér. Hann vildi voga
og vera frjáls og aldrei þurfa að
vera upp á aðra kominn. En eftir