Íslendingur - 12.03.1943, Page 2
2
ISLÖ-NDmetTR
10 0 AR
liðin frá endurreisn
Alþingis.
8. þ. m. voru liðin 100 ár frá
því að Kristján 8. Danakonungur
gaf Ut tilskipun um að Alþingi ís-
lendinga skyldi endurreist og koma
saman í Reykjavík. Var þessa af-
mælis minnst með sérstökum þing-
fundi, er var útvarpaö. Flutti for-
seti sameinaðs Alþingis, Haraldur
Ouðmundsson, ávarp,. þar sem
hann rakti forsögu þeirrár réttar-
bótar, er íslendingar fengu með til-
skipuninni. Á sarna þingfundi var
lögð fram þingsályktunartillaga um
sögu Alþingi3, flutt af Jóhanni
P. Jósefssyni, Haraldi Guðmunds
syni, Jörundi Brynjólfssyni og
Steingrími Aðalsteinssyni. Er á-
iyktunin þess efnis, að saga Al-
þingis skuli skráð og komi út árið
1945, en þá eru 100 ár liðin frá
því að Alþingi kom fyrst saman í
Reykjavík samkv. tilskipuninni frá
1843. -
Slysfarir.
S. I, sunnudagskvöld féll málm*
hólkur frá merkjaljósi, er brezkur
togari hafði skotiö upp í loítið á
Reykjavíkurhöfn, niður é gangstétt-
arbrún í Austurstræti. Varð Ás-
mundur Elíasson kyndari á Dettifossi,
sem var þarna á gangi, fyrir troti
tlr hólknum og slasaðist svo, að
hann lézt skömmu síðar í sjúkra-
húsi.
Nýlega sprakk gufukétill í Miólk-
urbúi Flóamanna að Selfossi. Er-
lendur maður, er vinnur í búinu
brenndist “töluvert og meiddist, en
eigi svo, að llf hans sé talið 1
haettu.
Bátur ferst með 4
mönnum.
Fimmtudaginn 4, þ m. fórst v, b;
Ársæll frá Njarðvík og rneð horium
4 menn en 5. manninum var bjarg-
að af báti, er var skammt frá slys-
staðnum. Slysið vildi þanriig til, að
brotsjór reið yfir bátinn, tók af
honum styríshúsið og hvolídi hon-
urn í*eir sem íórust voru: -lor-
valdur Jóhannesson skipstjóri, kvænt-
ur, átti 5 börn, Pétur Sumariiðason,
kvæntur, átti 2 börn, Guömundur-
Sigurjónsson og Trausti Guðmunds-
son, báðir ókvæntir.
Sjóslys þetta er hið 3. í röðinni
á fáum dögum, og hafa alls 40
manns farizt í þeim
/VUnningarathöfn
f Hjartans fjakkir til barna, tengdabarna og allra góðra f
(vina, er glöddu mig nieð gjöfum og heimsóknum á sjö- f
tugsafmæli rnínu. • f
| Stefanía Tryggvadóttir. |
Úr bæjarlltinu. Hér og Jiai’
Aðfaianótt 'suunudagsins 28. f. m.
skömniu fyrir morgun gerðist sá at-
burður hér í miðbænum, að tvær
stúlkur, sem sofa sanjan í herbergi,
vöknuðu við þrusk úti fyrir glugg-
anum og sáu þar bregða íyrir
mannsandliti, Herbergi stúlknanna
er á efstu hæö í stóru húsi, en viö
hæðina eru veggsvalir, sem hægt
er að komast út á af gangi íbúðar-
innar, en útidyrnar að henni voru
ólæstar þessa nótt,
Stúlkurnar urðu mjög skelkaðar,
sem vænta má, og kölluðu til hús-
ráðenda, er sváfu i næsta herbergi,
og er þeir litu upp var maðurinn
kominn á glugga þeirra. Ekki sá
húsbóndinn neitt mannsmót á þess-
um nátthrafni og telur hann annað*
hvort hafa verið með grímu fyrir
andlitinu eða skyit því með höndun-
um að einbvetju leyti. Snarast hús-
bóndinn þegar fram úr og á eítir
manni þessum, sem tekinn var til
fótanna ofan stigann, Hófst nú elt-
irigaleikur, er barst niður 1 Glerár-
götu. Náði húsbóndinn í öxl flótta-
mannsins þar, en missti hans, enda
herti hinn fiyjandi maður rojög á
ferð sinni, er hann fann snert við
sér, og varð því ekki af frekarí
eftirför.
En nokkru eftir að húsráðandi er
kominn til rekkju aftur, sjá stúlk-
urnar, sem áður er getið, út um
gluggann, að maður kemur neðan
úr Strandgötu og beygir upp í
norðurenda Hafnarstrætis. Synist
þeira maður þessi hraða sér óeðli-
lega mikið og byggja það verið hafa
hinn fóthvata gluggagægi. En hús-
bóndinn lýsir honum svo, að hann
hafi verið fremur grannvaxinn,
klæddur svörtum, snjáöura rykfrakka
og með svartan, fremur barðamikinn
hatt á höfði. Væri vel, ef einhver
hefði orðiö var við feröir þessa
grunsamlega náunga umrædda nótt,
aö hann vildi gefa upplýsingar um
hann, því að i'ull ástæða er til að hafa
hendur í hSvi þeirra manna, er nota
nóttina tii þess að vekja otta kvenna
og unglinga, þar eð slíkt getur haft
skaðlegar afleiðingar fyiir ístöðulítið
eða heilsuveilt fólk.
Tekur rfkið Krossanes-
verksmiíju á leigu?
Nú vill Eysteinn
„frjálsu leiðina“.
í rseðu, er Eysteinn Jónsson
fiutti á Alþingi um dýrtíðarfrum-
varp ríkisstjórnarinnar, fórust hon-
urn svo orð, samkv. frásögn Tfm-
ans:
>Það hefir vlrzt sameiginlegt áiif
flokkanna að undanförnu, að reyna
ætti að leysa þessi mál (þ. e. dýr-
t(ðarmálin) með samkomulagi miili
þeirra stétta, sem helzt ættu hlut
að máli, launafólks og bænda. Til
þess lægju að vísu ólikar ástæður
hjá hverjum flokki, að þeir hefðu
komizt að þessari niðurstöðu, en
óþarft væri að ræða þær ástæður
hér.
Það væri ástæða til að harma
það, að rfkisstjórnin skyldi ekkí
hafa reynt þessa samkomuiapsleið,
áður en hún lagði þessar tillögur
sínar fram, því að oft reyndist
betra að ná samkomulagi áður en
deilur voru hafnar*.
Hvenær snerist Eysteinn 'Jóns-
son til fylgis við samkomuldgsleið-
ina, eða »frjálsu leiðinac, eins og
hún hefir oftast verið kölluð?
Auðir seðlar.
Á fundi miðsíjórnar Framsóknar-
flokksins, sem haldinn var í Reykja-
vík nýiega, fór fram formannskosn-
ing. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem
verið hefir formaður flokksins und-
anfarið, hlaut 12 atkvæði og náði
þar með kosningu. Eysteinn Jóns-
son fékk 2 atkvæði en 15 seðlar
voru auðir'
Iðnabarmannalélag
Akurejrar
hélt aðalfund 28. febr. TJr stjórninn
gekk formaður félagsins Indrið
Helgason. en var endurkosinn
Varaformaöur var kosinn Guðmund
ur Guðlaugsson. Aðalstarfsemi fé
lagsins á árinu var, eins og að und
anförnu, rekstur Iðnskólans. — 15
menn gengu í félagið á árinu
Stjórn félagsins skipa nú: Indrið
Helgasort formaður, Stefán Árnasor
gjaldkeri, og Vigfús L. Friðrikssor
ritari.
vegna í’ormóðsslyssins fór fram
1 Dómkirkjunni í Reykjavik 5. þ. m.,
og var henni útvarpað. Einnig var
þessa atburöar minnst í Menntaskól-
anum og Barnaskólanum hér þann
sama dag. í Menntaskólaoum töl-
uðu skólameistari og sr. Magnús Már
Lárusson, en í Barnaskólanum Krist-
ján Sigurðsson, settur skólastjóri,
Verzlunum og skrifstofuto var lokað
og fánar blöktu í hálfa stöng, með-
an minningaratböfnin fór fram i
•RcykUvík.
Prír alþingismenn: Garðar Þorst-
einssort, Bernharð Stefánsson og
Steingrímur AðalsteinssoD flytja
þingsályktunartillögu um, að ríkið
taki Síldarverksmiðjuna • Ægi« í
Krossanesi á leigu á sumri kom-
anda. Rökstyðja þeir tillöguna rn.
a. með því, að Glerárþorp hafi að
miklu leyti byggzt vegna atvinnu-
skilyrða við þá verksmiðju, og sé
það hinn mesti hnekkir fyrir aí-
komu þorpsbúa, að rekstur verk-
smiðjunnar hefir stöðvast,
Árshátíð félagsins verður haldin,
annaö kvöld að Hótel Akureyri.
Kirkjan: Messað verður í Akureyr-
arkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Meaiur í Möðruvallaklausturs-
prestakalli: Möðruvöllum 14. marz,
Bakka 21. marz, Glæeibæ 28. marz.
Allar mawrarear byrja kL 1 e. h.
lézt að heimili sínu Fjólugötu 11
hér f bæ 16. f. m., 62 ára að aldri.
Hún var fædd að Skriðu í Eyja-
firði 12. sept. 1881. Foteldrar
hennar voru Jóhannes Ólafsson
bóndi og Hólmfríður Jónsdótiir
kona hans. Dvaldi hún í föður-
garði fratn undir tvítugsaldur, en
fluttust þá til Akureyrar um skeið.
Þaöan fór hún vestur í Húnavatns-
sýslu, og þar kynntist hún eftirlif-
andi manni sínum, Ólafi Gíslasyni.
Giftust þau árið 1906 og fóru
norður í Eyjafjörð. Voru þau bar
fyrstu hjúskaparárin, síðast á Grís-
ará í Hrafnagilshreppi, en iluttust
til Akureyrar á fyrri heimsstyijaldai-
árunum. Eignuðust þau einn son,
Gísla, sem nú er starfsmaður hjí
Akureyrarbæ,
Marzelía var hin mesta hagleiks-
kona að eðlisfari, og fórust öll
heimilisstörf prýðilega úr hendi.
Lát hún sér mjög annt um heimili
sitt, og inr.an veggja þess var allt
lífsstarf hennar eftir að heiisan tók
að. bila. Annaðist hún m. a. ein
einkason sinn í langvarandi veik-
indum hans með þeim ágætum, að
orð var á haft.
Marzelia var mikiil dýravinur og
tók mjög nærri sér, ef hún sá ó-
mannúðlega farið með skepnur.
Tók hún þá jafnan svari málleys-
ingjans. Hún átti mötg síðustu
árin við mikið heilsuleysi að stríða,
en hvenær, sem af henni bráði, tók
hún ætíð handavinnu sfna, því að
vinnulaus gat hún ekki verið, ef
hún hafði ferlivist. Og hvað sem
hún vann, var það unnið af ótví-
ræðri smekkvfsi og hagleik.
Blessuð sé rninning hennar,
Vinur.
Vestur-Islendingur
fellur í bardaga á
Nýju Guineu.
Montana, Norður Dakota — Stein-
ólfur Steinólfsson, sem er sonur T,
S. Steinólfssonar og konu hans, en
þau eru bæði af íslenzkum ættum,
féll nýlega í bardaga með Banda-
ríkjahernum á Nýju Guineu.
Hinn látni var frændi Grímson,
dótnara í Rugby, Norður-Dakota, og
sonar- sonar- sonur Steinólfs Gríms-
sonar frá Síðumúla í Mýrasýslu
og síðar að Grfmsstöðum í Borgar-
fjarðarsýslu, en hann fór frá íslandt ...
1882 og settist aö í Norður-Dakota.
(Frá ameríska blaðafulJtrúanum),
• Dánardægur. Nýlega er látinn
hinn þjóökunni fræðimaður Marge'r
Jónsson kennari, á Ögmundarstöð-
um í Skagafirði,
H/úskapur Ungfiú Sótey
Tryggvadóttir og Hans Hansen
starfsmaður hjá Gefjun.
Hjónaetni Ungfrú Margrét •
í’orsteinsdóttir (Jónssonar kaupfél-stj,)
og Björn Ingvarsson stud. jur, r