Íslendingur


Íslendingur - 17.12.1943, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.12.1943, Blaðsíða 1
1 Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugðtu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXIX. árg. Akureyrit 17. des. 1943. I 53. tölub. Smjör sent úr bænmn Margir hafa furðað sig á því, að á sama tírna og höfuðstaðar- blöðin hafa skrifað grein eftir ,grein um mjólkurskort í Reykja- vík en varla minnst á smjörskort, hefir orðið að afgr. smjör á Ak- ureyri undir lögreglueftiríiti, en aldrei verið þurrð a neyzlumjólk. Hefir þetta stutt að því uthreidda áliti, að smjör væri scll héðan úr bænum suður til Reykjavíkur. Meðalframleiðsla á smjöri s. 1. ár hjá Mjólkursamlagi KEA var ca. 584 kg. á viku (s. b Arsskýrslu KEA 1942). En þcgar smjörskort- .urinn var mestur undanfarið, mun laugardagssalan (vikufram- leiðslan) vart hafa numið meiru en 400 kg. miðað við lauslega talningu á fólki því, sem vinn- inga hefir hlotið í smjörhapp- drættinu undanfarið. Að vísu er smjörframleiðslan nokkru ncðan við meðallag um þetta leyti árs, en þó tæplega svo mildu, er hér munar. Engin vissa hefir þó fengizt um smjörsendingar héðan fyrri en á dögunum, er »I4rímfaxi« var hér. Tóku þá nokkrir menn, sem unnu við skipið, eftir því, að a. m. k. 2 kössum var skipað um horð, sem höfðu samlagssmjör að geyma. Hefir þetta kvisast út um bæinn og valdið megnri gremju sem vænta má. 1 rcglugerð um sölu mjólkur og rjóma o. fl er tekið fram, að sam- sölum, sem annast sölu á neyzlu- mjólk, rjóma og öðrum mjólkur- V.orum, sé skylt að sjá um, að æ- tíð sé næg neyzlumjólk til sölu á staðnum, svo l'ramarlega, scm framlciðsla er fyrir hendi og ekki samgönguhindranir til fyrirstöðu. En á smjörið er ekki minnst. Eigi að síður mun það ætíð mæl- ast illa i'yrir, cf vörur eru sendar burtu af sínu eðlilega sölusvæði, þegar tilfinnanlegur skortur er á þeim. Stjórnarfrum- ým8ar fregnír. varp um auknar ----- skattaálögur. Ríkisstjórnin hefir fyrir nokkru lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp er nefnist: »Frumvarp til laga um tekjuöflun vegna dýr- tíðarráðstafana.« Er þar gert ráð fyrir tveim leiðum til tekjuöflun- ar: Á aðalfundi Dýraverndunarfé- lags Islands var Sigurður E. Hlíðar yl'irdýralæknir kjörinn formaður félagsins í stað Þórar- ins heit. Kristjánssonar hafnar- stjóra, er látizt hafði á árinu. 1. Að til ársloka 1944 sé stjórn- inni heimilt að le'ggja sérstakt gjald á aðfluttar vörur, er nem- ur 20% af cif-verði þeirra, og sé það innheimt eins og tollarnir. 2. Að heimilt skuli að inn- heimta tekju- og eignaskatt árið 1944 með 15% viðauka. Fé þessu skal verja til dýrtíð- arráðstafana. Mun frumvarp þetta fratn kom- ið vegna þess, að frumvarp um framlengingu verðlækkunar- skattsins var fellt á Alþingi. Nazistar hafa handteldð alla prófessora við háskólann í Osló og 1200 stúdenta (af 1500) og flutt til Þýzkalands, þar sem þeim er ætluð vist í fangabúðum. Bálfarafélag íslands og Kirkju- garðssljórn Rvíkur hafa komið sér saman um að reisa kapellu, ásamt bálstofu og líkhúsi í Foss- vogi við Reykjavík. t 0. O. F, 5É 125121787, □ Run. 50431211)0 - 1 Jólai Kaupið inoar •kennui'um. Jarðarför SVÖVU OLGEIRSDÖTTUR, sem andaðist þ. 10. þ, m., er ákveðin mánudaginn 20. desember n. k. Athöfnin hefst með bæn á hcimili okkar, Strandgötu 6, Akureyri, kl. 1 eftir hádegi. Ölöf Jónsdóttir. Olgeir Benediktsson. Matthildur Olgeirsdóttir. Minningarathöfn um Gís/a /óhannsson skipsljóra fer fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 18. þ. m. kl. 2 síðdegis. Vandamenn. Innilegt þakklæti vottum við öllum, fjær og nær, sem auð- sýndu okkur hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför dóttur okkar HELGU INDLAUGAR. Sigurlaug Magnúsdóttir. Steingrimur /. Guðmundsson. Hjartanlega þaltka ég öllum þeim, er sýadu mér vinsemd og rausn á Bjötugsafmælinu 12. þ. m. ' /ónas Ounnarsson- Skíðalegghlífar Skíðastakkar Skíðabuxur Skíðavettlingar Svefnpokar Bakpokar Sundbuxur Seðlaveski Spiiaveski Geysisspil Burstasett herra Gjafakassar, — GUDMANN’S VERZLUN OTTÓ SCHIÖTH IvjÖtverðlagsnefud hefir læltk- að verð á saltkjöti í tunnum um 80 aura kg. frá 1. þ. m. (úr kr. G.55 í kr. 5.75 kg. Bai'náveiki hefir kotnið upp í Vestmannaeyjum og eitt barn, 6 ára, dáið úr hcnni. Infhíenza er nu víða hér í hælt- Um, og eni mjög mikil veikinda- l'orföll ^ skólanemendum og Stígandi Stígandi Jólahefti tfmaritsins »STÍGANDI< flytur m. a. greinar eftir Halldór Halldórsson, Sigurð Guð- mundsson skólameistara og Steindór Steindórsson frá Hlöðum, kvæöi eftir Friðgeir H. Berg, Heið- rek Guðmundsson, Jóhann B'rímann og Sverri Áskelsson, þýddar sögur og greinar, ferðasögu meö mörgum myndum austan úr Skaftafellssýslu og loks bókafregnir og umsagair eftir Aruór Sigurjónsson, ritstjórann og fleiri. Gerist áskritendur, áður en upplagið þrýtur. •i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.