Fréttablaðið - 10.08.2011, Síða 22
MARKAÐURINN10. ÁGÚST 2011 MIÐVIKUDAGUR4
V I Ð T A L
S
ævar Freyr Þráinsson er svo
að segja alinn upp hjá Sím-
anum. Hann hefur unnið þar
síðan hann útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Íslands árið 1995 og sinnt þar
flestum störfum sem nöfnum tjáir að
nefna.
„Ég er búinn að kynnast nánast
öllum hliðum starfseminnar,“ segir
Sævar. „Ég hef komið að öllu sem
snertir tæknimál, markaðsmál og
þróun á þjónustu og tekið þátt í upp-
byggingu á eiginlega öllu því nýjasta
sem hefur komið fram síðustu fimmtán
árin, til dæmis gagnvirku sjónvarpi og
öðru sem fólki finnst það væntanlega
ekki geta lifað án í dag eins og ADSL-
sítengingu heima við. Góður maður
orðaði það þannig við mig að ég hefði
nánast komið inn í sendilsstarf og væri
nú orðinn forstjóri.“
Sævar segist hafa skipt um starf
innan fyrirtækisins nokkurn veginn
á tveggja ára fresti, þangað til fyrir
tæpum fjórum árum þegar hann sett-
ist í forstjórastólinn. Hann vonast eðli-
lega til þess að með því hafi tilflutning-
unum lokið, kveðst ánægður í starfi og
sérstaklega hafi verið gaman að taka
þátt í því að markaðsvæða fyrirtæk-
ið við einkavæðinguna um miðjan síð-
asta áratug.
LJÓST AÐ VIÐ HÖFUM BRUGÐIST
Forstjóratíð hans hefur þó ekki bara
verið dans á rósum. Nokkuð hefur
farið fyrir Símanum og systurfélaginu
Tæknivörum í fréttum síðustu misseri
vegna lögbrota sem félögin hafa verið
fundin sek um. Fyrst sektaði Sam-
keppniseftirlitið Símann um 150 millj-
ónir fyrir að brjóta gegn fjarskipta-
fyrirtæki á Snæfellsnesi með því að
hunsa skilyrði sem sett voru við sam-
runa Símans og Skjásins og beita litla
fyrirtækið aðgangshindrunum. Sú sekt
var síðar lækkuð í 50 milljónir en Sím-
inn er ósammála niðurstöðunni í því
máli og hefur stefnt málinu fyrir dóm.
Næst gerðu Skipti sátt við Sam-
keppnisyfirlitið um greiðslu 400 millj-
óna króna sektar fyrir samráð Tækni-
vara, dótturfélags Skipta, og Hátækni
á farsímamarkaði. Skiptum var gert að
selja fyrirtækið og gekk salan í gegn
í síðustu viku.
Þá er ótalið brot Símans á Persónu-
verndarlögum, sem Persónuvernd
mat svo alvarlegt að því var vísað í
lögreglurannsókn í fyrsta sinn í sögu
stofnunarinnar. Það brot snerist um
söfnun persónuupplýsinga viðskipta-
vina Nova í því skyni að laða þá til við-
skipta við Símann.
„Því miður hafa komið upp mál þar
sem við höfum brotið af okkur og við
lítum svo á, alveg sérstaklega í einu
máli, að þá höfum við hjá Símanum
brugðist,“ segir Sævar, og vísar sér-
staklega til síðastnefnda málsins.
„Einmitt út af þessu máli og öðrum
málum sem komið hafa upp erum við
búin að fara gaumgæfilega ofan í allt
hérna hjá okkur og niðurstaða okkar
er sú að hér hafi einstaklingar ekki
brugðist, hins vegar hafi ferlar fyrir-
tækisins brugðist. Það braut enginn lög
vísvitandi, hvort sem það voru sam-
keppnislög, lög um persónuvernd eða
fjarskiptalög,“ segir forstjórinn.
AXLAÐI ÁBYRGÐ MEÐ ÞVÍ AÐ JÁTA
LÖGBROT
Til að bregðast við þessum málum hafi
Síminn ráðist í átak sem hann viti ekki
til að eigi sér hliðstæðu á Íslandi. „Við
töldum mikilvægt að finna leið til að
bæta ákveðna þætti í starfseminni
og höfum þess vegna farið í gegnum
umfangsmikið ferli núna síðustu mán-
uðina þar sem við höfum líklega geng-
ið lengra heldur en öll önnur íslensk
fyrir tæki og sett í gang svokallaða
samkeppnisréttaráætlun, sem er nokk-
uð þekkt fyrirbæri erlendis og má líkja
við eins konar vottun,“ útskýrir hann.
Sævar segir að farið hafi verið yfir
ferla og reglur fyrirtækisins, skil á
milli heildsölu og smásölu skerpt og
áhættustýring betrumbætt. Þá hafi
hver einasti starfsmaður fyrirtækis-
ins þannig fengið þjálfun í samkeppn-
isrétti á námskeiðum sem hafi verið
hugsuð til að lágmarka hættuna á að
svona nokkuð endurtæki sig. „Við vild-
um bara tryggja að allir starfsmenn
fengju upplýsingar um það hvernig
samkeppnislöggjöfin virkar: hvað má,
hvað má ekki og hvað er á gráu svæði,“
segir Sævar.
Spurður hvort hann hafi íhugað
að axla ábyrgð á brotunum, einkum
því sem nú sætir lögreglurannsókn,
ÚR SENDLI Í FORSTJÓRA Á skrifstofu Sævars í höfuðstöðvum Símans í Ármúla hangir stærðarinnar mynd úr víðfrægum auglýsingum
með því að segja starfi sínu lausu, í
ljósi þess að einstaklingar hafi ekki
brugðist heldur verkferlar fyrirtæk-
isins, segir Sævar að hann hafi axlað
ábyrgðina með því að viðurkenna lög-
brotið. „Því að þegar málið kom upp
var það alls ekki einfalt.“ Það hafi verið
rannsakað af þremur eftirlitsstofnun-
um, Persónuvernd, Samkeppniseft-
irlitinu og Póst- og fjarskiptastofnun
(PFS), og lögfræðingar hafi lengi tek-
ist á um túlkun laganna. „Eftir að hafa
legið yfir þessu á mörgum fundum tók
ég þá ákvörðun að túlkun lögfræðinga
PFS væri sú rétta og þar með sýndum
við ábyrgð með því að viðurkenna lög-
brot og setja í gang samkeppnisrétt-
aráætlun.“
SAMRUNI VODAFONE OG TALS YRÐI
ÁFALL
Sævar segir þó erfitt að feta sig eftir
sumum stígum samkeppnislöggjafar-
innar, sérstaklega þeim sem snýr að
misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Síminn hafi í gegnum tíðina verið með
mikla markaðshlutdeild, og vegna þess
hversu matskennt fyrirbæri hin svo-
nefnda markaðsráðandi staða er hafi
stærðin í raun staðið fyrirtækinu
fyrir þrifum. „Við höfum lagt mikið
upp úr því að fara eftir ábendingum
Samkeppniseftirlitsins hvað það varð-
ar. Við höfum opnað á fjarskiptakerfi
okkar, fengið aðila inn á þau, eins og Tal
í heildsölu og önnur smærri sem eru að
byrja að fóta sig,“ segir hann. Markaðs-
hlutdeild Símans hafi hins vegar farið
minnkandi. „Samkeppnisstaðan er sú
að hinir tveir stóru aðilarnir á mark-
aðnum, Vodafone og Nova, hafa á sama
tíma verið í mjög víðtæku tæknilegu
samstarfi og í rauninni komið nánast
fram sem einn aðili. Nú viljum við bara
fá að keppa,“ segir Sævar.
Nú stendur sameining Tals og Voda-
fone fyrir dyrum og hún kemur Sævari
einkennilega fyrir sjónir. „Það er
mjög athyglisverð þróun, einmitt út
af þessu sem ég sagði hér að fram-
an. Megin fókus PFS og Samkeppnis-
eftirlitsins síðustu árin hefur verið á
að opna fjarskiptamarkaðinn og auka
samkeppni. Þegar Tal varð hlutlaus
aðili á markaði var það skref í þá átt,“
segir Sævar, og rifjar upp þegar sam-
keppnisyfirvöld skikkuðu Teymi, aðal-
eiganda Vodafone, til að selja frá sér
Tal. „Núna, fimmtán mínútum síðar,
er verið að tala um að sameina þetta,“
segir hann. „Ef þessi sameining verð-
ur að veruleika og verður samþykkt
af Samkeppniseftirlitinu lít ég svo á
að það yrði mikið áfall fyrir þá stefnu
sem hefur verið mörkuð á síðustu árum
og þess vegna hef ég efasemdir um að
svo verði.“
ROFAR TIL EFTIR STORMASÖM ÁR
Síminn fór ekki varhluta af niður-
sveiflu síðustu ára frekar en aðrir.
„Fjárhagsstaðan er erfið eins og hjá
öðru hverju fyrirtæki,“ segir Sævar.
„Það sem hefur haft mestu áhrifin á
okkur er að á sama tíma eru keppi-
nautar okkar búnir að njóta ákveðinna
björgunarpakka sem hafa haft gríðar-
leg áhrif á markaðinn. Það er búið að
afskrifa skuldir sumra þeirra og í kjöl-
farið hafa þau beitt sér af mun meiri
krafti á markaðnum,“ segir hann.
Á sama tíma hafi erlendar skuldir
Símans hækkað eins og við var að
búast. „Enn þann dag í dag erum við
samt í skilum með öll okkar lán og
erum mjög stolt af því. Það er hins
vegar ljóst að skuldabagginn hefur
verið íþyngjandi fyrir reksturinn.
Endurfjármögnunarferli fyrirtækis-
ins er nú að fara í gang og á ég ekki
Síminn hefur verið í kastljósi fjölmiðla
vegna bolabragða á samkeppnismarkaði.
Við þessu brást forstjórinn Sævar Freyr
Þráinsson með því að senda hvern einasta
starfsmann fyrirtækisins á námskeið
í samkeppnisrétti. Í samtali við Stíg
Helgason segir hann keppinauta Símans
hafa fengið meðgjöf í bankakerfinu
og efast um að frekari samþjöppun á
markaðnum verði heimiluð.
Nú viljum
við fá að
keppa
Eftir að
hafa legið
yfir þessu
á mörgum
fundum
tók ég þá
ákvörðun
að túlkun
lögfræðinga
PFS væri sú
rétta og þar
með sýndum
við ábyrgð
með því að
viðurkenna
lögbrot
og setja í
gang sam-
keppnisrétt-
aráætlun.