Fréttablaðið - 10.08.2011, Side 32
10. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR20
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs sonar
okkar, bróður og barnabarns,
Sindra Dags
Garðarssonar
Jörundarholti 202, 300 Akranesi,
sem lést á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
föstudaginn 24. júlí. Starfsfólki Barnaspítalans,
Rjóðurs, skammtímavistunar í Holti, sérdeildar
Brekkubæjarskóla og öllum þeim sem hafa annast
hann í gegnum árin viljum við þakka einstaka
umönnun og umhyggju. Kærar þakkir.
Garðar Garðarsson Guðleif Hallgrímsdóttir
Guðmundur Gestur Dagný Björk
Hallgrímur Hafliðasson Sigurbjörg Þórðardóttir
Dagný Guðmundsdóttir
Elskuleg móðir okkar, dóttir, systir,
tengdamóðir, mágkona, frænka og
vinkona,
Katrín Ingimarsdóttir
Bugðulæk 16, Reykjavík, áður til
heimilis að Hjarðarlandi 6, Mosfellsbæ,
andaðist á fallegasta degi sumarsins, sunnudaginn
7. ágúst 2011 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi,
í stórum faðmi fjölskyldu og vina.
Ingibjörg Kristín Halldórsdóttir
V. Ester Straumberg Halldórsdóttir
Kristinn Ingi Halldórsson
Ingimar G. Jónsson Vigdís Ester Eyjólfsdóttir
systkini, makar og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra þeirra er
sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar,
Írisar Sigurbjargar
Sigurðardóttur
Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun og hlýjan hug.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hafsteinn Ágústsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra er
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
Sigurðar Sveinssonar
frá Góustöðum, Hlíðarvegi 1, Ísafirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins
á Ísafirði fyrir frábæra umönnun.
Gerður Pétursdóttir
Guðríður Sigurðardóttir Samúel Einarsson
Sigrún Sigurðardóttir Kristinn Halldórsson
Geir Sigurðsson Edda Björg Kristmundsdóttir
Kristjana Sigurðardóttir Gunnlaugur Gunnlaugsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför okkar ástkæra eigin-
manns, föður, afa og bróður,
Hólmsteins Pjeturssonar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heimaaðhlynningar og líknardeildarinnar í Kópavogi.
Hallfríður Einarsdóttir og fjölskyldur.
Elskuleg systir okkar,
mágkona og frænka,
Geirlaug Filippusdóttir
Kaupvangi 43, Egilsstöðum,
lést á heimili sínu laugardaginn 6. ágúst.
Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju
laugardaginn 13. ágúst kl. 14.00.
Sigurður Filippusson Soffía Ívarsdóttir
Andrés Filippusson
Magnús Filippusson
Stefán Filippusson
Sunneva Filippusdóttir Torfi Matthíasson
Ragnhildur Filippusdóttir Kristján Helgason
og systkinabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Pálína Sveinbjörg
Andrésdóttir
Hrafnistu Reykjavík
Lést þann 4. ágúst. Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju, þriðjudaginn 16. ágúst kl. 13.00.
Davíð Garðarsson Gerd Garðarsdóttir
Hjörtur Pálsson Ragnhildur G. Hermannsdóttir
Ólöf Ingibjörg, Jón Garðar, Guðlaugur Magni, Davíð
Jóhann, Páll, Andrés Brynjar, Unnur Ósk, Birgir Páll,
Hermann Jakob og langömmubörn.
Einleikjahátíðin, Act alone,
verður haldin áttunda árið
í röð dagana 12. til 14.
ágúst. Hátíðin verður ekki
eingöngu á Ísafirði held-
ur einnig á Hrafnseyri í
Arnar firði.
Dagskrá Act alone 2011
er fjölbreytt. Boðið verður
upp á fjölmarga innlenda
leiki og einn erlendan gesta-
leik. Sá leikur er frá Nor-
egi og nefnist The Whole
Caboodle með leikkonunni
Söru Margrethe Oskal og
er opnunarsýning Act alone.
Listakonan er Sami og hefur
verið að vinna með eigin
sagnaarf í sinni list. Sýning-
in er á ensku og hefur verið
sýnd víða um heim.
Átta innlendir einleikir
verða á dagskrá Act alone
í ár. Nýjasti einleikurinn
er Skjaldbakan með Smára
Gunnarssyni sem verður
sýndur á fyrsta degi Act
alone og einnig mun prins-
essan á Bessastöðum koma
í opinbera heimsókn á Ísa-
fjörð. Nemendur í Leik-
félagi Flensborgarskóla
hafa verið að vinna með ein-
leikjaformið síðustu misseri
og munu sýna úrval stuttra
einleikja.
Á öðrum degi Act alone
verða þrír einleikir sýnd-
ir og hefst dagurinn með
leiknum Beðið eftir gæsinni
eftir Ásgeir Hvítaskáld.
Ragnheiður Bjarnason
sýnir dansverkið Kyrrja og
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
flytur leik sinn Mamma ég!.
Einnig verður opin æfing á
einleiknum Hvílíkt snilld-
arverk er maðurinn! sem
verður frumsýndur í haust
með leikaranum Sigurði
Skúlasyni.
Á lokadegi hátíðarinn-
ar flyst dagskráin yfir á
Hrafnseyri í Arnarfirði.
Þar verður sýndur sögulegi
einleikurinn Bjarni á Fönix
og hátíðinni lýkur síðan með
einleiknum Jón Sigurðsson
strákur að vestan sem var
sérstaklega saminn í til-
efni af 200 ára afmæli þjóð-
hetjunnar. Dagskrá Act
alone 2011 og allar upplýs-
ingar um hátíðina má finna
á heimasíðunni www.acta-
lone.net.
Aðgangur að öllum sýning-
um á Act alone er ókeypis.
Einstakir einleikir á Ísafirði
MAMMA ÉG! Lilja Katrín Gunnarsdóttir mun flytja einleik á Act alone
en einleikjahátíðin fer fram á Ísafirði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Boðið verður upp á fræðslu-
göngu um Grasagarðinn í
Laugardal á morgun klukk-
an 20. Þar verður skipulag
og ný stækkun garðsins
kynnt.
Grasagarður Reykjavíkur
var stofnaður 18. ágúst 1961
og fagnar því 50 ára afmæli
í ár. Garðurinn skipar stór-
an sess í garðsögu Íslands
og hefur þróast mikið á
þeirri hálfu öld sem liðin er
frá stofnun hans. Í upphafi
voru safngripir hans aðeins
200 talsins á 700 fermetra
svæði, en nú er Grasagarð-
urinn rúmlega fimm hekt-
arar að stærð og í honum
um 5.000 tegundir plantna
í átta safndeildum. Nýjasta
viðbót garðsins er 2,4 hekt-
ara stækkun á trjásafni, þar
sem trjáplöntum er raðað
saman eftir uppruna. Hugað
er að nýjum safndeildum á
nýja svæðinu, auk fjölbreyti-
leikans í starfsemi garðsins.
Hönnuður nýja trjásafns-
ins, Margrét Sigurðardótt-
ir landslagsarkitekt FÍLA
og verkefnisstjóri hönnun-
ar hjá umhverfis- og sam-
göngusviði borgarinnar, sér
um leiðsögnina.
Þátttaka er ókeypis og
að lokinni göngu verður
boðið upp á piparmyntute.
Mæting við aðalinngang
klukkan 20.
Plöntur og te í
Grasagarðinum
GRASAGARÐURINN Í LAUGARDAL Boðið verður upp á fræðslugöngu í
garðinum á morgun.
Símenntunarmiðstöð Eyja-
fjarðar, SÍMEY, býður upp á
fjölda spennandi námskeiða
á hverri önn og er gott úrval
lengri og styttri námskeiða
í boði.
Grunnmenntaskólinn er á
meðal lengri námskeiða sem
SÍMEY býður upp á í sept-
ember, eða alls 200 klukku-
stundir. Tilgangurinn er að
stuðla að jákvæðu viðhorfi
til áframhaldandi náms og
auðvelda fólki að takast á við
ný verkefni. Meðal náms-
greina eru íslenska, enska,
stærðfræði, sjálfstyrking,
tölvur, verkefnavinna og
tjáning.
Þá er verið að skipuleggja
tómstundanámskeið mið-
stöðvarinnar og verða allar
upplýsingar um námskeiðin
komnar inn á á heimasíðuna
www.simey.is í byrjun sept-
ember.
Allar frekari upplýsing-
ar um námskeið og þjón-
ustu SÍMEY eru veittar á
skrifstofu miðstöðvarinnar
í síma 460 5720 alla virka
daga frá klukkan 8 til 16.
Nám sem opnar
fólki ýmsar dyr
EITTHVAÐ VIÐ ALLRA HÆFI SÍMEY býður gott úrval námskeiða sem
veita starfsréttindi eða rétt til náms á hærri skólastigum.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS