Fréttablaðið - 10.08.2011, Síða 42
10. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
ASHLEY THOMPSON , markvörður toppliðs Stjörnunnar, spilaði ekki með liðinu í gær þar sem að hún varð fyrir því að
handleggsbrotna á síðustu æfingu fyrir leikinn. Hún spilar ekki meira með liðinu í sumar og þar sem Sandra Sigurðardóttir fær
ekki félagsskipti frá Svíþjóð þá þurftu Garðbæingar að kalla á Ásu Dögg Aðalsteinsdóttur sem var hætt.
FÓTBOLTI Jesper Holdt Jensen, danski miðjumað-
urinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri á
Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt, lagði upp
tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Frétta-
blaðsins.
„Mér fannst leikurinn einn af okkar betri í
sumar. Við vildum halda áfram að spila fótbolta
þrátt fyrir að vera manni færri allan síðari hálf-
leikinn,“ sagði Daninn 23 ára sem hefur átt frá-
bært tímabil með Garðbæingum.
Jesper fór meiddur af velli í síðari hálfleik og
er óttast að meiðslin séu alvarleg.
„Ég teygði of mikið á hnénu og það snerist upp
á það. Það er svo bólgið að það er ekki hægt að
skoða það fyrr en bólgan er farin. Þangað til hvíli
ég bara fótinn,“ sagði Jesper en þetta er í fyrsta
sinn sem hann verður fyrir meiðslum á hné.
Jesper segir töluverðan mun á fótboltanum á
Íslandi og í Danmörku. Íslenskir knattspyrnu-
menn séu óþolinmóðari en kollegar þeirra í Dan-
mörku.
„Í Danmörku er reynt að spila meira og menn
eru þolinmóðari með boltann. Hérna er boltanum
kýlt strax fram með löngum sendingum,“ segir
Jesper. Hann segir Stjörnuna yfirleitt spila betur
gegn andstæðingum sem vilja spila góðan fót-
bolta.
Skemmta sér mest í sófanum
Jesper býr með vini sínum, landa og liðsfélaga,
Nikolaj Hagelskjær Pedersen. Félagarnir eru
báðir á láni hjá Stjörnunni út tímabilið frá
danska félaginu Vejle en auk þess er Daninn
Henryk Bødker markmannsþjálfari. Danska
þríeykið þykir afar hresst samkvæmt einum
íslenskum liðsfélaga þeirra.
„Við pössum vel saman og njótum félags-
skapar hvers annars. Við smullum saman frá
fyrsta degi. Við Nikolaj þekktumst og Hendryk
er frábær náungi,“ segir Jesper. Töluverður ald-
ursmunur er á hinum ungu Jesper og Nikolaj og
Hendryk sem er þrítugur en Jesper segir Hend-
ryk vera ungan í anda.
Jesper hefur nægan frítíma meðfram fótbolt-
anum sem nýtist ekki alveg sem skyldi.
„Okkur Nikolaj langaði mikið að fara út
úr bænum og skoða landslagið. En í rauninni
skemmtum við okkur mest í sófanum, slöppum
af. Einstaka sinnum förum við út og njótum þess
sem Ísland hefur upp á að bjóða.“
Jesper segir þá félagana hafa byrjað að spila
golf en hann sé orðinn þreyttur á því að taka
engum framförum. „Mér gengur ekkert að bæta
mig þannig að ég vil ekki spila. Nikolaj geng-
ur betur og langar að spila meira en ég vil það
ekki.“
Sjaldséð mörk hjá Jesper
Jesper er afar ánægður með liðsfélaga sína í
Stjörnunni. „Liðsfélagarnir eru virkilega fínir.
Ef við viljum gera eitthvað skemmtilegt eru þeir
klárir og hjálpa okkur. Það er gott andrúmsloft
og allir reyna að skemmta sér saman.“
Jesper skoraði glæsilegt mark í sigrinum á Þór
og skoraði fallegt mark gegn KR fyrr í sumar.
„Ég skora ekki oft. Mörkin tvö í sumar með
Stjörnunni eru einu mörkin sem ég hef skorað
síðustu tvö ár. Vonandi held ég áfram að skora,“
segir Jesper. Bæði mörkin komu með langskotum
og með ólíkindum að skotviss leikmaður á borð
við Jesper skori ekki oftar.
Jesper er ekki tilbúinn til að lýsa því yfir að
íslenskar stelpur séu fallegri en þær dönsku þótt
fallegar séu.
„Íslensku stelpurnar eru mjög fallegar og
indælar. Það er þægilegt að tala við þær,“ segir
Jesper sem viðurkennir að kvenfólkið hafi sýnt
Dönunum áhuga.
„Já, þær hafa sýnt okkur áhuga. Við höfum
reyndar ekki farið út í töluverðan tíma en þær
gerðu það í upphafi. Við fórum út með kærustum
liðsfélaganna og vinkonum þeirra. Það var mjög
skemmtilegt.“
Jesper heldur aftur til Vejle að tímabilinu
loknu. Markmið hans er að stimpla sig inn í lið á
Norðurlöndunum og jafnvel komast í Champions-
hip-deildina á Englandi. Hann reiknar ekki með
því að spila með Stjörnunni að ári.
„Það þarf margt að ganga upp til þess að það
gerist. Við verðum að bíða og sjá.“
kolbeinntd@365.is
Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga
Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á
sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins.
FAGNAÐ AÐ HÆTTI HÚSSINS Jesper fagnaði glæsimarki sínu gegn Þór ásamt Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit
Stjörnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lið 14. umferðarinnarr
Markvörður
Óskar Pétursson Grindavík
Varnarmenn
Jónas Tór Næs Valur
Mark Rutgers Víkingur
Kristinn Jónsson Breiðablik
Björn Daníel Sverrisson FH
Miðjumenn
Bjarni Guðjónsson KR
Jesper Holdt Jensen Stjarnan
Guðjón Pétur Lýðsson Valur
Sóknarmenn
Kjartan Henry Finnbogason KR
Halldór Orri Björnsson Stjarnan
Garðar Jóhannsson Stjarnan
Pepsi-deild kvenna
Þróttur-ÍBV 0-5
0-1 Vesna Smiljkovic (10.), 0-2 Kristín Erna
Sigurlásdóttir (19.), 0-3 Berglind Björg Þorvaldsd.
(70.), 0-4 Berglind Björg (80.), 0-5 Kristín (84.).
Þór/KA-Valur 1-1
0-1 Laufey Ólafsd.(58.), 1-1 Mateja Zver, víti (90.).
KR-Stjarnan 2-3
0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (15.), 0-2
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (35.), 1-2 Rosie
Malone-Povolny (62.), 1-3 Sjálfsmark (80.), 2-3
Freyja Viðarsdóttir (85.).
Breiðablik-Grindavík 2-3
1-0 Ásta Eir Árnadóttir (7.), 1-1 Shaneka Gordon
(23.), 2-1 Jóna Kristín Hauksdóttir (30.), 2-2
Gordon (65.), 2-3 Dernelle Mascall (84.)
STAÐAN Í DEILDINNI:
Stjarnan 13 12 0 1 38-12 36
Valur 13 9 2 2 35-11 29
ÍBV 13 7 3 3 26-9 24
Þór/KA 13 7 2 4 25-25 23
Fylkir 12 6 1 5 18-21 19
Breiðablik 13 5 2 6 23-25 17
Afturelding 12 3 2 7 13-26 11
KR 13 2 4 7 14-20 10
Grindavík 13 2 1 10 13-36 7
Þróttur R. 13 1 3 9 13-33 6
1. deild karla
Fjölnir-Haukar 0-0
STAÐAN Í DEILDINNI:
ÍA 15 14 1 0 42-6 43
Selfoss 15 10 1 4 31-14 31
Haukar 16 7 4 5 21-17 25
Fjölnir 16 6 6 4 24-25 24
Þróttur R. 15 7 2 6 20-27 23
BÍ/Bolungarvík 15 6 4 5 19-24 22
Víkingur Ó. 15 5 4 6 18-18 19
KA 15 5 2 8 17-26 17
ÍR 15 4 3 8 18-26 15
Grótta 15 3 6 6 10-19 15
Leiknir R. 15 3 4 8 20-21 13
HK 15 0 5 10 14-31 5
Upplýsingar um markaskorara eru að hluta
til fengar frá vefsíðunni fotbolti.net.
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Fimm leikmenn Pepsi-
deildar karla verða í leikbanni í
næsta leik sinna liða en aganefnd
KSÍ birti vikulegan úrskurð sinn
í gær. KR-ingurinn Guðmundur
Reynir Gunnarsson missir af bik-
arúrslitaleiknum eins og frægt er
orðið en þeir Arnór Sveinn Aðal-
steinsson (Breiðabliki), Adam
Larsson (Keflavík), Einar Orri
Einarsson (Keflavík) og Baldvin
Sturluson (Stjarnan) missa allir
af leikjum í 15. umferð á mánu-
daginn.
Mesta athygli vakti þó fjögurra
leikja bann FH-ingsins Guðnýjar
Guðleifar Einarsdóttur. Hún var
rekin út af í 8-0 sigri FH á móti
sínum gömlu félögum í Sindra
fyrir að skalla mótherja. - óój
Pepsi-deild karla í fótbolta:
Fimm í bann
GUÐMUNDUR REYNIR GUNNARSSON
Missir af leik ársins í Laugardalnum um
næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Stjörnukonur stigu stórt
skref í átt að fyrsta Íslandsmeist-
aratitli félagins með því að vinna
3-2 sigur á KR í Vesturbænum í
Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi.
Stjarnan er nú með sjö stiga
forskot á toppnum þar sem Vals-
konur töpuðu stigum í 1-1 jafnt-
efli við Þór/KA yfir norðan.
Óvænt úrslit urðu í Kópavog-
inum þegar nýliðar Grindavík-
ur unnu sinn annan leik í röð og
komust þar með af botninum.
Þróttur er á botninum eftir 0-5
tap á heimavelli á móti ÍBV.
Soffía Arnþrúður Gunnars-
dóttir og Gunnhildur Yrsa Jóns-
dóttir komu Stjörnunni í 2-0 í
fyrri hálfleik í Vesturbænum en
KR-liðið náði tvisvar að minnka
muninn í eitt mark í seinni hálf-
leiknum. Á endanum var það
síðan sjálfsmark KR-kvenna
sem skildi á milli liðanna og
kom Stjörnunni í frábæra stöðu
á toppi Pepsi-deildar kvenna.
Mateja Zver tryggði Þór/KA
stig á móti Val með því að jafna
metin úr vítaspyrnu á fjórðu
mínútu í uppbótartíma. Laufey
Ólafsdóttir kom Val í 1-0 á 58.
mínútu eftir stoðsendingu frá
Hólmfríði Magnúsdóttur og það
leit allt út fyrir að það yrði sig-
urmark leiksins. Leiknir Ágústs-
son, dómari leiksins, dæmdi
hins vegar umdeilda vítaspyrnu
á fjórðu mínútu í uppbótartíma
þegar Manya Janine Makoski féll
í teignum og Zver nýtti hana af
öryggi.
Grindavík var ekki búið að
vinna leik í sumar fyrir sex
dögum en fylgdi eftir sigri á
Aftureldingu með því að vinna
3-2 sigur á Breiðabliki í Kópa-
vogi. Blikar komust tvisvar yfir
í leiknum en Shaneka Gordon
jafnaði metin í tvígang og Der-
nelle Mascall skoraði síðan sig-
urmarkið sex mínútum fyrir
leikslok.
Nýliðar ÍBV unnu sinn fyrsta
sigur í tæpan mánuð þegar Eyja-
konur burstuðu Þrótt 5-0 í Laug-
ardalnum. Þetta var fyrsti sigur
ÍBV-liðsins síðan 12. júlí þegar
liðið vann 1-0 sigur á Íslands-
meisturum Vals. Vesna Smiljko-
vic skoraði fyrsta markið og þær
Kristín Erna Sigurlásdóttir og
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
skoruðu síðan tvö mörk hvor.
- óój
Íslandsmeistar Vals fengu á sig dýrkeypt jöfnunarmark fyrir norðan sem kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma:
Stjarnan með sjö stiga forskot á toppnum
LÍTUR VEL ÚT Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og félagar í Stjörnunni eru komnar í
frábæra stöðu á toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
HANDBOLTI Anna Úrsúla Guð-
mundsdóttir, leikmaður ársins í
N1-deild kvenna á síðasta tíma-
bili og lykilmaður í Íslandsmeist-
araliði Vals, fer ekki í atvinnu-
mennsku til Ungverjalands eins
og leit út fyrir. Forráðamenn
ÉTV-Érdi VSE stóðu ekki veið
gefin loforð og er Anna því komin
heim og mun spila áfram með
Valsliðinu. Þetta kom fram á
heimasíðu Vals í gærkvöldi. - óój
Anna Úrsúla Guðmunsdóttir:
Fer ekki út