Íslendingur - 11.02.1944, Qupperneq 2
/
tSLBÍÍbÍNÖtm
Hér og þar.
»LOGSKILNAÐARMENN« Á
AKUREYRI HALDA FUND.
Unddnhaldsmennirnir hér í
bænum hóuðu saman fundi sl.
mánudagskvöld. Samkv. frásögn
Alþ.m. tóku þar til máls Halldór
og Erlingur Friðjónssynir, skóla-
meistari Menntaskólans, skóla-
stjóri Barnaskólans, skattstjórinn,
bæjargjaldkerinn og fleiri. Sam-
þykktar voru á fundinum tillög-
ur um að skora á ríkisstjórn »að
gefa út nú þegar í hókaformi« öll
skjöl og skilríki, er skilnaðarmál-
ið varða og þá »sérstaklega allar
orðsendingar« er farið hafa milli
ísl. ríkisstjórnarinnar og erlendra
ríkisstjórna um málið. Þá taldi
fundurinn nauðsynlegt að viðræð-
ur færu fram við konungjnn, áð-
ur en málinu væri ráðið til lykta,
og að útvarpsumræður færu fram
um málið, þar sem útvarpið hefði
lil þessa einungis f-lutt »einhæfan
áróður« um það.
Líklega hafa fundarmenn haft
í huga erindi Sigurðar Einarsson-
ar »Ösýnilegir flutningar«, sem
var dulbúinn áróður fyrir málstað
andstöðunnar.
KRAFAN UM SKJÖLIN.
Krafan um hirtingu skjala og
orðsendinga er áður komin fram
frá undanhaldsmönnum og virð-
ist vera sett fram til að reyna að
skapa tortryggni meðal almenn-
ings. Allir, sem eitthvað þekkja
til milliríkjamála, vita, að ýmsar
orðsendingar fara á milli ríkis-
stjórna, sem ekki er ætlast til að
séu birtar almenningi eða >>gefnar
út í bókarformi«. Sé fyrrv. ráð-
herrum Alþýðuflokksins hinsveg-
ar kunnugt um einhver skjöl frá
stjórnartíð sinni varðandi þessi
mál, sem þýðingu hafa fyrir al-
menning, áður en til atkvæða-
greiðslu kemur, ættu þeir sjálfir
að geta skýrt frá efni þeirra til
að byrja með.
VAR BREFIÐ ÞINGSKJAL?
Alþ.m. er hneykslaður yfir því,
að bréf ríkisstjóra til forseta Al-
þingis skyldi ekki vera tekið fyfc-
ir á þingfundi eins og önnur þing-
' mál. Bréf ríkisstjóráns var þó
ekki þingskjal fremur en tillög-
ur 14-menninganna, sem Alþ.m.
birti 14. des. sl. og sendar höfðu
yerið forseta Alþingis.
»EITT REKUR SIG Á ANNARS
HORN«.
Alþ.m. 8. þ. m. birtir ályktun
síðasta flokksþings Alþýðuflokks-
ins, en niðurlag hennar er svo-
hljóðandi: »Verður að telja yfir-
lýsingu Alþingis 17. maí 1941
gilda uppsögn, sem heimili að
samþykkja niðurfellingu sam-
bandslaganna þremur ármp el'tlr
þann tíma«.
Bætir Alþ.m. því við, að hér sé
stefna Alþ.fl. »skýrt mörkuð« í
skilnaðarmálinu!
En livað hefir síðan gerst? Þeg-
ar Alþingi ætlar að fylgja hinni
skýrt mörkuðu stefnu eftir anda
og bókstaf yfirlýsingarinnar frá
17. maí 1941 og fella samhands-
lagasamninginn úr gildi að liðn-
um þessum þrexnur árum, rísa
helztu rnenn Alþýðuflokksins
upp og telja Alþingi vera að
hrjóta lög og ganga á gerða samn-
inga!
».............
Kaffibætir
er óþarfur í
O. J. &. K. katfi,
brennt og mal-
aö, þetta góða
í bláröndóttu
pokunum.
Fæst í flestum
búðum bæjar-
ins.
HRAÐSKILNAÐARMENN?
Sá mikli meirihluti Islendinga,
sem vill ekki láta hvika frá þeirri
margyfirlýstu fyrirætlun vorri,
að stofna lýðveldi á Islandi og
flytja allt vald yfir íslenzkum
málum heim í Jandið eftir árslok
1943, er á máli undanhaldsmann-
anna nefndur »hraðskilnaðar-
menn«.
Það er nú liðið nokkuð á 7. öld
síðan Islendingar áttu kröfu til að
vera lausir undan erlendum yfir-
ráðuilx vegna vanefnda á Gamla
sáttmála. Og það erir nú senn 100
ár liðin, síðan markviss harátta
var hafin fyrir því stjómarfars-
lega frelsi, er við Islendingar
áttum sögulegan rétt á. Og nú er
aldarfjórðungur liðinn, síðan Dan-
ir féllust á það með samhands-
lögunum, að á þessu ári hefðum
við fullan , rétt á að losna við
síðustu leifar margra alda er-
lendra yfirráða, ef við óskuðum
sjálfir. Nú er sól þessa lengi
þráða árs runnin upp yfir austur-
fjöllin og allur þorri þjóðarinnar
bíður þess að taka við fyrirheitnu
sjáilfsfomeði. En þá hirtast nokk-
ur nátttröll meðfram vegunum,
sem æpa um »óðagot« og »hrað-
skilnað«.
En það er eðli nátttröllanna að
vei’ða að steinum, þegar sólin
skín á þau. Svo mun enn fara.
Skilnaðurinn, sem unnið hefir
verið að í 100 ár mun fara fram
á þeim tíma, sem fyrir löngu hef-
ir verið ákveðinn.
ÞAKPAPPI
ágæt tegund
nýkominn.
Byffglngavöraverzl. Tómasar Björnssonar b.!.
Akureyri Sími 489■
VefnaðarnámsKeið
verður á Akureyri 1. til 31. marz. u. k. í vinnustofu Heimilisiðnaðar-
félags Norðurlands, Brekkugötu 3. Kennsiugjald kr. 150.00. Við
umsóknum tekur og gefur nánari upplýsingar, formaöur félagsins,
HALLDÖRA BJARNADÖTTIR.
— Sími 488.
Uthlutun
rithöfundalauna.
Uthlutunarnefnd Rithöfundafé-
lags Islands hefir úthlutað ríkis-
framlagi til skálda og rithöfunda
fyrir árið 1944. Hefir hún tekið
upp nýja aðferö við úthlutuinina
og skipt rithöfundum þeim, sem
laun fá, í 2 flokka: A- og B-flokk.
1 B-flokki er veitt viðurkenning
fyrir ákveðin ritverk, sem hirt
hafa verið síðasta árið fyrir út-
hlutun. Fer hér á eftir úthlutunar-
skrá nefndarinnar:
A-flokkur:
4000 krónur: Davíð Stefánsson,
Guðm. Friðjónsson, Guðnx. G.
Hagalín, Halldór Iv. Laxness,
Kristmann Guðmundsson, Tórnas
Guðmundsson, Þorbergur Þórðai--
son.
3600 krónur: Guðm. Kamban,
Jóhannes úr Kötlum, Magnús Ás-
geirsson.
\
3000 krónur: Steinn Steinarr.
2400 krónur: Guðm. Böðvars-
son, 1 Guðm. Daníelsson, Jakob
Thorarensen, 0,1. Jóh. Sigurðsson.
1800 krónúr: Friðrik Á. Brekk-
an, Theodór Friðriksson, Unnur
Bjarklind.
1500 krónur: Elinborg Lárus-
dóttir, Gunnar Benediktsson, Jón
Magnússon, Þórunn Magnúsdóttir.
1200 ltr.: Guðfinna Jónsdóttir,
Kristín Sigfúsdóttir, Sig. Jónsson
Arnarvatni.
600 krónur: Halldór Helgason,
Jón Þorsteinsson Arnarvatni.
B-flokkur:
2500 krónur: H. K. Laxness,
fyrir »1 slandskluklcuna«, Halldór
Stefánsson, fyrir smásögur, Þor-
steinn Jónsson (Þórir Bergsson),
fyrir smásögur.
1200 krónur: Kolbeinn Högna-
son, fyrir þrjár ljóðabækur og
Steindór Sigurðsson, fyrir smá-
söguna »Laun dyggðarinnar«.
ISLENZKMALAÐA
Rúgmjölið
er komið aflur.
Pön tunarfélag ið.
Skinnjakkar
nr. 50 — 51 — 52 — 54
Karlmannapeysur
Fataverzlun Tömasar Björnssonar b. f.
Sími 155,
i