Íslendingur


Íslendingur - 01.06.1945, Blaðsíða 4

Íslendingur - 01.06.1945, Blaðsíða 4
Háiíðahöld i mlnningu Jónasar Hallgrímssonar Ungmennafélag Öxndœla gekkst fyrir hátíSahöldum í Öxnadal, fœð- ihgarsveit Jónasar skálds Hallgríms- sonar, 26. f. m., á 100 ára dánar- dœgri skáldsins. —Hófust þau með guðsþjónustu í Bakkakirkj u, þar sem sókn*rpresturinn, sr. Sigurður Stefámsson á Möðruvöllum, flutti prédikun og minntist Jónasar Hall- grímssonar. Síðan var haldið að Þverá og samkoma haldin í þingþús- inu. Formaður undirbúningsnefndar setti samkomuna, en síðan tók til máls Bernharð Stefánsson alþingis- maður. Ræddi hann um Öxndæling- inn, Jónas Hallgrímsson, sem hann taldi raunverulega aldrei hafa átt heimili annarsstaðar, því að eftir að hann fór frá Steinsstöðum, þá hafi hann ekki unnið sér annað fast heim ili innan lands eða utan. Einnig ræddi hann um mánninn og skáldið. Næst tók til máls Steindór Steindórs son menntaskólakennari og talaði um náttúrufræðinginn Jónas Hall- grímsson. Ágúst Kvaran forstjóri las ljóð eftir skáldið og minningarljóð sr. Matthíasar Jochumssonar um það. Nokkrir menn úr „Geysi“ og úr Hörgárdal sungu lög við texta eftir skáldið undir stjórn Jóhanns Har- aldssonar, og Hreinn Pálsson söng nokkur lög. Að lokum var þjóðsöng- ur íslands sunginn. Fór athöfnin fram með sérstökum virðuleikablæ. Samkoman var vel sótt úr sveitinni og næstu hyggðum, svo að samkomu húsið rúmaði eigi fleiri. Kalt var í veðri, og var því fátt manna lengra að, t. d. af Akureyri. Á sunnudaginn efndi Iþróttabanda- lag Akureyrar til samkomu við sund laug þæjarins, og sótti hana ínjög míkill mannfjöldi, svö að vart múnu fleiri hafa sézt þar samankomnir áð- ur. Hófst samkoman með því, að sungið var hið alkunna ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Hvað er svo glatt“, undir stjórn Áskels Jónssonar. Þá flutti Snorri Sigfússon námsstjóri minni Jónasar. Minntist hann m. a. á þátt hans í að efla sundáhuga á Is- landi með greinum í Fjölni og þýð- ingu á fyrstu sundreglum, sem gefn- ar hafa verið út á Islandi. Hófst því næst sundsýning. Voru það barnaskólabörn, er sýndu þær sundraunir, sem nú eru lögboðnar til náms, en Olafur Magnússon sund kennari mælti nokkur orð þeim til skýringar. Síðan kepptu 4 félög í 8x70 metra boðsundi. Félögin vor-u: K. A., Þór, Grettir og Iþróttafélag Menntaskólans. Þór bar sigur af hólmi í þessari kappraun, sem áhorf endur fylgdu af miklum áhuga. — Mátti sjá marga hraðsynda kappa í hópunr þessum. Að lokum sungu þeir, _er syngja vildu, „Dalvísur“ Jónasar Hallgrímssonar. Víða um land var Jónasar Hall- grímssonar minnst á veglegan hátt þessa daga, og mörg íslenzkra hlaða tileinkuðu minningu hans rneira eða minna af rúmi sínu. I Reykjavík var þó mest um slík hátíðahöld, þar sem Listamanna- þingið kom saman til að annast þau og gera minningu hins löngu liðna listamanns sem' veglegasta. Er les- cndum þessa blaðs kunnugt um þann þáttinn af dagskrá útvarpsins undan- farr.a viku. U N G K Ý R Og VETURGAMALL KÁLFUR til sölu. Guðm. Tómasson Helgamagrastræti 23 m Skrá yfir tekju- og eigna-skatt, tekjuskattsviðauka og stríðsgróðaskatt í Akureyrarkaupstað fyrir skatt- árið 1944, lig^ur frammi í skrifstofu bæjarfógeta dagana 31. maí til 11. júní n. k. að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af sköttunum sé skilað til. skattstofunn- ar fyrir 12. júní n. k. Akureyri, 29. maí 1945. Skattstjóri » I II Skrá um útsvör í Akureyrarkaupstað árið 1945 liggur frammi al- menningi til sýnis á skrifstofu bæjargjaldkera, frá 31. maí til 13. júní n. k., að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skránni sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra inn- an loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á-Akureyri, 28. maí 1945 Steinn Sfeinsen. mmm, til síldarsaltenda og útgerðarmanna. Þeir síldarsaltendur, sem ætla að salta síld, svo ,og þeir litgerðarmenn, sem hafa í hyggju að salta síld af skipum sín- um, á sumri komanda, þurfa samkvæmt 8. grein. laga nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar. Síldarsaltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi: 1. Hvaða söltunarstöð þeir hafi til umráða. 2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar. 3. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni. I I 4. Hve margt síldverkunarfólk vinnur á stÖðinni. 5. Eigi umsækjandi tunnur og salt, þá hve mikið. Síldarútgerðarmenn þurfa í umsóknum sínum að taka I fram eftirfarandi: Tölu skipa, stærð, einkennistölur. Aætlað || magn til söltunar og hjá hvaða saltanda síldin verður söltuð. Þeir síldarsaltendur, sem óska að fá tómar tunnur og Salt 1 frá Síldarútvegsnefnd sendi umsóknir sínar til Síldarútvegs- nefndar á Siglufirði. Allar þessar umsóknir skulu sendar til skrifstofunnar á | Siglufirði og þurfa að vera komnar þangað fyrir 30. júní 1945 Síldamtvegsnefnd Á íarb og tlugi - aSalIega ilugi. Framhald af 2. síðu. ann og fannst hann nú ekki nærri eins breiður og um árið þegar Lax- foss gamli var að skarka um hann í misjöfnu veðri með oss, og venju- lega allmarga fleiri, innanhorðs. Brátt var Seltjarnarnesið undirlagt, og sýndist bæði lítið og lágt, eins og Þórbergur kvað forðum. Svo var setzl á Skerjafjörð, og gerðist sá at- hui ður nteð þeim ágætum, að naum- ast gat heitið að fyrir því finndist. Á Skerjafirði tók bálur við farþeg- Fyrirllggjandi: Ungafóður, Mifo-korn Moismjöl Kurloður mais Blandoð korn Hveitikorn Blandað mjöl Kúafóðurblanda. Verzlun L 0 N D 0 N ÚTSVARSKÆRUR skrifar Ari Hallgrímsson í. B. A. í. S. í. Meistaramót í knatt- spyrnu fyrir Norðlendingafjórðung hefst á Akureyri 14. júní n. k. Tilkynningar um þátttöku séu komnar til íþrótta- fél. Þór fyrir 10. júní. Stjórnin. / '* ? " 4-5 hesta Bolinder-vél til sölu. Mikið af varastykkjum getur fylgt. Uppl. hjá Guðm. Guðmundssyni Helgamagrastræti 42 Hvar færðu ódýrari vinnufatnað en í VERZL. HRÍSEY? AUGLÝSING Undirritaður hefir til sölu MORSÖ-miðstöðvarvélar, ennfremur eldavélar. JÓNAS JÓNSSON, Brimnesvegi 2, Ólafsfirði. Skofsala Nokkur stykki vandaðir SVEFN- • POKAR verða seldir með heildsölu- verði næstu daga. Verzl. Hrísey um og áhöfn. Raunar er of mikið sagt að tala um bát, þótt á floti væri. Farið var einna líkast vansköpuðu rjómatrogi, og hafði hvorki rá né reiða. Ilins vegar var vél í dallinum, sem gekk sæmilega þegar á lögunina er litið. Soldátar stjórnuðu verkfær- inu og skiluðu þeir mannskapnum heilum í land, en þar tóku við bif- reiðar og fluttu oss til höfuðstaðar- ins, sem tók á móti ferðalöngunum með myrkri, kulda og slepju. Er svo ekki að orðlengja það, allir flýttu sér í fiðrið og breiddu hátt yfir haus. Morguninn eftir var held- ur hryssingslegt veður, kólgubakkar yfir Esjunni ogFaxaflói ýrður á svip Eins og vant er í Reykjavík, var rok í fangið á hverju götuhorni, sama í hvaða átt var íarið. Vér gáfum oss því fram með hálfum huga á skrif- stofu flugfélagsins, ftn þar var oss tekið tveim höndum og tilkynnt að farið yrði af stað um ellefuleytið. Á skrifst. vorum vér Mtnir kaupa miða fyrir fimmkall, og sýndi hann að oss yrðu greiddar í snatri tugir þúsunda í íslenzkum krónum ef vér vildum gera svo vel að farast heiðar- lega á leiðinni, heldur minna ef vér gerðum ekki nema að meiðast, og alls ekkert ef ekkert kæmi fyrir. Fannst okkur það eiginlega skítt að missa fimmkallinn, en hugguðum oss við að betra mundi vera, fyrst um sinn, að ganga ekki úr hálsliðn- um eða kveðja veröldina með öðr- um hætti, vegna hans. En fimmkalli urðum vér fátækari fyrir ferðina, og má heita billega sloppið, einkum þegar þess er gætt, að fimmkallar teljast nú yfirhöfuð varla til peninga nema hjá stórgróðafyrirtækjum, Hallgrímskirkju, bönkum og Mennta málaráði. Flugvélin, sem flutti oss norður, var tvíþekja, tveggja hre)'fla, eldrauð á litinn. Með litinn í huga má það teljast heppilegt, að naut skuli ekki vera á ferðinni í loftinu, ef þá nokkuð er að marka orðtakið um áhrif rauða litarins á tarfa. '(í stjórnmálum hefir það sýnt sig að það er varlega takandi mark á hinu forna máltaki). Flugvélin, sem hér um ræðir, bar víst einkennisstafina TF — ISM, en ekki er vitað hvaða -ismi það er, sem þar er um að ræða. Viljum vér gefa flugunni nafn, til dæmis Kalli eða Brynki eða kven- kenna þær, sem líklega á betur við, þar sem þær eru bæði viðkvæmar, vandmeðfarnar og oft „hált uppi“, auk þess, sem þeim er vandstjórnað. En þetta er smekksatriði. Nú segir ekki af ferðum vorum neitt merki- legt. Vér fluguni yfir kubbaborgina í Norðurmýri, yfir Faxaflóann, inn Borgarfjörðinn og svo framvegis. Á leiðinni lásum vér Alþýðublaðið og Moggann og góndum niður á Stóra- sand, þar seip ekkert er að sjá. Enn- fremur gáfum vér jöklunum lítils- háttar hornauga, svo og Baulu, Tröllakirkju, Valnsdals- og Víðidals fjöllunum, Jörundarfelli, Mælifelli og nokkrum smærri skýjakljúfum. Ut til fjarða sást ekki vel að þessu sinni. Vér héldum eins og leið ligg- ur, ef svo má að orði komast, niður í Eyjafjarðardali, og lentum innan stundar stráheilir á flugvellinum á Melgerðismelum. Þar vorum vér svo heppnir að ná tali af manni, sem var að fara í einkabifreið til Akureyrar, og fengum fyrir náð og miskunn að hjálpa til þess að halda hílnum á veginum á leiðinni. Var það hreint ekki svo lítið erfiði, og fólst aðallega í því að trufla ekilinn og sitja á end- anum og láta fara vel um sig. Til Ak- ureyrar komum vér hressir og glað- ir, lof sé Flugfélagi íslands og stjórn endum þess, hér um bil fimmtán stundum eftir að vér höfðum lagt af stað með Kötu frá Akureyrarpolli. Má þetta heita vel að verið, jafnvel á draugamælikvarða, og er vafamál að Mórarnir í gamla daga hefðu gert betur en „Blaðamórarnir“ nú. Sýnir þetta hve þróunin er ör, og er ekkert líklegra en það, áð eftir nokkurn tíma verðum vér yfirleitt al veg hættir að koma við jörðina, en eyðum æfinni svífandi milli himins og jarðar, og má þá alveg hætta að hugsa um það að verða einhvern- tíma englar, eins og einstaka leiðin- legir menn gera enn í dag. ' B, t

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.