Íslendingur


Íslendingur - 10.08.1945, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.08.1945, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Föstudaginn 10. ágúsl 1945 f2 Oddur Björnsson prentmeistari f. 18. júlí 1865, d. 5. júlí 1945. 1N MEMORIAM Þær bækur, sem fyrsf á ævinni vöktu athygli mína um fagurt letur, glæsilegt snið og smekklegt band, voru í útgáfusafninu „Bókasafn al- þýðu“. En það var fleira en þetta, sem nú hefir verið nefnt, er gerði bækur þessar eftirtektarverðar og vinsælar. Efni og stíll fóru saman. Námfúsir unglingar, sem höfðu les- ið einhverja þessara bóka, þráðu að fá fleiri úr þessu safni. Svo fór mér að minnsta kosti, þegar eg hafði les- ið Úraníu, í inni snilldarlegu þýð- ingu dr. Bjarnar frá Viðfirði. Eg man, að eg veitti því eftirtekt, að bókin var prentuð í Kaupmanna- höfn. Mig undraði það, en svo varð eg þess vís, að maðprinn, sem slóð að þessari bókaútgáfu, var Islend- ingur. Hann hét Oddur Björnsson. Þá sá eg það nafn fyrsta sinni á prenti, og frá þeim tíma hefir mér þótt vænt um það nafn. En ekki ór- aði mig fyrir því þá, að eg ælti eftir að kynnast þessum manni lengi og verða vinur hans. Eg fylgdist með því, að hann flutt- ist til Akureyrar í byrjun aldarinn- ar, og brátt sá eg bækur og blöð úr prentverki hans þar, og allt var það fallegra en það, sem kom úr prent- smiðjunum í Reykjavík í þann tíma. Svo fannst mér þá, og eg veit nú, að eg hefi ekki verið svo glámskyggn á þetta, því að fyrir löngu hefi eg heyrt prent- og bókfróða menn víða um land, þá er með þessu fvlgdust, segja ið sama. Fyrsta skipti, sem eg kom til Ak- ureyrar, langaði mig sérstaklega til að sjá þrjá menn augliti til auglitis, og mér hlotnaðist það. Eg fékk að sjá höfuðskáld íslend- inga, sr. Matthías Jochumsson, Odd Björnsson, útgefanda Bókasafns al- þýðu, og Jón Iljaltalín skólastjóra, sem Möðruvellingarnir höfðu sagt mér frá. / Allir urðu mennirnir , mér eftir- minnilegir, þó að við engan þeirra lalaði eg þá. Oddur Björnsson var þá maður á bezta aldri, rúmlega fertugur. Hann var glæsilegur maður og aðsópsmik- ill. Enn liðu 11 ár. Þá fluttist eg til Akureyrar og sá hann nokkrum sinnum fyrstu missirin, sem eg dvaldist þar, en kynntist honum ekki, svo að teljandi væri, fyrr en hann stóð á hálf-sextugu. Átti eg þá árs skeið mikil mök við hann í prentverki hans. Er þar skemmst af að segja, að mér féll því hetur við hann, sem eg kynntist honum meira. Svo stóð á, að eg gaf út blað, sem hann tók að sér prentun á. Aldrei varð okkur sundurorða. .Orð hans stóðu alltaf eins og stafur á bók. Hann vandaði allan frágang, sem mest hann mátti, og lét sér svo.annt um blaðið, að hann hefði ekki bet- ur gert, þó að hann hefði átt það sj álf ur. Upp úr þessari samvinnu tókst með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á síðan. Nokkru síðar lágu leiðir okkar saman í fjarlægu landi, og má svo til orða taka, að við vær- um saman lengstum eitthvað dag- lega um þriggja mánaða skeið. Kynntisf eg honum þá bezt. Þess varð eg bráðlega vís, eftir það að eg kynntist Oddi, að hann „batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn“. Einmitt þess vegna varð hann mér ennþá hug- stæðari. Oddur Björnsson átti alltaf áhuga- mál. Hann var stundum óþolinmóð- ur. Ilonum fannst ferðalagið ganga svo grátlega seint. Gat hann þá orð- ið ákafur og bráðlátur, vildi bera brand á tregðu og tómlæti, höggva Gordíonsknútinn í sundur. Hann skildi það allra manna hezt, að þeim, sem eiga engin andleg hugðarmál, er nærri því ofnefni að heita maður. Sjálfur var hann sann- kallaður vökumaður, fylgdist af lífi og sál ’með andlegum straumum samtíð^r sinnar og fylgdi ráði post- ulans: „Prófið heldur allt, og hald- ið því, sem gott er“. Guðstrú hans bilaði aldrei. Einlægur lífsfögnuður var henni samfara, samúð með mönnum og málleysingjum og ást á öllum gróðri, hvort sem hatm var ið ytra í náttúrunni eða á akri andans. Hon- um var unun að þvi að vera í nán- um tengslum við móðpr Jörð, en ekki var honum síður rík þörf á því að halda fast um þráðinn að ofan. Allt ið fagra og stórfenglega heill- aði hann, og misskildu menn hann stundum þess vegna. Eg hefi þegar minnst á vandvirkni og fegurðartilfinningu vors látna vinar. Alltaf var hann sjálfur manna bezt til fara. Hann fyrirleit sóða- skap, óreglu, drahb og kæruleysi. Sá, sem vandar verk sitt, sem mest hann má, og fylgir lögmáli fegurð- arinnar, eftir því sem föng eru á, er undantek'hingarlitið vandaður og merkur maður. Eg er viss um, að O. B. gat ekki unað því að skila illa unnu verki. Ilann var svo ærukær, að hann kaus heldur að bíða fjár- hagslegt tjón en senda frá sér verk, sem hægt var að segja um: Hér hef- ir trassinn hjálpað sóðanum! Oildur Björnsson var hygginn maður og duglegur, eti aj því að liann var vandaður og vel kunnandi iðnaðarmaður og merlcur maður, lét hann ekki ejlir sig annað en vel unnið verk. Hann var vissulega í allra fremstu röð íslenzkra iðnaðarmanna og rétt- nefndur hrautrjpjandi á sviði þeirr- ar iðnar, sem 1 'm hafði lært. Hann setti nýjan s^i.* , !^$ð og bækur á Islandi. Þvi rÁfcr. ekki verða gleymt. Hvern mann má ennfremur marka á því, hvernig liann verður við erf- iðleikunum. Bognar hann eða brest- ur? Eða mætir hann þeim með karl- mennsku og lætur hvorki bevgja sig né brjóta? Oddur Björnsson sagði mér merki- lega sögu af glítnu sinni við fjár- hagslega örðugleika, en við þá átti hann að etja um skeið. Hann sigr- aðist á þeim cins og hetja. Reiknaði út, hvernig hann gæti komist aftur á réttan kjöl. Var hér þó alls ekki um neitt fjárhagshrun að ræða, en 0. B. gerði sig ekki ánægðan með minna en vera fullkomlega efnalega sjálfstæður maður, og það tókst inn- an fárra ára, með einstakri sjálfsaf- neitun og óhilandi kjarki og dugn- aði. Þó sá enginn annað þessi árin en hann væri sami höfðingsmaður- inn sem áður. En þó að hann yrði stórefnaður maður, gaf hann sig aldrei gróðafíkninni á vald, heldur sameinaði það tvennt, að vera for- sjáll, hæði í andlegum efnum og ver- aldlegum, en það er lexía, sem mörgum gengur illa að læra. Um skeið hvarf hann alveg. frá inu þreytandi prentsmiðjustarfi, fór utan, dvaldist þar um hríð og síðan í lleykjavík. Þetta var honum mikil hressing. Iðjulaus var hann aldrei, en starfaskiptin voru honum holl. — Þegar hann hóf sitt fyrra starf af nýju, var eins og hann kæmi lilað- inn nýrri orku. Vinir hans héldu, að hann myndi komast til hárrar elli, við góða heilsu. Aldurinn varð Þeir rnunu að líkindum vera flest- ir nú á dögum, sem hugsa sér Win- ston Churchill sem bardagafúsan Englending, dálítið ygldan á svip, gerandi sigurmerki (V-merki) um leið og hann staulast um rústir Lundúnaborgar, enda er það sú mynd, sem heimurinn kannast einna hezt við af þessum manni. En Churchill á til fleiri hliðar en þá, sem hann hefir mest snúið að umheiminum, síðan sú Evrópustyrj- öld hófst, sem nú er nýlega lokið. Hann er fyrir það fyrsta rithöfund- ur ágætur og ræðusnillingur. Auk þess málar hann svo vel, að sagt hef- ir verið, að hann mundi ekki þurfa að kvíða skorti, ef hann hefði lagt þá listgrein fyrir sig. Enn er Churc- hill múrari í tómslundum, og mun vera í meistarafélagi. múrara. Churc- hill var á yngri árum ferðamaður, póloleikari, blaðamaður og hermað- ur. Hann hefir sinnt 17 ráðherra- embættum, og var meðal annars eitt sinn fjármálaráðherra, maður, sem þó gat ekki lært að reikna, þegar hann var í skóla. Nú er Winston Churchill horfinn af leiksviðinu um stundarsakir a. m. k., og það er ekki sennilegt, að hans gæli mjög mikið hér eftir sem per- sónulegs áhrifamanns, enda er hann kominn á þann aldur, sem flestir draga sig i hlé. Hinsvegar er það líklegt, að áhrifanna af slörfum hans muni gæta um langan aldur, þótt ekki væri fyrir annað en það, að hann hefir allra manna mest haft ólirif á úrslit stýrjaldarinnar, og selið eða undirhúið flestar þær ráð- stefnur, sem skapað hafa núverandi viðhorf í félagsmálum. Churchill sleppti stjórnartaumun- um í Bretlandi þegar eftir kosningar þær, sem nú eru nýafstaðnar, og það er ekki víst, að brezka þjóðin hafi gert sér að fullu Ijóst, þegar hún gekk að kjörborðinu, hvílíkur á- hrifamaður í alheimspólitíkinni ósk- aði eftir fylgi hennar, þar sem Win- ston Churchill var. En hvað sem því líður: Churchill gekk til kosninganna með vígorðin: strit og sparsemi, og það vígorð reyndist ekki heppilegt eins og auðskiptingu er háttað í Bretlandi, enda beið Churchill og flokkur hans einn liinn mesta kosningaósigur, sem sögur fara af í Bretlandi, og þótt víðar væri leilað. Það er líklegt, að flokkspólilík hafi ráðið miklu um stefnu og afstöðu Churchills í kosningunum, því að í raun og veru er hann miklu frjálslyndari. heldur en ætla mætti af ýmsum ummælum hans í kosningabaráttunni. Þegar Churchill fór til Ítalíu nokkuð hár, en því miður hiluðu kraftarnir fyrr en varði. Hann hafði líka aldrei hlíft sér langa ævi, og þó að af miklu væri að taka, fór hér sem oftar, að sá, sem ætlar sér ekki af, missir máttinn fyrr en varir, þeg- ar langt er liðið á daginn. Oddur Björnsson var fæddur á fögrum júlídegi. Nærfellt áttræður hneig hann í móðurskaut á fögrum sumardegi í þeim sama mánuði, sem hann var fæddur. Ilann liafði fj óra tugi vetra sett svip sinn á höfuðstað Norðurlands. Þar var hann borinn til grafar. Vér vinir lians fögnum lausn hans af þessum heimi, eins og komið var. En orðstír ins framsækna og glæsi- lega Valnsdælings mun lengi lifa með þeim mönnum, sem unna af- rekshöldum og brautryðjendum á sviði anda og iðnaðar. — Brynleijur Tobiasson. skömmu eftir að Bandamenn losuðu það land úr klóm fasismans, þá hripaði hann niður spurningar, sem hann nefndi: Hinar sjö prófraunir frelsisins, og þær voru ó þessa leið: Er fyrir hendi nú á dögum rétlur til þess að láta frjálst í ljósi skoðanir, að gagnrýna og að vera í andstöðu við rík- isstjórnir? Hefir fólkið rétt til þess að velta úr sessi stjórn, sem það liefir andúð á, og eru fyrir hendi þingræðislegar Ieiðir, sem leyfa því að láta vilja sinn koma fram? (Þessari spurn- ingu hafa m. a. kosningarnar í Bretlandi svarað að því er Breta snertir). Eru til dómstólar, sem laus- ir eru við ofbeldi og þvingun framkvæmdarvaldsins, lausir við hótanir um lýðkúgun og lausir við allt samhand við pólitíska flokka? Fara þessir dómstólar eftir opinherum og vel settum lög- um, lögum, sem eru í hugum manna í sambandi við mann- úð og réttlæti? Verður fótækum og ríkum, „prívat“mönnum og opinber- um slarfsmönnum gert jafn háttt undir höfði? Verða rétlindi einstaklings- ins, með hliðsjón af þeirri skyldu, sem hann liefir gagn- vart ríkinu, tryggð og aukin? Er liinn venjulegi bóndi eða verkamaður, sem framfærir sig með erfiði og strili til þess að koma upp fjölskyldu og framfleyta henni, laus við þann ólta, að einhver harð- svíruð pólilísk stofnun, sem er undir sljórn einstaks póli- tísks flokks, eins og Gestapo- lögreglan, sem nazistar stofn- uðu, komi og slái á öxlina á honum og\ sendi liann á brott í þrælkun eða misþyrmingu án réttláts og opinhers dóms? Það var sannarlega enginn miðl- ungsmaður eða þröngsýnn smáborg- ari, sem gat leyft sér að selja fram slíkar spurningar svo að segja við dyr einræðisstefna þeirra, sem þá óðu uppi í Suður-Evrópu. Og burt- séð frá því, þá voru Rússar banda- menn Brela um þessar mundir — og eru raunar enn — og þegar þess- um spurningum er heint gegn stjórn arfarinu í Rússlandi, þó kemur greinilega í ljós sá meginmunur, sem er á þeirri frjólslyndu stefnu, sem Churchill hefir harizt fyrir til skamms tíma. Afstaða Churchills í kosningabar- Mælt með lorstöðukonu húsinæSraskóians. Um jorstöðukonuslöðuna við Hús- mœðraskóla Alcureyrar bárust 2 um sóknir, önnur jrá Iielgu Kristjáns- dóttur jrá Fremstafelli en hin jrá Katrínu Helgadóttur Reykjavík. — Skólanejnd hejir madt með Helgu Kristjánsdóttur. Þá sóttu um vefnaðarkennara- stöðu frk. Olafía Þorvaldsdóttir Ak. og Guðrún Vigfúsdóttir Hallorms- stað. Mælir nefndin með frk. Ólaf- íu. Um kennarastarf við kvenfala- saum sótti Jóhanna M. Jóhannes- dóttir Ak., og mælir nefndin einnig með henni. Ennfr. sótti frk. Laufey Benediktsdóttir um kennarastöðu í ræstingu, þvotti og strauningu og frú Elísabet Friðriksdóttir um tíma- kennslu í íslenzku og grasafræði. áttunni í Bretlandi, er raunar dálílið einkennileg, þegar litið er á þessar spurningar, sem hann sjálfur hefir varpað fram fyrir hálfu öðru ári eða svo. Það er svo að sjá af þeim, sem ekkert hafi verið því lil fyrir- stöðu, að liann gæti st&tt sig við stefnuskrá Verkamannaflokksins. — Aðeins er það. bert, að Churchill óttast allt, sem stefnir til einræðis, og þar er kommúnisminn fremslur í fylkingu, nú þegar nazista- og fasistadraugarnir hafa verið kveðn- ir niður. Chu*chill fór heldur ekki dult með þá skoðun sína í kosninga- baráttunni, að honuin væri lítt um kommúnismann gefið. Annars er laust við það, að Ihaldsflokkurinn brezki hafi rekið stranga íhaldspólitík, og meira að segja Herbert Morrison, einn mikil- hæfasti og valdamesti maður Verka- mannaflokksins er sagður hafa kvart að yfir því, að íhaldsflokkurinn, sem er andvígur sósíalisma, fram- kvæmi meira í sósíalistiska átt, heldur en Verkamannaflokkurinn, sem er hlynntur sósíalisma. Hinn þekkli fjármálamaður John M. Keynes hefir sagt Churchill, að hann væri ekki eingöngu kapítalisti, og þegar Churchill erfði fyrir nokkr- um árum landareignir, sem voru um 40,000 enskra punda virði — þar á meðal var heilt þorp — þá gaf hann leiguliðunum hús sín. „Ég get ekki tekið skilding frá þeim hláfátæka", sagði hann. Heimspeki hans fyrir hinn venjulega alþýðumann rúmast í fáum orðum: „Gotl hús, gott sfarf, heilbrigt líf og frelsi“. Þær tilfærðu setningar, sem hér hafa verið hafðar eftir Churchill og um hann, sýna, að hann hefir fleiri en einn streng á hinni pólitísku hörpu sinni. Liklegt er að nauðsyn- in lil þess að halda Jhaldsflokknum saman og sameina hann lil átaka í kosningunum, hafi valdið nokkru um þá afstöðu, sem hann lók, þegar hann bað hrezku þjóðina um fylgi. En þjóðin vildi ekki aðhyllast þessa afstöðu. Hún var húin að fá nóg af því, að nokkrir menn væru hjarg- álna, hinir allir fátækir. Þess vegna varð svarið við kjörhorðið með þeim hætli, að úr fylkirigarbrjósti hrezkra stj órnmálamanna hvarf einn hinn mikilhæfasti og fjölhæfasti, sem Bretar hafa nokkru sinni átt, Winston Cliurchill. B. —O— ÁHEIT á Elliheimilið í Skjaldarvík gefast vel. Sjómenn og aðrir minnist þess. SAMKOMUR, Grániifélagsgötu 9, nifiri, t.v. Iwern jimmtudag kl. 8'A e.h. og Iwern sunnudag sömuleiSis. Fíladeljía. Winston Chnrchill

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.