Íslendingur


Íslendingur - 07.12.1949, Blaðsíða 2

Íslendingur - 07.12.1949, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 7. deaember 1949 Útgafandi: Útgótufélag l»l*f'ding* Riutjóri og ábyrgðarmaðui: Jakob Ó. Péturuon. Auglýsingar og afgreiBaia: Sreeberg Eieereeee Skrifstofa Grónufélogsgate 4 Simi 354 PrentsmiSje Bjerns Jénssener b.f. Par sem vinstri stjórn ræður Að undanförnu hafa sum vinstri blöðin í Reykjavík verið að skrifa miklar langlokur um greiðslutregðu ísafjarðarkaupstaðar til ýmissa hluta, og telja þau fjárhag þess bæj* arfélags mjög illa komið vegna „sam- stjórnar Sjálfstæðismanna og komm- únista“. Hannibal Valdimarsson, þingmaður Alþýðuflokksins og þjóð- varnarkommúnisti eyðir nær heilu eintaki af Alþýðublaðinu til að út- mála herfilega fjármálaspillingu á ísafirði, bg frá Siglufirði berast þær fregnir, að bæjarstjórinn þar, sem var Alþýðuflokksmaður, hafi oltið úr sessi og annar sé kominn í hans stað. Engar rosafréttir hafa enn borizt frá Akureyri um vanskil af hendi bæjarsjóðs eða öngþveiti í stjórn bæjarmála, og mega bæjarbúar því vel við una. Þótt margt hafi farið hér misjafnlega úr hendi virðist ein- sætt, að því megi slá föstu, að hér sé flest í líkum skorðum og áður, hvað afkomu bæjarins og greiðslugetu snertir, enda hefir ekki verið sparað að leggja óvægileg útsvör á bæjar- búa hingað til. En einn er sá bær á Iandinu, sem lítt hefir verið umtalaður í blöðun- um að undanförnu, en það er Vest- mannaeyj akaupstaður. Þó verður að undanskilja eitt blað, sem aldrei hef- ir verið bendlað við stjórnmálaáróð- ur, — en það er Lögbirtingablaðið. Að vísu birtir það aldrei greinar um bæjarmál, en auglýsingar þess tala þó oft skýru máli. Ekki alls fyrir löngu voru þar auglýstir til sölu á nauðungaruppboði vegna van- greiddra gjalda ýmsar af helztu fast- eignum bæjarins, svo sem sjúkrahús- ið, barnaskólinn og væntanlegt elli- heimili. Og þó er þetta ekki nema upphaf meiri tíðinda. Togarar bæj- arútgerðar kaupstaðarins munu seldir undir sömu hættu vegna van- efnda á greiðslum til lánardrottna í Bretlandi, en ríkissjóður mun vera í ábyrgð fyrir kaupum þeirra. í Vestmannaeyjum fóru bæjar- stjórnarkosningar þannig 1946, að vinstri flokkarnir náðu stjórn bæj- arins í sínar hendur og hafa stjórn- að honum síðan. Árangurinn af því samstarfi hefir ekki verið tekinn til meðferðar í stóru blöðunum í Reykjavík, en Lögbirtingur einn tal- ar þar skýru máli, þótt fáir lesi hann sér til skemmtunar eða fróðleiks. ísafjörður og Siglufjörður hafa Skrílsleg umgengni. — Biðraðaplág- an. — Uthlutunaraðjerð KEA gagn- rýnd. FYRRA mánudagskvöld var sóðalegt um að litast í innri forstofu pósthússins. Höfðu einhverjir þeirra unglinga, er safn- ast þar oft saman á kvöldin, þegar böggla- stofan er lokuð, dundað sér við að mála veggina með forinni af götunni. Höfðu þeir sjáanlega gengið á skóhlífunum um bólstraða bekkinn og teygt lappirnar svo hátt upp á veginn, er þeir gátu, því að þar voru sporin mjög greinileg. Á gólfinu var flekkur af bréfarusli og hálfbrunnum eld- spýtum, er nema mundu 3—4 stokkum. Á sunnudaginn lokuðu 4 strákar sig þar inni af eintómu fikti og komust ekki út þaðan fyrr en lokið var upp fyrir þeim. Pósthúsið hefir þessa forstofu opna fram eftir kvöldum og á sunnudögum til þess að pósthólfaeigendur geti vitjað um bréf og blöð á þeint tíma. En skrílsleg umgengni unglinga, sem heldur vilja hanga þar eða ærslast í stað þess að Iesa undir mánu- daginn, er að gera slík sjálfsögð þægindi ómöguleg. UNDANFARNAR vikur hefir gefið að líta óvenju margar og stórar biðraðir íyrir utan vefnaðarvöru- og skóverzlanir í bæn- um. Á morgnana sjást þær stundum við margar verzlanir samtímis, og fyrir hádeg- ið safnast fólk aftur saman við aðrar, sera þá hafa enn ekki opnað. Oft er ekkert merkilegt til sölu í búðunum, þótt fólkið hópist þar að, eða þá svo lítið, að aðeins hrekkur handa fyrsta hópnum. Hvers vegna geta verzlanir ekki selt þenna litla skammt af vörum jafnóðum og hann kemur í búðirnar? Þarf ætið að geyma hann og Iáta það berast út um bæ- inn,að hann verði seldur á ákveðnum tíma, aðeins til þess að þeir frekustu og aðgangs hörðustu geti safnað að sér vörunum? Og hvaða tilgang hefir ein verzlun með því að hengja eftirsótta vöru út í sýning- arglugga yfir helgina, og segja hópnum, sem þar hefir hímt frá kl. 8 á mánudags- morgni, að varan verði í fyrsta lagi seld eftir hádegi? Og svo var það konan, sem gekk yfir götuna í fyrradag, hlaðin pinklum og sá allmargt fólk framan við búðarborð í einni verzluninni. „Hvað skyldi þarna vera um að vera?“ sagði hún og tók til fótanna inn í búðina, án þess að hirða um umferð- oft átt við erfiðleika að etja áður, en um Vestmannaeyjar hefir það ekki heyrst fyrr en nú, að stjóm kommúnista og krata hefir stjórnað bænum um 4 ára skeið. Er þetta dýrkeypt aðvörun til kjósenda í kaupslöðum landsins, sem eiga að ganga að kjörborði í lok næsta mánaðar til að velja sér bæj- arstjórn fyrir næstu 4 ár. *s**t* ina. Að „fara í slag“ virðist vera orðin at- vinnugrein sumra borgaranna. S. L. MIÐVIKUDAG úthlutaði KEA nokkrum félagsmönnum sjaldfengnum vör- um, þ. á. m, sokkabandabeltum fyrir kon- ur, cn sú vara er mjög eftirsótt, enda varla von, að konur kunni því vel að ganga með svokallaða ,Jcálfsfætur“. Hafði félagið aug lýst þessa vöru, og endaði auglýsingin á þessum orðum: „Góðfúslega mætið ekki fyrr en laust fyrir kl. 9.“ Ekki munu allir hafa tekið þessa beiðni KEA hátíðlega, því að fyrir kl. 4 um nótt- ina kom fyrsti maður að dyrum vefnaðar- vörudeildarinnar, og eftir það fjölgaði brátt, 6vo að fólk sem kom kl. 7 lenti í biðröðinni uppi undir benzínafgreiðslu. Laust fyrir 9, þegar þeir, er hlýða vildu vinsamlegum og skynsamlegum tilmælum KEA, komu á vettvang, náði biðröðin upp undir mjólkursamlag. Fór síðan úthlutun vörunnar fram, þannig að þeir, sem hunds- að höfðu tilmœli KEA fengu hana, en hin- ir, sem virtu þau og tóku mark á þeim, fengu ekkert. Þessi framkoma af KEA hálfu mæltist illa fyrir, sem von var, því að hefði félag- ið viljað láta taka mark á vinsamlegum tilmælum sínum, átti sá, er úthlutaði að- göngumiðum, að taka sér stöðu í biðröð- inni þar sem hún var komin 10 eða 15 min. fyrir 9 og á slaginu kl. 9 snúa sér við og úthluta þeirn, er aftar stóðu í röðinni og virt höfðu tilmœli félagsins. Með þessari linkind við hina óhlýðnu hefir félagið (réttara sagt þeir, sem út- hlutuninni stjórnuðu) gefið hinum hlýðnu ástæðu til þess næst, er slík úthlutun fer fram, að standa alla nóttina fyrir úthlut- unardag úti fyrir verzluninni, og má nærri geta, hverjar afleiðingar gætu hlotizt af slíku að vetrarlagi. Margar tillögur hafa komið fram um heppilegasta fyrirkomulag úthlutunar sem þessarar. Hafa sumir talað um skiptingu eftir félagsnúmerum eða bæjarhlutum, — jafnvel stafrófi. En mér finnst mega taka til athugunar úthlutun sokkabandabelta eftir mati, þ. e. að 2 tilkvaddir menn séu í verzluninni, er sala fer fram og meti þörf kvenna fyrir nýtt belti, en líklega fær sú tillaga minnst fylgi, enda er ég fús á að taka hana aftur, ef óskað er. Hitt er flestra manna mál, að hinir árvökru borg. arar, sem stilltu sér upp í biðröðina við KEA fyrir viku síðan löngu fyrir dögun, hafi enga umbun eða verðlaun átt skilið, heldur hinir, er fóru að tilmælum KEA um að koma laust fyrir opnun. ----------------------------- Borðstofu-M UBL UR vandaðar, úr eik, til sölu með tækifærisverði. SÖLUSKÁLINN, sími 427. Radio- GRAMMÓFÓNN til sölu ásamt 100 plötum. SÖLUSKALINN, s í m i 427 ST Ú L K A helzt vön afgreiðslustörfum í verzlun, óskast strax. Verzl. ESJA. Nýtt ritsafn merkilegs skáld- sagnahöfundar: Sögur séra Jónasar fró Hrafnagili. Eldri kynslóðir nítjándu aldarinn- ar eiga nú færri og færri fulltrúa meðal lifenda. Þjóðlífssvipur þess tímabils er svo að segja alveg að hverfa úr íslenzkri menningu, og ekki nema fátt manna, sem nokkurn áhuga hefir fyrir að kynnast háttum og örlögum fólksins frá þessu tíma- bili. Svo vel er þó, að margar og góðar upplýsingar eru geymdar í þjóðlegum fræða- og sagnaritum, og þó að svipur sé alltaf skuggi hjá sjón, má öðlast furðu skýra þekk- ingu, með því að Ieita til þessara heimilda. Skáldsagnahöfundar eru, séu þeir samvizkusamir, sannsögulir og gæddir innsæi, sennilega beztu heim ildamenn um örlög kynslóða og menningarsögu þeirra. Þannig verða þrír íslenzkir rithöfundar og sagna- skáld, sem nú njóta mestrar hylli eftirtektarsamra lesenda, af því að hafa eftirlátið verk með þjóðlífslýs- ingum, er seint munu fyrnast, — eins og vitar á bjargi aldanna, með- an brimrót tímans lyftir holskeflun- um í vígahug. Nöfn á helztu skáldsagnaverkum þessara mikilhæfustu sagnaskálda eru flestöllum kunn, a. m. k. „Heið- arbýlið“ (G. M.), „Ólöf í Ási“ (G. Fr.), og „Randíður í Hvassa- felli“ (J. J.). Verk Jóns Trausta eru fyrir nokkru komin út í nýrri heild- arútgáfu. Á ritum Guðmundar á Sandi hefir nýverið hafist samskon- ar útgáfa. Og síðasta bindi .af rit- safni séra Jónasar á Hrafnagili var rétt í þessu að koma í búðir. Var það mikið nauðsynjaverk að koma skáldsögum þess mæta manns á framfæri í heild, því að áður urðu bókmennlavinir að leita að þeim hingað og þangað í gömlum tíma- ritum og sumt lá meira að segja óprentað í handritum. Þegar sögurnar liggja nú fyrir í samstæðu ritsafni, verður ljósara en áður hversu merkilegt sagnaskáld séra Jónas Jónasson var. En það mun þurfa að b.'ða betri tíma um sinn, að gera rithöfundarstarfi hans full skil, enda bókmenntafræðingar vorir latir, og eigi sjaldan með horn í síðum eldri höfunda. Væri ef til vill ré.tast að leikmenn í bókmennta fræðum tækju sig til og brytu til mergjar mörg þau íslenzk bók- menntasöguleg efni, sem vanrækt bíða, og sneiddu algjörlega framhjá leti og þekkingargötóttum vanskiln- ingi „fræðinganna.“ Eldra fólki er eflaust í fersku minni fyrsta birting ýmsra sagna séra Jónasar, svo sem sakamálasagn- anna í „Sögusafni Þjóðólfs“, og annara, er komu í gömlu Iðunni. Man undirritaður, sem las þessar sögur með „spenningi“ löngu eftir að þær voru prenlaðar í fyrsta sinn, — til þess, að gamalt fólk minntist þeirra með óvenjulegum áhuga og var alltaf að spyrja eftir þeim, hvar hægt mundi vera að ná í þær o. s. frv. Sannaðist þar, að alþýðufólkið kunni betur að meta það, sem um þeirra líf og sjónarsvið var skrifað, — ekki sízt ef höfundurinn var jafn glöggur og skilningsgóður og hér ,var um að ræða, — en flestallir bókmenntafræðingar við söguskrif- borðin, og fyrirlestraglánarnir í ræðustólunum. Annars er bezla kynningin af skáldverkum sú, að lesendur fletti sjólfir upp í sögum, eins og t. d. „Jóni halta“, „Birni í Gerðum“, eða „Hungurvofunni“, og lifi það, sem höfundurinn er að segja þeim og sýna. S. D. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, skal tek- ið fram, að kennararnir og barna- rithöfundarnir Jenna og Hreiðar önnuðust ekki sjálf prófarkalestur I á bók þeirra „Sumar í sveit“, er get- ið var í bókafregnum í næst síðasta blaði. NÝJAR BÆKUR FRÁ NORÐRA. Bókaútgáfan Norðri hefir undan- farna daga sent margt nýrra bóka á markaðinn, ýmislegs efnis, og verð- ur nokkurra þeirra getið hér. Ein hin merkasta meðal þeirra er „Hrakningar og heiðavegir" I. bindi, er Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson hafa safnað til og búið til prentunar. Er tilgangurinn með útgáfu þessa rils að safna í eina heild sönnum sögnum um hrakninga á „heiðavegum“ og öræfum íslands fyrr og síðar, en þar er af miklu efni að taka. Ennfremur að birta leiða- Iýsingar af helztu fjallvegum lands- ins, sem oft voru farnir, meðan hest- urinn var eina samgöngutæki íslend- inga. Birtist í þessu fyrsta bindi lýs- ing á Sprengisandsleið eftir Einar E. Sæmundsson og lýsing á Miðlands- öræfunum eftir sr. Sigurð Gunnars- son. Pálmi Hannesson á þarna 5 þætti, m. a. um villu Kristins Jóns- sonar á Tjörnum, er hann flutti fyrir fám árum í útvarpið og eru meðal beztu þátta hans, um mannskaðann á Fjallabaksvegi og dirfskuför Sturlu í Fljótshólum. Jón Eyþórsson ritar um Kjalveg og segir frá afdrif- um Reynistaðabræðra, eina átakan- Iegustu og dulmögnuðustu harmsögu, sem gerzt hefir á öræfum landsins. j Þá eru þarna frásagnir eftir Ásgeir j Jónsson frá Gottorp, Sigurð frá Brún og Pál á Hjálmsstöðum. Ennfremur ferðaþættir eftir Svein Pálsson, sr. I Jón Steingrímsson o. fl. Að lokum j er fróðlegur þáttur um útilegumanna byggðir. Yfir fyrirsögnum þáltanna eru víða teikningar eftir erlenda rannsóknarmenn, svo sem Daníel Bruun o. fl. auk uppdrátta. Bókin er 269 blaðsíður. Framh. á 3. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.