Íslendingur


Íslendingur - 04.01.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 04.01.1950, Blaðsíða 4
Gleðilegt nýár! Farsælt komandi ár! Þakka viðskiptin á gamla árinu. VERZLVN HEKLA, Anton Ásgrímsson. stetuUnður íí Miðvikudagur 4. janúar 1950 IBUÐ óskast frá 14. maí í vor. íbúðin þarf að vera 2 herbergi og eld- hús. Þrennt fullorðið í heimili. A. v. á. Akureyrarkirkju er á sunnudaginn kl. 10.30 f. h. — 7—13 ára börn í kirkjunni og 5—6 ára í kapellunni. Bekkjastjórnar mæti kl. 10. Messað í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag kl. 5. P. S. l.O.O.F. — 131168 Vá — □ Rún. 5950167—1 — H & V. Dánardœgur. Nýlega er látin að Munka- þverá í Eyjafirði frú Þóra Vilhjálmsdóttir, ekkja Stefáns Jónssonar bónda þar, valin- kunn sæmdarkona. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1 og al- menn samkoma kL 5 á sunnudögum. — Engin æskulýðssamkoma n. k. laugardags- kvöld. Fíladeljia. Samkomur verða í Verzlunar- mannahúsinu Gránufélagsgötu 9: í dag (miðvikudag) kl. 5,30 e. h. Saumafundur fyrir ungar stúlkur. Fimmtudag kl. 8,30 e.h. almenn samkoma. Laugardag kl. 5,30 e.h. fundur fyrir unga drengi. Sunnudag kl. 2 e.h. hátíð Sunnudagaskólans. Böm, hafið skfrteinið með, um kvöldið kl. 8,30 er almenn samkoma. — Allir velkomnir. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Oslo Guðrún Haraldsdóttir, Guðmundssonar og stud. jur. Nils Gjes- vold, Oslo. Hjúskapur. Á gamlársdag voru gefin saman í hjónaband Marta Kristín Stefáns- dóttir frá Skútustöðum og Sigurður Bárð- arson, Akureyri. Hjónaejni: Á jóladag opinberúðu trú- lofun sína Sigríður Gísladóttir, Gríms- gerði Fnjóskadal og Agnar Þórisson, sjó- maður Hjalteyri. Hjónaejni: Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Edda Pétursdóttir og Jón Þorsteinsson. Brúðhjón. Gefin voru saman í hjóna- band á Nýarsdag hér á Akureyri Anella Stefánsdóttir (Kristjánssonar) og stud. med. Magnús Olafsson frá Reykjavík. Áheit á Akureyrarkirkju: Frá F. F. J. kr. 100,00, frá N. N. kr. 25,00, frá N. N. kr. 30,00, gamalt áheit frá N. N. kr. 20,00, frá konu kr. 25,00, frá S. G. kr. 50,00, gjöf frá N. ÚV. kr. 20,00. — Þakkir Á. R. Áheit á Strandarkirkju: Frá N. N. kr. 200,00, frá N. N. kr. 30,00, frá N. N. kr. 30,00. Móttekið á afgreiðslu íslendings. Sent áleiðis. Vinningar í Happdrcetli Templara 12. des. 1949: 4747 — 7904 — 23179 — 23627 27934 — 31598 — 33774 — 34180 — 34849 40016 — 41544 — 46932 — 49024 — 50648 50944 — 62567 — 69594 — 75586 — 77486 78899. — Birt án ábyrgðar. Leikfélag Akureyrar hefir sýnt „Pilt og stúlku" tvívegis við góða aðsókn. Þriðja sýning verður í kvöld og hin 4. og 5. n. k. laugardags- og sunnudagskvöld. Geysir heldnr söngæfingu annað kvöld kl. 8,30. ORÐSENDING TIL VERKAMANNA. Þar sem fyrirsjáanlegt er að at- vinnuleysi fyrir verkamenn muni verða með meira móti í vetur, ef engar ráðstafanir verða gerðar til að afstýra því, þá óskar atvinnu- málanefnd bæjarins eftir því að þeir verkamenn, sem ekki hafa von um atvinnu meiri hluta vetrar, mæti til viðtals í Verklýðshúsinu laugardag og sunnudag 7. og 8. janúar næstk. frá kl. 1—8 eftir hádegi. í atvinnumálanefnd: Árni Þorgrímsson. Haraldur Þorvaldsson. Jón Ingimarsson. Eiríkur Einarsson. Sigurjón Jóhannesson. Steján Árnason. ÆFINGATAFLA íþróttafélagsins Þór vet- urinn 1949—50: Fimleik- ar kvenna: Mánudaga og fimmtud. kl. 8—9. Kenn- ari: Inga Ingólfsdóttir. — Fimleikar karla (yngri flokkur): Mánudaga og fimmtudaga kl. 7—8. Eldri flokkur sömu daga kL 8—9. Kennari: Tryggvi Þorsteinsson. — Frjálsar íþróttir: Fimmtudaga kl. 9—10 og laugar- daga kl. 7—8. Kennari: E. Mikson. — Handknattleikur: Konur: Miðvikudaga kl. 8— 9. Karlar: Mánudaga og fimmtudaga kl. 9— 10. Kennari: Sverrir Magnússon. — — Laugardaga kl. 8—9: Knattspyrna. — Félagar! Gleymið ekki tímunum í íþrótta- húsinu. Mætið enn fleiri. — /þróttafél. Þór. Dánardœgur. Nýlátin er hér f bæ frú Sigurbjörg Indriðadóttir, kona Andrésar G. ísfeld, bifreiðakennara. Á gamlársdag lézt hér í sjúkrahúsinu Jón Ilaildórsson, skipstjóri. 28. f.m. lézt hér í bæ frú Kristín Jakobs- dóttir Axfjörð, móðir Friðjóns Axfjörð, múrarameistara, og þeirra systkina. Heilbrigt líf, IX. árg. 1.—4. h. 1949, er nökomið út. Við ritstjórn þess hefir tekið Páll Sigurðsson, læknir, af Gunnl. heitn- um Claessen, og ritar hann inngangsorð í tilefni af því. Annað efni í ritinu er þetta helzt: Rauði Kross íslands 25 ára (ritstj.), Að fá aftur heymina (Sveinn Björnsson, for- seti), Bjargið og Gúðmundur góði (Ing. Gíslason), Tennurnar og fæðan (Valtýr Albertsson), Ofdrykkja er sjúkdómur (Al- freð Gíslason), Krabbamein í maga (Hall- dór Ilansen), Vandræðabörn og vangefin (Baldur Johnsen), Um starfsemi R.K.Í. vegna loftárásarhættu (Bjarni Jónsson o.fl. HVERJIR SPARKA? Alþýðumaðurinn í gær telur það vekja athygli í sambandi við lista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórn- arkosninganna, að Indriði Helgason skuli nú „látinn hætta“, og að Svav- ari GuðmUndssyni skuli vera „spark- að“, þar sem hann hafi „leyft sér að haía eigin skoðanir á ýmsum hlut- um.“ Sannleikurinn er sá, að I. H. vildi ekki gefa kost á sér til framboðs, og þar sem hann hafði fullan rétt til að neita að vera í kjöri, var það tekið til greina. Um Sv. G. er Alþm. kunn- ugt, að hann sagði sig úr Sjálfstæð- isflokknum á s.l. sumri, og var hon- um á engan hátt „sparkað“, hvorki úr flokknum né af listanum. Munu þess engin dæmi, að maður, nýgeng- inn úr flokki, hafi verið tekinn á framboðslista flokksins slrax á eftir. Hins vegar mun það vekja athygli í bænum, að Alþýðuflokkurinn skuli „sparka“ Friðjóni Skarphéðinssyni bæjarfógeta niður í 4. sæti listans til j að rýma fyrir ritstjóra Alþýðu- mannsins. FLUGVIRKJAR í VERKFALLI Frá og með 1. janúar eru flug- virkjar hjá íslenzku flugfélögunum í verkfalli. Þó hefir verið flogið síð- an, en líklegt er talið, að flugsam- göngur stöðvist bráðlega, ef verk- fallið leysist ekki. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h.f. Danskar bækur, Dagbækur m. almanaki, Vasabækur m. almanaki, Dagatalablokkir. Bókaverzl. E D D A h.f. LUNDI OG SKARFUR. Fyrir jólin bárust meðal annarra bóka á markaðinn tvö lítil skáldrit, ef skáldrit skal nefna. Annað þeirra er saga eða svipur af sögu eftir Sig- urð Róbertsson, er ber heitið „Veg- ur allra vega“. Bókarkorn þetta var auglýst með ákefð í öllum helztu blöðum landsins. Suins staðar var því haldið fram, að sagan væri merkileg þjóðlífslýsing, sem allir yrðu að lesa, enda myndi hún hvar- vetna vekja athygli og jafnvel deil- ur. Á öðrum stöðum var sagt, að hún væri saga þjóðfélagslegra átaka, sem allir þeir, er fylgjast vildu með því „nýjasta og athyglisverðasta“ í íslenzkum bókmenntum yrðu að kynna sér. Svo fóru sumir að fletta upp í bókinni, — jafnvel þótt þeir hefðu áður lesið nokkrar bækur eftir höf- undinn. Og sjá! þar var þá sami Kreml-draugurinn innan blaða og í öllum ritum eftir öll kommúnistisk „skáld“, nema hér heldur í svip- daufara lagi, svo að menn freisluð- ust til að álíta, að hann yrði aldrei nein leiðarstjarna á villubraut mann- kynsins! Og, — ef til vill var slíkt vel farið. Varla voru lesendur búnir að leggja frá sér sögukornið, er þeim varð litið á nýjar auglýsingar í öll- um helztu blöðum landsins, þar setn ný Ijóðabók var hafin til skýjanna og vaggað í blásölunum, ofar öllum jarðneskum járntjöldum. Hét sú „Á annarra grjóti“ eftir Rósberg G. Snædal. Auglýsingarnar töldu hana þó sama sem uppselda fyrirfram, enda athyglin og deilurnar, sem hún mundi vekja, fram úr hófi! En, sjá til! Þegar nokkrum blöð- um í þessari dæmalausu ljóðabók hafði verið flett og innihaldsins not- ið, ef nautn skyldi kalla, freistuðust lesendur til að álíta, að heiti bókar- innar mundi fremur hafa átt að vera annað, t.d. „Á spóafótum spriklað yfir klungur“, eða eitthvað þess hátt- ar. Kvæðin voru nefnilega mjög mis- jafnlega , illa heppnaðar tilraunir mjög venjulegs manns, á sjálfum sér, til áð apa þjónustu við valda- menn í Kreml í Rússíá. Mjóu fæt- urnir brenndu sig á eldrauðum járn- klettunum og tipluðu með svo ofsa- legum flýti, að auðvitað fór anda- giftin eftir því. Niðurstöður lesenda urðu því all- ar á eina leið um þessar tvær „stór- fenglegu“ bækur: Að svo ákefðar- lega og eldsnöggt, sem viðbrögðin voru gerð í upphafi, koðnaði mátt- ur beggja höfunda meir og meir, þar til undir lokin, að þeir lágu fjörlaus- ir. Var þá hressing að leita til þjóð- legra bóka um líf og starfshætti kyn- slóðanna í þessu landi, og jafnframt eins og að lesa neyðarlega dæmi- sögu, þar sem skýrt var frá kofna- fari og bjargfuglaveiði í sjávar- hömrum. Það er svo með alla þessa blessaða Kominform-áhangendur, að þeir skrifa allt eins og veiddir lund- ar og vængbrotnir skarfar. Ekki er það einleikið með aum- ingja svartfuglinn í íslenzkum bók- menntum! K. VIKÐSKIPTANEFND LÖGÐ NIÐUR Ríkisstjórnin hefir ákveðið að leggja Viðskiptanefnd niður frá n.k. mánaðamótum að telja, en fela Fjár- hagsráði að annast þau störf, er hún hefir hingað til haft með höndum. Jarðarför Kristjáns sonar okkar, hefst frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. þ. m. kl. 1 e.h. Guðrún Guðmundsdóttir. ' Þorsleinn Jónsson. Skömmtun afnumin á búsáhöidum Höfum nú fyrirliggjandi: Kaffistell, 12 manna Kaffikönnur, steintau, sérstakar Sykursett, steintau, sérstök Bollapör, margsk. Drykkjarkönnur Diska, djúpa og grunna Skálar, 3 stærðir Teskeiðar, verð frá kr. 1,55. Vöruhúsið h.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.