Íslendingur - 01.08.1951, Blaðsíða 6
6
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 1. ágúst 1951
Lögtak
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og að undangengn-
um úrskurði, verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir-
vara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dög-
um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöld-
um gjöldum: Bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum og
vátryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða, sem féllu í gjald-
daga 2. janúar síðastliðinn, söluskatti föllnum í gjalddaga á
árinu 1951, áföllnum og ógreiddum veitingaskatti, gjaldi <if
innlendum tollvörulegundum, vélaeftirlitsgj aldi, lögskráning-
argjöldum, aðflutnings- og útflutningsgjöldum.
Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu
27. júlí 1951.
GÓÐ TRILLA
til sölu. Sími 1776.
Kaupum krukkur
Öl og gosdrykkir h.f.
Ufið lllí§
óskast til kaups.
Bergsveinn Guðmundsson
Hrafnagilsstræti 2 — Sími 1083.
TIL SÖLU
Bjiirnson: Santlede værker í Bókaverzl.
Nýja Bíó
í kvöld kl. 9:
JÚLÍA HEGÐAR SÉR
ILLA
(Jidia misbehaves)
Aðalhlutverk:
Greer Garson
Walter Pidgeon
Peter Lawford
Elizabeth Taylor.
——^—~—raM--------t 'ík-mí
á áliti sænsks hagfræðings, Lund-
berg að nafni, sem var einn
þeirra mörgu sérfræðinga, sem
nefndin kvaddi sér til ráðuneytis.
Samdi Lundberg með aðstoð
nefndarinrtar margar skýrslur um
ýmis hagræn efni og gerði tillög-
ur rökstuddar með ýtarlegum
greinargerðum. Ein Jtessara álits-
gerða var „Tillögur og greinar-
gerð fyrir sérstakri (láns) stofn-
un, er reist yrði til stuðnings inn-
lendum iðnaði.“
Alit þetta er allýtarlegt og
hafa flestar niðurstöður þess
gildi enn í dag. I upphafi álitsins
gerir höfundur grein fyrir skoð-
un sinni á framtíðarþróun ís-
lenzks atvinnulífs. Eftir að hafa
athugað árlega fjölgun verkfærs
fólks, aldursskiptinguna og at-
vinnuskiptinguna, kemst hann að
þeirri niðurstöðu að „það er að
langmestu Ieyti hlutverk iðnaðar-
ins að taka við árlegri fólksfjölg-
un.“ Þessi skoðun Lundbergs var
rétt. Iðnaðurinn hefir tekið við
fólksfjölguninni í landinu og
meir en það. Lundberg lagði því
til, að ríkið hlynnti að hæfilegri
aukningu iðnaðarins, þótt honum
væri ljóst, að iðnaðurinn hér
stæði að ýmsu leyti ver að vigi,
heldur en með þeim þjóðuin. er
við keyplum iðnaðarvarning af.
Um þetta segir svo: „Hvað sem
öðru líður, hlýtur það að vera
hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að
láta aukningu vinnufærra manna
slarfa við framleiðslu, sem hæði
bætir gjaldeyrisjöfnuðinn við úl-
lönd, eykur fjármagnið í Jandinu
og heildarafköst þjóðarbúsins —
mæld í raunverulegum verðmæt-
um, heldur en láta fólk þetta
vinna óarðbærari störf eða ganga
atvinnulaust.“ Og síðar: „Jafn-
vel þótl um beint tap sé að ræða
á rekstri fyrirtækis. getur gróð-
inn í gjaldeyri verið svo mikill.
að fyrirtæki eigi rétt á sér af
þjóðhagslegum ástæðum.“ —
Lagði Lundberg til að Iðnlána-
sjóður, sem þá var nýstofnaður,
yrði mikið efldur og verksvið
hans fært út. Skyldi ríkissjóður
leggja fram 1 milj. kr. á ári til
sjóðsins (þess má geta að tillaga
þessi náði ekki fram að ganga og
eflir 15 ár hefir Iðnlánasjóðurinn
aðeins fengið 1.7 milj. kr. ár
ríkissjóði). Sjóður þessi átti að-
eins að veita slofnlán til iðnaðar-
fyrirtækja, en æskilegast að sér-
stakur iðnaðarbanki annaðist
rekstrarlán til iðnaðarins.
Af þessu verður ljóst, að það
var rétt, sem áður var sagt, að
aukning iðnaðarins væri þunga-
miðjan í tillögum Skipulags-
nefndar. Iðnaðinn átti ekki að
auka iðnaðarins vegna heldur
(fyrst og fremst) vegna þeirra
atvinnuvega, sem voru höfuðat-
vinnuvegir þjóðarinnar, með því
að gera þá arðbærari og létta af
þeim framfærslubyrði megin-
þorra þjóðarinnar, sem þeir ekki
lengur risu undir.
Margt af því, sem Skipulags-
nefndin lagði til, var þá kallað
Ioftkastalar, skýjabórgir og hið
mesta óráð að ráðast í slíkt. Flest
af því þýðingarmesta, sem nefnd-
in lagði til, er þó nú löngu kom-
ið í framkvæmd fyrir atbeina
Skógarför
Með þessum fáu orðum vil ég
láta í ljós tilfinningar mínar. Eg
hefi fullan skilning á því, hvað
þarna hefir verið látið af hendi,
og hver fyrirhöfnin hefir verið að
koma þessu í framkvæmd, svo að
ekki sé minnst á kostnaðinn. —
Votta ég þeim öllum, er á ein-
hvern hátt eiga hér hlut að máli,
beztu og innileguslu þakkir mín-
ar og gestanna fyrir að hafa veitt
okkur þenna ógleymanlega dag.
Einn af gestunum.
{)eirra vormanna íslands, sem
helgað hafa iðnaðinum starfs-
krafta sína og hætt í hann fjár-
munum sínum eins og Skúli
Magnússon fyrir tvö hundruð ár-
um, eða með tilstyrk hins opin-
bera og þykja nú sjálfsagðir hlut-
ir. Annað er nú í uppbyggingu
eða undirbúningi svo sem áburð-
arverksmiðj a, sementsverksmiðj a,
brennisteinsvinnsla og fleira.
En tækninni fleygir stöðugt
fram.Á tæknivæðingu atvinnuveg-
anna má aldrei verða stundar hlé.
Stöðvist þróunin er um afturför
að ræða og þó að stöðvunin vari
ekki lengi, verður erfiðara að
taka upp þráðinn aflur, þegar til
á að taka síðar. Þessa lexíu ætt-
um við þó að hafa lært af sögu
vorri síðuslu áratugi — síðustu
aldir.
Björns Árnasonar. — Eigandi.
TÖKUM UPP í DAG
Ensh Gaberdin-efni
í brúnum lit. Getum saumað úr
tillögðum efnum þennan mánuð.
Saumastofa
Björgvins Friðrikssonar,
Hafnarstræti 81. —- Sími 1596.
Avextir
niðursoðnir
Perur
Aprikósur
Ananas.
Ásbyrgi h.f.
Söfuturninn, Hamarstíg.
Rúsínur
Sveskjur
Fíkjur í pk.
Aprikósur þurrk.
Búðingsduft
útl. og innlent
Makknrónur
o. m. fl.
Söluturninn, Hamarstíg.
FRAMHALDSSAGA —
ÁKÆRÐUR TVISVAR
höldum við allir í áttina til póstvagnsins og sýnum póstþjónunum
framan í byssurnar á meðan við erum að ná í það, sem við ætlum
okkur.“
„En auðvitað skjótum við engan að nauðsynjalausu,“ sagði Nep-
son. „Rán er eitt en morð er annað. Það verður áreiðanlega uppi
fótur og fit hjá yfirvöldunum vegna þessa ævintýris okkar, en ef
einn eða fleiri póstþjónar yrðu nú drepnir í þokkabót, þá færi nú
fyrst að kárna gamanið. Eg gæti trúað að einhverjum okkar yrði
þá ornað undir uggunum áður en lyki. Hvert einasta skitið dag-
blað í heiminurn myndi hrópa: svívirðilegt morð til fjár!“
„Venables, ég er hræddur um að við verðum að setja þetta mál
á listann yfir þau óleystu,“ sagði aðstoðarfulltrúi í dómsmálaráðu-
neytinu, og lagði skjalamöppu á borðið. „Vikum saman höfum við
verið að rannsaka þelta og hvergi komizt á nokkurt spor, sem gagn
sé í.“
Þeir tveir voru að ræða um radium ránið á skrifstofu fulltrúans,
sem hafði kallað á lögregluforingjann til þess að fá hjá honum
eitthvað um, hvernig svara skyldi fyrirspurn um hið fræga rán, sem
þingið hafði nýlega gert til leynilögreglunnar og ráðuneytisins.
Lögregluforinginn beit á vörina: „Ég get fullvissað yður, Sir
John, um það, að varla nokkur steinn hefir verið látinn óhreyfð-
ur —.“
,.Já, það er nú einmitt svo í þessu radium máli,“ greip Sir John
fram í. „Lögreglan virðist öll hafa verið að velta til steinum og
snuðra utan í þeim í stað þess að taka þá seku fasta. En ég get sagt
yður, að ef annað slíkt mál kæmi fyrir, nógu stórvægilegt til þess
að vekja almenna athygli, þá er ég hræddur um að ýtt yrði við ein-
hverjum, ef glæpamönnunum yrði veitt slík undanþága frá hand-
töku og nú er gert. Verið þér sælir.“
„Verið þér sælir, Sir John,“ svaraði Venables og fór til skrif-
stofu sinnar. Þar gekk hann lengi um gólf þegjandi og í þungu
skapi. Að lokum settist hann við skrifborð sitt, og hann var ennþá
í þungum þönkum, þegar síminn hringdi. Hann svaraði seinlega.
„Ert þetta þú, Venables? Já? Þetta er skrifstofustjórinn í upp-
lýsingadeild sveitastjórnamála. Hefurðu heyrt tíðindin, sem gerð-
ust á Norð-vestur járnbrautinni í morgun? Ha? Lastu skýrsluna?
Nei? Jæja, fjandinn hirði það, það var þaulskipulagt járnbrautar-
rán. Eg veit ekki enn hversu slórvægilegt það er, en það var fjár-
ans ári mikið af peningum i lestinni. 011 sendingin frá London til
Glasgow— hundrað þúsund pund! En fréttirnar eru stöðugt að
berast. Ætlarðu að líta inn? Ágætt.“
„Annað mál — vekur almenna athygli,“ muldraði lögreglufor-
inginn. Hann var þreytulegiir þegar hann fór af skrifstofunni og
hélt til skrifstofu upplýsingaþjónustunnar, sem hefur að gera með
mál, sem gerast úti á landsbyggðinni. „Ef þeir fá mér þetta mál í
hendur,“ sagði hann við sjálfan sig, „þá verð ég vitlaus.“
Strax og leið á daginn var mikið um að vera hjá Scotland Yard.
Tilkynningar fóru að berast frá lögreglu héraðsins, sem hafði ger-
samlega enga aðstöðu til þess að fást við svona mál, og því hafði
dýrmætur tími þegar tapazt.
Venables sat inni hjá skrifstofustjóranum og hlustaði á tilkynn-
ingarnar, sem bárust. Beint símasamband var tekið við lögreglu
staðarins.
Til þessa höfðu þessar slaðreyndir einar borizt, að þegar 11.30
lestin frá Euston til Glasgow kom til Carlisle vantaði tvo póstvagn-
ana og einn vagn, sem nokkrir varðmenn voru í, en það dularfulla
var, að afturljósið, sem vera átti á síðasta vagninum, og því einum
þeirra, sem ekki var með, var komið á þann síðasta, sem kom til
Carlisle. Af þessum sökum héldu menn að mistök hefðu orðið á
skiptistöðinni í Crewe og vagnarnir þrír hefðu verið tengdir við
irsku pósllestina.
En meðan beðið var eftir svari við fy.rirspurnum um þetta, komu
fréttir um járnbrautarslys í Shap Fell. Lestarstjóri á vöruflutninga-
lest, sem farið hafði út á hliðarspor í Oxenhalme, svo að hraðlestin
til Skotlands kæmist fram hjá, tilkynnli, að þegar hann var ein-
mitt kominn yfir háheiðina hjá Shap Fell, þá hefði hann séð ör-
skammt fyrir framan sig nokkra vagna og strax séð að þeir voru
á sömu teinum og hann. Hann hafði hrópað til kyndarans að
hleypa gufunni af, og hemlað eins og hægt var, en það var of seint
til að bjarga lestinni, sem var mjög þung og var komin á leið
niður brekkuna. Hann og kyndarinn höfðu stokkið af lestinni.
Hann hafði fótbrotnað og orðið fyrir nokkrum meiðslum inn-
vortis. Kyndarinn hafði fengið heilahristing og var ennþá með-
vitundarlaus.
í fyrstu óttuðust menn að allt hefði farizt í vögnunum; en þegar
birti af degi sáust nokkrir menn hlykkjast eins og ormar í grasinn
rétt við brautarteinana, og þegar betur var að gáð kom í ljós að
það voru varðmennirnir tveir og póslþjónarnir af hraðlestinni.
Allir voru bundnir á höndum og fótum og keflaðir, og einn af þeim
var særður skotsári í öxlina. Það hafði verið gert losaralega að því
og blæddi því ennþá hættulega úr því.
Þeir sögðu allir furðusögur um stöðvun lestarinnar, um hina
skyndilegu árás, vopnaðra og grímuklæddra manna, og svo að árás-
armennirnir hefðu á síðustu stundu bjargað þeim frá lestinni rétt
um leið og áreksturinn varð.
Einn þeirra sagðist hafa séð greinilega bifreiðarljós rétt á eftir
að sér hefði verið varpað út í móana. Hefðu ljósin snúið móti
norðri.