Íslendingur


Íslendingur - 09.01.1952, Side 2

Íslendingur - 09.01.1952, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 9. janúar 1952 AF ERLENDUM SLÓÐUM Meistnri ■ Dflli t Rnnur lónssw fyrrf. ráðberra Idtinh 30 des. s. 1. lézt að heimili sínu í Reykjavík fyrrv. ráðherra, Finn- ur Jónsson alþingismaður. — Kenndi hann sjúkleika á s. 1. sumri, er hann var á ferð í Bandaríkjunum í hópi nokkurra íslenzkra verklýðsleiðtoga. Lagð- ist hann í sjúkrahús, eftir að heim kom, og voru þar gerðir á honum tveir uppskurðir, er ekki báru á- rangur. Hann varð aðeins 57 ára gamall. Finnur Jónsson var fæddur á Harðbak á Sléttu 28. sept. 1894, 3onur Jóns bónda þar Friðfinns- sonar og konu hans Þuríðar Sig- urðardóttur. Fluttist hann í bernsku til Akureyrar með for- eldrum sínum og lauk þar gagn- fræðaprófi árið 1910 og var síð- an póstþjónn þar um 8 ára skeið. Árið 1920 var hann skipaður póstmeistari á ísafirði og gegndi þvi starfi í 12 ár. Á þeim árum '.ét hann mikið til sín taka í verka- lýðs- og stjórnmálum og fékkst jafnframt við blaðamennsku. Var hann kosinn á þing fyrir ísfirð- 'nga 1933 og jafnan síðan. Þegar nýsköpunarstjórnin tók við völd- um haustið 1944, tók hann sæti í henni af hálfu Alþýðuflokksins sem dóms- og félagsmálaráðherra. Fjölmörg önnur opinber störf hafði hann á hendi um ævina. Síðustu árin var hann forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins. og skemmta sér. í því sambandi Einhvern tíma fyrir löngu, á þeim árum, sem íslendingar gátu keypt bækur, varð mér það á að leggja út fé fyrir bók sem hét: List samtíðarinnar. Þetta var bók með myndum, raunar eftirmynd- um af málverkum þeirra lista- manna, sem sagt var að tilheyrðu „samtíð“ vorri, hvað sem það á nú að þýða. Þetta var þegar ég hélt að hægt væri að kynnast sæmilega flestu á sviði lista, jafn- vel öðlast „vit“ á því; maður var ungur þá og leit á lífið eins og ávöxt, sem hægt væri að éta allan og þegar og ef maður vildi. í þessari umræddu bók voru m.a. eftirmyndir af nokkrum myndum eftir mann, sem hét Sal- vador Dali. Þær þóttu mér rari- tet, en ekki hafði ég lieyrt mann inn nefndan. Með því að spyrja vísa menn á sviði myndlistar, fékk ég að vita að maður þessi væri þekktur vel, þó einkum vest- an hafs. Nú liðu ár og ég hafði (og hefi) gefið frá mér alla von um að fá nokkurn tíma „vit“ á mynd- list, né heldur öðrum hinna fögru lista, sem svo eru kallaðar, þótt ég hins vegar reyni að „njóta‘ þeirra. En þá er það einn dag, er ég sýp morgunte í London í Eng- landi, að ég sé í blaði, að til borgarinnar hafi komið daginn áður sjálfur Dali, fullu nafni, Sal vador Felipy Jacinto Dali, og var margt um þann atburð rætt enda er maðurinn hinn óvenju- legasti. í farangri Dalis voru m a. 10 töskur með rissbókum og ■minnisbókum, töluvert margir olíulampar frá Victoríu-tímabil inu (þeir ku gefa honuni „hug myndir“), heilt safn af „þurrk uðum“ fiðrildum (hann er hrif inn af skorkvikindum, einkun vængjuðum), og auk þess mynd- ir til þess að halda eina verðmæt- ustu eins-manns-sýningu, sem nokkru sinni hefir sézt í London, og er þá langt jafnað. Verðmæti myndanna var um 50 þús. sterl.- pund (um 2)4 millj. ísl. kr.), en þess er að geta, að tvær mynd- anna voru verðlagðar á 15 þús. sterhpund hvor. Dali er 47 ára gamall og ein kennilegur í háttum, enda kallað ur einn mesti auglýsingamaður heimi. Ekki sá ég manninn, en hann stóð við fáa daga í London, en sýninguna hefi ég séð — og þótti hin merkilegasta. Sýningin er í Ltlum húsakynnum, tveim meðalstórum stofum, en myndir eða númer á sýningarskrá eru 41 þaraf fjöldi rissmynda, margt uppköst að hluta stærri mynda. Aðalmyndirnar (nær 700 þús. kr virði hvor) eru: Kristur á kross inum og Madonna frá Port LIi gat. Um fyrri myndina er það að segja frá sjónarmiði leikmanns, að hún er mjög áhrifamikil. Því miður er illgerlegt að lýsa henni svo, að það gefi nokkra hugmynd um myndina. Það er horft á xrossfestinguna að ofan frá, and- .it Krists sézt ekki, heldur herðar, aandleggir og hvirfill. En sjald- an hefi ég a.m.k. séð jafnmikla pjáningu í mynd af þessu tagi. iNú sé fjarri mér að leggja nokk- arn dóm á listaverk. En það virð- .st mér að Dali sé blátt áfrara .e.kilega snjall að „mála“, ef aonum sýnist svo. Þarna á sýn- .ngunni var lítil mynd af brauð- .ileif í tágakörfu og var brotinn .íleifurinn. Sú mynd m. a. var gerð af ótrúlegri leikni og natni. .íitt er annað mál, að sumar af nyndum, sem þarna voru, íóru alveg fyrir ofan garð og neðan njá mér, ég hygg fleirum. Stór nynd var t.d. þarna, sem átti að /era til „skreytingar“ á „Hel- iti“ Dantes, og sú mynd var hinn erlegasti óskapnaður og þó ,skiljanleg“, en hún virtist bara iálf, annar helmingurinn var íæstum auður, aðeins daufir atnslitasvipir, sumir eitthvað í líkingu við engla eða einhverjar erur, flögruðu þar um. Ein jkkuð stór mynd var á sýning- jnni, „egta“ Dali. Þar var aðal- .riðið óskapnaður og þó í konu- tlki, hauslaus að vísu, leggir og eri borið uppi af skorðum, þjó- hnappar geysistórir en fyrir jrjóst tveir stærðar pokar og bundið fyrir, ekki ósvipað í lagi jg „blákkupokar“. Allur þessi skapnaður sýndist vera að leka niður eins og bráðið vax. Neðan við þessa „fígúru“, var lítil mannsmynd, svo sem fimm senti- metrar á hæð. Þetta var drengur, ílæddur í „matrósaföt“, var með skopparagjörð, og virtist stara á hina tröllslóru ófreskju með for- undran. En snáðinn var málaður svo nákvæmlega, að þar fór ekk- ert aflaga, þó'tt hann væri svo smár í hlutfal'd við myndina, að mér skauzt yfiir að sjá hann fyrst. IJvað þetta aJlt eigi að tákna er annað mál, og margar eru myndir Dalis enn þá undarlegri. Alveg leiðí ég hest minn frá að lýsa hinni stóru madonnu-mynd svo að það gefi nokkra hugmynd. Þar virðist allt vera „á floti“, undarlegar „fígúrur“ um allt, madonnan sjálf situr á tróni og er gluggi á madonnunni miðri, en í kjöltu hennar er barn, einnig með glugga, en í þeim glugga er hálft egg (eða svo sýnist mér) og lekur úr. Ekki fæ ég skilið þess þýðingu) ?)! Um Deiíi sjálfan mætti margt segja. Ég spurði sýningarstjór- ann um hai m og háltu hans, en karl sá bros.ti og sýndi mér gríð- armikinn fdoðrant. Þar í voru blaðaúrklípipur um Dali og verk hans og tak ta og tiktúrur. Þar sá ég m.a.. að- þeg'ar Dali kom fyrst til Netv Yoi.’k hafði hann „þrum- ara“ míkinn spenntan við höfuð sitt. 1 Lond( jn hefir Dali heimtað leigubifreið; þamnig útbúna, að inni í bílnum gæti ,rignt‘ á lista- manninn þegar og ef hann svo vildi vera láta (flestum þykir þó rakinn nægilegur í, þeirri borg). Dali lætur leggja simatól sitt í mulinn ís, segir það „viðfeldn- ara viðkomu“ með því móti. Og svo framvegis lengi. Víst er að Salvador Dali kemur óvíða svo að honum og myndum hans sé ekki veitt mikil og forvitnisleg at- hygli. LONDON, 13. des. 1951. Bjak. SKAUTAFÉLAG AKUREYRAR Framkald af 1. síðu. og íshockey og auk þess var sýnt listhlaup og dans. Félagið hefir alla tíð átt erfitt um alla áhalda-útvegun og ekkert land haft til umráða fyrir skauta- braut, þar til nú fyrir 2 árum, að það fékk til umráða túnið á Krók- eyrinni við Gróðrarstöðina. Hefir félagið haft þar umfangsmikla starfsemi og kostnaðarsama, sem að mestu leyti hefir lent á félags- mönnum sjálfum. Hefir félagið nú snúið sér meir að hraðhlaupi og þegar haldið nokkur mót í þeirri grein, þar á meðal Islandsmót á s. 1. ári. — Á það nú á að skipa nokkrum mjög efnilegum hraðhlaupurum. Núverandi stjórn félagsins skipa: Jón D. Armannsson, form. Þorvaldur Snæbjörnsson, varaform. Skjöldur Jónsson, ritari Björn Baldursson, féhirðir Edda Indriðadóttir, spjald- skrárritari. Eru félagsmenn nú um 100 að tölu. * AFMÆLISMÓT £ i .j.. -..... JÓiáÉlaSuBKkí Skoutafélags Akureyrar í&r fram á ísnum austan við Gróðrarstöðina dagana 29.—31. des. 1951. Var mótið háð í tilefni þess, að félagið varð 15 ára á ný- ársdag 1952. Þessá voru helztu úrslit á mót- inu: Laugardag 29. des.: 500 m. Iilaup karla: 1. Þprv. Snæbjörnsson S.A. 54.5 sek. 2. Björri Baldursson S.A. 55.5 sek. 3. Hjalti Þorsteinsson S.A. 56.0 sek. 1500 m. hlaup kvenna: 1. Edda Indriðadóltir S.A. 3.51.1 ínín. 2. Hólmfr. Ólafsdóttir S.A. 4.13.0 mín. 500 m. hlaup drengja 14—16 úra: 1. Guðlaugur Baldursson S.A. 64.4 sek. 2. Ingólfur Ármannsspn S.A. 69.4 sek. 3000 m. hhiup knrla: 1. Jón D. Ármannsson S.A. 6.26.7 mtn. 2. Björn Baldursson S.A. 6.27.0 mín. 3. Þorv. Snæbjörnsson S.A. 6.54.5 mín. Suimudag 30. des.: 1500 /;?. hiaup karlo: 1. Björn B aldureson S.A. 2.58.5 mín. {2. I>orv. Sruœbjörnsson S.A. 3.00.4 mín. 3. Jón D- Ármanhsson S.A. íðiOto mín. AVARP til meðlima Aust- f irðingaf élagsins Góðir félagsmenn og aðrir Austfirðingar! Enn er hér á Akureyri, í okkar kæra bæ, félagsskapur, sem Aust- firðingafélag heitir, og eins og að líkum lætur samanstendur af fólki af Austurlandi, úr sveit og fjörðum. Flest þar fætt og upp- alið og á sínar minningar um liðna ævi í átthögunum. Ekki er tilgangurinn með lin- um þessum að ræða eða meta gildi endurminninga manneskj unnar frá æskustöðvunum, það verður hver og einn að gera með sjálfum sér í ró og næði og komast þann- ig að þeirri niðurstöðu, sem er eðli hans samkvæmast. Tilgangurinn er einungis sá að komast eftir því, hvort félagsmenn vilja á yfirstandandi vetri taka þátt í fyrirhuguðu Austfirðinga- móti, eins og því kann að verða fyrirkoinið og tilkynna það hið fyrsta mótsnefndinni. Nefndin telur sér ekki fært að vinna verk sitt í algerri óvissu um það, hvort „mótið“ sækja segjum 50—80 eða 130 manns. Það verður ekki hjá því kom- izt að nefna einhverja tölu í sam- bandi við útvegun húsnæðis og annað, sem að þessu lýtur og öll- um má vera ljóst, sem um málefn- ið hugsa. Mótsnefndin mun þó reyna að gæta hófs í kostnaði, sem eflaust er í margra augum kostur, þótt öðrum kunni að þykja það var- hugavert, þannig, að þá verði farið inn á smásálarlegan sparnað og nurl. Rót sína á stofnun Austfirð- ingafélagsins að rekja til þess, að Austfirðingar, sem hér bjuggu og búa enn, ættaðir úr sveit og fjörðum Austurlands, fundu hjá sér hina mannlegu kennd að vilja minnast liðinna stunda frá upp- vaxtarárum, sem eru einkennilega samgrónar náttúrlega gerðum mönnum, að skaphöfn allri og eðli. Fleira er einnig á stefnuskrá félagsins en það að koma saman 500 m. hlaup kvenna: 1. Edda Tndriðadóttir S.A. 72.3 sek. i 300 m. hlaup drengja innan 14 dra: 1. Gylfi Kristjánsson S.A. 50.2 sek. 2. Örn Indriðason S.A. 51.0 sek. 3. Birgir V: Ágústsson S.A. 52.9 sek. 1500 m. Iilaup drengja 14—16 dra: 1. Guðl. Baldursson S.A. 3.18.8 mín. 2. Ingólfur Ármannsson S.A 3.56.0 mín. 5000 m. hltiup karla: 1. Jón D. Ármannsson S.A. 10.33.5 mín. 2. Björn Baldursson S.A. 10.41.5 mín. 3000 m. hlaup kvenna: 1. Edda Indriðadóttir S.A. 7.42.8 mín. 2. I lólmfr, Ólafsdóttir S.A. 9.36.3 mín. Stigakcppni mótsins: 1. Björn Baldursson S.A. 243.650 stig 2. Jón D. Ármannsson S.A. 245.500 stig. mætti minna á það, að félagið lætur sér annt um allt þarft og þjóðlegt, sem snertir meðal ann- ars og ekki sízt Austurland. Stórar drykkju- og átveizlur éru ekki fremur viðeigandi ein- mitt í sambandi við Austfirðin'ga- mót, þótt vissulega eigi þær sinn töframátt í margra augum. Hitt verður að lita á, að sem flestum sem þess óska gefizt kostur á að skemmta sér við samræður, söng og dans, enda er ekki á allra færi að sitja dýrar veizlur. Ætlunin er sú, að sem flestum gefizt kost- ur á að vera með í því einu sinni á ári hverju, að minnast við æsku sína og föðurtún. Góðir meðlimir. Tilkynnið þátttöku yðar fyrir 20. janú- ar næstk. til undirritaðra, sem nú skipa Mótsnefnd og sem í nafni Austfirðingafélagsins hér með óska ykkur öllum farsældar á komandi ári, með þökk fyrir hið liðna. Akureyri, 6. janúar 1952. Mnrgrét Jónsdóttir, Fjólugötu 1, Ingi- björg Eiríksdóttir, Reynivöllum 4, Oddur Kristjdnsson, Helgamagrastrœti 15,' Jón Hinriksson, Strandgötu 35, Gisli. Kristjánsson, Helgamagrastr. 28.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.