Íslendingur


Íslendingur - 09.01.1952, Page 5

Íslendingur - 09.01.1952, Page 5
Miðvikudagur 9. janúar 1952 ÍSLENDINGUR 5 4ií n ai ii <1 ii r €5 íi ð m u n d $ s o n trésmíðameistari Hinn 31. desember sl. var til moldar borinn frd Akureyrar- kirkju Guðmundur Guðmunds- son, trésmíðameistari, fyrrver- GuSmundur GuSmundsson. andi bóndi á Reykjarhóli í Seylu- hreppi í Skagafirði. Guðmundur var fæddur í Flatatungu í Akrahreppi 20. októ- ber 1880. Foreldrar hans voru Guðmundur Björnsson bóndi á Bústöðum í Austurdal í Lýtings- staðahr. Guðmundssonar bónda á Miðvöllum í Svartárdal og El- ísabet Guðrún Björnsdóttir frá Uppsölum í Svarfaðardal. Guðmundur ólst upp á Bústöð- um og í Vesturdal á Giljum og Litluhlíð til fullorðins ára. Kom snemma í ljós, að hann var óvenju harðger og afkastamaður til vinnu. Um tvítugsaldur hóf liann trésmíðanám hjá Þorsteini Sigurðssyni snikkara á Sauðár- króki. Lauk hann þar snikkara- prófi 1905, en snikkarapróf veitti þá réttindi til hvers konar smíða, jafnt húsgagna sem húsasmíða. Árið 1907 kvæntist Guðmund- ur Guðrúnu Guðmundsdóttur, hinni ágætustu myndarkonu, og hófu þau fyrst búskap í Goðdöl- um í Vesturdal. Árið 1909 fluttu þau að Brekku í Sevluhreppi. Þar bjuggu þau í 6 ár. Árið 1915 keypti Guðmundur Reykjarhól í Seyluhreppi. Guðmundur hóf strax byggingu íbúðarhúss á Revkjarhóli, og með sínum al- kunna dugnaði hafði hann á fyrstu búskaparárum sínum þar endurreist öll peningshús. Þetta gerði hann að mestu með eigin höndum, a.m.k. þar sem um fag- vinnu var að ræða. Oft var gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, enda voru þau hjónin samvalin urn rausn og höfðingsskap. Þeir sem komu til þeirra hjóna, Guðmundar og Guðrúnar, á fyrstú búskaparár um þeirra muna vel, hve litla, lága baðstofan í Brekku var hlý- leg og aðlaðandi, en þannig koma gestinum fyrir sjónir heirn- ili, þar sem smekkleg og þrifaleg umgengni og hlýlegt viðrnót hús- bænda láta hann ósjálfrátt finna að hann sé velkominn. Guðmundur lét sér ekki nægja að stunda búskapinn eingöngu. Auk þess sem hann vann mikið í hjáverkum að srníði heirna, var ,ann oft að heiman við húsa- smíðar, og bera þær byggingar lonum víða vitni, svo sem Flugu- mýrarkirkja í Blönduhlíð, og margar aðrar byggingar, er hann var yfirsmiður við. Guðmundur var maður, sem sjaldan lét verk úr hendi falla. Á fyrstu búskaparárum hans var eigi um vélakost að ræða við heyskap, og naut hann þess því vel að hann var með afbrigðum góður sláttumaður, enda var íann svo lagvirkur að segja má, .ð hvert verk léki honum í hendi, 3r hann bar við. Eftir 20 ára búskap á Reykjar- áóli fluttu þau hjónin til Sauðár- cróks. Þar byggði hann þeim itórt og vandað íbúðarhús, og er það hús nú prestsetur bæjarins. Árið 1941 fluttu þau hjónin, Guðmundur og Guðrún, til Ak- ureyrar. Stundaði Guðmundur smí&ar þar á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þeim Guðmundi og Guðrúnu varð þriggja barna auðið: Frú Sigrúnar, sem gift er Pálma Þorsteinssyni frá Hjaltastöðum, búsett í Reykjavík; Björns, lög- regluþjóns, á Akureyri. Kona hans er Ragnheiður Brynjólfs- dóttir, ættuð úr Eyjafirði; Að- alsteins lögfræðings. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir úr Reykjavík. Konu sína missti Guðmundur 15. október 1946, og tveim mán- uðuin síðar, eða 18. desember, andaðist Aðalsteinn sonur þeirra. Var Guðmundi því þungur harm- ur kveðinn, að missa þá tvo ást- vini sína með stuttu millibili. En Guðmundur bar þær raunir með sinni meðfæddu stillingu og æðruleysi. Hin síðustu ár, eftir að heilsa Guðmundar fór að bila, dvaldi hann hjá Birni syni sínum og Ragnheiði tengdadóttur sinni og naut þar í ríkum mæli þess ást- ríkis og umhyggju þeirra hjón- anna, sem honum var svo mjög þörf á. Guðmundur var maður fá- skiptinn og dagfarsprúður svo að af bar. Ilið hægláta en þó glað- væra geðslag lAms og prúðmann- leg framkoma, öfluðu honum vin- sælda og virðingar hvar sem hann fór. Guðinundur frá Reykjarhóli er Sparnaðarnefnd sendir bæjarstjórnj álitsgerð. Eins og kunnugt er skrifaði Fé- lagsmálaráðuneytið bæjarfélög- um á öllu landinu og lagði svo fyrir að kosin væri nefnd í hverju bæjarfélagi til þess að athuga og gefa skýrslu um stjórn, rekstur og viðhald hinna ýinsu fyrirtækja. Þessir voru kosnir hér á Akur- eyri: Sverrir Ragnars Baldur Guðlaugsson Sigurður M. Helgason Eyjólfur Árnason. Nefndin lauk störfum rétt fyrir nýárið og skilaði ýtarlegu áliti til bæjarstjórnar. Segir svo í upphafi nefndar- álitsins: Nefndin hóf störf sín með fundi á skrifstofu Sverris Ragnars laug- ardaginn 10. nóvember og kaus þá Sverri Ragnars formann og Baldur Guðlaugsson ritara. — Nefndin hélt síðan fundi flesta daga og stundum tvo á dag, þar til hún lauk störfum 16. þ. m., samtals 34 fundi. Utan funda störfuðu fundarmenn, hver í sínu lagi að öflun upplýsinga. Nefndin hagaði störfum sínum í höfuðatriðum sem hér segir. 1 því skyni að afla sér upplýsinga um hinar ýmsu starfsgreinar bæj- arins, fékk hún forstöðumenn þeirra og nokkra aðra yfirmenn til að mæta á fundurn sínum, og gera nefndinni grein fyrir starf- semi viðkomandi starfsgreinar. Nefndin hafði tal af þessum mönn um: Bæjarstjóra, bæjargjaldkera, bæj ar verkfræðing, bæj arverk- sljóra, rafveitustjóra, eftirlits- manni raflagna, verkstjóra raf- veitu, skrifstofustjóra rafveitu, framkvæmdastjóra síldarvérk- smiðjunnar í Krossanesi, bygg- ingafulllrúa, báðum bygginga- meisturum bæjarins,, v.atnsveitu- stjóra, slökkviliðsstjóra, hafnar- verði og vatnsafhendingarmanni, skólastjórum gagnfræða- og barnaskólans, framfærslufulltrúa. gjaldkera sjúkrahússins, garð- yrkj uráðunaut, heilbrigðisf ull- trúa, skrifstofustj óra vinnumiðl- unarskrifstofunnar, sundlaugar- verði og framkvæmdastjóra sjúkrasamlagsins. Auk munnlegra upplýsinga þessara manna, aflaði nefndin sér margskonar skýrslna og gagna og nú horfinn ^jónum vorum um skeið. Skagfirðingar munu ávallt minnast með hlýjum hug og virð- ingu bóndans á Reykjarhóli, seiu skipaði sér í einu, um nærfelll Jirjátíu ára skeið, í raðir hand- verksmanna og bænda, svo að bæði rúmin voru vel skipuð. Nú hefir Jiessi vinnulúni lieið- ursmaður lokið sínu mikla dags- verki, og skiþið því með særnd. Blessuð sé minning hans. sundurliðunar á ýmsum reikning- um frá skrifstofu bæjargjaldkera o. fl., og kemur megin hluti þess fram í skýrslu þessari, ýmist í meginmáli eða á fylgiskjölum. Slrax og nefndin hafði náð íali af framangreindum mönnum, og aflað sér meginið af öðrum gögn- um, hóf hún að vinna úr efninu og semja skýrsluna. UM STJÓRN KAUPSTAÐARINS: Nefndin átti viðtal við bæjar- stjóra og bæjargjaldkera. I því viðtali upplýstist, að húsnæði það, sem bæjargjaldkeri hefir nú til umráða, sé algjörlega óviðun- andi vegna þrengsla, svo að sjá yrði fyrir rýmra húsnæði þegar á næsta ári. Þrengslin í skrifstof- unni valda því, að áliti bæjar- gjaldkera, að nú sé jafnvel ekki unnt að anna þar þeim störfum, er undir skrifstofuna heyrðu, og væri dæmi þess, að slík störf væru unnin nú úti í baq með aðkeyptri I vinnu, svo sem skriftir vöru- gjaldareikninga fyrir hafnarsjóð. Gerðu þeir bæjarstjóri og bæjar- gjaldkeri jafnvel ráð fyrir, að leigja þyrfti dýrt húsnæði fyrir skrifstofurnar í 3—4. ár a. m. k., þar sem eigi væri von til að bæj- arsjóður eignaðist eigið húsnæði fyrir skrifstofur sínar fyrr. Af þessu tilefni drap nefndin á þann möguleika, sem að vísu hefir ver- ið minnst á áður, að reynt yrði að bæta |iannig starfsskilyrðin í núverandi skrifstofum, að við- hlýtandi yrði næstu ár, eða Jiar til bæjarsjóður hefði byggt yfir skrifstofurnar. Með þetta fyrir augum óskaði nefndin eftir því við byggingarfulltrúa bæjarins í samráði við bæjarstjóra og bæj- argjaldkera, að hann gerði upp- drált af húsnæðinu með nauðsyn- leguin breytingum, sbr. fskj. nr. III, A og B. Breytingin er aðal- lega í því fólgin, að skrifstofa bæjarstjóra flytst í húsnæði bæj- argjaldkera og öfugt, auk þess séu gerðar minni háttar breytingar og lagfæringar í skrifstofunum. Af þessari tilhögun telur nefnd- in að leiði, að allt skrifstofufólkið starfi undir verkstjórn bæjargjald kera, og telur nefndin að starfs- skilyrði’n í skrifstofunum batni til muna og starfskraftarnir notist betur, og komist verði hjá að leigja dýrt liúsnaiði. Í kaflanum um vegi og bygg- ingamál segir: Bæjarverkfræðingur telur á- baldaeign bæjarins í ýmsu ábóta- vant. Bærinn á m. a. eina vörubif- reið, en þyrfti að eiga a. m. k. tvær vörubifreiðir. Aðkeypt vöru- bifreið er upptekin í þurrkatíð á sumrin flesta daga við vatnsakst- ur á götur bæjarins, og trúlegt að ein bifreið muni ekki nægja til Jiessa starfs, Jiar sem nú er hælt að aka sjó á göturnar, sem bindur ryk miklu lengur en ósalt vatn. Bæjarverkfræðingur telur enn- fremur, að mjög hagkvæmt muni reynast að bærinn eigi sand- dælu til aínota fyrir höfnina, og þó e. t. v. einkum vegna dráttar- brautarinnar, í líkingu við áhald það, sem áætlað er að vinna með við flugvallargerðina innan bæj- arins. Þrjár stofnanir bæjarins, raf- veitan, vatnsveitan og bifreiða- verkstæðið, telja sig Jiurfa að hafa nokkrar vörubirgðir í sam- bandi við starfsemi sína. Virðist svo sem ófullkomið eftirlit sé með birgðurn þessara stofnana. Legg- ur bæjarverkfræðingur til, að all- ar birgðir bæjarins og stofnana hans verði sameinaðar á einn stað undir eftirliti og á ábyrgð eins manns, sem ekki hefði önnur störf á hendi. Það er hugmynd bæjarverkfræðings, að flytja gönilu brunastöðina á Torfunefi, í þessu skyni, en það er járnhús hentugt til flutnings, á einhvern hagkvæman stað. Til þessara af- nota á bærinn einnig birgða- skemmu á Gleráreyrum. Nefndin er sammála þessari til- lögu bæj arverkfræðings. .Verkamannaskýli það, sem nú er í gömlu brunastöðinni mætti flytja t. d. í „Rauða“-húsið við • Skipagötu. Grjótmulningur bæjarins er undir yfirumsjón bæjarverkfræð- ings, en undir verkstjórn bæjar- verkstj óra. Bæj arverkf ræðingur telur að Jiægt væri að gera vinnsl- uha mun ódýrari með því að, fá á- mokstursvél, sem flutt gæti grjót- ið að Jiegar malað er á vetrum, og mokað úr bing á bíla. Grjót- mulningurinn er sumpart unninn á vetrum og Jiá sem atvinnubóta- vinna. Bæjarverkfræðingur telur að grjótmulningur á sumrin gæti orðið 30—50% ódýrari. Hækkun á útsöluverði grjótmulnings telur bæj arverkf ræðingur vaf asaman úr því sem nú er, þó telur nefnd- in rétt að þetta sé athugað nánar. Verð á grj ótmulningi hér mun svipað og í Reykjavík. Bæj arverkstj óri hefir skýrt frá því, að hann telji hægt að vinna bæjarvinnuna ca. 10—15% ódýr- ari, ef ekki þyrfti að vinna haiui að töluverðu leyti sem atvinnu- bótavinnu. Telur hann m. a. möguleika á að bjóða eitthvað af henni út í ákvæðisvinnu, svo sem t. d. gangstéttagerð ðg jafnvel sorphreinsun. Bærinn rekur steinsteypuverk- stæði, J >ar sem tveir menn vinna að jafnaði að vetrarlagi, og eru þar steyptar hellur, kantsteinar og rennusteinar, en rör eru hins vegar aðkeypt, og þannig samið við verktaka, að hann hafi jafn an fyrirliggjapdi ákveðið magn af ýmsum rörategundum. Nefnd- Frainh. á 6. síðu

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.