Íslendingur


Íslendingur - 09.01.1952, Qupperneq 7

Íslendingur - 09.01.1952, Qupperneq 7
MiÖvikudagur 9. janúar 1952 í SLENDINGUR Endurshoðunörshrifstofa, Baldurs Guðlaugssonar Eadurskoðun - Itokliakl • - Uokliald^uppgfjör 7 Hafnarstræti 101 Sími 1966 Viðtalstími 6—7 e. h. Skaltfraintöl LANDSAMGÖNGUR á bifreiðum milli Norður- og Suðurlands hafa stöðvast. Snjó- lítið er þó í byggðum norðan lands, en Hvalfjörður ófær og tveir vegatálmar á Oxnadalsheiði. Vegurinn urn fram- Eyjafjörð má teljast snjólaus. STÚDENTABLAÐIÐ kom út eins og venja er til 1. des. s.l., og hefir blaðinu verið sent það. Fjallar aðalefni þess uin handritamálið, og skrifa eftir- taldir menn greinar um það: Höskuldur Ólafsson, stud. jur. formaður Stúdentaráðs, próf. Al- exander Jóhannesson rektor, Gísli Sveinsson fv. sendiherra, dr. phil. Steingr. J. Þorsteinsson próf., Ólafur Lárusson próf., dr. Björn Sigfússon háskólabókav. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Jak- ob Benediktsson cand. mag. Auk þess birtast þar kvæði, sögur og greinar um ýms efni og loks myndir af stúdentum frá s.l. vori, Stúdentaráði og sljórn ráðsins. Er blaðið myndarlega úr garði gert eins og jafnan áður. Frá mæðrastyrksnefnd •/ Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem styrktu okkaf starf með peninga- og fatagjöfum og sýndu þar með velvild og skiln- ing. Sérstaklega þökkum við skát- unum ágætt starf. Þessum öllum og bæjarbúum yfirleitt óskum við góðs og farsæls árs. Mœð rastyrksnefnd Akureyrar. >RÍR ÞJÓÐKUNNIR MENN LÁTNIR Nýlega eru látnir í Reykjavík Sigurður Baldvinsson póstmeist- ari, 64 ára að aldri, Loftur Guð- mundsson kgl. hirðljósmyndari og Karl Finnbogason fyrrv. skóla- stjóri, 76 ára gairiall. Karl var al- þingismaður Seyðfirðinga á ár- j unum 1914—16. „Já, lávarður minn,“ svaraði íáðsmaðurinn. „Ó, unga stúlkan þarna er ungfrú Hartley, lávarður minn. Hún er — var — er vinur Adrians. Hún vildi fá að tala við yður, lávarður minn, en auðvitað sögðum við henni, að það væri ómögulegt.“ „Lofið mér að tala við hana,“ skipaði gamli maðurinn. „Eg varð að koma, Felthorpe Iávarður,“ byrjaði Jósefína um leið og hún gekk í átlina til harðleita gamla mannsins. „Ég heyrði um hið hræðilega Alpaslys eftir að ég kom. Mér þykir því afar leiðinlegt að ónáða yður, en þessar hræðilegu fréttir af Adrian —.“ „Komið hér inn.“ Lávarðurinn opnaði bókaberbergisdyrnar og bauð Jósefínu alúðlega sæti. Hann settist svo andspænis henni, eu Ruff teygði úr sér á gólfábreiðunni. „Eg hefi heyrt einn sona minna minnast á yður,“ byrjaði hann. „E.nn sona minna —, sem var, en er það ekki Iengur,“ bætti hann biturlega við. Felthorpe lávarður horfði rannsakandi augum á Jóse- f.nu, og hann var augsýnilega ánægður með það, sem hann sá í svip hennar, því að röddin var mild og alúðleg, þegar hann hélt áfram: „Þér og Adrian kynntust fyrir mörgum árurn síðan, að því er mér skilst, sagði hann. „Og þér hafið stöðugt haft samband við hann, þrátt fyrir hinar margvíslegu breytingar, sem orðið hafa a högum hans síðari árin?“ „Já,“ svaraði Jósefína látlaust. „Ég var rétt í þessu að fá ótta- legar fréttir frá Antwerpen. Hann hafði heimilisfang mitt í vestis- vasanum, svo að þeir hringdu til mín.“ „Ég hefi einnig frétt þetta,“ svaraði lávarðurinn alvarlega. „Ó, þá verðið þér að gera eitthvað, Felthorpe lávarður! Þér verðið! Þér hafið völd og áhrif, þér verðið að fyrirgefa honum, og hafazt eitthvað að. Hann liggur þar meðvitundarlaus í lífshættu og ákærður um hræðilega glæpi. Ó, reynið að bjarga honum, Felth- orpe lávarður, gerið það vegna móður hans.“ Tárin streymdu niður kinnar Jósefíriu. „Þér hafið haldið tryggð við drenginn öli þessi andstreymisár, og þrátt fyrir það, að þér máttuð vita að yður myndi verða tekið hér kuldalega, þá komið þér þó hingað, þó að liðið sé fast að mið- nætti, til þess að biðja honum fyrirgefningar og hjálpar.“ Gamli maðurinn þagnaði andartak. Jósefína var í þann veginn að taka til máls, þegar hann hélt áfram: „Barnið gott, hugur þinn hlýtur að vera eins eðalborinn og fag- ur og svipur þinn. Ég þarfnast nú einhvers til þess að annast mig. Mér hefir nú verið veitt of þung högg — allt of þung.“ Gamli mað- urinn bar höndina að augum sér andartak, en hélt 6vo enn áfram: „En við munum bjarga honum yfir þetta. Ég hefi brugðizt honum hingað til, en þú ekki, en héðan í frá mun ég reyna að bæta fyrir brot mitt. Ég skal fá bezta lækninn í Harley Street til þess að fara til Anlwerpen í fyrramálið, og ég skal fá John Diamond, lávarð, frægasla málfærslumann Englands til þess að verja hann. En allt er í hendi Guðs miskunnar." Vandaðar karlm. skólilífar með stífum hælkappa, nýkomnar. Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. Skipagötu 1 — Sími 1580 JÖRÐ Jörð óskast til ábúðar í næstu fardögum. Kaup geta komið til greina. JÓHANNES ÓLAFSSON, Rauðhúsum, Saurbæjarhreppi. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Lúf-hsrs Jóhartnssonar, rafvirkj ameistara. Eiginkona og börn. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Verzlun Hekla. Kvenskölilíf með gráurn kanti tekin í mis- gripum á Hótel Norðurlandi annan i jólum, önnur með brúnum kanti skilin eftir. — Uppl. í síma 1354 og 1619. Maðurinn minn og faðir okkar, Valdimar Halldórsson, andaðist að heimili sínu, Eyrarlandsveg 14, hinn 4. janúar síðastliðinn. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 15. jan. og hefst með bæn að heimili hins látna kl. 1 e.h. Jónína Jónsdóttir- og börn. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Guðmundar Guðmundssonar, fyrrum bónda á Reykjarhóli í Skagafirði. Börn og lengdabörn. Jarðarför Aðclheiðar JóhannsdóH-ui frá Dæli, sem andaðist 4. janúar sl., fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 12. þ.m. kl. 1.30 e.h. Börn og tengdabörn. HANLET o o o dósir óvexíir, ananas, apricosur, ferskjur, perur verða seldar á íækkuðu verði. sýndur í Samkomuhúsinu í kvöld. Framkvæmdastjóri Skjaldborg- arbíós hefir skýrt blaðinu svo írá ið Hamlet hin stórfræga kvik- mynd, seny sýnd var hér fyrir aokkrum árum verði sýnd aðeins einu sinni, nema aðsókn gefi til- jfni til annarar sýningar. Blaðið vill hvetja bæjarbúa til að sleppa ekki þessu einstaka tækifæri til að sjá stórkostlega og merka mynd. Þær breytingar verða nú á af- greiðslu aðgöngmniða, að hætt verður við afgreiðslu á skrifst. Loftleiða, er hafði símanúmer 1941, en í þess stað verður pant- anasími nr. 1073 og tekið á móti pöntunum miða kl. 7—8 e.h. dag- lega og auk þess þegar hægt er næsta klukkutíma á undan hverri sýningu þegar sýningar eru í Samkomuhúsinu, en í Skjaldborg þegar sýningar eru þar og síminn þar er nr. 1124. Sýningum á Eftirlitsmannin- um er nú að verða lokið, en næstu myndir eru Rauða nornin og Night and Dav. SÍTRÓNUR á kr. 4,00 kg. Sfeinlausar RÚSÍNUR á kr. 8,75 pk. zz Vöruhúsið --------------- Fyrirliggjandí: Pappírspokar 1/16 — 1/2 — 1 — iy2 — 2 — 2% — 5 og 10 kílóa, ennfremur lbs. og 12 lbs. Haframjöl í pökkum — Cacao — BorSsalt — Gólfbón — Luxsópa — Sardínur — Svið — Gr. Baunir — GuEræfur —- Bl. Grænmefi — Rcuð- rófur — Bl. Sulfa — Grænsápa — Gólfklúfar o. fl., o. fl. Heildverzlun Vnlgnrðs $tefánssonnr Akureyri, sími 1332.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.