Íslendingur - 09.01.1952, Blaðsíða 8
Alessa. — N. k. sunnudag kl. 2 e.h.
í Akureyrarkirkju. — (P. S.)
I.O.O.F. — 1331118% — O.
I.O.O.F. — Rb.st. 2 — Fundi frestað.
Simnudazaskóli
A kureyrarkirkju
er á sunnudag-
inn kemur kl.
10,30 f. h. — 5—6 ára hörn í kapell-
unni. 7—13 ára börn í kirkjunni. —
Verðlaunaspjöldin fyrir árið 1951 af-
hent. — Æskulýðsblaðið kemur út. —
Æsktdýðsjélag Akureyr-
arkirkju. — Elzta deild,
fundur kl. 9 e.h. á sunnu-
daginn í kapellunni. —
Heiðasmárasveitin.
Islendingur er nú síðbúnari en ætlað
var vegna rafmagnsskömmtunarinnar.
Auglýsingaverð bæjarblaðanna hækk
ar frá 1. janúar s. 1. í 8 kr. dálksenti-
metrinn vegna mikillar hækkunar á
pappírsverði og prentunarkostnaði á
s. 1. ári.
Dánardœgur. — Á Þorláksdag lézt að
heimili sínu Strandgötu 17 liér í bæ,
frú Guðrún Magnúsdóttir, ekkja
Bjarna Einarssonar skipasmíðameist-
ara, áttræð að aldri.
Þriðja jóladag lézt að heimili sínu
hér í bæ Stefán Sig. Stefánsson járn-
smiður, aðeins 36 ára gamall, eftir
langa og þunga vanheilsu. Hann lætur
eftir sig konu og barn.
Þann 4. janúar lézt hér í bæ Aðal-
heiður Jóhannsdóttir fyrrum húsfreyja
að Dæli í Fnjórkadal, 81 árs að aldri.
Þann 5. janúar lézt að heimili sínu
einn af elztu borgurum bæjarins Valdl-
mar Ilalldórsson, 86 ára að aldri. Hafði
liann legið rúmfastur mörg ár.
Jarðarför Stefáns Sigurðar Stef-
ánssonar, járnsmiðs, scm andað-
ist 27. desember fór fram f gær
að viðstöddu fjölmenni. — Séra
Jóhann Hlíðar flutti bæn á heim-
ili hins látna. Séra Friðrik J.
Rafnar vígslubiskup flutti ræðu í
kirkjunni og jarðsöng. Iðnaðar-
menn báru kistuna í kirkjuna.
Oddfellowar úr kirkju, en Þórs-
félagar báru hana síðasta spölinn
að gröf. Karlakórinn Geysir ann-
aðist sönginn.
Akureyringar! Munið eftir fuglun-
um, þegar þeir leita til byggða á náðir
ykkar.
Hjónabönd. Þann 25. des. s.l. voru
gefin saman í hjónaband: Ungfrú Að-
alheiður Ágústa Axelsdóttir og Bryn-
leifur Konráð H. Jóhannesson, bíla-
lakkari. Heimili þeirra er að Hafnarstr.
37. Akureyri. — 26. des.: Ungfrú Jó-
hanna Hermannsdóttir og Ilannes
Björn Kristinsson, efnafræðingur.
Heimili þeirra er að Hofteigi 14, Rvík.
— 30. des.: Ungfrú Kolbrún Magnea
Kristjánsdóttir og Þorvaldur Nikulás-
son, símam. Heimili þeirra er að
Grænumýri 11, Ak. — 1. janúar: Ung-
frú Guðný Aðalsteinsdóttir og Guð-
björn Péturssori, starfsm. á Gefjun.
Heimili þeirra er að Oddeyrargötu 12,
Ak. — Guðrún Lovísa Stefánsdóttir,
Akureyri, og Ásgeir Olafsson, Grænu-
mýri, Seltjarnarnesi. Gift 24. des. —
Anna Kristjánrdóttir, Akureyri. og
Bjarni Guðjón Bjarnason, matsveinn,
Reykjavík. Gift 25. des. — Guðrún
4rnína Guðjónsdóttir og Guðmundur
Reynis Antonsson, vélstjóri, Akureyri.
Annáll íslendings
Desember 1951.
Fjárlög fyrir árið 1952 afgreidd á
Uþingi. Tekjur á rekstraryfirliti 356,7
nillj. kr. en gjöld 332,2 millj. kr.
Bærinn að Fossi á Síðu brennur til
grunna.
, Maður úr Reykjavík, Karl S. Daní-
Óvenju rólejt i bsnum ó jalwMd.
Lögreglan hefir skýrt svo frá,
að óvenju rólegt hafi verið í
bænum á gamlaárskvöld. Fólk var
í glöðu og góðu skapi yfirleitt,
og hafði þó hóf á gleðinni eins og
vera ber. Eitthvað bar þó unga
fólkið við að draga rusl út á göt-
ur miðbæjarins, en ekki var það
nema í smáum stíl. Einnig bar
nokkuð á því að fullorðið fólk
færi með börn sín inn í miðbæ-
inn, þegar klukkan var á 12. tím-
anum, og telur lögreglan, að slikt
hefði getað valdið slysi, og þar
að auki með öllu óþarft, því að
flugeldar eru hvað fegurstir, ef
þeir eru séðir í nokkurri fjar-
lægð.
Mjög miklu af sprengjum og
flugeldum var varpað um bæinn
jnt 12 leytið. Lögreglan varð vör
/ið sprengjur, sem stálpaðir
drengir voru með. Voru þær svo
sterkar, að hæglega hefðu þær
getað valdið dauðaslysi. Leituðu
drengirnir á að koma sprengjun-
um undir bíla, og einni var kast-
að á glugga í miðbænum og fór
hún inn í herbergi, en til allrar
lukku var enginn þar inni.
Þrátt fyrir þetta var hegðun
bæjarbúa mun betri en árið áður.
En betur má, ef duga skal.
Sú ómenning verður með öllu
að verða útlæg ger úr bænum, að
bæjarbúar fagni komu hins nýja
árs með fyrirhyggj ulausum að-
gerðum, sem valdið geta dauða
eða limlestingu.
Reykvíkingar hafa mjög mikið
dregið úr þessari ómenningu hjá
sér með því að efna til brennu á
fleiri stöðum í borginni. Akur-
eyraibær ætti að athuga, hvort
ekki væri rétt að efna til einnar
stórrar brennu og flugeldasýning-
ar næsta gamlaárskvöld, og væri
þessu stjórnað af þeim, sem vel
kunna með að fara. Það verður
að komast inn í meðvitund bæj-
arbúa, að gera allt, sem unnt er
til varnar því, að börn þeirra og
unglingar bæjarins hafi með
höndum sprengjur, sem þeir
kunna ekki með að fara og geta
ekki borið ábyrgð á.
Yfirleitt var drykkjuskapur á
almannafæri um jólin og nýárið
minni en oftast áður, enda þótt
bjartviðri og stillur freistuðu til
útivistar, og sömu sögu er að
frétta úr höfuðstaðnum. Þar kvað
áramótafögnuður hafa verið með
meiri menningarbrag en undan-
farin ár. „
Lítil atvinna á
Húsavík.
Húsavik á gamlaársdag.
Það sem af er þessum vetri, má
íðarfar yfirleitt teljast gott. Þó
hefir verið stormasamt, stöðugar
austansteytur og ekki gefið á sjó
sem neinu nemur af þeim sökum.
Atvinna er hér mjög lltil bæði
hjá verkamönnum og iðnaðar-
nönnum, og ekki annað séð en
jvo verði í vetur.
Fiskiðjuverið starfar nú ekki
sökum skorts á hráefninu. Reynt
'iefir verið að fá togara til að
eggja hér upp, en ekki borið á-
rangur ennþá. Fengist hann
mundi mikið lagast um atvinnu
hér. Eigi færri en fimmtíu
nanns geta unnið við Frystihúsið
ig nokkrir í Beinaverksmiðjunni.
Vonast Húsvíkingar til að bæjar-
stjórnin lóti einkis ófreistað til að
koma þessu í gang.
Þrír bátar munu fara suður á
ertíð að þessu sinni, þeir Hag-
jarður, Smári og Pétur Jónsson.
—hallur.
Sift 30. des. — Jónína Guðrún Jó-
íannsdóttir og Jóhann Gunnar Ragú-
ls Ingimundarson, Akureyri. Gift 1.
Janúar. — 27. desember voru geíin
,aman í hjónaband í Khöfn ungfrú
'lelga Jónasdóttir (Sveinssonar lækn-
's) og stud. polyt. Jóhann Indriðason
(Helgasonar rafvirkjameistara), Akur-
;yri. Heimili ungu hjónanna er Nor-
masvej 27. Valby. — Á jóladag voru
gefin samán í hjónaband Bryndís
Bærinn í Málmcy
brenmir.
Björgun fólhsins til lands tókst slysalaost. þrdtt
fyrir illviðri.
Á Þorláksmessukvöld fyrir jóP
kom eldur upp í íbúðarhúsinu í
Málmey á Skagafirði, og brann
það til ösku á örskammri stund.
Ekki tókst fólkinu að bjarga með
sér nema 2—3 sængum og nokkr-
um utanhafnarfötum úr útidyra-
skúr, og var það margt léttklætt.
Oðrum bóndanum tókst að kalla
á hjálp til Siglufjarðar um talstöð
ina, áður en hann yfirgaf hið
brennandi hús.
I Málmey bjuggu tveir bænd-
ur ásamt konum sínum og börn-
um, sem öll voru ung. Átti annar
6 en hinn 4. Auk þess höfðu þeir
vinnumann. Var brotist með fólk-
hjá Flugfélagi íslands. — Á gamlárs-
dag opinberuðu .trúlofun sína á Húsa-
vík ungfrú Unnur Jónsdóttir og hr.
Helgi Vigfússon og ungfrú Hafdís
Jóhannsdóttir og hr. Gísli Vigfússon.
Herrarnir eru hræður. — Ungfrú.
3igna Hallsdóttir og Gunnlaugur B.
Sveinsson. —- Ungfrú Hanna Hofsdal
og Axel Kvaran. — Ragnhildur Jóns-
dóttir frá Gautlöndum, Mývatnssveit
og Jón Sigurgeirsson, lögregluþjónn,
'ið í fjárhús, er stóðu kippkorn frá
húsinu, en veðurhæð var mikil
með talsverðu frosti og snjókomu.
Var vistin köld í fjárhúshlöðunni
um nóttina, og kom fáum blundur
á brá. Fyrir birtingu á aðfanga-
dagsmorgun kom slysavarnasveit
frá Siglufirði undir forustu
Sveins Ásmundssonar á v. b.
Skildi til eyjarinnar og heppnað-
ist að koma fólkinu á litlurn ára-
bát út í Skjöld, þrátt fyrir brim
og illviðri. Var haldið með fólkið
til Hofsóss, þar sem önnur fjöl-
skyldan varð eftir en hin flaug til
Reykjavíkur. Engum varð meint
af kuldanum og hrakningnum.
Annar bóndinn varð eftir í eynni
ásamt vinnumanninum til að
hirða um búpeninginn. Bændurn-
ir hafa báðir hug á að halda á-
fram búskap í eynni, þótt svona
tækist -til og þeir yrðu fyrir til-
finnanlegu eignatjóni. Vitamála-
skrifstofan, sem á jörðina, hefir
látið koma þangað iveruskúr og
nýrri talstöð, en annar bændanna
var þarna jafnframt vitavörður.
Stefánsdóttir, Ilúsavík, og Jón Bene-
diktsson, múrari frá Akureyri.
Hjónaejni: Á jóladag opinberuðu
trúlofun sína á Húsavík ungfrú Jón.a
Guðjónsdóttir og Björn S. Líndal, og
ungfrú Ingibjörg Áskelsdóttir og Kárí
Arnórsson. — Á gamlaársdag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Jórunn
Krislinsdóttir, hárgreiðslumær og Að-
alhjörn Kristhjarnarson, flugmuður
Akureyri. — Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína ungfrú Hildur Jóns-
dóttir, Ystafelli og Sigurbjörn Sörens-
son, iðnnemi, Akureyri. — Á jóladag
opinberuðu trúlofun sína Júdith
Sveinsdóttir og Bergsteinn Garðars-
son, Glerárþorpi. — Einnig Þórdís
Gísladóttir og Andrés Bergsson, Gler-
árþorpi.
AT H U GIÐ !
Kaupendur íslendings, nær
og fjær, eru beðnir að til-
kynna afgreiðslunni, ef þeir
fá ekki blaðið með skilum.
Afgreiðslutími 10—12 og
4—6 daglega, nema laugar-
daga 10—12 . Sími 1354
eða 1748.
elsson prentari, verður hráðkvaddur á
þjóðveginum í Aðaldal.
Jóhann Eyjólfsson frá Sveinatungu,
fyrrv. alþingismaður, læzt á Landspítal
anum í Reykjavík nál. níræður að
aldri.
IJáseta af togaranum Júlí, Martein
Jónsson, tekur út, er stórsjór ríður yfir.
Tókst ekki að ná Iionum.
60 svín og um 300 hænsni brenna
inni að Bjargi á Seltjarnarnesi.
Háseti á togaranum Pétri Halldórs-
syni, Magnús Þórðarson, fellur fyrir
borð og drukknar.
Isfisksala íslenzku togaranna á árinu
nam 103.6 millj. króna.
Samkv. opinberum upplýsingum lét-
ust 77 Islendingar af slysförum á ár-
inu. Þar af létust 22 í flugslysum, 11 í
umferðarslysum, 11 féllu útbyrðis
vegna brotsjóa, 15 drukknuðu við
'and og 3 með skipum sem fórust.
K. F. U. M.
stofnað á Akureyri
Stofnfundur kristilegs félags
ungra manna á Akureyri var
haldinn laugardaginn 1. des. sl.
Framhaldsstofnfundur var hald-
inn næsta dag. Stofnendur voru
45, 20 í eldri deildunum og 25 í
yngri deild. í stjórn voru kjörn-
ir: Björgvin Jörgensson formað-
ur, Reynir Valdimarsson ritari og
Anton Kristjánsson gjaldkeri. —
Framkvæmdastjóri félagsins er
Björgvin Jörgensson.
Fundir eru haldnir hvern
sunnudag í kristniboðshúsinu
Zíoti; yngsta deild (Y.D.) kl. 1
og eldri deildir kl. 2. I yngstu
deild eru drengir á aldrinum 9—
13 ára, í unglingadeild (U.D.)
piltar frá 13—17 ára og í aðal-
deild (A.D.) ungir menn frá 17
ára aldri.
Fró bœjarstjórn
Á bæjarstjórnarfundi 3. jan.
var til umræðu erindi frá Konráð
Vilhjálmssyni, þar sem hann fer
fram á styrk til að rekja ættar-
skrár Akureyringa.
Bæjarráð lagði til að Konráði
yrði veittur kr. 1500.00, enda
verði eintak af ættarskrá þessari
eign Amtbókasafnsins á Akureyri.
#
Á bæjarráðsfundi 28. des. var
samþykkt að auglýsa eftir verk-
fræðingi, er yrði slökkviliðsstjóri
og annaðist einnig lóðaskráningu
í bænum.
*
Þá hefir og orðið sú breyting
á, að Vinnumiðlunarskrifstofa
bæjarins var lögð niður um ára-
mót. Fer skráning atvinnulausra
því hér eftir fram á skrifstofu bæj
arstjóra, en 5 manna nefnd hefir
áfram vinnumiðlun bæjarins með
höndutn.