Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 21.10.1953, Side 6

Íslendingur - 21.10.1953, Side 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 21. október 1953 Dedmal-vigtar 250 kgr. fást nú hjá Yerzlunin Eyjaf jörður h.f. fallegir litir, nýkomið. Verzlunin Eyjaf jörður h.f. NÝKOMIÐ: Búrvigtar 10 kgr. Aluminium fötur 3 ltr. Tertuföt margar tegundir Körfur 70, 75 80 og 85 cm. Email. fötur 2 stærðir Emaileraðir balar Vegghillur með spegli Kabaretl margar tegundir Kökusprautur VÉLATVISTUR góð tegund, Starei-ejni kr. 13.00 kgr. í heilum böll- um. með kögri, ný munstur. Verzlunin Verzlunin Eyjaf jörður h.f. Eyjaf jörður h.f. Ritsafn Jóns Trausta I—VIII. Bókaverzl. Edda h.f. Akureyri. NYLON-GABERDIN nýkomið. Breidd 150 cm. Verð kr. 88.50. Anna & Freyja. B A N N Bannað að taka sand og möl á Gleróreyrum. Bæjarstjóri. ELDRI — DANSA — KLÚBBURINN byrjar vetrarstarfið með dansleik að Skjaldborg laugard. 24.. okt. (fyrsta vetrardag) kl. 9 e.h. — Félagsskírteini afgreidd á sama stað á föstudagskvöld frá kl. 8—10. STJÓRNIN. Skemmtiklúbburinn „ALLIR EITT" Dansleikur í Alþýðuhúsinu laugardaginn 24. okt. kl. 9 (fyrsta vetrardag). — Að- göngumiðasala á föstudag frá kl. 8—10 e.h. á sama s'að, og við innganginn eft- ir kl. 8. Stjórnin. T Qnmni Jens fulltrúi og Olsen bókhald- ari höjðu lengi verið á „kanti“. Einn morguninn þýtur Jens upp og segir við Olsen: ■— Þér eruð mesti heimskingi, sem ég------- Hann komst ekki lengra, því að Olsen greip fram í: — Það er allt í lagi, en hvern déskotann kemur yður það við? * NYKOMIÐ: Linoleum B og C þykkt í Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Akureyri Sími 1489 J NÝKOMIÐ: Fittings sv. og galv. í Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Akureyri Sími 1489 NÝKOMIÐ: Baðker og vatnssalerni í Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Akureyri Sími 1489 Þilplötur mjög ódýrar fást í Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar h.f. Akureyri — Sími: 1489 Drengja JAKKAFÖT Stórlækkað verð. Kökuföt Brauðföt Brauðkefli Tesiur Eggjabikarar Eggjaskeiðar Avaxtapressur í hakkavélar Kökumót Könnubotnar Glasabakkar Nylonsvampar Peningakassar Eldhúshillur Rj ómaþeytarar Sigti Sykur- og rjómasett og margt fleira. Verzlunin Eyjaf jörður li.f. KVENSKÓR með kvarthælum nýkomnir Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. Sími 1580. Pósthólf 225. NÝJAR VÖRUR YARDLEY snyrtivörur JERSEY- peysur og pils GOLFTREYJUR SMÁBARNA- peysur og húfur Skemman. HNAPPAVÉL til sölu með tilheyrandi mótum. Upplýsingar í verzl. Skemman. GÓÐ STÚLKA sem er vön húsverkum og allri algengri ma'reiðslu, getur fengið atvinnu í góðu húsi í Reykjavík. Gott kaup í boði. Upplýsingar hjá Sigurði Flóvents- syni, Akureyrar Apóteki. KVÖLDKJÓLAEFNIN eru komin. Þið fáið hvergi Hvernig dirfist þú að segja að hann pabbi sé óþokki! Ég sagði við hann, að ég gæti ekki lifað án þín og hann svaraði því til, að hann væri fús á að borga útförina mína. Verð frá kr 400.00 Saumaslofa Sigurðar Guðmundssonar glæsilegra efni í sparikjól- inn en hjá okkur. Anna & Freyja ALFERLING 6 Bræður myrkursins Sarkas fursti hneigði sig djúpt fyrir keisaranum, sem sprotlið hafði á fætur og flýtti sér til hans með framrétta hönd. — Sarkas fursti! Þetta var óvænt. Verið hjartanlega velkominn, sagði keisarinn og þrýs'i hönd hans. Sarkas fursti hneigði sig . — Herrar mínir, sagði zarinn og sneri sér að aðstoðarforingjun- um, — ég óska eftir að fá að vera einn með furstanum. Aðstoðarforingjarnir og ráðherrann hneigðu s:g og hurfu á brott. Það var eins og keisaranum létti við að hreinsa umhverfið, því að hann brosti við Sarkas fursta, klappaði vingjarnlega á öxl hon- um og sagði: — Komið þér fursti og se'jist! Þeir settust, og zarinn rétti vindlingaöskju að furstanum. — Þetta kom mér^-mjög á óvart, Sarkas furs'i, sagði keisarinn glaðlega. — Þér hafið nú verið fjarverandi upp undir tvö ár, og ég hef lesið með áhuga þau fréttabréf, sem þér hafið sent mér varð- andi þær stjórnmálastefnur, sem uppi eru í rikinu. Hann þagnaði skyndilega, og snöggur taugaskjálfti greip hann. — Því miður, bætti hann við, — er síður en svo bjart fram undan. Það var eins og hugsanir hans færu í stökkum, því að nú leit hann á Sarkas fursta og hélt áfram: — Þér hafið breytzt, Sarkas fursti. Á þessum tveimur árum haf- ið þér fengið hrukkur í ennið og einstök grá hár í vangana. — Það heflr verið mér mikil ánægja og heiður að geta þjónað keisara mínum og föðurlandinu, og fyrir hvort tveggja mundi ég leggja lífið í sölurnar, svaraði furstinn. — Eg veit það, ég veit það, góði fursti, svaraði zarinn. — Ég hef fulla sönnun fyrir því í skýrslum þeim, er þér hafið sent mér, og ég mun ekki sýna yður vanþakklæti. Hann þagnaði, strauk titrandi hendi yfir ennið og hélt síðan áfram: — Það er sannarlega einkennileg hending, sem hefir komið yður hingað til Pétursborgar í dag. — Hvað á yðar keisaralega há'ign við? — Yfirlögreglustjórinn, Rosokow fursti, hefir í dag lagt inn lausnarbeiðni, svaraði keisarinn. — Hann hefir lengi verið heilsu- veill, og mér datt strax í hug að ráða yður. Ég get sagt yður, Sar- kas fursti, að eftir þeim skýrslum að dæma, sem þér hafið sent mér, þörfnumst við atorkusamra manna hér í Rússlandi. Hann spra't skyndilega á fætur og gekk fram og aftur um gólfið, og talaði við sjálfan sig: — Já, okkur vantar atorkumenn hérna í Rússlandi. Já, svo mik- ið er víst, já, svo sannarlega. Hann nam staðar og drap hendi við öxl furstans. — Það væri einmitt hin rétta s'aða fyrir yður, Sarkas fursti, að verða yfirlögreglusljóri, sagði hann. — Það er ég sannfærður um. Skýrslur yðar sanna, að þér eruð járnharður og viljasterkur. Járn og stál eru einmitt þau verðmæti, sem okkur vantar hér í Rússlandi. Þér eruð maður, sem ekki hefir tilhneigingu til linkindar gagnvart innbornum óvinum ríkisins, og þar sem ég er hæstánægður með rannsóknir yðar á hinni stjórnmálalegu aðstöðu ríkisins, þá vil ég hér með veita yður stöðu yfirlögreglustjórans, enda sannfærður um, að þér eruð einmitt maðurinn, sem rækt getur þetta embætti af einurð og dirfsku. Sarkas fursti stóð á fætur og kyssti á hond keisarans. — Yðar keisaralega hátign er allt of örlát, sagði hann. — Ég hef aðeins hingað til og mun framvegis gera skyldu mína við yðar keisaralegu há'ign, og ég er stoltur og glaður yfir því trausti, sem yðar keisaralega hátign auðsýnit mér. — Gott, ágætt, Sarkas fursti, sagði zarinn og brosti þreytulega. — Ég veit, að ég má treysta yður. Ég ætla nú að gefa yður skipunar- bréf með eigin hendi. Hann settist og skrifaði nokkrar línur á pappírsörk. Með einu pennastriki hafði zarinn tilnefnt Sarkas fursta sem yfirlögreglu- stjóra ríkisins, án þess að gruna, hver hinn raunverulegi Sarkas fursti var.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.