Íslendingur - 05.05.1954, Side 2
ÍSLENDINCUR
Miðvikudagur 5. maí 1954
Vciiii oð vinnufriöi i landinu
Þegar samnlngar tókust milli'
heildarsamtaka verklýðsíélaganna
og Vinnuveitendasambandsins í
desemberverkfallinu 1953, var
það ákvæði sett í samningana, að
þeir yrðu uppsegjanlegir af hálfu
hvors aðda tvisvar á ári með eins
mánaðar fyrirvara, miðað við 1.
júní og 1. desember. Áður höfðu
engin ákvæði verið um tímabund-
inn uppsagnarfrest, og vofði því
sú hælta yfir atvinnuvegunum
hvenær sem var á árinu, að stétt-
arfélög segði upp kjarasamning-
um með mánaðar fyrirvara, og
var þet!a ástand með öðru drag-
bítur á allt atvinnulif í landlnu.
Sá tímabundni vinnufriður,
sem skapaðist með framannefndu
ákvæði varð þó fljótt þyrnir í
augum þeirri tegund manna, sem
sjálfir eiga lílið undir friðsamleg-
um gangi atvinnulífsins heldur
öllu fremur erfiðleikum þess og
hruni. Hafa þeir á skömmum tíma
komið ár sinni svo fyrir borð, að
mörg stét'arfélög krefjast nú af-
náms ákvæðisins um tímabundna
uppsögn samninga og vilja mega
segja þeim upp með mánaðar-
fyrirvara, hvenær sem vera skal,
án þess nokkur frambærileg rök
séu færð fyrir. Hinsvegar hefir
Vinnuveitendasambandið ekki séð
sér fært að fallast á afnám nú-
gildandi uppsagnarákvæðis, þar
sem það er sameiginlegt álit jafnt
vinnuveitenda og verklýðsfélaga
annars s'aðar á Norðurlöndum,
að atvinnulífinu í heild sú búið
of mikið öryggisleysi, ef engar
takmarkanir eru um uppsagnar-
tíma launasamninga, enda er þar
ekki samið skemur en til eins eða
tveggja ára. Hefir Vinnuveitenda-
sambandið bent á í svari til full-
trúaráðs tærklýðsfélaganna í
Reykjavik, að hér hafi kaup-
greiðsluvísitalan staðið í stað
síðan samningarnir voru gerðir
fyrir hálfu öðru ári og að verð-
hækkanir á vísitöluvörum leiði til
hækkunar á kaupi samkv- samn-
ingunum.
Hér á Akureyri hafa fjögur
s'.éttaifélög sagt upp samningum
frá 1. júní n. k. að lelja, og að
því er helzt er hægt að skilja, í
þeim tilgangi að geta náð kjara-
samningum, sem þau geti síðan
sagt upp hvenær sem vera skal.
Þessi félög eru Verkamannafélag
Akureyrarkaupstaðar, Verka-
kvennafélagið Eining, Sveinafélag
járniðnaðarmanna og Sjómanna-
félag Akureyrar.
Það er eftirtektarvert við þess-
ar uppsagnir félaganna nú, að
þær virðast velflestar ekki fram-
komnar til að ná bæ'.tum kjörum,
heldur aðeins til að geta sagt upp
kjarasamningum með litlum sem
engum fyrirvara, þegar stjórnend
um félaganna þykir henta. Og svo
mikið er víst, að verði tekinn upp
hinn fyrri háttur hér, að hafa eng
in tímatakmörk fyrir uppsögnum
kjarasamninga, — hát'ur, sem
ekki þekkist meðal ■ skyldustu
menningarríkja, þá verður það
ekki til að örva atvinnulífið eða
auka atvinnuöryggið í landinu.
Frá Leihiéltigj Ahoreyror
Skugga-Sveinn verður sýndur
í kvöld í stað sýningarinnar, er
féll niður síðastliðið miðviku-
dagskvöld. Þar sem nær uppselt
var á þá sýningu er gert ráð fyrir
að allra síðasta sýning á Skugga-
Sveini, að þessu sinni, verði næst-
komandi sunnudagskvöld.
Vegna fjarveru frú Helgu Jóns-
dóttur, er séð hefir um sölu að-
göngumiða, eru væn'anlegir sýn-
ingargestir beðnir að snúa sér til
Bókaveizlunarinnar Eddu, sem
mun sjá um sölu miðanna og
veita nánari upplýsingar.
Nokkrir miðar eru óseldir á
sýninguna í kvöld.
To^íirarnir
Harðbakur kom af veiðum 26. apríl
og landaði hér 217.332 kg. af saltfiski,1
5.475 kg. í herzlu, 3.708 kg. af nýjum
fiski til sölu og ca. 15 tonnum af lýsi.
Fór af.ur á veiðar 27. apríl með við-
komu í Reykjavík.
Svalbakur kom 28. apríl. Landaði:
150.460 kg. af saltfiski, 110.936 kg. í
lierzlu, 735 kg. af nýjum sölufiski og
ca. 18 tonnum lýsi. Fór aftur á veiðar
29. apríj.
Kaldbakur kom 2. maí. Afli: 208.545
kg. saltfiskur, 29130 kg. í herzlu, 3898
kg. til sölu í bæinn. Lýsi ca. 15 tonn.
Von var á Sléttbak af veiðum í morg-
un.
Fermingarbörn
í Lögmannshliðarkirkju n.k. sunnudag
Drengir:
Jón Ingi Sveinsson, Uppsölum. ♦
Bencdikt Hallgrímsson, Asi.
Gylfi Sigurðsson, Ásláks töðum.
Ingi St. Guðlaugsson, Mið-Samtúni.
Ólafur Birgir Árnason, Byrgi.
Stúlkur.
Svanhildur S. Leósdóttir, Mýrarlóni.
Svanfríður J. II. Pétursdót.ir, Brávöll-
um.
Anna M. G.’sladóttir, Árnesi.
Oddný S. Stefánsdóttir, Straumnesi.
Jónína G. Friðfinnsdóttir, Hofi.
Guðrún Sveinsdótti.", Bandagerði.
Öryggisróðsföfun fyir
leigubílsfjóra
Nokkur brögð hafa verið að
því í Osló, að leigubílstjórar yrðu
fyrir árásum manna að nætur-
þeli. Hafa þeir nú fengið sérstak-
an öryggisúlbúnað í bifreiðir
sínar, e!ns konar neyðhrmerkja-
tæki, er þeir geta með einu hand-
taki se'.t í gang, ef hælta s'eðjar
að þeim. Eru þetta eins konar
„s'renur“, er senda frá sér hátt
væl eða ýlfur.
Fondur ont dfengisvarnir
Að tilhlutun áfengismálaráðu-
nauts ríkisins var haldinn fundut
um áfengisvarnir í Skjaldborg 14.
apríl s.l. Á fundinum mættu for-
menn áfengisvarnanefnda í Eyja
fjarðarsýslu og austan Eyjafjarð
ar svo og menn úr áfengisvarna-
nefnd Akureyrar. Fundarstjóri
var Þorsteinn M. Jónsson, skóla
stjóri.
Brynleifur Tobíasson, áfengis
málaráðunautur rikisins, flutt i
framsöguerindi um að efla til
samtaka í héraðinu um betra eft-
irlit á samkomum og fá til þess
sérstaka löggæzlumenn. Minntist
hann á í því sambandi samtök í
þessu efni á Austurlandi og Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu, sem gefið
hafa góða raun.
Sigurður M. Helgason, se'tur
sýslumaður, skýrði frá tilhögun á
eftirliti með samkomum í sýsl-
unni og mælti með auknu eftir-
liti. Vitnaði hann í eftiífarandi
tillögu um málið, sem samþykkt
var á síðasta sýslufundi:
„Aðalfundur sýslunefndar Eyja-
fjarðarsýslu beinir þeirri mála-
leitan til dómsmálaráðuneytisins,
að það láti fram fara í héraðinu
námskeið til lögreglueftirlits með
opinberum skemmtisamkomum.
Hreppar sýslunnar sjái fyrir
kennslustað og uppihaldi nem-
enda en ríkið kosti kennara og
lauðsynleg tæki. Að loknu nám-
ikeiði verði menn þessir, ef hæfir
pykja, löggiltir til starfans, og fái
júninga eða önnur y!ri merki,
jem nauðsynleg kunna að telj-
:st.“
í sambandi við framkvæmd
íéraðsbannsins á Akureyri taldi
bann að ölvun hefði minnkað í
bænum síðan héraðsbannið gekk
■í gildi og gaf fundinum eftirfar-
andi skýrslu um afbrot vegna ölv-
unar fyrstu þrjá mánuði ársins
undanfarandi fjögur ár:
Frá 9. jan. til 9. apríl 1951: 51
afbrot; 1952 : 44 afbrot: 1953:
48 afbrot: 1954: 32 afbrot.
Flestir fundarmanna tóku til
máls og voru sammála , um, að
nauðsyn bæri til að fá betra eftir-
lit á samkomum en verið hefir,
svo að ölóðir menn spilli þar ekki
friði.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt:
„Fundur formanna áfengis-
varnanefnda í Eyjafirði og við
1 austanverðan Eyjafjörð svo og
áfengisvarnanefndarmanna á Ak-
ureyri, haldinn á Akureyri mið-
vikudaginn 14. apr.'I 1954, lætur
í Ijós ánægju sína yfir samþykkt
J síðasta sýslufundar Eyjafjarðar-
sýslu, varðandi námskeið fyrir
lögregluef’irlitsmenn á 6amkom-
um í sveitum. Beinir fundurinn
Á fiskverkunarstoð ÚtgerSarfélaga-
ins ctarfar fjöldi fólks um þessar
mundir við ýms framleiðslustörf. —
Stunda skipin nú öll veiðar til herzlu,
og verður væntanlega mikið um vinnu,
þegar þau koma næst.
Jörundur er á veiðum í herzlu.
Höjnin. 25. apríl Fjallfoss að vest-
an, Rita, Gautaborg, með kol, 26.
Ilarðbakur og Njörður af veiðum, 27.
Súlan af veiðum, 28. Svalbakur af veið-
um, 29. Dísarfell frá Reykjavík. Esja
að vestan hringferð, Þyrill með olíu.
eindregnum tillögum til dóms-
málaráðuneytisins, að það verði
við þessari ósk sýslunefndarinnar.
Felur fundurinn áfengisvarnaráði
ríkisins að vinna að framgangi
þessarar framkvæmdar. Jafnframt
'. beinir fundurinn þeirri ósk til
sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu og
Suður-Þingeyjarsýslu, að þær
setji reglugeið varðandi þessi mál
eftir nánara samráði við áfengis-
varnarráð, í líkingu við þá, sem
sett var í Mýra- og Borgarfjarð
arsýslu og gekk í gildi 9. jún.'
1953.“
í sambandi við grein í Morg
unblaðinu 11. apríl þ. á. var sam
þykkt eftiifarandi tillaga:
„Fundurinn samþykkir að felr
Áfengisvarnanefnd Akureyrar að
skora á dómsmálas'jórnina a£
lála fara fram réttarrannsókn út
af fullyrðingum Vignis, tollþjóns
Guðmundssonar í grein í Morg
unblaðinu 11. apr.'l þ.á. um leyni
vínsölu, tollsmygl o. fl. á Akur-
eyri.“
Að síðustu flutti Brynleifur To-
bíasson erindi um áfengislöggjöf-
ina nýju og hlutverk áfeng's-
varnanefnda.
Kaffi, br. og malað
Export
Cacao
The Liptons
Strósykur
Molasykur
Kandíssykur
Púðursykur
! rfjfýi ijclutumifui %
)• | ■ ^
■jj UtFNAkSTRÆTI IO.O SlW-ínÓ' '
V Ö R U B í L L
mjög lítið keyrður og í fyrsta
flokks standi lil sölu á góðu
verði-
Byggingavöruverzlun
Akureyrar h. f.
TVÖ HERBERGI
með inbyggðum skápum til
leigu í nýlegu steinhusi á
Oddeyri. Afnot af síma. •—
Uppl. í síma 1991.
2—3 herbergja íbúð
óskast. — A. v. á.
in Flóra
eru fró HANSA h.f.
Umboðsmaður
Þórður V. Sveinsson
sími 1955
Akureyri
filkynnir:
Hin árlega vorplöntusala
er hafin. — Nýjungar að
þessu sinni:
Paeonia, bóndarós,
Heuchera, purpuraklukka
Incervilla, lúðurblóm.
Einnig leyfum við okkur að benda
á þessar fjölæru skrúðgarðaplönt-
ur:
Meðalháar og háar
Aquilegia, vatnsberi í litum
Anchusa, búkollublóm
Campanula, klukkublóm, fl.teg.
Chrysanlhemum, prestabrá
Ceníaurea macr, gullkornblóm
Delphinium, riddaraspori
Digilalis, fingurbjargarblóm
Dianlhus, stúdentanellika
Geum, dalafífill
Hesperis, kvöldstjarna
Lúpinus, úlfabaunir í litum
Lilium bulbif. — eldlilja
Lychnis, ástareldur
Mecanopsis, blásól
Melandrum, dagstjarna
Papaver — valmúi, m. teg.
Polimonium, jakobsstigi
Pó!entilla, mura, fleiri teg.
Pyre'rum hybr., glitbrá
Trolleus, gullhnappur
Verbascum, kongaljós
Lágvaxnar tegundir:
Bergenia, hjartasteinbrjótur
Dielitra, hjartablóm
Nepeta, kettlingablóm
Salvia, lyfjablóm
Primula, lykill, margir litir
Papaver, garðasól
Bellis, fagurfífill.
Auk þessa fjölmargar tegundir af
lágvöxnurn steinhœðaplöntum og
sumarblómum. — T. d. stjúpum,
nemes.um, levkoj, morgunfrú,
pres’skrögum, o. fl.
Trjóplönfur og runnar
verða seldar í Garðyrkjustöðinni
Flóru næsíu daga. — Tegundir:
Sitkagreni, kr. 15.00-35.00
Blágreni, kr. 15.00—35.00
Rauðgreni, norskt,
kr. 10.00-15.00
Skógarfura, norsk, kr. 0,25
Lerkitré, siberisk, kr. 5.00
Reyniviður, kr. 5.00-8.00
Birki, kr. 3.00-8.00
Álmur, kr. 5.00
Garðiosir, kr. 5.00-10.00
D sarunnur, siringa, kr. 10.00
Gulhegn, kr. 10.00
Þingvíðir, kr. 5.00
Blátoppur. næs'.um uppseldur,
kr. 10.00
Siberísk baunatré, kr. 5.00
o. fl.
'labbarbarahnausar og
graslaukur fæst í
Garðyrkjustöðinni Flóru
Akureyri