Íslendingur - 27.10.1954, Blaðsíða 4
4
ÍSLENDINGUR
Miðvikudagur 27. október 1954
Kemur út
hvern miðvikudag.
Útgefandi: Útgájuiélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1.
Sími 1375.
Skrifstofa og afgreið la í Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrifstofutíma:
Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f.
Starfsemi Sameizmði þjóðanna 9 ára
S. 1. sunnudag, 24. október, voru liðin 9 ár frá því að stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna gekk í gildi.
Við þessi alþjóðlegu samtök hafa frelsisunnandi þjóðir um heim
allan bundið bjartar vonir um batnandi sambúð þjóða, ríkja og
kynþátta, aukna mennt og menningu, aukna heilbrigði, almennari
velmegun, vaxandi mannúð.
í upphafi stofnskrárinnar er tilgangi samtakanna lýst svo:
„Vér, hinar sameinuðu þjóðir, erum staðráðnar í að bjarga
komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi
vorri hafa leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið,
að s'aðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virð-
ingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða,
hvort sem s'.órar eru eða srnáar,
að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti
og virðingu fyrir skyldum þeim, er af samningum leiðir og
heimildum þjóðaréttar,
að stuðla að félagslegum framförum og bættum lífskjörum
án frelsisskerðingar . ... “
Hversu sem spáð liefir verið fyrir starfsemi S. Þ. í upphafi,
verður því ekki nei'að, að mörgu góðu hafa þessi alþj óðasamtök
komið til leiðar á hinum liðnu 9 árum, og að á hverju ári sækja
æ fleiri þjóðir heims um upplöku í samtökin. Mörg deilumál hafa
samtökin leyst, margri ófriðarblikunni dreift. Mörg risaátök gert
til að útrýma fáfræði, sjúkdómum og hungri meðal hinna frumstæð-
ari þjóða. Og nú í dag er friðvænlegra í heiminum en nokkru
sinni áður á undangengnum 9 árum, eftir að friður var saminn í
Indónesíu í annað sinn á þessu timabili.
Alvarlegasta vandamálið, sem S. Þ. hefir fengið til meðferðar,
var árás kommúnistanna í Norður-Kóreu á Suður-Kóreu, þ. e. hin
svonefnda Kóreustyrjöld. Þar lögðu 16 bandalagsþjóðir fram virka
hernaðarlega aðstoð til að hrinda árásinni af höndum Suður-
Kóreu, en margar aðrar veittu aðstoð með því að senda þangað
lækna og hjúkrunarlið, vistir og fé. Styrjöld þessa tókst að leiða
til lykta, áður en hún yrði að stóru báli, er breiddi sig vítt yfir
löndin í austri.
í Palestínu, Indónesíu og Kasmír hafa Sameinuðu þjóðirnar
megnað að bera klæði á vopn og slökkva ófriðarelda, sem vel gætu
hafa breiðst út um lönd og álfur. Verður því að viðurkenna, að
starfsemi S. Þ. hefir horið góðan árangur í því að varðveita
heimsfriðinn, auk þess sem önnur verk samtakanna, svo sem barna-
hjálpin, heilbrigðismálastofnunin, Alþjóðaflóttamannastofnunin,
baráttan gegn eiturlyfjaverzluninni, fyrirgreiðslan um efnahagslega
viðreisn margra landa, svo að eitthvað sé nefnt, verður seint eða
aldrei til verðs metið.
í tilefni af því, að tíunda starfsár S. Þ. er nú að hefjast, flutti
Dag Hammerskjöld, framkvæmdastjóri S. Þ. svohljóðandi ávarp:
Þegar vér höldum þjóðhátíð, þá gerum við það venjulega til
þess að hugfes'a minningu um atburð, er markar tímamót í sögu
fósturjarðarinnar. Slíkir atburðir eru valdir með ýmsu móti, en
jafnan verður það fyrr eða síðar sjálfur dagurinn, sem verður ein-
ingartákn þjóðarinnar, dagur helgaður umhugsun um það, sem
fyrst hefir verið borið, og bollaleggingar um framtíðina.
í dag er haldinn annarskonar hátíðisdagur — dagur Samein-
uðu þjóðanna. Sá dagur hefir enn eigi fengið í meðvitund manna
sama hátíðablæ og þjóðhátíðardagurinn. Stofnskrá Sameinuðu
þjóðanna er aðeins níu ára gömul. En að sínu leyti er þessi dagur
einnig þjóðhátíðardagur — sameiginlegur óllum þjóðum. Hann
er tákn um samstöðu lands vors með öðrum löndum, um það hve
þjóðir heims eru hver annari tengdar.
Dagur Sameinuðu þjóðanna markar söguleg tímamót. Samtök
Sameinuðu þjóðanna urðu til í lok hræðilegustu styrjaldar, sem
í heiminum hafa geisað. Á meðan stofnskráin hlaut fullgildingu
hvers ríkis á fætur öðru, kom fyrsta kjarnorkusprengjan fram og
með henni möguleiki á útrýmingu allrar siðmenningar. Á degi
Sameinuðu þjóðanna sameinast allar þjóðir um þá ósk, að ávöxtur
mannlegrar snilli og sköpunargáfu verði hagnýttur í þágu lífsins
en ekki eyðileggingarinnar.
Vísnabálkur
Vinir hafa misst af úlvarpsleikrilum
vegua pess aO í iauga.uags*.vuiuum
eru uii rruiusyiuugar icillíc.u^u a re.K,- Langt er síðan ég sendi Vísna-
iiium vios ve^ar um lanu, aisuauoir Jjálki Islendings VÍsuhelming, er
íeidga o. s. irv. rrms ve^ar er gauua botna skyldi. Þetta bar engan á-
iuiKauu, sem ueima suur a Kvuiuin, yl- rangur, að ég held, jafnvel þótt
ine.it tama, nvort pao tær iemruiu a- fyyri parturinn næði augum
faugaruags- eOa suuuuuagsK.voia. mo Sveinbjarnar á Draghálsi, sem cr
eiua, sem eg tei mæia gegu suuuuuags- nafnfrægur vísnasmiður. Því var
iiutuiugi Uivarpsie.Kr.ta, er reyusian þag ag ég myndaði þessar stök-
af vau leiKritanna, pvi aö pau haia ur:
ekki Ueiniiuis venO neiun Ueigiuaga-
Vetrardagskrá útvarpsins. — Ýms
nýmœli. — Leikritin á sunnudög-
um. — Tilraunir gerðar með nýja
þœtti.
SÍÐASTA SUMARDAGSKVÖLD
flutti formaður Útvarpsráðs, Magnús
Jónsson prófessor, erindi í kvöldút-
varpið um vetrardagtkrá þess, skýrði
frá fyrirhuguðum hreytingum á henni
frá hinum fyrri vetrum o. s. frv. Gat
hann þar ým.ssa nýmæla, sem ég held,
að gera muni dagskrána aðgengilegri
en undanfarna vetur.
PRÓFESSORf 1S N kvað raddir haía
komið fram um tiifærsiu aöaifrétta-
ifmans, svo sem að flytja haun fram
um háiitima, hafa hann ki. 19.30 í stað
20.00. Aðrir iegðu tii, að hann yrði
fiuttur aftur fyrir kvoiddagskrána, svo
að fréttir dags.uis lægju fynr í heiid,
pegar menn færu í háttinn. Kvað pró-
fessorinn tiilögurnar hafa verið svo
sundurleitar, að Utvarpsráð hefði ekki
tahð rétt að brevta frá venjunni, en í
vetur yrði alitaf fiutt fréttaefni til ki.
20.30. Mundi því fréttaauki verða á
hverju kvöidi vikunnar, þar sem annað
hvort yrði rætt við menn um viðburði
eða málefni, eða þulur ffytti fréttnæm-
ar frásagnir. Þa mundi erindi frá úl-
iöndum fada niður á hinum fyrri tíma
en koma inn sem fréttaauki einu sinni
eða tvisvar í viku eftir ástæðum.
Ú TVARPSSAGA, lesin á hverjuin
degi eftir sið'ari fréttir, verður aðeins
höfð í sumardagskránni, og fellur nú
niður til næsta vors. Aftur á móti verð-
ur framhaldssaga vetrarins lesin á
sama tíma þrisvar í viku, og fellur því
framhaldssagan út úr liinni venjulegu
aðaldagskrá kvóldsins milli 20 og 22.
Framhaldssagan verður því ekki til að
slíta sundur kvölddagskrá fyrir þeim,
sem ekki hlusta að staðaldri og hafa
því ekki aðstóðu til að fylgjast með
sögunni, en þeir, sem áhuga hafa fyrir
henni, munu ekki telja eftir sér að
vaka eftir henni til kl. rúntlega 10 að
kvöldi þrjú kvöld vikunnar.
ÞÁ HEFIR ÚTVARPSRÁÐ orðið
við þeim almennu óskum að flytja leik-
r.tið yfir á sunnndagikvöld. Var það
sjálfsögð ráðstöfun. Ýmsir leiklistar-
tesiur á siöari t.mum.
1 staö ieikritanna er ætlunin, að á
iaugarUagskvoiUuin komi samteiiU Uag-
skrá úr sogu og hokmenntum pjoöar-
mnar, og er haö etm vmsæit meöal
eidra iolks, svo að pað ætti aö geta
notið dag.krarinnar á iauga.Uagskvoid-
um engu siöur en áður, pegar demht
var yfir það leikþáttum úr heimi
glæpamennsku og ohinaðar, sem svo
oit átti sér stað.
HELZTU BREYTINGAR aðrar á
vetrarUagskránni verða þessar: Ut-
varpsmessur verða yíirieitt ki. 11 ár-
degis, en góð tónhst á sunnudags-
morgr.um fratn að þeim líma. HáUegis-
útvarp verður lengt, og heist ki. 12
aiia daga nema sunnudaga, en þá að
fokinni ÚLvarpjuessu. Barnatímarnir
verða klukkutima fyrr en áður, ki.
17.30—18.30. Operur verða fiuttar
annan hvorn sunnudag síðdegis. A
m.ðvikudagskvöldum verða skemmti-
þæLtir aift kvöidið, til dæmis: Oska-
sti^nd, óskaiög, spurningaþættir, gam-
anþættir o. s. frv. Á fimmtudagskvöid-
um kvöldvaka, þjóðieg og fróðieg. Á
föstudögum fræðiþátlur, er liagfræð-
ingur, læknir og lögfræðingur annasl,
sinar 10 mínúturnar liver. Á miðviku-
dögum verða svo fiutt „óskaerindi", þ
e. erindi urn efni, er liluslendur hafa
óskað eftir. Heímilisþáttur fyrir hús-
mæður verður á lsugardögum að lokn-
um óskalagaþætli sjúklinga. Og þaan
dag kl. 16.30 verður endurtekinn dag-
skrárliður frá næstu viku á undan, og
þá valið það efni, er búizt er við, að
fæstir hefðu viljað missa af.
OG SVO ER ÞAÐ TÓNLISTIN. Áð-
ur er getið óperuflutnings á sunnu-
dögum. Þá mun dr. Páll Isólfsson
annast tónlistarfræðslu á þriðjudög-
um, ný íslenzk tónlist verður kynnt á
föstudögum kl. 20.30, og loks verður í
fyrsta sinn tekinn upp fastur harmon-
ikuþáttur. Má af öllu þessu ráða, að
Útvarpsráð Jiafi iagt mikla vinnu í að
gera áætlun um vetrardagskrána í
samræmi við óskir fjöldans meðal
hlustenda og hjóði nú upp á eina beztu
vetrardagskrá, sum við liöfum enn feng-
ið.
Sendi ég snarast Sóns um mar
Suðra far til viðgerðar.
Lýsti skar til lendingar
lands í varir Sveinbjarnar.
Vesæl skeiðin völunds beið,
vikna þreyði Jangt um skeið.
Svikin, reið í sinni neyð,
seinast skreið hún bakaleið.
Tók ég þá til örþrifaráða og
smíðaði vísubotn úr viði þeim, er
mér leizt hentugastur af því tagi,
sem var í mínum vörzlum. Þá
kemur vísan heil:
Ilvaða nauður myndi mest
meinið hanðurs barna?
— Svarta dauða sálar pest
Sovét rauða stjarna.
En vita vikli ég, hvað Svein-
björn segir um þenna botn. Finn-
ist honum hann fara vel, þá er
„allt í lagi“.
Þá er hér staka til Ólínu Jónas-
dóttur á Sauðárkróki, sem er ætt-
ingi minn, þóit henni sé það víst
ókunnugt:
Þú átt fagurt ijóðalag
laust við gaguryrði.
Ma rga daga bindur brag
bezt í Skagafirði.
En þessi vísa er um Jón Þ.
Björnsson, fvrrv. skólas'jóra:
Æskumengis afl hann ber,
ýmsum spcng'.legri.
Hart nær enginn höldur er
hlýrri og drengilegri.
*
Margur bregður mærðargeiri
maður bæð' og kona.
Einn þó reynist öðrum meiri
■— ætíð fer það svona.
Þegar yrkja þarf ég vísu
þ. e. a. s. af manni,
jafnan dregur andinn ýsu
eða þorsk frá grunni.
Svartur H. Jökulsson.
Sameinuðu þjóðirnar — ég á við samtökin sjálf — eru ekki full-
komnar. Þær standa til bóla. Stofnskrájn hetir einnig sína galla.
Hún stendur einnig til bóta. En sjálf hugsjónin um samstarf allra
þjóða heims — sú hugsjón, er um aldir hefir vakað sem lokamark
á leið mannkynsins frá villimennsku tij menningar — hún er nú
loks að verða að veruleika. Vér skulum því efla samJ.ökin til þeirra
átaka, er vér helzt kjósum — að efla samstarf allra þjöða fyrir
friði og hagsæld.
Það er skylda vor á því tíunda starfsári Sameinuðu þjóðanna,
sem nú er að hefjast, að stefna að innilegri og vinsamlegri sam-
skiptum allra þjóða. Vér skulum því halda þennan da g Sameinuðu
þjóðanna hátíðlegan með sama hætti og þjóðhátíðard; fginn — setn
tákn sameiginlegrar menningar mannkynsins, landvim íinga hennar
á liðnum öldum og vona þeirra, er vér bindum við ók omin ár.
+ sfc *
ÓDÝRT LESEFNI
Blaðið vill vekja athygli les-
enda sinna og velunnara á því, að
Islendingur er, miðað við stærð,
ódýrasta blað bæjarins, og jafn-
framt eitt ódvrasta lesefni, sem nú
er völ á. Lesefni og myndir (aug-
lýsingar undanskildar) munu
fylla um 1000 bls. bók á ári (í
Eimreiðarbroti), og fá fastir
kaupendur allt þetta lesmál fyrir
aðeins 40 krónur, eða sem næst
því 75 aura hvert blað. Það er því
ódýrara að gerast fastur áskiif-
andi og fá blaðið sent lieim til
sín, en að kaupa það í lausasölu.
Vinsamlegast bendið kunningjum
yðar á þessar staðreyndir og
hvetjið þá til að gerast kaupend-
ur að blaðinu.