Íslendingur - 25.05.1955, Qupperneq 4
4
ISLENDINGUR
MiSvikudagur 25. maí 1955
r———--------------------------—■— -----— ------
Kernur ut
hvern miðvikudag.
Útgefandi: Útgájujélag íslendings.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1.
Simi 1375.
Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354.
Skrif stof utíma:
KI 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12.
PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f.
»Braskarar og millilidira
SíÖan Hermann Jónasson formaður Framsóknarflokksins ritaði
áramótahugleiðingar sínar um „vinstri s'jórn“ á ísland:, hafa blöð
Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunnar reynt að halda því
máli vakandi. T.'minn hefir ekki farið dult með það að Framsókn-
arflokkurinn ynni nú með þeim stjórnarflokki, er sízt skyldi, —
sjálfum höfuðóvlninum. Það væri áreiðanlega ekki vilji kjósenda
Framsóknarflokksins, að hinir frómu Framsóknarmenn væru í slag-
togi með „bröskurum og milliliðum“, sem að yfirgnæfandi meiri
hluta mynduðu Sjálfstæðisflokkinn!
Sömu dagana og blöð Framsóknarflokksins hafa hæst um brask-
ara og millillði, sem stjórni Sjálfstæðisflokknum, eru tveir dómar
birtir í blöðum landsins, hinn fyrri hæstaréttardómur í máli Olíu-
félagsins en hinn síðari undirrét'aidómur í máli Helga Bened.kts-
sonar þingmannsefnis og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Vest-
mannaeyjum. í báðum þeim málum er ríkissjóði tildæmdur ólög-
legur mtZ/ih'ðahagnaður, sem nemur nokkuð á aðra milljón króna.
En verðlagsbrot þessara mllliliða hefir Tíminn varið af oddi og egg
en ráðizt af mikilli heift gegn dómsmálastjórninni fyrir að láta ekki
mál þessi afsk'p'alaus!
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá í anda fyrirsagnirn-
ar í Tímanum, ef hér hefði verið um að ræða fyrirtæki undir stjórn
Sjálfstæðismanna. Þá hefði forstjórunum ekki verið vandaðar
kveðjurnar fyrir „braskið“ og „okrið“, og þá hefði ekki verið ráð-
izt að dómsmálaráðherra fyrir að láta landslög ganga yfir þessa
menn eins og aðra. En hér er nokkuð annað uppi á teningnum. Hér
er verið að láta lögin ganga yfir „heiðarlega“ Framsóknarmenn, og
því meira en mál til komið að mynda „vinstri stjórn“ og fá dóms-
málin í hendur e'nhverjum góðum manni, sem kann með þau að
fara!
Tímanum rennur mjög til rifja það píslarvætti, er Helgi Bene-
diktsson verður að þola fyrir hörku og grimmd dómsmálastjórnar-
innar. Telur hann, „að margir aðrir hafi gert sig brotlega um hið
sama“, en málið sé rekið „gegn Helga einum“.
Það er alltaf leitt, ef einn er látinn líða fyrir alla, en hér hefir
ekki verið um slíkt að ræða. Samkvæmt hegningarvottorði umrædds
píslarvottar hefir hann eit'hvað m.'sstigið sig gagnvart lögunum áð-
ur en núverandi dómsmálaráðherra kom í ráðherrastól, og það oft-
ar en einu sinni eða tvisvar. í öðru lagi er það rangt hjá Tímanum,
að menn hafi mátt brjó'a verðlagslöggjöfina í friði þangað til mál-
ið var höfðað gegn Helga Benediktssyni. Flestir munu minnast
þess, er nöfn fjölda manna voru birt í blöðunum er höfðu selt vöru-
tegund á þrjár krónur í stað 2,95, og haft af því 10—20 króna ó-
löglegan hagnað. Þessi hagnaður var gerður upptækur og viðkom-
andi fékk 20—50 króna sekt. Það er því algjörlega rangt hjá Tím-
anum, að ekki hafi verið fylgzt með litlu afbrotunum eins og þeim
stóru. Og hæ!t er við, að Tímanum gangi seint að fá almennings-
álitið í llð með sér, ef hann vill láta innleiða þann sið, að eltast við
litlu afbrotin en þegja við þeim stóru, og láta lögin ganga yfir alla
nema Framsóknarmenn.
Dagur reynir 18. þ. m. að taka undir við Tímann, og nefnir Sjálf-
stæðisflokkinn „flokkinn, sem auðmenn og braskarar stjórna“.
Stundin til þessara skrifa er vægast sagt óheppilega valin, og fólk
er nú farið að skilja, að Framsóknarmenn eru ekki öðrum færari
um að kenna eða boða viðskiptasiðgæði. Hitt er rétt hjá blaðinu,
að margir kjósendur „eru áttavilltir í stjórnmálunum um þessar
mundir“. Þessir áttavill'u kjósendur eru nú óvenju margir. Og flest-
ir eru þeir í Framsóknarflokknum, sem vænta má.
Fyrir kjósanda Framsóknarflokksins standa málin þannig: Tím-
inn lofar á hvert reipi miklar framkvæmdir núverandi ríkisstjórnar
í dag og telur velgengni landsmanna meiri en nokkru sinni fyrr. Á
morgun berst hann fyrir því, að s'jórnarsamvinnunni sé slitið og
mynduð „vinstri stjórn“ með nokkrum tvi- og þríklofnum smá-
flokkum. Og dag eftir dag æpir blaðið að samstarfsflokknum, sem
vinnur að hinum vegsömuðu framkvæmdum heils hugar með Fram-
sóknarflokknum. Þarf nokkurn að undra, þótt kjósendur Framsókn-
arflokksins verði á'tavilltir, þegar svo er unnið?
Vilað er, að „vinstra bröltið“ í formanni Framsóknar og aðal-
Ummœli afjlutt. — Minna druklc-
ið á fáum skemmlunum en mörg-
um. — Spurningaþáttur um af-
brýðisemi og kynhvalir. — ís-
lenzkir milljónungar. — Meistar-
ar og snillingar. — Hvernig skipta
Rússar þjóðartekjunum?
í SÍÐASTA TÖLUBLAÐI birtist
grein um héraðsbannið og áfengis-
nautn á Akureyri og í sveitum norðan-
lands eftir E. S., skrifuð í tilefni af
hugleiðingum mínum um sama cfni
undanfarnar vikur. Eg tel ekki á tœðu
til að lengja þær umræður að ráði, cn
get þó ekki látið hjá líða að leiðrétta
mislestur og/eða misskilning höfundar
á orðum mínum. Hann telur það „öf-
uguggahá:t“ að draga þá ályktun af
tölum Áfengisvarnaráðs á dögunum,
að vínkaup hafi ekki minnkað hér og
gefur í skyn, að ég hafi dregið þá á-
lyktun. Því fer víðsfjar.i. Ég varaði
aðeins við þeirri firru, að tölur yfir
póstlagðar vínsendingar væru sönnun-
argagn um stórum rninnl.aSa áfengls-
neyzlu á Akureyri og grennd.
ÞÁ SEGIR E. S., að ég beiti höfða-
tölureglu í blekkingarskyni og áætli á-
fengiskaup í sveitum landsins jafn
mlkil og á Akureyri. Slík mál meðferð
á sér enga afsökun. Ég áætlaði áfeng-
iskaup helmingi stœrra sölusvœðis tn
Akureyri er, að viðbættum mlklum á-
fengiskaupum ferðamanna úr öllum
landshlutum, nokkurn veginn til jafns
við áfengiskaup Akureyringa ejáifra.
Ég sagði, að á Akureyri væru 7387
manns árið 1953 en á sölusvæðinu utan
bæjarins 15197, og að þar sem áfengis-
neyzla væri „nokkru minni úti í sveita-
héruðunum" yrði að „gera hér nokk-
urn frádrátt". Og þann frád.átt gerði
ég mjög ríflegan, og gekk út frá að Ak-
ureyringar drykkju h. u. b. þrejaldan
skammt miðað við aðra íbúa á sölu-
svæðinu, þrátt fyrir öfluga starfsemi
bindindishreyfingarinnar á Akureyri.
Svo kemur E. S., er þykist hafa lesið
hugleiðingar mínar og segir mig liafa
geng’ð út frá jafnmikilli áfengisnautn
út um sveitir landsins!
E. S. BIRTIR nokkur ummæli á-
fengisvarnanefnda í 6veitum kringum
Akureyri, sem hníga í þá átt, að dreg-
ið hafi úr drykkjuskap á samkomum á
s.l. ári. Surns staðar að vísu að nokkru
leyti fyrir „færri skemmtanir“. Ég
hygg, að þetta 6é rétt. Hafi drykkju-
skapur minnkað við héraðsbannið hér
um slóðir, gætir þess eðlilega helzt i
sveitunum. íbúar nærliggjandi héraða
geta nú ekki brugðið sér í áfengisút-
söiu hér, er þeir koma í kaupstaðinn,
og margir þeirra, sem ekki eru beinlín-
is vínhneigðir, nenna ekki að standa í
pöntunum frá útsölum í Reykjavík eða
Siglufirði, enda fylgir því all-tilfinnan-
lcgur aukakostnaður.
AÐ LOKUM ÞETTA: Með hérað,-
banninu missti Akureyrarbær 250-300
þús. króna árlegar tekjur, er nú falla
öðrum bæjarfélögum í skaut. Ennfrem-
ur hafnargjöld af áfengissendingum til
útsölunnar. Vörubílstjórar atvinnu við
akstur þeirra sendinga og a. m. k. tveir
borgarar við verzlunina. Hver flaska cr
nú keypt 5—10 krónum dýrari en áður
vegna sendingar- og póstkröfukostnað-
ar. Svarta markaðinn læt ég liggja
milli hluta. Af þessu er auðsætt, að
mjög verulega befir þurft að draga úr
áfengiskaupum Akureyringa, ef þeim
jálfum og bæjarfélaginu á að vera ó-
tvíræður hagur af núverandi ástandi í
þeim málum.
ÁFENGISVARNARÁÐ liefir nýlega
gefið út bækling, er ncfnist „Of-
drykkjumenn", efl.r dr. R. V. Seliger.
Er grein þessi einkar athygliverð, en
henni fylgir eins konar spurn.ngaþáll-
ur, Já eða Nei, sem ætlast er til að
lesendur svari og sjái s.ðan af svöruu-
um, hvar þeir eru á vegi staddir um
vald sitt yfir áfenginu eða áíeng siua
yfir þe.m. Læt ég hér nokkur sýnis-
horn af spurningunum, sem alls eru 35.
9. spurning: Hefurðu orðið afbrýsisam-
ur, síðan þú fó.st að drekka? 24.:
Hefur afbrýðisemi þín vaxið? 22.: Hef-
ur drykkjan dregið úr kynhvötum þín-
um? 19.: Drekkurðu af því að það ger-
ir þér auðveldara að vera samkvæmis-
hæfur? 20.: Drekkurðu til að hressa
þig upp og komast yfir minnimáttar-
kennd? 21.: Drekkurðu til að „manna
þig upp“ yf.rleitt? 28.: Er erf.ðara
orðið að umgangast þig?
Eins og sjá má af þe:su sýnishorni
eru tvær spurningar um afbrýðisemi,!
þrjár spurningar (19.—21.) allar ein
og hin sarna og síðustu spurninguna,
sem hér er tilfærð, virðist eðlilegra að
leggja fyrir þá, sem umgangast þurfa
áfengisneytandann en hann sjálfan.
Svo er og um spurninguna: Hefir
mannorði þínu hrakað? sem þarna
gefur einnig að líta.
EINU SINNI ÞÓTTI „milljóneri"
eða milljónungur stórt orð. Það benli
á svimandi auð öfnun manns, er hafði
með e.fðaaðstöðu og helzt án fyrir-
hafnar koinizt yfir óhemju miklar e!gn-
ir, er gáfu ríkulegan arð. Margur
unglingurinn mun liafa dundað sér við
að gera áætlanir um, hvað hann ætti
að gera, ef hann ætti milljón. Og það
var ekkert smáræði. Með henni gat
hann umbreytt lífi sínu og allra frænda
sinna og vina, byggt hallir, haft þjóna-
iið í kringum sig, gefið svimháar upp-
hæðir til eflingar atvinnu- og menning-
arl.fi í byggðarlagi sínu, ferðast um-
hverfis hnöttinn o. 8. frv.
ÍSLENDINGAR hafa ekki getað
státað af því, að eiga marga milljón-
unga gegnum aldirnar. En milljónung-
ur er ekki lengur stórt orð á íslandi.
Síðan íslenzka krónan varð að 5 eða
10 aurum, er engin fjarstæða að tala
um íslenzka milljónunga. Heyrzt hefir,
að til séu bændur, er vilji hafa á aðra
milljón króna fyrir bújörð sína, véla-
kost og áhöfn jarða.-innar. Og e. t. v.
er það engin fjarstæða. Höfuðból, sem
vel hefir verið setið, ásamt vönduðum
byggingum yfir fó.k, fénað, fóður og á-
burð, bifreiðum, drá.tarvélum og öðr-
um búvélum og hcimilisvélum, 50 kúm
og 200 fjár, svo að eitthvað sé upp tal-
ið, ætti í dag að vera milljónaeign í
íslenzkum krónum. Og vel má svo vera,
að erfitt sé að telja íslenzka milljón-
unga á fingrum sér, þegar jafnvel
bændurnir eru komnir í þeirra hóp.
Það er annað að eiga milljón fimmeyr-
inga en milljón krónur, eins og krónan
var fyrir 20 árum.
ÍSLENDINGAR EIGA mikið af
meisturum. Þeir eiga skólameistara og
meistara í íslenzkum fræð'um, skák-
meistara, bridgemeislara, húsameist-
ara, múrarameislara, svig-, 6tökk- og
sundmeistara o. s. frv. Og nú hafa þeir
einnig eignazt „snillinga", en það eru
menn, sem botna vísur við sérstök
tækifæri. Sbr. þessa frá ögn Alþýðu-
blaðsins 17. þ. m.: „Snillingarnir, sem
fóru til Kaupmannahafnar, voru þess-
ir: Helgi Sæmundsson ritstjóri, Steinn
Steinarr, Karl ísfeld og Guðmundur
Sigurðsson". (En fyrsttaldi snillingur-
inn er ritstjóri Alþýðublaðsins.)
Daglaunamaður skrijar:
„KommúnLtar hafa mjög lialdið því
frarn sem rökura fyrir verkfallinu um
daginn, að þjóðartekjunum væri ekki
rétt skipt hér a landi. Vil ég því mæl-
ast til, að þeir upplýsi, hvað t. d. múr-
arastéttina vanti til að fá sinn hlut af
þjóðartekjunum og cftir hvaða reglum
þeim sé 6kipt í ríki alsælunnar —
Rússlandi. Ifvert sé hlutfallið á rnilli
skerfs daglaunamannsins þar og t. d.
verkstjórans eða verkfræðingsins o. s.
frv.“
Námskeið í bindindis-
fræðslu
Bindindisfélag íslenzkra kenn-
ara, sem stofnað var fyrir tveim-
ur árum gengst í annaö sinn fyr-
ir námskelði í bindindisfræðslu,
sein hefst í Bindindishöllinni í
Reykjavlk fimmtudaginn 9. júní
n.k. kl. 10 árdegis.
Þetta verður stutt fyrirlestra-
námskeið og munu þessir menn
flytja þar erindi:
Esra Pétursson læknir (talar
um tóbakið og skaðsemi þess),
Kristján Þorvarðsson læknir, Sig-
urður Gunnarsson, skólastjóri í
Húsavík (talar um bindindis-
fræðslu á Norðurlöndum), Sveinn
Sæmundsson yfirlögregluþjónn
(talar um áfengi og afbrot) og
loks mun Þors'einn Einarsson í-
þróttafulltrúi væntanlega flytja
erindi um áfengi og íþróttir.
Þess er vænst, að kennarar fjöl-
málgagni hans mælist misjafnlega fyrir, a. m. k. utan höfuðstaðar-
ins. Og öll sólarmerki benda til, að það yrði flokknum næsta dýrt,
ef gengið yrði til kosn'nga. Fjöldi kjósenda Framsóknarflokksins
úti um byggðir landsins vill ekki kaupa Hermanni Jónassyni for-
sætisráðherrastól því verði, sem hann sjálfur vill gefa fyrir hann.
Ahuginn fyrir þeirri verzlun er minni en enginn hjá „áttavilltum
kjósendum“ Framsóknarflokksins í kjördæmum ulan Reykjavíkur.
En hann er því meiri meðal kommúnista og vinstri Kra'a.
Áttavilltir kjósendur lesa furðu lostnir skrif Tímans um „brask-
ara og milliliði“. Og flestum verður þeim á að hugsa eitthvað á þá
leið, að eins og sakir s'.anda færi blaðinu betur að velja sér einhvern
annan texta.