Íslendingur


Íslendingur - 27.02.1959, Síða 5

Íslendingur - 27.02.1959, Síða 5
Föstudagur 27. febrúar 1959 ÍSLENDINGUR 5 Úr heimahögum «00000000000000000000000 I. o. 0. F. — 1402308% — III. Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju sunnudaginn 1. marz kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 114 — 687 — 579 — 290 — 467. — P. S. Messað í barnaskólanum í Glerár- þorpi n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálm- ar nr.: 26 — 309 — 334 — 131. — K.R. ÆFAK. Drengjafundur í kapellunni n.k. sunnudag kl. 10.30 f.h. Jiriðja sveit sér um fundarefni. Hjúskapur. Þann 14. febr. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Rut Guðmundsdóttir og Ilallgrímur Hall- grímsson frá Víffivöllum í Fljótsdal. Heimili þeirra er að Þórunnarstræti 106 Akureyri. — Þann 15. þ. m. voru gefin saman í hjónahand ungfrú Líney Geirsdóttir og Ásgrímur Þorsteinsson. lleimili þeirra er að Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Myndarleg göj. Á fundi sínum 21. febrúar sl. samþykkti framkvæmdaráff I. O. G. T. að gefa Barnaverndarfélagi Akureyrar kr. 10 þúsund, en það er nú að byggja myndarlegan leikskóla á Oddeyrinni. Er þessi gjöf gefin í sam- bandi við 75 ára afmæli Góðtemplara- reglunnar hér á Akureyri og um leið Reglunnar á Islandi. Bókhaldari ráðinn. Akureyrarbær auglýsti nýlega eftir bókhaldara, og sóttu aðeins tveir um starfið. Ráðinn hefir verið Rúnar Sigmundsson við- skiptafræðingur. Slysjarir. Það slys varð í Sundlaug bæjarins s. 1. sunnudag, er nemendur M. A. voru þar í æfingatíma, að einn nemcndanna, Guðmundur Steinsson, slasaðist viff dýfingu. Var hann fluttur í sjúkrahúsið, og er óttast um að háls- liðir hafi raskazt. Var líðan piltsins fremur slæm, er síðast fréttist, en meiðsl hans þá ekki rannsökuð til fulls. Sextugur varð Tryggvi Jónsson af- greiðslumaður Helgainagrastræti 7 þ. 18. þessa mánaðar. Dánardœgur. Nýlátinn er í sjúkra- húsi í Þýzkalandi Sigurður Jóhannsson tannlæknanemi, Norðurgötu 42 liér í hæ. Lézt liann af völdum brunaslyss, sem áður liefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Sigurður var liinn mesti efnis- maður og öUum harmdauði, er hann þekktu. Frá Barnaskóla Akureyrar. Við fjár-1 söfnun þá, sem skólinn stóð fyrir vegna hinna hörmulegu sjóslysa, er togarinn Júlí og vitaskipið Ilermóður fórust tneð allri áhöfn, komu inn 21.173.00 kr. Skólinn þakkar foreldrum barnanna fyrir þessar fágætlega góðu óndirtekt- ir, er til þeirra var leitað með fjársöfn- un, og ekki síður börnunum, sem tóku þátt i henni af heilum hug. Eins og ktmnugt er, var ætlunin að stofna með fé þessu sjóð, er væri í vörzlu biskups og hefði það hlutverk að gleðja og styrkja börn hvar sem cr á landinu, er misstu feður sína í sjóinn, bæði nú og síðar. Það hefur nú verið sett í vald biskups íslands, hvort fé þessu verði varið á þennan hátt, eða það verði ]át- ið renna í bina almennu fjársöfnun, seni nú er hafin. — II. J. M. BORGARBÍÓ Sími 1500 í kvöld og um helgina: ÁSTIR PRESTSINS (Der Pjarrer von Kirchfeld) (Prœsten i Kirkeby) Áhrifarík, mjög falleg og vel leikin, ný, þýzk kvikmynd í lit- um. — Danskur texti. — Að- alhlutverk leikur hin fallega og vinsæla sænska leikkona: ULLA JACOBSSON ásamt CLAUS HOLM. Athugið! Bíósýningin á föstu- dagskvöld verður sérsýning vegna sjóslysanna. Allt, sem inn kemur rennur í þann sjóð. Lægsta miðaverð kr. 15.00 og þeir sem þess óska geta greitt hærra verð. ÁTTA BÖRN Á EINU ÁRI (Rock A-Bye, Baby) Þetta er ógleymanleg amerísk gamanmynd í litum. — Aðal- hlutverkið leikur hinn óvið- jafnanlegi JERRY LEWIS. Blaðaummœli: „Maður verður ungur í ann- að sinn, hlær eins hjartanlega og í gamla daga, þegar mest var hlegið. Kvikmyndin er um leið og hún er brosleg svo mannleg og setur það út af fyr- ir sig svip á hana. Einmitt þess vegna verður skemmtunin svo heil og sönn.“ Hannes á horninu. Þessi mynd var sýnd í Tjarnar- híói sem jóla- og nýársmynd og til janúarloka, eða 100 sinn- um. BARNARÚM TIL SÖLU Upplýsingar í síma 1904 eftir kl. 8 á kvöldin. ISABELLA sokkar saumlausir, nýkomnir. Verzl. Drífa Sími 1521 Borgarbíó sýnir um þessar mundir þýzka litkvikmynd með dönskum texta, Ástir prestsins, með sænsku leikkon- unni Ullu Jacobsson í aðalhlutverki. Ágóði af sýningunni í kvöld rennur ó- skiptur í sjóslysa-sjóðinn. Ar^liáhd Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldin laugardags- kvöldið 7. marz að Hótel KEA og hefst hún kl. 9. Ánnóll íslendings Dr. Sigurður Sigurðsson berklayfir- læknir skipaður landlæknir yfir íslandi. Tilhögun verður þessi: 1. Ávarp: Jónas G. Rafnar. 2. Einsöngur: Jóhann Konráðsson. Undirleikari Árni Ingimundarson. 3. Minnst 30 ára ajmœlis F. U. S. „Varðar“: J. G. Sólnes 4. Þátturinn: Hver er hver. 5. Gamanvísur: Sigurveig Jónsdóttir. — D A N S — Aðgöngumiðar að árshátíðinni verða seldir í skrifstofu Sj álfstæðisfélaganna, Hafnarstræti 101, föstudag (6. marz) kl. 4—7 og á laugardag kl. 1—4. (Sími 1578) Gunnfaxi, ein af Douglas-flugvélum Flugfélags íslands stórlaskast í fárviðri á flugvellinum í Vestmannaeyjum. 30 kössum af smygluðu áfengi varp- að fyrir borð í Lagarfossi að fyrirlagi skipstjórans, er skipið var á leið frá Hamborg til Reykjavíkur. Gunnþórunn Ilalldórsdóttir, þjóð- kunn leikkona, andast í Reykjavík 87 ára gömul. Sjálfstœðisfélögin. Iláseti á togaranum Þoráteini Ing- ólfssyni, Ottó Guðmundsson Iiafnar- firði, bíður bana af byltu um borð í NÝ GERÐ AF koldashóm fyrir karla og konur. Póstsendum. Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. Sími 2399. — Pósthólf 225. skipinu. Féll þar í stiga og kom niður á höfuðið. Ungur Dani, vinnumaður á Þingeyr- um í Ilúnavatnssýslu, verður fyrir hey- vagni, er fauk um koll, og bíður bana. Mesta þrumuveður um áratugi geng- ur yfir Suður- og Suðvesturland. Valda eldingar talsverðu tjóni á bæjum í Borgarfirði og sunnanlands, kveikja m. a. í kirkjunni í Borgarnesi. NÝJA-BÍÓ Sími 1285 í kvöld kl. 9: Vegna mikilla eftirspurna RAPSODIA Hin fræga músikmynd. Laugardag kl. 5: Hausaveiðararnir Ný, amerísk frumskógamynd með hinum fræga JOHNNY WEISSMULLER. Laugard. kl. 9 og sunnud. kl. 5 Ævintýri ó hóteli Framúrskarandi skemmtileg og falleg, ný, frönsk-ítölsk gamanmynd í litum. — Aðal- hlutverk: CHARLES BOYER. FRANCOIS ARRAUL. Nœsta mynd: ÁRÁSIN Afarspennandi og áhrifamikil, ný, amerísk stríðsmynd frá innrásinni í Evrópu í síðustu heimsstyrjöld, er fjallar um sannsögulega viðburði úr stríðinu, sem enginn hefir á- rætt að lýsa á kvikmynd fyrr en nú. — Aðalhlutverk: JACK PALANCE EDDIE ALBERT. Bönnuð innan 16 ára. DANSKAR PRJÓNAHÚFUR fyrir drengi, telpur og full- orðna. — Nýtt. Verzlunin Eyjafjörður h.f SKOZK ULLARKJÓLATAU í fleiri litum. Verzlunin Eyjafjörður h.f. ÍÞRÓTTA- BÚNINGARNIR fást hjá okkur. Nýkomnir einlitir, þykkir búningar með rennilásum. Ennfremur þunnir tvílitir húningar. Svartir með hvítu og bláir með hvítu. Flestar stærðir fáanlegar. Verzlunin Eyjafjörður h.f. Kýr ber 4 kálfum að Öndólfsstöðum í Reykjadal að næturlagi. Allir kálf- arnir dauðir, er að var komið. ^yjar vörur. erlendar: Kvenskór mjög fallegir, með kvart og háum hæl. Flauelsskór með fylltum hæl. Strigaskór með fylltum hæl. Karlmannaskór Verð kr. 204.75. Ennfremur dýrari tegundir, o. m. fl. Hvamibergsbræður ISABEUA-sohhar ANÍTA saumlausir net. Verð: 55.40. BERTA saumlausir net. Verð: 50.60. MARÍA Verð: 38.50.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.