Íslendingur - 16.06.1961, Síða 5
Föstudagur 16. júní 1961
ÍSLENDINGUR
5
Breyfinpr á landnámslögunum
Á SÍÐASTA þingi voru gerðar
breytingar á lögum um landnám,
ræktun og byggingar í sveitum.
I fyrsta lagi hækkar framlag
til ræktunar á nýbýlum samkv.
5. gr. þeirra laga úr 5 millj. á ári
í 6.5 millj. Nemur sú hækkun um
15 þús. á nýbýli, var áður 35 þús.
í öðru lagi: Heimilt er nú að
veita 40 þús. kr. byggingastyrk á
býli samkv. 26. gr., áður 25 þús.
Nemur hækkun á þessu skyni Vá
millj. á ári, verður 2 millj. í stað
lVz millj. áður.
í þriðja lagi: í 38. og 41. gr.
landnámslaganna frá 1957 eru
ákvæði um aukajarðræktarstyrk.
En þau ákvæði falla niður í árs-
lok 1961. Þessi ákvæði voru fram
lengd um fjögur ár og upphæðin
auk þess hækkuð úr 5 millj. í 6
millj. Af fé þessu, sem aðallega
er ætlað til jarðræktar á smábýl-
um, sem hafa innan við 10 ha.
tún, er einnig heimilt að verja
lítilsháttar upphæðum til íbúð-
arhúsabygginga í sveitum, 25
þús. kr. til þeirra bænda, er erfið
astan fjárhag hafa að dómi Ný-
býlastjórnar. Voru þau ákvæði
sett inn í lögin í fyrra og í dag-
legu tali nefnd „Jóns Pálmason-
ar lögin“. Vegna þeirra ákvæða
hækkar þessi liður eins og fyrr
er sagt um 1 milljón, auk þess
sem eldri ákvæðin voru fram-
lengd um 4 ár, þar sem sýnt þyk-
ir að enn sé alllangt í land með
að öll býli í landinu nái þeirri
lágmarkstúnstærð, þ. e. 10 ha.
Alls hefur því framlag til ný-
býla og hliðstæðra framkvæmda
samkv. lagabreytingu þessari —
sjá lög frá 27. marz 1961 — hækk
að um 3 millj. á ári og auk þess
framlengt 5 millj. árlegt framlag
til ræktunar á smábýlunum, er
1957 var áætlað að niður félli í
árslok 1961.
Frá því lög um nýbýli voru
sett hér á landi hafa verið reist
727 nýbýli og endurbyggt á 159
eyðijörðum, en uppbygging
Gjalddagi blaðsins
er 15. júní
TIL ÞESS að auðvelda innheimtu
áskriftarverðs blaðsins, kr. 75.00,
væri æskilegt, að kaupendur þess
í nærsveitum greiddu það í af-
greiðslu blaðsins, Hafnarstræti
81, svo að komizt verði hjá póst-
kröfukostnaði. Póstkröfur munu
verða sendar út í næsta mánuði.
Það skal tekið fram, að í ná-
grenni bæjarins hafa kaupendur
í Öxnadal sýnt langbezt skil.
þeirra nýtur sömu aðstoðar og
nýbýlin.
Af þessu sést að þáttur þessar-
ar löggjafar er mikilsverður að
því er snertir uppbyggingu sveit-
anna. En alls á landinu eru talin
um 6000 lögbýli. Á nýbýlum þess
um er bústærð að meðaltali um
14—15 kúgildi (í kúgildi er
reiknað með 1 kú eða 20 ám). í
einu byggðahverfi sunnan lands,
í Ölfusi, er bústærð 20 kúgildi
til jafnaðar og eru þar 8 býli.
Enn stærri er þó bústofn í
byggðahverfi einu í Húnavatns-
sýslu, 24.3 kúgildi. En þar eru
býlin aðeins 3.
Talið er að nú kosti um 1.3
millj. að koma upp nýbýli með
áhöfn og áhöldum. Framlag ríkis
ins til slíks býlis hefur verið:
Húsastyrkur 25 þús., ræktunar-
styrkur 35 þús. Eftir lagabreyt-
ingu, sem gerð var á síðasta þingi
má búast við að styrkur á nýbýli
verði: Húsastyrkur 40 þús., rækt
unarstyrkur 50 þús. Auk þess
njóta svo nýbýlamenn hins al-
menna jarðræktarstyrks.
Talið er að nú kosti um 123
þús. að rækta 10 ha tún. En það
er lágmarksræktun á býli, ef við
unandi aðstaða á að geta skapazt
þar til búskapar.
Lán úr Byggingasjóði til íbúð-
arhúsa á sveitabýlum, þar með
talin nýbýli, hafa verið 75 þús. á
hús, munu nú verða 90 þús. Og
Ræktunarsjóðslán til útihúsa
eiga að geta orðið 200—250 þús.
Alls verða þá lán til nýbýlis eins
og nú horfir:
Byggingasjóðslán kr. 90.000.00,
Ræktunarsjóðslán kr. 250.000.00,
eða samtals um kr. 340.000.00. —
Styrkir um kr. 90.000.00. Lán og
styrkir alls í kringum 400—430
þúsund. Og verður þá einstak-
lingurinn að leggja fram frá sjálf
um sér 800—900 þúsund. Af
þessu er ljóst að mikið áræði og
dugnað þarf til að reisa nýbýli
frá grunni. Sá gleðivottur er þó
enn fyrir hendi að margt fólk í
landinu vill leggja það á sig að
byggja upp sveitirnar og hefur
sumum nýbýlamönnum tekizt
með ágætum að gera þau mynd-
arleg. En til þess þarf að sjálf-
sögðu mikla atorku og margra
ára starf við byggingar og rækt-
un.
Á undanförnum árum hafa Ný-
býlastjórn borizt 60—70 beiðnir
á ári um aðstoð vegna nýbýlalag-
anna. Á síðasta ári, 1960, bárust
henni 52 slíkar umsóknir, sem
voru samþykktar.
Bj. G.
Haraldur Guðnason láfinn
AÐFARANÓTT sl. mánudags
andaðist í Fjórðungssjúkrahús-
inu H,araldur Guðnason, Hafnar-
stræti 18B hér í bæ, 66 ára að
aldri.
Haraldur var fæddur á Eski-
firði og tekinn þar í fóstur af
Gerðu og O. Tulinius og fluttist
með þeim hingað til Akureyrar 6
ára gamall. Á árunum 1916—1920
dvaldist hann í Noregi og Dan-
mörku og lagði þar stund á sútun
skinna. Eftir að hann kom aftur
heim til Akureyrar, rak hann
sútunarverkstæði um nokkur ár,
en var jafnframt um nokkur sum
ur við verkstjórn hér í bæ og úti
í Hrísey.
Haraldur var tvíkvæntur. Fyrri
konu sína, Hrefnu Sigurjónsdótt-
ur, missti hann fyrir 35 árum.
Voru þau barnlaus. Seinni kona
hans var Dagmar Sigurjónsdóttir,
og missti hann hana einnig fyrir
Staðarfellsskóli
HÚSMÆÐRASKÓLANUM að
Staðarfelli í Dalasýslu var sagt
upp sunnudaginn 1. maí. Aðal-
ræðuna við skólaslitin flutti frú
Kristín Guðmundsdóttir, for-
stöðukona. Alls hafa 24 náms-
meyjar notið kennslu í skólanum
á liðnum vetri, um lengri eða
skemmri tíma. Fullskipaður get-
ur skólinn tekið við 28—30 nem-
endum allan veturinn. Heilsufar
var ágætt í skólanum. Fæðis-
kostnaður var kr. 21.00 pr. dag.
Hæstu einkunnir við burtfarar-
próf hlutu Anna Sigríður Jóns-
dóttir, Akureyri, 9.34, Guðrún
Björnsdóttir, Akureyri, 9.26, og
Svanhildur Jónsdóttir, Skálanesi,
Barðastrandarsýslu, 8.74. Kenn-
arar við skólann eru, auk for-
stöðukonu, frk. Ólöf Hulda Karls
dóttir, er kennir vefnað o. fl. og
frk. Guðrún Jensdóttir mat-
reiðslukennari, en hin síðar-
nefnda hefur starfað við skólann
í 11 ár af miklum dugnaði og skör
ungsskap.
nokkrum árum. Eignuðust þau
3 sonu, sem allir eru uppkomnir
og starfandi hér í bæ.
Haraldur var góðum íþróttum
búinn í æsku, meðal annars
glímumaður svo að til var tekið.
Hann var alla tíð fastlyndur og
óvílinn, raungóður og greiðasam-
ur, hvort sem kunnugir eða ó-
kunnugir áttu í hlut. Góður heim
ilisfaðir og trúr verkmaður. Síð-
ustu árin, meðan heilsan leyfði,
vann hann hjá Akureyrarbæ að
ýmsum störfum.
Sr. Friðrik A. Friðrikss.
(Framhald af bls. 4)
um við hinn bjarta boðskap gleð
innar, því að þá er boðskapur
Krists ekki lengur fagnaðarer-
indi. Séra Friðrik er hvorttveggja
alvörumaður og lífsglaður. Hann
sameinar þetta svo snilldarlega
vel.
í hópi vina og starfsbræðra er
hann hrókur alls fagnaðar. Mað-
ur kemst alltaf í gott skap í ná-
vist hans. Sem fundarstjóri er
hann bæði ákveðinn og röggsam-
ur, lipur og tillögugóður.
Síðast en ekki sizt vil ég þakka
hve hann er tryggur og góður
vinur.
Séra Friðrik er kvæntur
danskri konu, Gertrud Estrid
Elise, cand. phil. frá Kaupmanna
höfn, og hefur hún tekið virkan
þátt í safnaðarstarfinu, verið org
anisti kirkjunnar og auk þess
haft með höndum kennslustörf
og haft forystu í skátareglunni.
Þau hafa gert mikið fyrir Húsa-
vík. Þau eru mjög gestrisin og
ánægjulegt að dvelja á heimili
þeirra. Þar ríkir hinn hlýi andi
bróðurþels, vináttu og góðvilja,
og ég færi þeim innilegar þakkir
fyrir margvíslegan vináttuvott.
Börn þeirra eru: Gertrud Beate
Björg, gift Ingvari Þórarinssyni
kennara, séra Friðrik Hákon Örn
kvæntur Álfhildi Sigurðardóttur,
Skútustöðum, Aldís Elisabeth
gift Páli Þór Kristinssyni við-
skiptafræðing og Birna Guðrún
gift Þorvaldi Guðmundssyni
lækni.
Margir vinir austan hafs og
vestan senda honum árnaðarósk-
ir á afmælisdegi hans. Guð blessi
gott og göfugt starf hjónanna
fyrir kirkjuna, fagrar listir og
sanna menningu þjóðarinnar.
Heilla- og blessunaróskir sendi
ég þér, ágæti vinur, og allri fjöl-
skyldunni á þessum hamingju-
degi. Pétur Sigurgeirsson.