Íslendingur - 14.12.1962, Side 5
t B
ALLMIKIÐ hefur borið á því
á þessu ári að skip hafi sokkið
svo til fyrirvaralaust á rúmsjó,
sum í góðu veðri. Nokkrum hef-
ur þó hlekkzt á vegna veðra
eða að þau hafa strandað. Okk-
ur finnst mikið til um þessa
hluti á slíkri tækniöld, sem við
nú lifum á, og má vera, að það
sé eðlilegt. En þessir miklu
skipaskaðar eru smávægilegir,
ef borið er saman við fyrri tíma,
enda var allur útbúnaður þá
ófullkomnari. Hinsvegar hefur
þrautseigja sjó- og farmannsins
ávallt verið sú sama, undra-
verða og ótrúlega. Mikið hefur
verið skráð af hrakningasögum
íslenzkra sjómanna og eru
komnar út um það efni svo
margar bækur, að það væri að
bera í bakkafullan lækinn að
gera tilraun til viðbótar í því
efni, en mig langar til að rifja
upp nokkrar gamlar, erlendar
hrakningafrásagnir á sjó frá
þeim tíma, er ekki þekktist raf-
magn eða talstöðvar, né heldur
vélaafl í skipum.
Ef við flettum upp í sögu
hrakninga á sjó, er erfitt að á-
kveða hvar á að byrja. En af
handahófi skulum við líta á
nokkur dæmi:
Pietro Querini, sem var að-
alsmaður í Feneyjum lét úr
höfn á skipi sínu 25. apríl 1431.
Burtfararstaðurinn var eyjan
Krít. Skipið var hlaðið víni, og
var ákvörðunarstaður höfn í
Norður-Evrópu. Fyrst í stað
gekk ferðin vel, en undan Spán-
arströndum steytti skipið á
skeri og laskaðist allmikið. Var
þá haldið til hafnar og fengin
viðgerð.
Enn var lagt af stað að við-
gerð lokinni, en óhöppin eltu
þessa farmenn miðaldanna. Sí-
felld óveður komu í veg fyrir
að nokkuð gengi, og um mánað-
artíma var skipið svo til á sama
stað í námunda við Kanaríeyj-
ar. Þar bilaði stýrið, sennilega
af völdum skemmda, er orðið
höfðu í Spánarstrandinu Eftir
mikla örðugleika náðist höfn í
Portúgal. Viðgerð var fram-
kvæmd, en því næst látið í haf.
En óhöppin héldu áfram, og um
miðjan desember var skipið yf-
irgefið. Farið var í tvo báta, en
áhöfnin var samtals 68 menn.
Skipstjórinn taldi, að þeir væru
staddir skammt vestur af ír-
landi og var því haldið í þá
5átt í von um góða landtöku.
Um áramót voru 26 menn
ÍSLENDINGUR
dánir af kulda og vosbúð, en
einnig var mikill matarskortur.
Nokkru áður höfðu bátarnir
orðið viðskila, og snemma í jan-
úar, þegar mennirnir á stærri
bátnum voru búnir að gefa upp
alla von um björgun, bar þá að
snævi þakinni og klettóttri
strönd. Aðframkomnir og hungr
aðir skreiddust þeir á land og
urðu þess brátt vísari, að þeir
voru staddir á eyðiey. Ekkert
var til matar annað én krækl-
ingur, sem þeir fundu í fjör-
unni. Er þeir reyndu að komast
frá eynni á bátnurri, reyndist
hann svo brotinn eftir lending-
una, að hann var ósjófær.
Urðu þeir því að vera á eynni
við þröngan kost. Er þeir höfðu
dvalið þarna í 11 daga, fann
einn mannanna kofa hinum
megin á eynni. Virtist hann hafa
verið notaður sem gripahús.
Var nú í snatri hafizt handa um
að flytja þangað, en þeir félag-
ar voru svo aðframkomnir, að
þeir gátu ekki flutt með sér
þrjá af mönnunum, sem voru
of veikir til að ganga. Voru þeir
því skildir eftir. Nokkrum dög-
um síðar fannst lítill hvalur rek-
inn á fjöru, og virtist hann ný-
dauður Þessi fengur færði nýtt
líf í hina sjóhröktu farmenn.
Hvalurinn entist í rúma viku,
en þá voru þeir aftur matar-
lausir. Meðan hvalurinn entist
færðist nýtt líf í hina hröktu
menn, og þeir eygðu nokkra
von framundan, en er hvalkjöt-
ið var þrotið, færðist vonleysi
yfir þá að nýju. Á sama tíma
þraut einnig allt eldsneyti, og
var því ekki annað fyrirsjáan-
legt, en að þeir mundu allir
bera beinin á þessari köldu og
lífvana eyju. En þegar öll sund
virtust lokuð, barst loks hjálp.
Einn morguninn vöknuðu hinir
aðþrengdu menn við mannamál.
Og er að var gætt, kom í Ijós, að
fiskimenn frá næstu byggðri
eyju höfðu séð reyk leggja upp
frá hinni mannlausu ey og
komu til að athuga hverju það
sætti.
Framhald.
Carmencita er ráðrík
MENN segja á Spáni, að Franco
óttist kommúnista meira en allt
annað, og þar svo næst dóttur
sína Carmencitu. Hvað eftir
annað hefir hún brotið í bág
við vilja föðurins.
Og enn fer hún sínu fram
þrátt fyrir andstöðu FrancoS.
Þegar á barnsaldri stóð hún
uppi í hárinu á föður sínum.
Stundum lá við að mótþrói henn
ar leiddi af sér hneyksli.
Fyrir nokkrum árum lét
Franco það boð út ganga, að
konum væri bannað, að láta sjá
ER LYKILL ÆÐRI MENNTUNAR Á ÍSLANDI.
AthugiS, aS BREFASKÓLISÍS kennir eftirfarandi lands-
prófsgreinar:
íslenzk málfræSi,
íslenzk bragfræSi,
Danska,
Reikningur,
Algebra,
ESIisfræSi.
Unglingar! NotiS þetta einstaka tækifæri. OífylliS seS-
ilinn hér til hægri og sendiS hann til BRÉFASKÓLA
SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ég undirritaður óska að gerast nemandi í:
□ Yinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr.___________'
Náfn
Heimilisfang
Bmnntuin ailt árið —- BRÉFASHÓLI SÍS
sig í bikini-baðfötum á strönd-
um Spánar. Þá sagði Carmen-
cita, að þetta væri heimskuleg
fyrirskipan. Hún lét ekki sitja
við orðin tóm, klæddist „nekt-
ar“-baðfötum og gekk um á
mest sóttu baðströnd Spánar.
Fyrir 10—12 árum var Christ-
obal de Villaverde, markgreifi,
ástfanginn í Carmencitu, og bað
hennar. Franco var ekki hrif-
inn af markgreifanum, og fyrir-
bauð dóttur sinni að giftast hon
um.
En Carmencita lét bannið sem
vind um eyru þjóta.
Hún sagði: „Það skiptir engu
máli, hvort föður mínum geðj-
ast vel eða illa að mannsefni
mínu. Það er ég, sem á að búa
með honum, ekki faðir minn.“
Hún játaðist markgreifanum
og þau giftust án blessunar
Francos.
Einvaldurinn sætti sig innan
skamms við orðinn hlut, og gaf
ungu hjónunum hús með hús-
gögnum, er var yfir tveggja
milljón danskra króna virði.
Nú er Carmencita komin yfir
þrítugt. Hún hefir eignast fjög-
ur börn, og er eins viljasterk og
nokkru sinni áður.
Það sýnir hún og sannar með-
al annars í því, að beita áhrif-
um sínum til þess að fá ákveð-
inn mann í hásæti Spánar, er
Franco lætur af völdum.
Síðasti kóngur á Spáni v»ar
Alfons 13., er var vikið frá völd
um 1931. Hann er nú látinn fyr-
ir mörgum árum.
Sonur Alfonso, fyrrverandi
ríkisarfi Don Juan, á heima í
Portúgal. Hann gerir enn kröfu
til þess að verða kóngur á
Spáni. Það hefir verið opinbert
leyndarmál hin síðari ár, að
Franco hefi samþykkt þetta.
Eftir að hann léti af völdum
skyldi Don Juan verða kóngur.
En svo kom Carmencita til
sögunnar. Hún mælti: „Don
Juan gæti orðið allgóður kóng-
ur. En hann er of gamall, —
kominn um fimmtugt. Konung-
ur Spánar á að vera ungur mað-
ur, fullur orku og gæddur
nýtízku hugsjónum. Don Juan á
því ekki að verða konungur
heldur sonur hans Don Juán
(Framhald á blaðsíðu 7).