Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1963, Side 5

Íslendingur - 29.11.1963, Side 5
•mtiimmtniMinriíff i»»ii»iMmniiiiiiiiiimiiiim»iimiiiiiiiiiiiimi»iimiMi«»iiiiiniiiiiimiMiii«mi»Miim**i**m»»mi*mmm»*i*m*ii»« BÆKUR OG RIT I •■MiMMmMimmmmimmiimimi IMMMMMMMMItMmMMMMMMIMM Skáldið á Sigurhæðum, safn I ritgerða um þjóðskáldið Mattliías Jochumsson. Davíð c ] Stefánsson tók saman. Bóka- forlag Odds Björnssonar. í bók þessari er saman safnað flestu því, sem skrifað hefur verið um þjóðskáldið Matthías á Sigurhæðum, og er það all- mikið að vöxtum, hátt á 4. hundrað bls. Davíð Stefánsson skáld hefur safnað efninu sam- an og búið undir prentun, og kveður hann í formálsorðum „bókinni ætlað að kynna mönn- um líf og starf þjóðskáldsins, og þess vænzt, að hún á þann hátt verði sem allra flestum til gleði og sálubóta.“ Bókina rita: Þorsteinn Gísla- son, Guðmundur Hannesson, Guðmundur Finnbogason, Einar H. Kvaran, Árni Pálsson, Stefán Stefánsson, Valtýr Guðmunds- son, Gunnar Gunnarsson, Jó- hann Sigurjónsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurður Guðmunds son, Jakob Kristinsson, Geir Sæmundsson, Eiríkur Briem, Kristján Albertsson, Sigurður Nordal, Steingrímur Matthías- son, Benjamín Kristjánsson, Friðrik J. Rafnar, Guðmundur Árnason, Richard Beck, Rögn- valdur Pétursson, Steindór Steindórsson, Jóna^ Jónsson, Guðrún Sveinsdóttir, Steingrím- ur Þorsteinsson, — og að lokum óprentuð grein eftir Davíð Stefánsson um kynni hans af þjóðskáldinu og ræða hans við opnun Matthíasarsafnsins á Sig- urhæðum. í bókinni eru falleg- ar litmyndir af skáldinu og húsi hans, Sigurhæðum, og er útgáf- an öll smekkleg og vönduð. Bók in í alla staði ánægjuleg jóla- bók, ekki bók til að hraðlesa og læsa síðan niður í kistu, — held ur til að setja upp í hillu og grípa til, þegar maður hefur næði til að lesa og hugsa. I Því gleymi cg aldrei II. i Kvöldvökuútgáfan hf. Akur- eyri. Gísli Jónsson bjó til prentunar. Prentsmiðja Akra ness hf. I. bindi þessa frásagnasafns hlaut miklar vinsældir, svo að Kvöldvökuútgáfunni varð hvatn ing til að halda útgáfunni áfram. 1 þessu bindi eru 19 frásagnir, að sjálfsögðu misjafnlega efnis- miklar og misjafnlega ritaðar, en þó engin laklega. Höfundar eru: Arinbjörn Árnason, Egill Jónasson, Emil Björnsson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Böðv- arsson, Guðrún frá Lundi, Ingi- björg Þorbergs, Játvarður Jök- ull, Jónas Guðmundsson, Jónas frá Hofdölum, Jórunn Ólafs- 5dóttir, Magnús Hólm Árnason, Ólafur Jónsson, Ólafur Tryggva 'fSLENDINGUR. son, Sigurður Nordal, Stefán Jónsson, Stefán Ág. Kristjáns- son, Sveinn Víkingur og Vigfús Björnsson. Hefst bókin á minn- isverðu sjóslysi en endar á fer- legri draugasögu. Það er nokkur vandi að flokka þessa þætti eftir sagna- gildi þeirra og frásagnarstíl. Ég tel fyrsta þáttinn, frásögn Arin- bjarnar Árnasonar af Talisman- slysinu, sem Kristján Jónsson hefur skrásett, einna minnis- verðastan eftir lestur bókarinn- ar. í öðru lagi vil ég nefna greinargóða frásögn Ólafs Jóns- sonar af Geysisslysinu á árun- um og björgun áhafnarinnar, atburði, sem seint má og seint mun falla í gleymsku. Þá má enn nefna frásögn Magnúsar H. Árnasonar af Oddeyrarbrunan- um 1906 og þá frásögn af nýrri atburði, hreyfilbilun landhelgis- gæzluflugvélarinnar, sem Jónas Guðmundsson segir frá. Flestar eru hinar eftirminnilegu frá- sagnir af einhverjum atburðum, sem ýmist eru þeim, sem frá segir ógleymanlegir, en gjarna öllum almenningi, svo sem Talisman-slysið og Geysis-slysið. Undantekning frá þessu er þó frásögn „Það munaði mjóu“, og virðist hún ekki eiga vel heima í þessu riti. Og hætt er við, að mörgum verði á að efast um sannleiksgildi hinna mögnuðu reimleikasagna í lok bókarinn- ar. Eigi verður svo skilið við þessa bók, að ekki sé minnzt á frásögn Jórunnar Ólafsdóttur frá Sörlastöðum. Efnið lætur ekki mikið yfir sér: lömb tekin frá til slátrunar að hausti. En þeim snilldarhöndum er um annars lítið efni farið, að Harm- ur haustsins er sá þátturinn í þessu bindi ógleymanlegra minninga, sem fyrstur yrði les- inn tvisvar. Að öðru leyti skal hér ekki fjölyrt um þæt'tina, en þétta hið síðara bindi áf tveim útkomnum stendur ekki í heild . að baki hinu fyrra og á því vinsældir líklegar engu síður en það. Bókin er 218 blaðsíður. Jónas Þorbergsson: Afreks- menn, ævisögur, draumar og dulræn fyrirbæri. Setberg, Reykjavík 1963. Innihald bókar þessarar, auk formála þess, er bókina hefur tekið saman, er þáttur um Krist * ján ríka Jónsson í Stóradal, sjálfsævisaga Jónasar Sveins- sonar frá Bandagerði (sonarson ur Kristjáns ríka) og þættir um drauma Jónasar og dulræna reynslu. Það er stórt orð Hákot, og (Framh. á bls. 7) 1836 Möðruvellir í Hörgárdal (Auguste Mayer) BÆKUR FRA ALMENNA BOKAFELAGINU JÓN ÞORLÁKSSON — þjóð- skáld íslendinga. ÆVISAGA sira Jóns á Bægisá, hins mikla ljóðasnillings og þýð anda, sem uppi var fyrir tveim öldum, er nýkomin út hjá Al- menna bókafélaginu. Er sagan skrifuð að síra Sigurði Stefáns- syni, vígslubiskupi Hólastiftis, en hann er manna kunnugastur hinum stormasama en stór- brotna æviferli Jóns Þorláks- sonar. „Jón Þorláksson — þjóðskáld lslendinga“, en svo nefnist ævi- sagan, er um 300 bls. að stærð, Sr. Sigurður Stefánsson. prýdd mörgum myndum. Er bókin októberbók AB 1963 og þarf ekki að efa, að almenn- ingur muni fagna því, að 'eiga nú greiðan aðgang að ýtarlegri sögu um ævi síra Jóns og um leið mörgum þeirra frábæru ljóða og ljóðaþýðinga, sem hann varð frægur fyrir á sinni tíð — og æ síðan, en Jón Þorláksson var fyrstur nefndur því sæmdar heiti — þjóðskáld íslendinga. í bókinni segir frá því, hvern- ig umhorfs var í íslenzku þjóð- lífi um og eftir miðja 18. Id, þegar Jón Þorláksson ólst upp og lifði síðan margbrotnu lífi. Sagt er m. a. frá skólavist hans í Skálholti, amtsskrifarastarfi á Leirá og Bessastöðum, prest- skap hans í Saurbænum og hempumissi tvívegis. Þá er greint frá veru hans við prent- verkið í Hrappsey, þar sem hann fyrstur íslenzkra skálda handlék eigin ljóðabók árið 1774; síðan uppreist hans og prestskap norður á Bægisá, fátækt og basli þeirra tíma — og óbugandi elju síra Jóns við ljóðaþýðingar og kveðskap, en eins og allir vita þýddi hann m. a. Paradísarmissi Miltons og fleiri meistaraverk. Loks segir frá hjúskap Jóns, börnum hans og niðjum. Þetta er fyrsta bók sr. Sig- urðar Stefánssonar, vígslubisk- ups, en hann hefur í tómstund- um frá prestsstörfum og um- fangsmikilli bústjórn á Möðru- völlum lagt stund á íslenzka kirkjusögu, ritað og flutt erindi um það efni. Hinum margvís- lega fróðleik um ævi og störf síra Jóns á Báegisá hefur hann viðað að sér nú um tveggja ára- tuga skeið og mun því enginn núlifandi manna taka honum fram um þekkingu á æviferli hins merka þjóðskálds. Bókin er prentuð í prent- smiðju Jóns Helgasonar, mynda mót eru gerð hjá Prentmót hf., bókbandsvinna unnin af Bók- felli hf. og kápu hefur Tómas Tómasson teiknað. HLÉBARÐINN. KOMNAR eru út fyrstu bækur Almenna bókafélagsins á þessu hausti, en það eru bækurnar fyrir ágúst og september. Onnur bókin er hin heims- fræga skáldsaga, Hlébarðinn, eftir ítalska furstann Giuseppe di Lampedusa í þýðingu Tómas- ar Guðmundssonar skálds. Þegar höfundur bókarinnar lézt 1957 lét hann eftir sig hand ritið að þessari fyrstu og einu bók, sem hann skrifaði. Utgáfu- fyrirtæki eitt í Mílanó hafði þá hafnað handritinu, sem óhæfu til útgáfu. Handritið komst síð- ar í hendur Feltrinellis, sem gaf það út. Sagan hlaut. æðstu bók- menntaverðlaun ítalíu og seld- ist strax í stærri upplögum en dæmi voru til um skáldsögur þar í landi. Síðan hefur Illébarð inn farið sigurför um hinn menntaða heim og er nú al- mennt talinn til afreksverka í evrópskum bókmenntum. Hlébarðinn er saga sikileyskr- ar furstaættar, eða nánar til- tekið ættarsaga höfundarins sjálfs, og hefst árið 1860, þegar Garibaldi gerði innrás sína í Sikiley, en endar árið 1910. Með ógleymanlegum hætti speglar frásögnin hinar miklu samfél- agsbyltingar, sem urðu í Evrópu á þessu tímabili, þó að segja megi, að öll bókin sé glitrandi af kímni, nær snilld höfundar- ins hæst í túlkun hans á ást, hnignun, herfulleik, dauða. Kvikmynd hefur verið gerð eftir sögumii og hlaut hún 1. verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí sl. Hlébarðinn er 310 bls. að stærð prentaður í Víkingsprenti, en bundinn hjá Bókfelli hf. ÍSRAEL. Hin bókin, sem nú er komin út hjá AB er ísrael eftir Robert St. John. Þýðandi er Sigurður A. Magnússon. Þetta er sjöunda bókin í hin- um vinsæla bókaflokki AB, Lönd og þjóðir. Höfundurinn er reyndur fréttamaður og nákunnugur ísrael og hefur áður ritað fjórar bækur um þetta efni. Fimmtán ár eru liðin síðan ísarelsríki var stofnað, og hefur þróun þess síðan verið kölluð kraftaverk. Lýsir höfundur bar- áttu þjóðarinnar, ísraela nútím- ans, gegn margföldu ofurefli Araba og síðan stöðugri bar- áttu nýrra þjóðar fyrir tilveru sinni. Jafnframt er rakin saga ísraelsmanna hinna fornu og tvöþúsund ára útlegðarsaga Gyðinga, sem endaði í ofsókn- um Nazista. Eins og fyrri bækur í þessum bókaflokki er ísrael með á ann- að hundrað myndir og um 160 bls. að stærð. Myndirnar eru prentaðai' á ítalíu en texti prentaður í Prent smiðjunni Odda. Bókin er bund- in í Sveinabókbandinu. GRENIVIKURBATAR Á SÍLDVEIÐUM Grenivík 27. nóv. Undanfarnar vikur hefur verið mjög erfið tíð og þungt færi á vegum. Má segja að ófært hafi verið flest-' um bifreiðum, þótt brotizt hafi verið til Akureyrar með mjólk- ina á trukkum, en ferðin oft tekið langan tíma. Lítið er róið héðan vegna ógæfta. Togbátarnir Áskell og Oddgeir stunda síldveiðar fyrir Suðurlandi, en þar hefur heldur ekki gefið vel. Hér er félagslífið fremur dauft. Þó má geta þess, að ver- ið er að æfa gamanleikinn „Aumingja Hönnu“ undir stjórn Steinunnar Bjarnadóttur á Lómatjöm. Heilsufar er sæmilegt, enda þótt „Rauðir hundar“ hafi ver- ið að stinga sér niður meðal unglinga. Fréttaritari.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.