Íslendingur


Íslendingur - 09.03.1964, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.03.1964, Blaðsíða 3
Frá minningarathöfn í Akureyrarkirkju um Davíð Stefánsson skáld s.l. laugardag. Kistan fyrir miðju, sveipuð íslenzkum fána. Blómaskreytingar um allan kór. — Ljósmynd: K. Hjalta. ur bar hann a£ hildingum. Hanu var mikill maður að vallarsýn, karlmannlegur og giæsilegur. Fylgdi honum höfðinglegt ylir- bragð til síðustu stundar. Ungur var hann manna fríðastúr. Hann var prýði hvers mannfagnaðar. Engah mann hef cg séð jafnfalleg- an á kjól, segja konur. l>eir, sem sáu hann og kynntust lionuni, gleyma ekki persónutöfrum hans. Riidd hans, mikil, djúp og seið- mögnuð, átti engan sinn líka. A- hril'amagn upplestra hans og ræðumennsku óviðjafnanlegt. — Hver mundi t. d. geta gleymt því, er hann íiutti í Samkomuliúsinu erindið um kynni sín af séra Matthíasi? Eg kynntist hönunt ol’urlítið siðustu árin; liann var mér vænn, og l'yrir þau kynni verð ég ævin- lega þakklátur. Hann var at mörg- um talinn einrænn og ómann- blendinn, og satt var það, oft fór hann einn saman. Skákl þurfa næði. En gott var til hans að koma, viðtökurnar einlægar, höndin hlý. Því fór sannarléga víðs fjarri, að hann væri haldinn kaldlyndi eða mannfyrirlitningu. Sannið hans með manninum, allri afþýðu, var fölskvalaus og sívak- andi. Andrúmsloftið á lieimili hans, þar sem hann dvaldist nteð bókuin sínum og listaverkum, var gott. Mest dáðist ég að vimtubrögð- um hans. Hann var árrisuli og morgunvakur, eljusamur og vand- virkur. Eg las nteð honum próf- arkir. Nákvæmari og kröfuharð- ari manni hef ég ekki kynnzt á því sviði. Eða leit hans að orðinu, sent við átti, jafnvel dögum sam- an, unz hið eina rétta kom í leit- irnar. Skáldskapargáfan er í senn náð og nám, sagði hann, og löng- uin stundum beið hann þess einn saman og hljóður, að andi frá ókunnu landi kveddi hann að ljóði: Sá einn er skákl, sem þögull getur þráð og þakkað guði augnabliksins náð. TTANN VAR sonur eylirzkra 1 byggða, og enginn skynjaði með rneiri næmleika tengsl sín við uppruna sinn og ættarslóð, Engum var meiri lífsnauðsyn en lionúm, og því fremur sem meir leið á ævina, að una samvistum við heimabyggð og föðurtún. Aldrei ég Eyjaljörð elskaði nógu heitt. Og þó átti hann þjóðin öll. Hart nær hálfa öld lagði hann lienni allri ljóð á vör. Hann var þroska- mesti ávöxtur aldagamailar, ís- lenzkrar bændamcnningar. A grunni þeirrar mcnningar er verk hans reist. Hann var al’ engum skáldaskóla, játaðist ekki undir neina kreddu, á sér ckki erlend- ar fyrirmyndir, en var útvalinn til þess að gefa tón hins nýja tíma í ÍSLENDIN GUR þjóðlíli, sem var að vakna. Þráin, sem bjó í brjóstum þjóðarinnar, fékk vængi í ljóðunt hans. Þess vegna varð hann þjóðskáld. Ágæti listavcrksins miðast við það, að við finnum túlkaðar í jiví tilfinningar og kenndir, sem búa í okkar eigin brjósti, en okk- ur skortir sjálfa megin til að tjá. í lilut skáldsins fellur að færa óstýrilátar mannlegar tilfinning- ar í jafnvægt form. Davíð Stefáns- son átti gáfuna, í honum brann neistinn, og hans var mátturinn til að ljá tillinningum samtímans glæsilegan búning orðsins meðal jjeirrar jjjóðar, sem tignað helur orðsins iist um alla hluti fram. Hann var ferskur, nýr og frum- legur, án ]>ess nokkurn tíma að grípa til skringibragða eða setja saman órætt orðahröngl til að lát- ast vera spaklegur. í ljóðum hans fann alþýðan hispurslaust og skiljanlega tjáð jrað eiginlegasta, sent í Itcnni bjó. Þess vegna varð liann þjóðskáld. í listaverkinu vakir vitundin um dularmögn tilverunnar, sem búa að baki skynheimi hins svo- kallaða raunveruleika. Listamað- urinn finnur tengslin við liinn mikla, eilífa anda, finnur, hvern- ig hann er verkfæri eða miðill sér DAVÍÐ STEFÁNSSON var bóka- viirður Amtsbókasafnsins á Akur- eyri frá haustinu 1925 til ársloka 1951, eða rúman aldarfjórðung. Eftir að hann lét af starfi bóka- varðar, sat hann lengstum í stjórn- arnefnd safnsins og var formaður hennar síðustu átta árin. Þjóðin hefur misst skáld sitt. Amtsbókasafnið hefur misst for- ystu sína og sinn traustasta vin. Það kann að vera hinn minni missir. Safnið er lítil stofnun, og örlög J>ess skipta fáa miklu. En einmitt Jjcss vegná er fall foringja okkar þeim mun sárara. E£ til vill er þó sárast. að jjað skykli verða einmitt nú, þegar ætlunin var, að stofnunin rétti sig úr kútnum, einmitt nú, þegar áratuga draum- ur Davíðs Stefánssonar er að ræt- ast, bókhlaðan nýja við Brekku- götu að rísa af grunni. Eg hafði alltaf ætlað, að enginn nema hann legffi hornstein Jjess húss, enginn nema hann vígði það framtíð jiessa bæjar og héraðs á hátíðar- og fagnaðarstund. Þann draunt liefur nú dauðinn hrifsað úr liöndum ókominna daga. Og er kannske engin nýlunda eða ftirðu- efni þéim.sem á annað borð hugs- að hafa „um dauðans óvissan tíma“. Þó að við vitum jjað citt íullri vissu, að ekkert er eins víst, eins óumflýjanlegt og jiessi „óvissi tími“, erum við flest varbúin og veraldarsýsla Davíðs Stefáns- ur. Og nú, jiegar stundin er kom- in, getum við ekkert, ncma lotið hölði í hljóðri Jiökk og bæn. Bókvarzlan var eiginlega eina veraldarsýsla Davíðs Stefáns- sonar unt dagana. Til hennar átti æðri afla, skynjar jafnvel sjálfan sig hörpu, sem leikið er á. Frammi fyrir dáscmd sköpunarverksins, undri lífsins, mætti ándans eilífa, beygði Davíð Stefánsson kné sín, svo ótamt sem honum annars var að liita, og var ófeiminn að játa trú sína. Þess vegna var hann Jjjóðskáld og stórskáld. Nú Jiegar hann er horfinn, blandast söknuður okkar stolti y£- ir því að liafa átt hann niitt á meðal okkar, drengskaparmann- inn, höfðingjann, sem „brá stór- um svip yfir dálítið hverfi", — að hafa átt þvílíkan mann að missa — og efst í liuga okkar verður að- dáun og Jiökk. Megi minningin um liann auka okkur hug og dáð til að duga. Gísli Jónsson. ast úr fjárhagsvandræðunum i styrjaldarlokin, var Davíð orðinn roskinn maður, þreytturogheilsu- bilaður. Hann taldi þess vcgna rétt að fela Jjetta verkefni yngri höndum og baðst lausnar frá starfi við bókasafnið í árslok 1951. En hugur hans til safnsins var ó- breyttur. Að undanskilinnni J)jón- ustu hans við skálddísina, átti ekkert verkefni lmg hans eins og Amtsbókasafnið, þróun þess og framtíð. Hann té>k með gleði sæti í stjórnarnefnd safnsins og for- mannsstörfum Jiar og var allra manna fúsastur til þess að fórna tíma sínum í Jiágu Jreirrar stofn- unar, sem hann var svo traustum böndum tengdur. Nú síðustu ár- in vann hann ötullega að þeim breytingum, sem gerðar liafa ver- ið á safninu, og í undirbúningi bóklilöðunnar tók hann mikinn J)átt og langaði áreiðanlega lil Jjess að sjá safninu borgið í Jressu nýja húsi, áður en hann léti a£ stjórnarstörfum við safnið. Eg harma Jiað, að sú von fékk ekki að rætast. En ég veit, að lnisið rís á næstu árum, og vona, að minn- ing hans lifi Jiar um aldur. Þó að bókavarzlan va-ri Davíð Stefánssyni að ýmsu leyti gott starf, undi hann Jx> hvergi betur lífi en innan um sínar eigin bæk- ur. Við munum sannindi orða hans: „Að eigin bækur er bezt að lesa er boðorðið - sem hjartað skilur." Allir vita af afspurn og sumir af reynd, að liaim átti eitt af mestu og merkustu einkabókasöfnum landsins. Ungur tók hann að viða að sér bókum og hélt því áfram til æviloka. Hið stóra hús hans við Bjarkastíg má heita fullt a£ ís- lenzkum bókum. En Jjótt magnið sé mikið, erti ]>ó gæðin enn meiri. Kveðja frá Amtsbókasafninu hann marga góða kosti og þann sjálfsagt mestan, að ,,]>ar var yndi hans, sem bækurnar voru“, eins og sagt var um mætan mann í morgunsári fslenzkra bókmennta. Hver sá, sem ræddi við hann um bækur, eða leit hann fara hönd- um um bækur, vissi fljóllega, að J>ær voru honum annað og meira en dauðir hlutir í dagsins önn. Þó að hann kynni manna bezt skil á því að greina sundur „góð- ar“ bækur og „slæmar", kenndi liann mér snemma, er ég sótti til hans bækur á barnsaldri, að bé>k er alltaf bók, hlutur, sem á að íara vel með og virða að nokkru. Enginn skyldi það dýpri skilningi en liann, að pappírinn og letrið eru umbúðir, sem varðveita tungu þjóðarinnar, hugsun hennar og viðliorf, að bókin er tæki, sem geymir sál hverrar Jjjóðar, flytur hana og miðlar henni frá kynslóð til kynslóðar. En sál heillar þjóð- ar er blandinn mjöður, J>ar sem tær anganveig streymir yfir diikk- an sorann í botnfallinu. En allt er J>að þjóðararfur, og bókin er ]>að ker, sem geymir [>að allt. Davíð Stefánssyni var ]>að alltaf yndi að sýsla um þann arf. Ég er viss um, að liann hugsaði gott til bókvörzlunnar, ]>egar hann tók við henni haustið 1925. Auðvitað hefur hann ætlað „skáldinu” drjúgan skerf at tíma sínum, og svo munu allir hafa ætlað, J>ví að raunverulcg bókavarðarlaun hans voru aðeins um J>að bil fjórðung- ur venjulegra starfslauna á ]>ess- um tíma. Annað £é, sem safnið greiddi honum, voru skáldalaun frá AlJ>ingi, sem af einhverjum ástæðum þótti hent að greiða hon- uni gegnum sjóði Amtsbókasafns- ins. En ]>ótt bókaverði væri ekki ætlað meira starf, lagði Davíð mikla vinnu í safnið )>egar á fyrstu árum, ekki sízt blaða- og tímaritasafnið, enda var Davíð mikill verkmaður, að hvaða starfi, sem hann gekk. Hann hafði mik- inn hug á að auka safnið og bæta sem framast yrði. Og strax á fyrstu bé>kavarðarárum sínum lióf hann baráttu fyrir byggingu nýrrar bók- hlöðu, sem hann taldi að skapa mundi safninu ný vaxtarskilyrði, nýjan mátt til jress að gegna mik- ilvægu hlutverki sínu. En :i [>essunr vettvangi ævistarfs síns varð Davíð áreiðanlega fyrir talsverðum vonbrigðum. Þótt hanu héldi safninu í sæmilegu horfi, varð minna úr endurreisn safnsins en Davíð hafði ætlað. Á- stæðan var einfaldlega sú, að bé>kavarðarár hans ílest voru kreppuár, bæjarsjóður stundum svo þorrinn, að hann gat oft varla greitt löstum starfsmönnum naumt kaup Jteirra. Og J>á J>ýddi lítið að fara frarn á stórar íúlgur til „menningarmála", sízt fyrir slíkan munað sem dýrmætt geymslusafn íslenzkra bóka. Þessi látækt og J>að sinnuleysi, sem oftast er förunautur allsleys- isins, kom hart niður á Amtsbóka- safninu og bókavcrði J>ess. Alltof mikill hluti af bókvörzlu lians varð hreint afgreiðslustarf. Fjár- framliig til bókakaupa voru svo iítil, að þau nægðu engan veginn til viðhalds og J>eirra aukningar, sem nauðsvn krafði. Allar fram- I kvæmdir í byggingarmálunum ! strönduðu á sama skerinu, fjár- skortinum. Þegar loks lé>k að ræt-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.