Íslendingur


Íslendingur - 14.08.1964, Side 4

Íslendingur - 14.08.1964, Side 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern iöstudag. — Útgeíandi: KJÖRDÆMISRAÐ. — Ritstjóri og óbyrgðar- maður: JAKOB ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 1375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 2201. Skriistofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 1354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Tekjur og álögur Á s.l. ári urðu meiri hlutfallslegar almennar launahækk- anir en vant er á einu og sama ári, ekki aðeins meðal verka- manna, iðnverkafólks, iðnaðarmanna og verzlunar- og skrif- stofufólks, heldur urðu hækkanir á launum opinberra starfsmanna hjá ríki og bæjarfélögum mjög miklar, þar sem dregist hafði lengur að bæta kjör þeirra en annarra stétta. Voru launahaskkanir því á árinu 1963 mun víðtækari en áður, þar sem segja má, að engin þjóðfélagsstétt hafi farið varhluta af. Það er því næsta furðulegt að sjá andstöðublöð ríkis- stjórnarinnar dag eftir dag fjasa um það, að sveitarfélög hafa orðið að heimta inn meira fé í útsvörum en áður, rétt eins og þau haldi, að ekkert samband þurfi að vera milli hækkaðra launa og hækkaðra gjalda til hins opinbera, sem telur sér skylt að veita skattþegnunum tiltekna þjónustu, sem þeir og einnig heimta. Við hækkun launa hjá einu sveitarfélagi hlýtur fjárhagsáætlun þess að hækka í vissu hlutfalli, ef ekki á að leggja niður einhverja þjónustu við borgarana, svo sem gatnagerð og viðhald, holræsa- og vatns- lagnir, framlög til rnennta- og menningarmála, þrifnaðar, löggæzlu og heilbrigðismála, svo að eitthvað sé nefnt. Sjald- an heyrir maður borgarann kvarta undan ofrausn bæjar- félaganna til þessara mála. Það er ekki kvartað undan óþarf- lega mikilli gatnagerð eða viðhaldi gatna, sorphreinsun, sóthreinsun eða byggingu og rekstri sjúkrahúsa. Það mun ekki láta fjarri, að launamenn í miðlungslauna- flokkum hafi árum saman orðið að greiða allt að eða fylli- lega tveggja mánaða tekjur i opinbera skatta til bæjar (sveitar) og ríkis. Meðan sveitarfélög reyna að halda uppi þeirri þjónustu við fólkið, sem af þeim er krafizt, er lík- legt, að það hlutfall breytist ekki verulega á einu eða tveim- ur árum. Að maður, sem fær launahækkanir um 20—30 þús. á einu ári, haldi að slíkt þurfi engin áhrif að hafa á opinber gjöld hans, er fjarri lagi. Hitt er annað mál, hve mikið af launahæ-kkuninni hverfur aftur í sveitarsjóðinn og ríkis- sjóðinn, og getur það verið lítið eitt mismunandi, eftir því hvar lagt er á manninn, sem í hlut á, en eftir að útsvars- lögunum var breytt hefir það allt sín takmörk. Tíminn gerir þá uppgötvun s.l. sunnudag, að raunar sé útsvarsálagan orðin óþörf, því að eftir 5 ára viðreisnarstjórn muni mega leggja niður öll tekjuútsvör í landinu! Eða með orðum Tímans: „Árið 1962 hefði ríkið getað borgað sveitarfélögum öll útsvör einstaklinga og haft samt 100 mlllj. kr. tekjuafgang" (Undirfyrirsögn), og „á s.l. ári námu öll útsvör, sem einstaklingar greiddu 272 millj. kr. Ríþið hafði þá enn svo miklar umframálögur, að þær hefðu nægt til að borga útsvörin." Það hlýtur að vera mörgum tilhlökkunarefni, ef formað- um Framsóknarflokksins kemst aftur í sína gömlu stöðu í ríkisstjórn, því líklegt má telja, ef þessi umrnæli Tímans eru alvarlega meint, að þá verði ekki lögð útsvör á einstak- linga, heldur verði tekjuafgangi ríkissjóðs varið til að greiða beint til bæjar- og sveitarfélaga það sem nemur útsvars- greiðslum einstaklinga. Ef skattastefna Eysteins Jónssonar hefir tekið slíka kollsteypu við það, að hann hefir lengur en vildi verið utan ríkisstjórnar, þá hafa mikil undur gerzt. Sennilega vilja fáir hugsa þá hugsun til enda, hverjar út- svarsbyrðar liefðu í dag verið bundnar launastéttum lands- ins, ef andi Eysteins Jónssonar hefði óáreittur fengið að sveima yfir vötnum í skattamálum okkar og bæjarfélögin orðið að sækja svo að segja hvern eyri tekna sinna beint í vasa borgaranna, en sú var reynslan, unz núverandi skatta- kerfi, með ríkisframlögum í jöfnunarsjóð sveitarfélaganna, varð gildandi á fyrsta starfsári viðreisnarstjórnarinnar. TI.MINN SKÝRIR nýlega frá því, að kunnur hæstaréttarlög- rnaður í Reykjavík hafi nýverið skrifað borgarstjórn Reykjavíkur og lagt til við hana, að götunöfu í borginni yrðu endurskoðtlð og gerðar á þeim breytingar, einkum til að stytta nöfnin og taka aítan af þeim heitin -gata, -stræti og -stígur. Fari t. d. betur á að nefna Sólvelli, Brávclli og •Ljósvelli eu Sólvallagötu o. s. frv., og noti strætisvagnabílstjórar yfirleitt styttingu héitisms. enginn kunna vjð (þótt börnin svngi Ég á heima á Hlælandi), og mundi því verða að taka upp ný heiti á mörgum gömlum og grón- um götum og strætum, sem ekkert bentu til hins fyrra nafns. IMÁLGAGNI Kaupmannasam- taka á íslandi, Verzlunartíðind- um, las ég nýlega 'grein um með- ferð á eplurn, sem mér finnst at- Iiyglisverð, og ley.fi mér því að taka upp nokkuð af hcnni: „Epli eru viðkvæmir ávextir, scm þoía. illa hnjask eða, höggi ekki óalgeng sjón að sjá stroffurn- ar skerast inn í hífin, þegar ávöxt- um er skipað upp, verkamenn trampa á ávaxtakössum og bíl- stjórar kasta þeim frá sér, svo að livert einasta épli, sem í kössunum cr, merst meira og minna, og eru þau þá í raun og veru orðin óhæf söluvara, þó að íslenzkar húsmæð- ur láti sér oft og tíðum lvnda að taka við lélegri vöru. . ... . Úti í heimi, þar sem epli eru framleidd til útflutnings og um vöruvöndun er að ræða, er unnið eftir regl- unni: Epli, scm feliur, er únýtt." ÞESSI tillaga getur verið fram- kvæmanleg að vissu marki, og hér á Akureyri höfum við okkar Sól- velli, Víðivelli, Grenivelli, Reyni- velli og Furuvelli, og við liöfum losað okkur við Páls-Briem-göt- una. Þá erunf við með Löngumýri, Engimýri og Víðimýri í stað Löngumýrargötu eða Engimýrar- stræti,. einnig Stórholt og Lang- holt, Ásabyggð og Álfabyggð og fleiri stutt og laggóð götuheiti, mörg einnig hin fegurstu. En hætt er við, að ekki sé hægt eingöngu að höggva altan af öllum götu- nöfnum, t. d. Austurstræti, Kalk- ofusvegur og Amtmannsstígur. — „Ég á heima á Amtmanni" mundi VlSNA BÁLKUR PELI hefir gert tilraun til að tengja saman hefðbundin ljóð og atomljóð, þannig að hvorugt „formanna" líði verulega við það, og vill bálkurinn gjarna fá fleiri tillögur: Þú varst ekki beysinn í upphaíi seni enginn fær gertað, þá þarftekki að látaeins og hálf- þóðú sértðað. [viti. trnr |T ■ Eiríkur heit. Einarsson, sem um nokkurra ára skeið var starfsmaður íslendings, kvað til kunningja síns á afmæli hans: Sæktu fram með dáð og dug, djörfu viljans taki. Yfir þínum heiða hug heilladísir vaki. mmkM&’T .... • BREYTINGAR GÖTU- NAFNA • EPLIN ERU VIÐKVÆM VARA • ÍSLENZKAR BÓK- MENNTIR A ERLENDUM TUNGUM ÞÁ ER HÉR að lokum bréf um bókmenntir frá S. D.: „Svíar auglýsa þýðingu sína á Töfraf'jalli Thomasar Mann, með því að benda á, að enginn geti lát- ið undir höfuð leggjast, að inná ]>á menningarskyldu af höndum, að lesa það skáldrit. Samá gætuni við sagt um eina þá innlenda skáldsögu, sem einna mestur feng- ur er í, eftir HH0, þ. e. Sólon ís- landus, eftir Davíð Stefánsson. Nú er Sólon kominn út í vand- aðri sænskri þýðingu eftir Onnu Oztermann. Bókin er í einu bindi í Dvalarbroti, letur þétt og fagurt og kápa gerð eítir rósaflúri Sölva Helgasonar. Aftan á kápunni er prentuð fagurleg ummæli sænsks ritdómara; og er það atriði eitt lyrir sig, andvirðisins virði. — Ó- bundið eintak, nýlega fengið hingað til Akureyrár kostaði um hálft þriðjá hundrað íslenzkra króna. Það er ekki nægilegt, að skipafé- lögin komi ávöxtunum óskemmd- um í höfn, heldur verður upp- skipun, geymsla og afgreiðsla í og úr búðunum að vera með þeim hætti, að þessi ferska og við- kvæma vara skemmist ekki að ó- þörfu fyrir kæruleysi þeirra, sem með hana fara í hvert sinn. Á jressu mun vera nokkur misbrest- ur hjá okkur Islendingum, en ef •tilvill eigum við nokkra afsökun, vegna ]>ess að við erum ekki upp- aldir við ávaxtaræktun og plant- ekrur. íslenzkir hafnarverkamenn mættu vera tillitssamari en þeir eru við ávaxtauppskipun. Það er Það er sjálfsögð menningar- skylda að kynna sér meðferð jress- arar merku sögu í erlcndum þýð- ingum. Hér er byrjunin. Sömu- leiðis má minna á, að eigi alls íyrir Iöngu kom út á nýnorsku úr- val kvæða Davíðs', Ég 'sTglér i haust. Sama forlag, Norges Bok- lag, eða Det norske Samlaget, gaf Iíka út úrval úr ljóðum Tómasar Guðmundssonar, Ennu syng vár- natti, og úrval ljóða Steins Stein- ars, Pá veglaust hav. — Gulína ldiðið hefur komið út á sænsku hérlendis, kostað af Helgafellsút- gáfunni. En sænsku jrýðinguna á Sólon kostar forlagið Natur och Kultur í Stockhólmi, eitt vandað- asta fvrirtæki sinnar tcgundar, Jjar um slóðir." S. D. Hóladagur á sunnudaginn *->■ ■■ r " r Austan kaldinn á oss blés, upp vér faldinn drögum trés. Velti aldan vargi Hlés, var þá hald á Siglunes. Ingimundur Jónsson, Svein- ungsvík Þistilfirði. Ort í sjó- hrakningi frá Langanesi til Sigluness við 4. mann. Talinn hafa verið ættaðan af Árskógs- strönd (sonur Jóns „galdra- manns“ d. um 1660). Af þessari vísu höfum við heyrt þrjú önnur tilbrigði: Austan kaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga trés. Velti aldan vargi Hlés, við skulum halda á Siglunes. Austan kaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga, velti aldan vargi Illés, við skulum halda á Siglunes. Austan kaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga. Velti aldan vargi Hlés, við skulum halda á Skaga. 'FYRIR nokkrum árum var haldinn Hóladagur einu sinni á sumri í nokkur skipti, í tilefni þess framtaks að reisa myndar- legan turn hjá kirkjunni, svo sem kunnugt er. Nú er hug- myndin að halda þessum sið áfram, að hafa Hóladag einu sinni á ári. Verður hann n. k. sunnudag, 16. ágúst, með all- fjölþættri dagskrá. Guðsþjón- usta verður í Hólakirkju kl. 2. Séra Friðrik A. Friðriksson predikar, sönginn annast kirkju- kór Siglufjarðar, organisti Páll Erlendsson. Þá verður gengið frá stofnun Hólafélags, sem vinna skal að kirkjulegri endur- reisn Hóla. Þvínæst verður hlé fyrir veitingar. Þær fást keypt- ar á staðnum. Síðan er sam- felld dagskrá nokkra stund, ávörp og söngur og kirkjulegar kvikmyndir. Þá verður staður- inn skoðaður undir leiðsögn fróðs manns. — Hér er um valið tækifæri að ræða fyrir þá, sem hafa hugsað sér að heimsækja Hóla á þessu sumri en enn ekki orðið af. „. . . .Þeir létu mig hafa 17000 í útsvar, en samtals eru þetta 23000 í opinber gjöld. Þetta er ofboðsleg hækkun. Ég hafði 6700 í útsvar í fyrra, en samanlögð opinber gjöld voru þá 11500. Þetta er 50% hækkun, gerðu svo vel.“ (Tíminn í viðtali 9. ágúst). ÍSLENDINGU®

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.