Íslendingur


Íslendingur - 06.03.1975, Blaðsíða 7

Íslendingur - 06.03.1975, Blaðsíða 7
Halldór Sævar Anfonsson Þriðjudaginn 4. þessa mánað- ar var jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju Halldór Sævar An- toiisson, en hann lést 24. febr. sl. Halldór var fæddur á Akur. eyri 3. janúar 1945 og var því aðeins þrítugur að aldri. For- eldrar lians voru hjónin Hall- dóra Halldórsdóltir og Anton Sölvason, sem lést fyrir tveim- ur árum. Hann var einn af 8 systkinum, og er hann fjórði sonurinn, sem deyr á besta aldri. Ungur hóf Halldór nám í málaraiðju hjá Aðalsteini Vest mann og varð meistari í þeirri grein. Hann var góður verk- maður, afkastamikill og vand- virkur, enda mjög eftirsóttur í vinnu. Halldór var listrænum hæfileikum húinn og móttæki- legur fyrir því, sem gott var og fagurt. í frístundum sínum fékkst hann oft við að mála myndir og veggskreytingar; þá hafði hann yndi af blómum og því sem fagurt er í náttúr- unni. Einnig hafði hann gaman af tónlist og var í Lúðrasveit Akureyrar um árabil. llalldór var glæsilegur ungur maður, svipurinn hreinn og bjartur, brosið hlýtt og góð- mannlegt. Hann var lífsglaður og hjálpsamur og það var gott að vera í návist hans. Þann 1. desember 1968, MINNING kvæntist hann Helenu Sig- tryggsdóttur og eignuðust þau tvo yndislega syni, Agúsl Om- ar, 6 ára og Val Frey, sem er aðeins 10 mánaða. Þá átti hann eina dóttur áður en hann kvæntist. Heilir hún Guðbjörg, og er 11 ára. Helena og Hall- dór átlu einstaklega fallegt heimili, sem bar vott um smekk vísi þeirra beggja. Hjónin voru samhent og hjónaband þeirra farsælt, og er því missirinn m'kill fyrir ekkjuna ungu og synina. En Helena hefur sýnt mikið þrek og dugnað og það sama má segja um móður Hall- dórs og systkini. Megi góður Guð blessa minn ingu Halldórs og gefa ástvin- um hans styrk í þeirra miklu sorg. Vertu sæll, frændi, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Dríja Gunnarsdóttir. Kveðja frá móður Þú hvarfst mér, sonur, of fljótt, of fljótt, mér fannst öll veröldin kolsvört nótt, er helfregnin hjartað sló. En líkt eins og skugginn ljósið flýr eftir langa nótt, kemur dagur nýr, en harmur minn hvarf ekki þó. Ég kveð þig, sonur, ég sakna þín nú, segi hér bæn mína, von og trú, þú finnir hin fegurstu lönd, sem bíða okkar á bak við hel. Fyrir barninu mínu ég trúi þeim vel, sem stjórnar á þeirri strönd. A. 0. SÓLBORG Frh. af iniðsíðu. búa hér allt árið um kring, að þau fari að líta á þetta sem sitt heimili, sem er gott út af fyrir sig. En því miður missa þau þá einnig ofl sambandið við for- eldrana og leita til stofnunarinn- ar, þegar eitthvað bjátar á, í slað þess að leita til foreldr- anna. A Sólborg vinna 36 manns, en vistfólk er 58. Daglegur rekstur heimilisins hlýtur því að vera hlulfallslega mjög dýr. Fellur það í hlul foredranna að greiða fyrir vist barnanna? Bjarni: — Dvöl á heimili fyr- ir vangefna er foreldrunum al- gjörlega að kostnaðarlausu. Tryggingastofnun ríkisins sér um greiðslur á daggjöldum fyr- ir börnin. En Styrktarfélag van- gefinna og sérstakur sjóður, Styrktarsjóður vangefinna, sem hefur tekjur af svokölluðu tappa gjaldi, standa straum af kostnaði við byggingaframkvæmdir lieirn- ila fyrir vangefna. Að lokum spurðum við Þór- önnu og Bjarna, hvernig væri Lionsklúbburinn Huginn heid ur Kútinagakvöid að Hótel KEA föstudagjnn 14. mars, og er þetta í fjórða sinn, sem þess konar skemmíun er haldin á vegutn kiúbbsins. Ágóða af kvöidinu er varið til líknar- mála. Á borðum verða eingöngu að vera allan daginn með van- gefnu fólki, dag eftir dag og ár eflir ár. Þau voru bæði sam- mála. — Það er þægilegt og gott, að vera samvistum við þetta fólk. Þegar maður er búinn að læra að setja sig í þeirra spor, þá er framhaldið leikur einn. sjávarréttir og mun tala þeirra nálgast 40. Ræðumaður kvölds- ins er skáldið Kristján frá Djúpalæk og veislustjóri Aðal- steinn Jónsson, verkfræðingur. Þátttökutilkynningar þurfa að herast til Olafs Stefánssonar eða Magnúsar Þórarinssonar, fyrir þriðj udag. - KÚTMAGAKVÖLO Vörður FUS boðar til rabbfundar utn stjórnmáíaástandið, með EUerí B. Schram, aiþing- ismanni, föstudaginn 7. mars í félagsheimili Sjálf- síæðisflokksins að Kaupvangsstræíi 4. Félagar f jölmennið og takið með ykkur gesti STJÓRNIN. Verkefni fyrir dug- legan bæjarstjóra í tilefni Vökuþátlar sjónvarps- ins, sem fluttur var laugardaginn l. mars, rita ég hér fáeinar línur lil frekari upplýsingar. Það þarf ekki að rökslyðja það, að sýningarsalur er nauð- synlegur fyrir Akureyri, ef Akur eyri á að gela kallast menningar- hær. Fyrir nokkrum dögum var opnaður góður sýningarsalur á Sauðárkróki. Hafa Akureyring. ar efni á því, að verða eftirbátar þeirra? Sýningaraðstaða er með ágælum í hinum ýmsu félags- heimilum víða um land, en Akur eyri á ekkert slíkt félagsheimili. Til fróðleiks um seinaganginn hér, vil ég rifja upp, að árið 1957 flutti Steindór frá Hlöð- um tillögu fyrir bæjarstjórn, um liyggingu safnhúss og aðstöðu til sýningahalds. í tillögunni segir m. a.: „Hér er um að ræða svo mikið menningarmál, að ekki má öllu lengur dragast úr hömlu, að undirbúningsframkvæmdir hefjist.“ Nú kom það fram, í áður- nefndum Vökuþætti, að ekkert er fyrirhugað af hálfu bæjar- stjórnar að gera, til þess að leysa þennan vanda, fyrr en þessi ára- lugur er liðinn. Frumþörfum mannsins þarf fyrst að fullnægja (hvenær lýkur því verki?), eða svo komst bæjarstjóri okkar að orði. Er hægt að taka svona nokkuð alvarlega? Eg held ekki. Þann vanda, hvað sýningarað- stöðu varðar, verður að leysa sem fyrst, þótt ekki verði um fullkominn sal að ræða. Til gamans vil ég vitna í 15 ára gamla forystugrein Dags, sem kallast Listasafn á Ahureyri, og má bæjarstjóri og bæjar- stjórn taka liana til sín, því for- ystugreinin er í fullu gildi enn, þótt gömul sé. Þar segir m. a.: „Hér er verkefni fyrir bæjar- stjórn Akureyrarkaupstaðar og duglegan bæjarstjóra. Um þetta mál getur enginn pólitískur styr staðið og það væri óhlutdrægt próf á viðhorfi ráðamanna bæj- arins til nefndra listgreina (Mál- ara. og höggmyndalist), hversu þeir bregðast við þessari ábend- ingu. Trúlegt mætti telja, að bæjarfulltrúar úr öllum stjórn- málafokkum vildu í sameiningu flytja tilögu um listaverkasafn á Akureyri og fela svo framkvæmd ina sérstakri nefnd, ef meiri hluti bæj arstj órnar sýnir máli þessu nauðsynlegan skilning. En urn það verður ekki efast að ó- reyndu.“ Eigum við ekki að keppa að því, að þessi forystugrein verði úr gildi fallin hið fyrsta? Valgarður Stefánsson. Húsnæði til sölu: Á efri hæð í húsi Verslunarmiðstöðvarinnar hf. við Mýrarveg er til sölu húsnæði, hentugt fyrir skrifstof- ur eða léttan iðnað. Þeir, sem áhuga hafa á untræddu húsnæði, snúi sér til undirritaðs, sem veitir allar nánari upplýsingar. TRYGGVI PÁLSSON, c/o Smári hf., Furuvölíum 3. — Sími 2-12-34. Gjaldskrá Hafnar- sjóðs Akureyrar Hinn 1. ntars 1975 tók gildi ný gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð Akureyrar. Gjaldskráin liggur frammi á skrifstofu bæjarins að Geislagötu 9. Akureyri, 3. mars 1975, HAFNARSTJÓRI. Furður hins forna heims Síðasta sýning. Stórmerkir fornleifa- fundir: Móabítasteinninn. Rosettasteinninn. Dauðahafshandritin. Velkomin í Borgarbíó laugardaginn 8. mars. kl. 14. Börn í fylgd með fullorðnum. JÖN H. JÓNSSON. ÍSLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.