Íslendingur


Íslendingur - 31.10.1978, Blaðsíða 4

Íslendingur - 31.10.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsia: Ritstjórn og afgreiðsla: Ritstjóri sími: Dreifing og auglýsingar: Áskriftargjald: Lausasala: A uglýsingaverð: Prentun í offset: /slendingur hf. Gísli Sigurgeirsson Jóna Árnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 1.400 á ársfjórðungi kr. 110 eintakið kr. 1.200 dsm. Skjaldborg hf. „Hókus pókus“ sjónhverfingaspil stjórnarinnar „Alþýðubandalagið er sá flokkur, sem lengst af hefur verið stefnulaus íefnahagsmálum og hefurekki fengist til að viðurkenna grundvallarstaðreyndir í íslensku efna hagslífi. Fyrir kosningar í vor setti Alþýðubandalagið fram „Stefnu í efnahagsmálum" og hafði þar lausn á sérhverju vandamáli. Stefna þess var að mestu leyti óframkvæmanleg og þar voru augljósar blekkingar, hvort sem þær hafa verið settar fram vísvitandi eða ekki." Þetta voru orð Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, í Tímanum nýverið, sem Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, gerði að sínum í upphafi ræðu sinnar við umræður um stefnuræðu Ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra. Síðan sagði Geir: ,,Það var einmitt þessi ófram- kvæmanlega stefna Alþýðubandalagsins og blekkingar þess, sem formaður Framsóknarflokksins var að gera ykkur, góðir áheyrendur, grein fyrir hér áðan í stefnu- ræðu forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa gengið undir jarðarmenn Alþýðu- bandalagsins og gert botnlausa stefnu Lúðvíks Jóseps- sonar að sinni." íslendingur hefur margoft bent á það, bæði fyrir og eftir kosningar, hversu mikill blekkingarvefur var fólg- inn í slagorðinu „samningana í gildi," sem stjórnar- andstaðan notaði óspart fyrir kosningar. Um þetta at- riði sagði Geir: ,,Blekkingarnar og svikin kosningalof- orð eru t.d. fólgin í því að setja samningana í gildi, sem ekki hefur verið efnt. Enn er í gildi vísitöluþak eins og var einnig í maí lög- unum, en auk þess er vegið tvisvar í sama knérunn, þar sem þeim sem fyrir því verða, er gert að greiða auka- skatt til viðbótar. En að svo miklu leyti sem samningarnir eru látnir taka gildi, þá er það annarsvegar gert með því að falsa vísitöluna og hins vegar með því að fjármagna fölsun visitölunnar með aukinni skattheimtu." íslendingur benti einnig á það fyrir og eftir kosningar, hvernig ýmsir forustumenn verkalýðshreyfingarinnar notuðu sér samtök launafólks í pólitískum tilgangi. Um þetta atriði sagði Geir Hallgrímsson: ,,Fyrir kosningar hélt stjórnarandstaðan því fram, að kaupgjald í landinu væri hreint aukaatriði varðandi verðbólguvöxt og til- kostnað og afkomu atvinnuveganna. Eftir kosningarer annað hljóð komið í strokkinn. Fyrir kosningar voru verkalýðsforingjar kommúnista og krata ódeigir að beita bæði ólöglegum og löglegum þvingunaraðgerð- um gegn stjórnvöldum og almenningshagsmunum til að koma í veg fyrir að efnahagsaðgerðir næðu tilgangi sínum, en eftir kosningar og stjórnarmyndun sitja þessir sömu menn eins og mýs undir fjalarketti og láta sér lynda að spilað sé hóflaust á hið falska hljóðfæri, sem framfærsluvísitalan er, með því að greiða niður þær vörur, sem ódýrast er fyrir ríkissjóð og vega mun þyngra á í vísitölu en í raunverulegum útgjöldum al- mennings, en leggja aukaskatt á aðrar vörur, sem vega aftur á móti mun þyngra í útgjöldum fjölskyldunnar en vísitölunni eða koma þar alls ekki fram. - Og þótt þess séu alvarieg dæmi eins og með gamla kjötið, að vör- urnar fáist ekki á því verði sem reiknað er með í vísitölu, þá þegja hinir galvösku kommar og krataforingjar þunnu hljóði. Sannleikurinn er sá, að kosningaloforðið ,,samning- ana í gildi" og vanefndir þess, er mesta ,,hókus pókus" sjónhverfingarspil íslenskra stjónmála og kjaramála, sem dæmi eru til um." íslendingur tekur undir þessi sjónarmið Geirs Hall- grímssonar og bendir á að Sjálfstæðisflokkurinnn hef- ur einn íslenskra stjórnmálaflokka verið sjálfum sér samkvæmur fyrir og eftir kosningar. 4 -ÍSLENDINGUR Jólabækurna - 24 bœkur vœntanlegar _ Fyrir jólin koma út 24 bækur hjá bókaforlögunum á Akureyri, Skjaldborg hf. og Bókaforlagi Odds Björnssonar hf. Skjaldborg gefur út 10 bækur og er það 3 bókum fleira en forlagið gaf út á sl. ári. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út 14 bækur, sumar eru þegar komnar á markaðinn, en aðrar væntanlegar fljótlega. Þetta kom fram í viðtölum við fram- kvæmdastjóra forlaganna, þá Björn Eiríksson hjá Skjaldborg og Geir S. Björnsson hjá Bókaforlaginu. Þeim barsamanum að verð bóka kæmi til með að hækka verulega, í samræmi við annað verðlag í landinu. Töldu þeir líklegt að hækkunin yrði um 50-60%. Yrði þá meðalverð á bókum fyrir fullorðna frá 5.500 til 7.000 kr., en á barnabókum 3-4 þúsund. Þó vildi Björn láta þess getið, að hinar svokölluðu ,,föstu bækur“ Skjaldborgar, Aldnir hafa orðið, 7. bindi, Mælikerið, nýja barna- og unglingabókin hans Indriða Úlfssonar skólastjóra og Káta í sveitinni, sem er 8. bókin í hinum vinsæla barna- bókaflokki um Kátu og vini hennar, myndu ekki hækka nema um rúmlega 30%. Frá Bókagerð í Prentverki Odds Björnssonar. „Nói bátasmiður" er meðal þeirra bóka, sem út koma hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar. I>ar rekur Kristján Nói Kristjánsson, bátasmiður á Akureyri, endurntinn ingar sínar, sem Erlingur Davíðs- son, ritstjóri, hefur skráð. Meðal annarra bóka frá forlaginu má Valgeir Sigurðsson, blaðamann, þar sem hann spjallar við ýmsa þjóðkunna menn, ..Skoðað í skrínu Eiríks Isfelds," sem séra Jón Kr. Isfeld bjó til prentunar, en bókin hefur að geyma þjóðsögur og ævintýri, og er skrifuð fyrir sl. aldmót, „IJndir berum hirnni," Ijóðabók Hólmfríðar Jónasdóttur, .,Andlit í speglinum" eftir Sidney Sheldon, höf'und bókarinnar ,,Eram yfir miðnætti, sem kom út í fyrra, þýðandi Hersteinn Pálsson. Þá koma út 3 íslenskar skáldsögur: „Oskasonurinn" cftir lngibjörgu Sigurðardóttur, „Stúlkan handan við hafið.“ eftir Þorbjörgu Brekkan og „Silja skipstjóri." sjómannasaga eftir Ragnar Þorsteinsson. • Bók um andlega kreppu í stressi og amstri nútímans Einnig gefur forlagið út 3 bækur fyrir börn og unglinga; „Ljáðu mér vængi“ eftir Ármann Kr. Einars- son, sem er II. bindiö i útgáfu á heildarverkum höfundar og sú síðasta í ritröðinni urn Árna í Hraunkoti. „Glatt er í Glaumbæ" eftir Guðjón Sveinsson og „Hanna Maja og leyndarmálið" eftir Magn- eu frá Kleifum. Fyrr á árinu kont út bókin „jCaupfélagsstjórar á fs- landi," sem Andrés Kristjánsson skráði og væntanleg er bókin „Samvinnuhreyfingin á íslandi" uppsláttar og kennslubók í pappírs kiljuformi eftir Eystein Sigurðsson. Önnur pappírskiljubók er einnig væntanleg frá Bókaforlagi Odds Björnssonar, en það cr „Kreppa og þroski" eftir Jóhan Cullberg. sent Brynjólfur Ingvarsson, læknir, hef- ur þýtt. Fjallar bókin um andlega Félagsstarf sjálfstœðisfélaganna... Félagsstarf sjálfstœðisf Oli D. Friðbjörnsson formaður Sleipnis Ætla að fjalla um verkalýðsmál í vetur Aðalfundur málfundafélagsins Sleipnis hefur nýlega verið haldinn. Óli D. Friðbjörnsson var endurkjörin formaður, en aðrir í stjórn voru kjörin Ása Helgadóttir, Einar J. Hafberg, Ingvar Guðmundsson og Stefán Sigtryggsson. f varastjórn voru kjörin Gerður Kristdórsdóttir, Halldór Blöndal, Halldór Rafnsson, Hörður Stcinbergs- son og Ingiberg Jóhannésson. Einnig var kosið í kjördæmis- ráð og fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna á Akureyri. Halldór Blöndal, varaalþingis- maður og Hilmar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, mættu á fund- inum og fluttu stutt ávörp og svöruðu fyrirspurnum. Urðu fjör- ugar umræður, margar fyrirspurnir bárust til frummælenda, sem þeir svöruðu skilmerkilega. - Nýkjörin stjórn hefur ekki komið saman til fyrsta fundar, en við höfum fullan hug á að efla starfsemi Sleipnis verulega í vetur, sagði Óli D. Friðbjörnsson, nýkjör- inn formaður Sleipnis, í viðtali við blaðið. - Þar er hclst að nefna verkalýðsráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, sem við höfum áhuga á að endurvekja. Fyrirhugaður er einn fundur í nóvember, þar sem við höfum fullan hug á að fjalla sérstaklega um verkalýðsmál. Það er hins vegar ekki Ijóst hverjir verða þar frummælendur og stjórnin á eftir að fjalla um dagskrá fundarins og móta hana endanlega, sagði Óli D. Friðbjörnsson að lokum. Óli D. Friðbjörnsson. Aðalfundur Sjálfsta Sverrir Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Ak 16. október. Sverrir Leósson var en aðrir í stjórn voru kjörnir Cíu Kristjánsson, Tryggvi Pálsson c voru kjörnir Einar Jónsson, Aöt bergsson. í skýrslu formanns á t semi félagsins var mikil á sl. stai bæjarmálefni. - Það var tekin ákvörðun í upphafi starfsárs um að halda rabbfundi um hina ýmsu mála- flokka, sem heyra undir bæjarfélag- ið, sagði Svcrrir Leósson, í viðtali við blaðið. - Var sú ákvörðun tckin á opnum stjórnarfundi í upphafi starfsársins. - Við héldum nokkra slíka fundi og tókust þeir að mínu mati með miklum ágætum. Má þar ná meðal nefna fundi umstarfsemi byggingar nefndar, skipulagsnefnd og starf- semi hennar, unthverfis- og sorp- i Goð cih % gefw

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.