Íslendingur - 29.10.1980, Page 1
40. TÖLUBLAÐ . 65. ÁRGANGUR . AKUREYRI . MIÐVIKUDAGINN 29. OKTÓBER 1980
Hjörtur Eiríksson um Sambandsverksmiðjurnar:
HRÁEFNAVERÐ LIGGUR
ENN EKKI FYRIR
• Ný bók eftirJón Viðar.
Sjá opnu.
• Litið inn hjá Þ. Björg-
úlfsson h.f. Sjá opnu.
ÍDAG
• Leiðarinn í dag fjallar
um „niðurtalninguna“
scelu og frjálst og óháð
Dag-blað.
• íþróttir eru á bls. 6.
• Spurning vikunnar um
aðstöðuna í Hlíðarfjalli
er á bls. 7.
eða að meðaltali yfir verksmiðj-
urnar um 30% uppbætur sem
fólkið fær ofan á Iðju-launin.
Þetta er að vísu dálítið mismun-
andi eða frá um 20% og allt upp
í 60% þannig að ljóst ætti að
vera að fólkið fær verulegar
uppbætur á sín föstu laun. Það
er alveg óhætt að hafa það eftir
mér að samkvæmt þeirri könn-
un sem ég veit besta úr Reykja-
vík þá eru launin hjá Iðju fólki
mun hærri heldur en þar.“ Vildi
■Hjörtur gjarnan bæta því við að
hann hefði það eftir bankastjór-
um að starfsfólk verksmiðjanna
væru einhverjir skilvísustu við-
skiptavinir og segði það ef til
sína sögu.
Þegar Hjörtur var að því
spurður hvernig honum litist á
framtíð þessara mála sagðist
hann að vissu leyti vera bjart-
sýnn, markaðir virtust vera
góðir fyrir framleiðsluna og
hinir erlendu viðskiptavinir
væru mjög ánægðir og bjart-
sýnir á að hægt sé að gera stór-
aukin átök í sölumálum. „Að
hinu leytinu,“ sagði Hjörtur, „er
ég svartsýnn ef okkur tekst ekki
að draga úr verðbúlgunni þar
sem hún er rekstrinum afar erfíð
og ef hún ekki næst niður er vá
fyrir dyrum.“
Verða að vísa viðskiptavinum frá
í upphafi sagði Hjörtur að
hráefnaverð lægi ekki enn fyrir
en lögum samkvæmt á að ganga
frá því 1. september en nú er
kominn 15. október þegar sam-
talið fór fram. „Við erum auð-
vitað dálítið óhressir yfir þessu
vegna þess að við höfum orðið
að vísa frá mörgum af okkar
viðskiptavinum sem ætluðu að
koma hér og ræða við okkur um
viðskipti eins og þeir hafa gert
árum saman í byrjun október.
Við höfum að sjálfsögðu ekkert
við þá að tala meðan við ekki
vitum hráefnaverðið.“
í sambandi við mokkaiðnað
sagði Hjörtur að mjög erfitt
væri að láta enda ná saman þar
sem framleiðslukostnaður væri
orðinn það mikill. Hins vegar
hefði starfsfólki ekki verið
fækkað og verður ekki nú í
haust.
Þegar borin voru undir Hjört
þau ítrekuðu ummæli Árna
Gunnarssonar um að Akureyri
væri láglaunasvæði og ættu
sambandsverksmiðjurnar ekki
síst þátt þar í sagði Hjörtur:
„Eg er ekki alveg viss um hvar
mörkin eru dregin milli þess sem
kallast láglaunafólk og annara
en hér á verksmiðjunum er
greiddur mjög viðamikill bónus
Þar sem frést hefur að erfiðleik-
ar steðjuðu að skinnaiðnaði í
landinu og þá einnig hér í
Sambandsverksmiðjunum á
Akureyri leitaði blaðið fregna af
þeim málum hjá Hirti Eiríks-
syni.
Dalvík:
Leikfélag Dalvíkur í
leikför til Danmerkur
Sýnir „Saúmastofuna eftir
Kjartan Ragnarsson
Leikfélag Dalvíkur hyggur á
leikför til Danmerkur í byrj-
un næsta mánaðar. For-
maður félagsins Kristján
Hjartarson sagði í samtali
við blaðið að hér væri raunar
einnig um að ræða þátt í
samskiptum við vinabæi
Dalvíkur.
Leikfélagið leggur upp í
ferð sína 8. nóvembern.k. og
verða rúma viku í ferðinni og
sýna í þrem bæjum í Dan-
mörku þ.á.m. í Viborg sem er
vinabær Dalvíkur og Grásten
en þar er leikfélag sem er
þátttakandi í samnorrænum
leikhring sem Dalvíkingar
eiga aðild að. Verk það sem
leikfélagið ætlar að sýna er
„Saumastofan“ eftir Kjartan
Ragnarsson, sem sýnt var á
Dalvík leikárið 1978-’79 en
hefur síðan verið æft upp
aftur og mannaskipti nokkur
orðið í leikarahópnum. Leik-
stjóri er Guðrún Alfreðsdótt-
ir, leikkona frá Reykjavík en
leikmynd eftir Kristján
Hjartarson.
Alls munu um þrettán
manna hópur taka þátt í leik-
förinni. Kristján sagði að
leitað hefði verið eftir styrkj-
um til fararinnar sem er
kostnaðarsöm m.a. hefði
Dalvíkurbær veitt kr.
500.000.- en auk þess hefði
verið leitað til ýmissa félaga
og klúbba um stuðning. Þá
fengist einnig styrkur frá
samtökum áhugaleikfélaga á
Norðurlöndum. Þá gat
Kristján þess að þetta væri
þáttur í tengslum Dalvíkur
við norræna vinabæi og væri
raunar í fyrsta skipti sem
hópur færi frá Dalvík til
vinabæja á Norðurlöndum.
Ekki er ólíklegt að heimsókn
Leikfélags Dalvíkur verði
endurgoldin og að það muni
fá í heimsókn leikhóp að
utan.
Bœjarstjórn A kureyrar:
Farið fram á skýrslu
vegna hönnunar
flölbýlishússins að
Keilusíðu
Á bæjarstjórnarfundi fyrr í
þessum mánuði var eftirfarandi
tillaga frá Ingólfi Árnasyni
samþykkt: „Bæjarstjórn sam-
þykkir að fara þess á leit við
húsameistara bæjarins að hann
skrifi skýrslu um hönnun og
gerð útboðsgagna fjölbýlishúss-
ins að Keilusíðu 1, 3 og 5.“
Tillaga þessi er fram kom
vegna þess að málsetningar á
teikningum á fyrrgreindu húsi
reyndust að ýmsu leyti rangar
og ekki var hægt að halda fram-
kvæmdum við húsið áfram
nema teikningar yrðu endur-
skoðaðar í heild. Leiguíbúða-
nefnd gerði því á sínum tíma
kröfu um að hönnuður bygg-
ingarinnar endurskoðaði teikn-
ingarnar.
Að sögn Sigurðar J. Sigurðs-
sonar kom þegar í upphafi
fram skekkja í magntölum á
1, 3 og 5
einingum i húsinu sem síðan var
leiðrétt. Þá var byggingin boðin
út og barst aðeins eitt tilboð frá
Híbýli hf. og var gengið til samn
inga við fyrirtækið á grund-
velli tilboðsins. Þegar síðan
framkvæmdir hefjast við grunn
hússins kemur hins vegar í ljós
að málsetningar á teikningum
standast ekki. Af þessu leiddi
nokkra verktöf og framkvæmd-
ir stöðváðar meðan leiðrétting-
ar voru gerðar á teikningum.
Fram komu jafnvel raddir um
að stöðva alveg framkvæmdir
en þar sem samningar höfðu
verið undirritaðir við verktak-
ann varð ekki af því. Ekki
reyndust leiðréttingarnar stór-
vægilegar en þó ljóst að um
vanhöld var að ræða frá hönn-
uða hálfu og því var tillaga sú er
fyrr var getið samþykkt til þess
að botn fengist í málið.
Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SANA drykki