Íslendingur


Íslendingur - 29.10.1980, Side 4

Íslendingur - 29.10.1980, Side 4
Útgefandi: Ritstjóri og ábm.: Auglýsingastjóri: Gjaidkeri. Dreifingarstjóri. Ritstjórn, simi: Auglýsingar, simi: Áskriftargjald: Lausasala: Auglýsingaveró: Prentun: Islendingur hf. Kristinn G. Jóhannsson Guólaug Siguróardóttir Ottó Pálsson Sigurlina Sigurgeirsdóttir 21501 21500 kr. 3000 á ársfjóróungi kr. 280 eintakió kr. 2800 dáiksm. Prentsmiója Björns Jónssonar Baulaðu nú BúkoIIa mín Stefán Valgeirsson alþm. skrifar um þessar mundir framhaldsgreinar í Dag undir fyrirsögninni „Hvað er framundan?" Ef ætlun alþingismannsins með greinum þessum hefur verið sú að leita svara við þessari spurn- ingu þá hefurságóði ásetningurgloprastniðureinhvers staðar á leiðinni. Það eina sem að mati alþingismanns- ins réttlætir áframhaldandi setu þessarar ríkisstjórnarer það að ef hún hrökklast frá geti enginn tekið við. Stefán Valgeirssori segir m.a. „Þjóðin stendur því á krossgöt- um og kemst ekki hjá að velja um leið. Valið ætti að vera auðvelt. Því ef við beygjum ekki af leið óðaverðbólgu og tryggjum eðlilegan rekstur framleiðslunnar, blasir við atvinnuleysi og það böl og óréttlæti, sem slíku ástandi fylgir.“ Nú er þetta í sjálfu sér kórrétt athugað en maður gæti látið sér detta í hug að þetta væri brot úr framboðsræðu frá því s.l. vetur. Þá boðuðu framsóknarmenn nefnilega aldeilis gulltrygga aðferð að eigin sögn til að ráða niður- lögum verðbólgunnar og nefndu niðurtalningu. Þeireru að vísu orðnir sífellt feimnari við að nefna það orð eftir því sem frá dregur kosníngunum. Þetta er þeim mun furðulegra sem sami alþm. heldur því fram að það sé stefna framsóknar sem ráði í ríkisstjórninni í fjármálum. Við hvern er biessaður maðurinn þá að sakast þegar hann segist nú allt í einu standa á krossgötum og ekkert vita hvað sé framundan? Hvað dvelur niðurtalninguna góðu sem fyrir kosningar átti allan vanda að leysa? Við þessu fást ekki svör en annað hvort hlýtur að komatil að framsóknarmenn séu hreint áhrifalausir innan ríkis- stjórnarinnar eða þá hitt að niðurtalningin sæla hafi verið blekking og kosningaglamur sem boðendur hennar höfðu ekki hugmynd um hvernig framkvæma átti. En hvor sem skýringin er þá liggur það Ijóst fyrir að hlutur framsöknarmanna er ekki stjórnmannlegur nú þegar þeir að eigin sögn, hafa töglin og hagldirnar í ríkisstjórninni. Það er því von að þeir spyrji sjálfa sig og aðra nú „Hvað er framundan?" Niðurtalningin virðist týnd og tröllum gefin en boðendur hennar segjast nú staddir á krossgötum og bíða þess að Búkolla bauli hvar sem hún er niður komin. Fijáíst og óháð Dag-blað Það var dálítið athyglisvert að hlusta á ritstjóra Dags lýsa því í útvarpsþætti í gærkveldi hvernig stjórn blaðsins er skipuð. Það kom nefnilega í Ijós að samkvæmt sam- þykktum blaðstjórnar skal kaupfélagsstjóri KEA ætíð vera formaður blaðstjórnar og þess vegna sagðist ritstjórinn ætíð taka upp hanskann fyrir kaupfélagið hvernig svo sem það nú samræmdist hans eigin sann- færingu eða samvisku. Þetta er raunar augljóst af málflutningi blaðsins en undirstrikar enn að blaðið verður fyrst og síðast að ganga erinda KEA. Þetta eru dapurleg örlög á þeim tímum þegar blöðin eru yfirleitt að losa sig undan flokksvaldi og klíkum og taka uppsem frjálsastan fréttaflutning að þá skuli slíkt nátttröll hafa Dag-að uppi hér Norðanlands. Kr. G. Jóh. 4 - ÍSLENDINGUR Litið inn hjá Þ. Björgúlfsson h.f FRÉTTIR FRÁ BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR Ungir, bjartsýnir menn með myndarlegt fyrirtæki Vikulok fyrir norðan Björn og Áskell í útsendingu. Á laugardaginn var hófst Reykjavík. Þeir sem tekið útsending á þættinum „í hafa að sér þáttinn hérfyrir vikulokin" með nýjum norðan eru Áskell Þóris- hætti. Var útvarpað sam- son, blaðamaður og Björn timis frá Akureyri og Arnviðarson, lögfræðing- ur, en tæknimenn þeir Björgvin Júníusson og Ólafur Sigurðsson. Bræðurnir Friðrik og Björgúlfur ásamt föður sfnum Þórði. Þessi myndarlega kvíga fæddist að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði hinn 16. september sl. Að sögn Benjamíns Baldurssonar bónda mun hún ein hin fyrsta af Galloway kyni sem fæðist í landi þ.e. utan Hríseyjar. Tæplega vikugömul reyndist hún 44 kg. að þyngd og hefur farið mjög vel fram síðan. - Að sögn Guð- jóns í einangrunarstöðinni í Hrísey er gert ráð fyrir að um áramót verði búið að selja fimm þúsund skammta í land. Guðjón sagði s Bðið sent til Hvanneyrar og þaðan væri því dreift. bræður Friðrik og Björgúlfur eru framkvæmdastjórar, báðir samvinnuskólagengnir og hafa auk þess stundað framhalds- nám í verslunarfræðum erlend- is. Þeir segjast bjartsýnir á rekstur heildsölu hér þótt ýmsir erfiðleikar hrjái m.a. þeir hve bönkum er gert erfitt fyrir að annast eðlilega fyrirgreiðslu og síðan er blessuð verðbólgan sem ekki bætir úr. Fyrirtækið var stofnað 1973 og hefur þegar afiað sértraustra viðskiptavina um land allt. mmmm „FJÖRULALLF Bók eftir Jón Viðar Guðlaugsson að koma út fslendingur leit á dögunum inn hjá Þ. Björgúlfsson h.f. umboðs og heildverslun og hitti þar fyrir bræðurna Friðrik og Björgúlf Þórðarsyni og innti þá eftir starfsemi fyrirtækisins. Fyrirtækið er umboðs og heildverslun og hefur viðskipti við aðila um land allt. Af inn- fiuttum vörum er aðallega um að ræða fatnað alls konar, innréttingar s.s. skápa, baðklefa auk ýmissa annara smærri hluta. Einnig hafa verið flutt inn ljós frá Danmörku og Spáni en önnur viðskipti eru aðallega við Norðurlönd, Bretland og Banda ríkin. Þá hefur fyrirtækið einkaum- boð fyrir mælitæki frá „Starret“. Matvörurhefurfyrir- tækið síðan í umboðssölu fyrir „íslensk matvæli“ og meðan blaðamaður leit við gæddi hann sér á nýjustu framleiðslunni, síldarþrennu, en aðrar vörur frá því fyrirtæki eru t.d. kryddsíld, marineruð síld, reyktur lax og grafiax en vörur þessar eru raunar vel þekktar. Þá hefur fyrirtækið umboðssölu fyrir lagmetisiðjuna Garði h.f. auk annara íslenskra fyrirtækja. Hjá Þ. Björgúlfsson h.f. eru nú fimm starfsmenn en beir Á næstunni kemur út fyrsta bók Akureyringsins Jóns Viðars Guðlaugssonar á vegum bóka- útgáfunnar Salt, Reykjavík. Bókin mun bera nafnið „Fjöru- lalli“ c g segir það nokkuð um sögusvið sagnanna og uppruna höfundar. Við spurðum Jón nánar um efni bókarinnar og sagði hann að í henni væru um tíu þættir eða frádsagnir sem hefðu raun- ar allir „Fjöruna“ að sögusviði, væru skáldskapur „en gætu þó vel verið sannar", eins og Jón komst að orði. U m tilurð þessara sagna sagði Jón að vegna starfa hans að æskulýðsmálum einkum með K.F.U.M. hefði æði oft komið upp vandkvæði á að finna efni til flutnings á kvöldvökum og við fleiri tækifæri og þá ekki síst í sambandi við sumarstarfið að Hólavatni. Hefði hann því á stundum gripið til þess ráðs að setja eitthvað saman sjálfur. Nú hefði síðan orðið að ráði að gefa þessa frásöguþætti út. Reynt hefur verið að vanda sem best til útgáfunnar og hefur ungur myndlistarmaður, Búi Kristjánsson, myndskreytt bók- ina. Ymsir hafa haft orð á því við blaðið, að lítið væri um fréttir af því sem væri að gerast hjá bæjarstjórninni. Nú eru hug- myndin að bæta eitthvað úr þessu, og birta þátt sem þennan í hverri viku eftir bæjarstjórnar- fundi, en þeir eru haldnir reglu- lega annan hvern þriðjudag, og verður jafnan reynt að birta það sem markverðast þykir af mál- um er berast bæjarráði og bæjarstjórn frá nefndum bæjar- ins, fyrirtækjum og einstakling- um. Miklir greiðsluörðugleikar hafa verið hjá bæjarsjóði und- anfarið, en rrú mun eitthvað hafa ræst úr þeim málum, annarsvegar vegna bættra skila gjaldenda, svo og vegna aukins yfirdráttar sem fékkst í Lands- banka íslands upp á 300 millj. Nýlega var Leikfélagi Akur- eyrar veitt bæjarábyrgð fyrir láni hjá Lífeyrissjóði leikara að upphæð 10 milljónir. Miklir fjárhagsörðugleikar hafa steðj- að að félaginu, en bæjarstjórn mun ekki hafa tekið endanlega afstöðu til þess máls enn. Níutíu karlar og konur hafa nýlega sent bréf til bæjarstjórn- ar, þar sem krafist er úrbóta vegna slysahættu við leikskól- ann Árholt í Glerárhverfi. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kynnti nýverið bæjarstjórn til- lögur sínar um stofnun sjóðs til athugunar á hugsanlegum möguleikum á nýiðnaði á Eyja- Qarðarsvæðinu. Hugmyndin er að fá ýmsa aðila til samstarfs um þetta mál, svo sem Dalvík- ur- Olafsfjarðar- og Siglufjarð- arkaupstaði, auk fl. aðila. Skipulagsnefnd hefur fallist á það fyrir sitt leyti, að Skjald- borg h.f. verði veitt lóðin nr. 69 við Hafnarstræti til að byggja á hús fyrir starfsemi sína. Leyfinu fylgja ítarlegar kröfur um notkun 1. hæðar og útlit húss- ins. í þessu sambandi áskildi formaður nefndarinnar sér rétt til að skjóta málinu til félags- málaráðuneytisins og Skipu- lagsstjórnar, þar sem hann telur meirihluta nefndarinnar vera að brjóta gegn aðalskipulagi Ak- ureyrar með umræddu leyfi. Stjórn Hitaveitu Akureyrar leggur til hækkun á gjaldskrá frá 1. nóvember n.k. Eftir það kostar mínútulítrinn kr. 18.102, og nemur hækkunin 10% Heilbrigðisnefnd hefur ítrek- að áskorun sína til bæjarráðs um úrbætur á skólplögnum bæjarins. Er þar fyrst og fremst um það að ræða, að skólplagnir nái út fyrir stórstraumsfjöru- borð. Rafveita Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum 16. októ- ber s.l. 5% hækkun á gjaldskrá sinni. Nýlega var skipuð byggingar- nefnd verkmenntaskóla, en hug myndin er að verkmenntaskóli ásamt heimavist rísi á túninu sunnan Suðubyggðar. Nefndin hefur ráðið Geirharð Þorsteins- son, arkitpkt, til að teikna skólann, sem ætlunin er að bjóða út á komandi vori, ef nægar fjárveitingar fást frá ríkinu. Jafnframt hefur nefndin óskað eftir því við bæjarráð og bæjarstjórn, að tekin verði afstaða til tillagna framhalds- skólanefndar Akureyrar um skipan framhaldsskóla í bæn- um. Á bæjarstjórnarfundi 7. októ- ber s.l. urðu miklar umræður um hönnun og útboð á leigu- íbúðum við Keilusíðu 1-3 og 5, og þótti mörgum bæjarfulltrúan um illa að þeim málum staðið af hálfu bæjarins. Áætlað verð hússins við afhendingu í janúar 1982, eru um 1100 milljónir, en íbúðir eru 19 talsins. Að um- ræðum loknum var samþykkt tillaga frá Ingólfi Árnasyni bæjarfl., og er þess nánar getið annars staðar í blaðinu. Holdakálfur að Ytri-Tjörnum Mjólkurdagar 1980 Mjólkurdagsnefnd hefurákveð- ið að efna til sérstakrar mjólkur- viku. Það verður dagana 3. til 9. nóvember. Víðtæk kynning mun fara fram þessa daga á helstu mjólkurafurðum. Dag- ana 3.-7. nóvember verður nemendum í grunnskólum utan höfuðborgarsvæðisins gefinn kostur á að heimsækja mjólkur- búin. í Reykjavík og nágranna- byggðum hafa á vegum Mjólk- ursamsölunnar verið skipulagð- ar. heimsóknir ákveðinna bekkja í grunnskólunum. Þess- ar kynnisferðir í Mjólkursam- söluna verða flesta virka daga í vetur. Nemendurnir fá nokkra fræðslu um vinnslu mjólkurinn- ar ogstarfsemi Mjólkurstöðvar- innar, þeim verður sýnd kvik- mynd og boðið upp á mjólkur- drykk. Dagana6.-9. nóvember verð- ur sýning og markaður í húsi Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2 í Reykjavík. Fram- leiðsluvörur einstakra mjólkur- samlaga verða sýndar og gefnar verða bragðprufur af nýjum og gömlum tegundum af ostum, jafnframt sem þessir ostar verða seldir á staðnum. Sýnikennsla verður alla dagana, þar sem leið beint verður um tilbúning ýmissa mjólkurrétta. Sýni- kennslan verður á vegum Osta- og Smjörsölunnar og Mjólkur- samsölunnar. Seldar verða að minnsta kosti tvær tegundir af tertum: rjóma- ostterta og skyrterta. Þá verða einnig seldir kynningarpakkar með mismunandi mjólkurvör- um. Hlutavelta verður í gangi alla dagana, vinningar verða ýmsar mjólkurafurðir. Sam- tímis sem kynnt verður létt- mjólk og óblönduðjógurt, mun fara fram nokkurskonar neyt- endakönnun. Öflugar framhalds- deildir við Laugaskóla Laugaskóli í S-Þing. var settur sunnudaginn 5. október af skólastjóranum Sigurði Krist- jánssyni að viðstöddum nem- endum, kennurum og gestum. f skólanum eru í vetur 109 nemendur. f áttunda bekk grunnskólans eru 13 nemendur en í níunda bekk 46. í fram- haldsdeildum skólans eru síðan 50 nemendur. Þar eru starfrækt- ar eftirtaldar námsbrautir: Bók- námsbraut 1. ár, uppeldisbraut 1. ár, viðskiptabraut 1. ár og 2. ár, og tréiðnaðarbraut 1. og 2. ár. í skólaráði Laugaskóla eru Eysteinn Sigurðsson, Arnar- vatni, formaður, skipaður af ráðherra, Ingi Tryggvason, Kár- hóli, Jón Kristjánsson, Fremsta- Felli, Sr. Sigurður Guðmunds- son, Grenjaðarstað og Þráinn Þórisson, skólastjóri Skútu- stöðum,. en fjórir síðasttöldu eru kosnir af sýslunefnd S.-Þing- eyjarsýslu. ÍSLENDINGUR - 5

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.