Íslendingur


Íslendingur - 29.10.1980, Qupperneq 8

Íslendingur - 29.10.1980, Qupperneq 8
Kristniboðs- og æskulýðsvika Kristniboðs og æskulýðs- vika verður í Zíon dagana 2-9 nóvember n.k. Þar mun meðal annars Jónas Þórisson verða með myndasýningar frá Eþíopíu þar sem hann hefur verið kristniboði mörgundanfar- in ár. Einnig verða þar ræðumenn Benedikt Arn- kelsson guðfræðingur og sr. Pétur Þórarinsson á Hálsi. Þá munu heima- menn einnig taka þátt og ungt fólk syngja á samkom- unum. Samkomurnar hefl- ast kl. 20.30 hvert kvöld vikunnar. Húsavíkur- stimpill „Öskju“ ÐAGUR . FRfMERKISINS 10-11-1980 F rimerttjaklúbburinn^ Askja Á degi frímerkisins 10. nóvember 1980 mun Frímerkjaklúbburinn Askja nota sérstakan hliðar stimpil á Húsavík. Þeir sem hafa áhuga á að fá stimplað með honum snúi sér til Óla Kristinssonar Höfðabrekku 11 Húsavík sími 41314 eða Eiðs Árnasonar Hallbjarn- arstöðum Tjörnesi, sími 41111. Verð kr. 150 stykk- ið. Fréttatilkynning. Leikfélag Öngulsstaða- hrepps æfír „Þrjá skálka“ Nýlega eru hafnar æfingar hjá Leikfélagi öngulstaða- hrepps á söngleiknum „Þrír skálkar“. Að sögn Jóhanns ögmundssonar sem leikstýrir verkinu hafa æfingar farið vel af stað en ekki er gert ráð fyrir að sýningar geti hafist fyrr en um jól. Svo sem kunnugt er er leikritið „Þrír skálkar" talsvert viðamikið í upp- setningu, bæði hvað varðar söng og leikmyndir auk þess að leikendafjöldi er mikill. Ráðnir til starfa Um næstu áramót hættir Ingólfur Kristinsson störf- um við Sundlaug Akureyr- ar. Samþykkt hefur verið að ráða Markús Hávarðar- son í starf vaktformanns við sundlaugina í stað Ingólfs. Þá hefur Steindór Stein- dórsson verið ráðinn um- sjónarmaður félagsmið- stöðvarinnar í Lundaskóla. Lögfræðiþjónusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL Hafnarstræti 94 - Sími 24602 RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Simar: 23257 og 21867 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Islendingur Akureyringur vinnur 5 millj. í getraunum I 9. leikviku getrauna kom fram einn seðill með 11 rétta leiki. Eigandi seðilsins reyndist vera Akureyringurinn Lára Ólafsdóttir, Stefánssonar, en eiginmaður hennar er einnig Akureyringur, Sigurgeir Haraldsson, Sigurgeirssonar. Vinningurinn sem Lára hlaut var tæpar 5 milljónir og er þetta hæsti vinningur sem getraunir hafa borgað út. íviðtalivið Morgun- blaðið sagði Lára að hún fylgdist ekki með ensku knattspyrnunni og hefði fyllt út seðilinn „út í loftið", en maður hennar hafði gefið henni seðilinn. Sjálfstœðisfélag Akureyrar: Sverrir endurkjörinn Nýlega var haldinn aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar og kom þar m.a. fram að starf- semin hefði verið býsna lífleg s.l. ár. Félagið verður fimmtíu ára 1. desember n.k. og er ætlunin að minnast þess með einhverj- um hætti. Stjórn félagsin? var kosin og er hún þannig skipuð: Sverrir Leósson, formaður og aðrir í stjórn Tryggvi Pálsson, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Dylgjum í „leiðara“ Dags svarað f Degi fimmtudaginn 23. októ- ber 1980 er „leiðarinn“ og tals- verður hluti forsíðu helgaður aðalfundi kjördæmisráðs Sjálf- stæðisfélaganna í þessu kjör- dæmi. Að gefnu tilefni vill stjórn kjördæmisráðs taka fram eftirfarandi: 1. Það sem sagt er í „leiðara" eru staðlausir stafir. Þar átfi sér hvorki stað „undirróðursstarf- semi né valdabarátta.“ Skoðana skipti fóru fram fyrir opnum tjöldum. 2. Flest okkar eru hvorki „Gunnars né Geirs armur“ heldur SJÁLFSTÆÐISMENN. 3. öllum dylgjum um „annar- legar hvatir“ og annan óheiðar- leika fulltrúa í störfum sínum á þessum fundi vísum við til föðurhúsa. Hins vegar viljum við leggja áherslu á MIKIL og GÓÐ fundarstörf. 4. Endurnýjun í trúnaðar- stöður er nauðsynleg. Fram til formaður Davíð Kristjánsson og Einar Jónsson. í varastjórn eru Róbert Árnason, Áðalgeir Finnsson og Ragnar Steinbergs son. íkjördæmisráð vorukjörn- ir þeir Gísli Jónsson, Stefán Stefánsson, Gunnar Ragnars, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Sverrir Leósson og Tryggvi Pálsson. þessa hafa fulltrúar á kjör- dæmisþingi ekki verið viðkvæm ir fyrir því þótt þeir hafi ekki verið endurkjörnir, enda oft komið inn aftur eftir nokkurt hlé. Það hefur aldrei verið talað um það að mönnum hafi verið „vikið frá“. Árið 1978 var t.d. skipt um alla aðalfulltrúa í flokksráði. Furðulegt væri að staðhæfa að fyrri fulltrúum hefði öllum með tölu „verið vikið“ eða „bolað frá“. Við leggjum áherslu á að við hörm- um þessar óréttmætu og óvenju- legu ásakanir í garð fulltrúa á aðalfundi kjördæmisráðs, sem að öllu leyti fór vel og drengi- lega fram. Þess skal og getið að tillögur uppstillinganefndar samþykkti kjördæmisráð ein- róma. Stjórn Kjördœmisráðs Sjálf- stœðisfélaganna í Norðurlandi eystra. Kvennafangelsi tekið til starfa á Akureyri Hluti af fangageymslu lög- reglustöðvarinnar á Akur- eyri hefur verið tekinn í notkun sem kvenna- fangelsi. Von er á tveimur kven- föngum frá Reykjavík og jafnframt munu fjórar kon- ur taka til starfa sem fanga- verðir. Þeim er ætlað að vinna sex stundir í senn á tveimur vöktum frá 12-18 og 18-24. Þessi tilraun verður a.m.k. fyrst um sinn til reynslu. Ogsvo Mikið lifandi ösköp finnsí mér haustið hafa orðið stutt í þennan enda. Ég er tœpast búinn að skrifa hárómantísk- an litadýrðarstíl um haustlauf, rauðar berjabrekkur og alla þá dýrð fyrr en upp er runninn fyrsti vetrardagur og ístaðinn fyrir titskrúðið allt benda nú atisnaktar greinar trjánna upp í blýgráan himin. En ekki skulum víð vetri kvíða þótt skammdegi setjist að enda hefur hver árstíð sér til ágœtis nokkuð. Ég er einatt að vitna til veru minnar í Ólafsfirði og verða menn bara að virða mér það til vorkunar. Þar útfrá urðu snjóalög œði oft meiri helden ég átti að venjast hér á Akureyri í gamla daga, eða ég ef til viti bara orðinn eldri og ekki eins brattur í snjóum og stórhríð. Mér var satt að segja orðið kominn bölvanlega við að brjótast um ósjáifbjarga í sköflunum á ieið minni í skólann. Það varð raunar eitt mitt fyrsta verk eftir að ég tók við þessu virðulega embœtti utan við Múla að kaupa einhverja þá stœrstu skjalatösku sem sögur fara af, hún var úr hreindýra- skinni og hefur vafalaust þurft að slátra tveim dýrum til að afla efnis í gímaldið. Taska þessi átti að gegna tvenns konar hlutverki. Annars vegar átti hún að gefa skólastjóran- um virðulegt embœttísmanns- yfirbragð, hefði vafalaust þurft heila hreindýrahjörð til þess að vísu, og að hinu leytinu átti hún að hýsa hin ýmsu skjöl, pappíra og bækur sem plagsiður er að þvœlast með fram og aftur án þess að nota nokkurn tíma. Hlutverk þessarar góðu tösku varð þó er snjóa tók atit vetur. . annað en upphaflega var áœtl- að. Virðuleikinn kom aldrei nema hann séfólginn í því að ganga skakkur með aðra öxl- ina þrem tommum neðar en hina undan þunga hreindýra- skinna og skjölunum fækkaði er timar tiðu fram. Hún tók hins vegar að sér það léttvœga hlutverk að vera mér eins konar flotholt yfir veturinn. Ég var nefnilega hvað eftir annað að ana út í stórfannir þar sem ég sökk viðstöðulaust þar til af ötium mér sást blessunarlega lítið utan önnur höndin og taskan góða sem ég ríghélt mér t enda sat hún œtíð óhagganleg ofan á fönninni eins oghún átti hreindýrslegan uppruna til. Björgunarhlut- verki hennar lauk síðan í þann mund sem mér hafði auðnast að krafla mig upp úr snjónum og var sestur klofvega á þennan bjargvœtt minn. Nú veit ég auðvitað ekki hvernig okkur ferst að láta veturinn líða án þess að skaflarnir gleypi okkur né heldur hvaða haldreipi við getum náð taki á þegar stór- hríðin verður of stríð í fangið. En ekki skulum við láta skammdegisþanka setjast að hjá okkur í vetrarbyrjun held- urfagna vetri og því sem hann kann að bera i skauti sér og þótt fannir hylji um stund vordrauma okkar og sumar- dýrð er vonandi að atiir eigisér einhverskonar flotholt eins og égforðum að grípa til ef okkur finnst heldur laust undir fœti. Kr. G. Jóh. lUlAl Cl IITMIMCCCTnCJI JÖN BMRNISON / ÚRSMIDUR Björn Jósef Arnviðarson hdl. Hverskyns lögfræði- I'SD Allar gerfiir úra ' V'" > •IB Verfi kr. 10-200 þús. i V': Kafnarstræti 108 Sími 25919 þjónusta Kaupvangsstræti 4 - Slml 24175 - Akureyri jðÉÉfir

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.