Íslendingur


Íslendingur - 15.11.1984, Qupperneq 6

Íslendingur - 15.11.1984, Qupperneq 6
6 3blewlin0ur FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984 Leikmannsþankar: Ljóðatónleikar Þuríðar og Michaels Ljóðatónleikar er merkilegt tón- listarfyrirbæri. Að ytra formi lítið og oft látlaust, sum ljóðin naumast utan örfáir tónar. Heimur ljóðasöngsins er í ætt við eðla steina. Það þarf að finna þá, slípa og fága, og svo fara þeir ekki öllum jafnvel. En gangi þetta allt upp, birtist í þeim heimur, sem er óendan- lega stór. Þessi veröld býr yfir lögmáli, sem finnst, en skilst aldrei til fulls. Ljóðasöngurinn er afar við- kvæmt samspil höfundar, söngv- ara, undirleikara og áheyr- enda, svo viðkvæmt, að það er nánast kraftaverk, ef allt geng- ur upp. Að þessu lcyti eru ljóða- tónleikar alltaf mikil áhætta, jafnt fyrir frægustu söngvara sem aðra. Sefjunaráhrif krafta- söngvaranna gilda hér ekki. Akureyringar eiga þess kost, annað slagið, að hlýða á ljóða- tónleika. Hins vegar hefur það verið afar sjaldgæft, að Akur- eyringar hafi boðið upp á slíka tónleika. Akureyska söngvara hefur skort tækifæri til að spreyta sig á þessu hála sviði tónlistarinnar. Það var því mikið ánægjuefni, þegar þau Þuríður Baldursdóttir og Mich- ael Clarke efndu til ljóða- tónleika í Borgarbíói síðast- liðinn laugardag. Um efnisskrána er það að segja, að hún bar vott um kjark og smekk. Þótt nokkurlaganna væru kunn miðlungsfróðum ljóðaunnendum, eins og undir- rituðum,voru ekki farnar troðn- ar slóðir í efnisvali. Það var fjöl- breytt og vandasamt. Farið var hægt af stað. Michael Clarke hitaði sig upp í settlegum lögum eftir Purcell og Arne, en fékk ekki nægan stuðning áheyrenda. Svolítið óöryggi, sem háði rödd- inni í upphafi hvarf í tveimur þjóðlagaútsetningum Brittens. Undirspil Soffíu Guðmunds- dóttur var ívið sterkt og sjálf- stætt á köflum. Fyrir hlé söng Þuríður Bald- ursdóttir Sígaunaljóð eftir Dvorák. Hjá henni fannst mér líka gæta nokkurs óöryggis í upphafi, sem hvarf þó fljótt. „Rings ist der Wald“ söng hún stórvel, og við það var eins og röddin, þessi breiða, þýða, hljómmikla altrödd söngkon- unnar, losnaði úr læðingi, og fylltist með hverju lagi. Undirleikarinn, Kristinn Örn Kristinsson, fór á kostum, frá- bærlega næmur á túlkun Þuríð- ar, þjónandi, hlédrægur, leið- andi, styðjandi eftir því sem við átti. Eftir hlé söng Michael Clarke fyrst „Poeme d’un Jour“ eftir Gabriel Fauré. Nú var undirleikarinn varfærnari og studdi söngvarann dyggilegar í flutningnum. Michael Clarke hefur bjarta barítónrödd, sem er vel fallin til að skila Fauré, ekki síst vegna þess, að yfirvegun er áberandi þáttur í söng hans. „Adieu“, var mjög vel sungið lag og franska textanum gerði söngvarinn ágæt skil. „Die Mainacht“, sem kom á eftir Fauré, var afbragðsvel sungið, en ögn skorti þó á virðingu Michaels fyrir s-hljóðum í þýsk- unni. Þuríður Baldursdóttir söng „Mit Myrten und Rosen“ eftir Schumann, sem virkaði sem vel valinn forleikur af dú- ettum eftir Schumann, sem þau Þuríður og Michael luku tón- leikunum með. Dúettarnir voru vel sungnir, en ekki get ég neitað því, að þau ljóð, sem flutt voru í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar, þótti mér heldur dauf tónlist. Síðustu þrjú ljóðin lyftu aftur upp yfirbragði tónleik- anna, og lokalagið var glæsi- lega flutt. Það er augljóst, að þegar á allt er litið, voru þessir tónleikar mjög vel heppnaðir. Verkefna- skráin var vönduð og flutning- urinn í heild mjög frambæri- legur. Augljóst er, að ef söngv- arar eins og Þuríður Baldurs- dóttir og Michael Clarke fengju oftar tækifæri til að spreyta sig á ljóðasöng, myndi fara af þeim sá vottur óöryggis, sem háði þeim báðum í byrjun tónleikanna. TIO Sigurður Guðmundsson, for- stjóri Klæðaverzlunar Sig- urðar Guðmundssonar hf., Hafnarstræti 96, Akureyri verður sjötugur 17. nóvem- ber n.k. Hann stofnaði Klæða- verzlunina 1955 og er því búinn að reka hana í tuttugu og níu ár. Sigurður mun vera á Plaza Hótel í Kaupmanna- höfn á afmælisdaginn. Oruggur sigur Þórs Á föstudaginn var, áttust við í farið að draga af kappanum í Þórarinn Sigurðsson 15. I. deildinni á körfubolta lið Þórs og Reynis Sandgerði. Leikurinn var frekar jafn frá upphafi, en Þórsarar leiddu þó jafnan leikinn með 4-6 stigum. Eftir 10 mín. var staðan 21-16 Þór í vil, og eftir 15 mín. leiddu þeir r”i og þá með 29 stigum gegn 7 'i.En upp úr því fóru porsaiar að gera hverja varnar- skyssuna á eftir annarri og það nýttu Reynismenn sér og náðu forystunni 32-37. Upp úr þess- ari ládeyðunáðu Þórsararsér þó fljótt og í hálfleik höfðu þeir náð forystunni á ný, 40-39. Seinni hálfleikur var í upphafi líkur þeim fyrri, og leiddu Þór- sarar yfirleitt með 4-6 stigum. En upp úr miðjum seinni hálfleik tóku þeir góðan sprett, spiluðu góða vörn og mark- vissan sóknarleik og náðu 10 stiga forskoti. A 33. _ mín. leiksins yfirgaf Konráð Óskarsson völlinn með 5 villur. Einnig fékk Björn Sveinsson sína 4. vijlu um svipað leyti og gat því ekki beitt sér að fullu í varnarleiknum. En Þórsarar létu þetta ekki á sig fá og héldu forystunni það sem eftir var leiksins og sigruðu með 94 stigum gegn 82. Lið Þórs er ungt og þarf ekki að kvíða framtíðinni. Flestir leikmanna eru á bilinu 18-21 árs gamlir og komust þeir allir mjög vel frá sinu verki í þessum leik. Konráð Oskarsson og Guð- mundur Björnsson, eftir að hann kom inná, voru báðir mjög áberandi og einnig Björn Sveins- son en þó skortir hann nokkra ögun í leik sínum. Jón Héðins- son, kjölfestan í liði Þórs, átti ágætan leik, en þó virtist vera seinni hluta leiksins. Flest stig skoruðu Konráð Óskarsson 24, Jón Héðinsson 18, Björn Sveinsson 16 og Liðin léku svo að nýju á laugardag og þá sigruðu Þór- sarar með 98 stigum gegn 90. ber. Ljósm: ber ÚTBOÐ Rarik - Kröfluvirkjun óskar eftir tilboðum í að einangra og klæða loft í skemmu nr. 2 í Kröflu- virkjun. Helstu kennitölur eru: 100 mm glerullareinangrun 200 m2 Timbur 50X63 mm 500 Im 12 mm vatnsheldar spónaplötur 200 m2 Verkinu skal lokið fyrir 17. desember 1984. Útboðsgögn eru til afhendingar á VST hf. (Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.) Glerár- götu 30, Akureyri, frá og með þriðjudegi 13. nóvember 1984 gegn skilatryggingu kr. 1.000.- Tilboðum skal skilatil skrifstofu Kröfluvirkjunar, Strandgötu 1, Akureyri fyrir kl. 11.00 þriðjudag- inn 20. nóvember n.k. en þá verða þau þar opn- uð, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem við- staddir kunna að verða. Maasstarf\é SjálfstæöisfiokRsins % Aðalfundur Málfundafélagið Sleipnir heldur aðalfund sinn á skrifstofu félagsins, Kaupangi, föstudaginn 16. nóvember kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Akureyrar Aðalfundarboð Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 1984 kl. 20.30 í Kaupangi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál._____________Stjórnin. Akureyringar Ráðstefna um menntamál a vegum SUS, Varðar FUS á Akureyri og Víkings FUS á Sauðárkróki, verður haldin laugardaginn 17. nóvember nk. í Kaupangi húsi sjálfstæðis- félaganna á Akureyri. Dagskrá: Kl..10.00: Setning: Geir H. Haarde, formaður SUS. Ávarp: Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra. Erindi: „Háskólinn á næstu árum - úr skýrslu þróunarnefndar Háskólans". Atli G. Eyjólfs- son, læknir. Álit: Eiríkur Ingólfsson, háskólanemi. Erindi: „Tækniiðnaður og menntamál", Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur. Álit: Bernhard Haraldsson, skólameistari. Almennar umræður Kl. 12.30-13.30: Matarhlé. Kl. 13.30-14.15: Skoðunarferð í hið nýja hús Verkmennta- skólans á Akureyri. Kl. 14.20: Erindi: „Samband heimilis og menntakerfis". Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður. Álit: Þórunn Sigurbjörnsdóttir, kennari. Erindi: „Menntun - seld þjónusta eða gefin". Þorvaldur Elíasson, skólastjóri. Álit: Guðmundur Heiðar Frímannsson, menntaskólakennari. Almennar umræður Kl. 17.00: Ráðstefnustjórar: Davíð Stefánsson, formað- ur Varðar og Ari Jóhann Sigurðsson, formað- ur Víkings. SUS, Vörður, Víkingur

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.