Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Blaðsíða 5
ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 24. JAN. 1970. 5 JÓNAS JÓNASSON: SKRIFAÐ A SPÁNI 2. GREIN Útlendingar margir eru bú- settir þarna suðurfrá. Ég hitti nokkra þeirra. í Málaga er út varpsstöð, og einn daginn hringdi ég þangað. Nú er það svo, að Spánverjar tala í minnstum mæli ensku, af fólki sem ég þekki, ég á móti tala ekki þeirra mál, nema nokkur orð sem hrjóta af munni af tilviljun og minni, og upphefst nú skrípilegt samtal við Radio Málaga! Ég spyr á engelsku hvort þetta sé ekki útvarpið í Mál- aga. Viðkomandi stúlka kann- ast við orðið Radio, og þótt við séum tengd hvort öðru vír um, hún sem móttakari (og ég sendir) kemst hún að því að ég þurfi nauðsynlega að fá samband við einhvern sem tal ar ensku. Svo gerist ég mót- takari óhemju magns af orð- um sem fara fyrir ofan garð og neðan, svo kemur klikk og klikk aftur og ég er kominn í samband við veru sem talar spænsku hraðar en símastúlk- an. Mér tekst að lauma í þetta fljót orða einstaka og fremur einmana Si Si, og svo dembi ég á hana, svona sem auka- púðri, Radio Islande! — Una Momento! Ég bíð svo sem. Og loksins kemur elskulega sama röddin og virðist mikið bera fyrir brjósti. Ég hlusta. Þetta er ó- dýr skóli í framburði. Ég segi Si ,og aftur Si, og þessi mann- eskja í símanum virðist ekki svo mjög undrandi á kunnáttu minni í spænsku, tekur það sem sjálfsagðan hlut að það sé enginn að þvælast á Spáni án þess að kunna málið. Svo kemur aftur klikk og eftir litia stund annað klikk, og þá heyri ég mér til yndis rödd sem mælir á enska tungu og biður mig að fyrirgefa dvöl- ina. Það er auðgert því ég er hvort sem er til dvalar. En þarna er þá komin ensk kona, sem starfar við útvarpið í Mál aga. Er nú til lítils að orð- lengja, en mér er boðið að heimsækja þessa litlu útvarps stöð og nú koma flóknar út skýringar mér til gagns um það hvernig ég komist til Mál- aga og hvar ég geti fundið hana. Síðan takk fyrir og alit það. Daginn eftir er ég árla á fót um, því nú er mér vandi á höndum að finna þann stað er bússinn nemur staðar svo ég komist um borð. Ég rölti mér til þeirrar götu er liggur í beina stefnu til Málaga. En hvar stoppar bússinn? Ég mæti litlum Spanverja, bendi á brjóst mér og sagi: Málaga. Þeir eru orðglaðir Spánverjar, og ég heýri bunu af orðum og Málaga kemur fyr ir öðru hverju og svo bendíng ar í þessa átt og hina. Málaga gæti verið hvar sem er, uppi fyrir aftan tunglið, í þreyttum göturæsum, í bak og fyrir, og ég er önnum kafinn að játa og brosa og er orðinn örþreyttur í eyrum þegar Spánveriinn hverfur jafn skjótt og hann lokar munni. Ég stend eftir, jafnfjarri Málaga og áður, en eilítið ringlaðri. Ég fálma eft- ir næsta manni sem kemur í mót mér á hraðri ferð, hrópa eitthvað upp í sveitt andlit hans með ákafa: Málaga. Og aftur bendi ég á brjóst mér og síðan í þessa áttina og hina. Síðan er ég viðbúinn orða- sturtu á máli, sem talendur eru ósparir á, en þá kemur hæglát enska og maðurinn seg ir: — bússinn stoppar þarna hjá staurnum, hann kemur eftir nokkrar mínútur. Mér hrýtur af munni: „Guði sé lof, ég hélt að hér talaði enginn maður ensku.“ — Ég er á leið til Málaga, segir hann. Og hann er ekki hissa á því að ég skuli vera íslendingur. — Hér koma allir að lokum. — Þeir ætla að fara að væða Island ferðamönnum, segi ég. — Aumingja þið. Hvenær koma þeir? — Þeir hafa alltaf verið að koma. í gamla daga komu þeir eftir furðulegum leiðum og litu landið. Þeir fóru á hest- um og hittu menn að máli, presta og almúgann og svo fóru þeir fyrir fullum seglum út í þann stóra heim sem aldr- ei hefur heyrt neitt hlægilegra en íslands, og skrifuðu bækur. — Hvernig gátu þeir skrif- að heila bók um ísland? — Það er von menn spyrji. En þetta er þó það land sem elur fólk sem drekkur gamlar sögur með móðurmjólkinni og man alla atburði er skapa þjóð félag. — Það er eins og mig rámi í sakleysi mínu, að ísland sé á kortinu! — Það kann að vera mis- minni, menn hafa löngum fals að pappíra. — En menn ljúga ekki landafræðinni nema tilneydd- ir! Og nú er mér svo komið að ég nenni ekki að vera að af- saka tilvist Islands á kortinu, enda bússinn að koma og við borgum okkur til aðgangs og svo tekur Málaga að nálgast. Það var óhemju hlýtt í þess um vagni, sem bar sig mjög hægt í áttina. Ég notaði þá að- ferð sem ég lærði í strætis- vögnum heima, að standa upp fyrir konum. Og vissulega urðu allir hissa. Mér kom til hugar að nú hefði ég gert eitt hvað sem ekki passaði Franco, því ekki voru aðeins konur hissa á svip, heldur óþreyttir karlmenn sem sátu hvað fast- ast, og ég hafði það á tilfinn- ingunni að ég væri eins og negri sem hefði villzt upp í Mosfellssveit um réttir. Samtalsmaður minn á ferð sat sem hluti af innréttingunni í þessum búss, og hafði ekki áhyggjur af konum sem stóðu í fætur. — Þú talar góða ensku, segi ég. — Afi minn ferðaðist eitt sinn til írlands. Þar ruglaði hann reitum saman við írska stúlku, í blóra við prestinn geri ég ráð fyrir. Enskt tungu- tak loddi við mömmu sem skil aði samt afganginum af spænsku blóði hingað heim. Og nú er ég eiginlega á báðum áttum. — Og hefurðu heimsótt ír- land? — Já, það er nú líklegt. En samt sit ég hér í spænskum götuvagni á leið til Málaga. Og þarna er hún. Og þama var hún. Ég gerð- ist mjög feginn, því í þessum vagni sem ekkert lá á, var orð ið nær óþolandi heitt, hver búkur sem inn í hann steig. kom með aukinn varma og svita. — Þú ferð út næst, segir írski Spánverjinn. Og svo stóð ég á heitri göt- unni og gáði í allar áttir. Til hægri var blágulur sjórinn og á vinstri söng dynur umíerð- arinnar. Mig rámaði í leið.sögn þeirrar ensku hjá útvarpinu í Málaga, — torg, stytta af ein- hverjum sem ég var minnis- laus um, önnur gata til vinstri, breið gata með stórum húsum og tvö pálmatré og útvarps- stöðin er annað hús til v'in-stri. Ég rölti af stað. Það eru all- ir að flýta sér að því er v:rð- ist án þess að gera það. Og vit anlega er ég orðinn rammvillt ur, er staddur einhvers staðar inni í þéttbúnu hverfi • ir>- hvers konar miðborgar, og það eru kallar að rífa upp göt una. Ég upphef sama leikinn og í Torremolinos, reyni ensk una. Sumir brosa og yppa öxl- um svo að þeir mættu fara úr axlalið, án vorkunnar, aðrir nema staðar og hlusta með nokkrum áhuga. Það eina sem þeir skilja er Radio Málaga, og svo stend ég enn einu sinni eins og krakki í sturtu. Síðan snöggt bros og viðkomandi gengur á brott án þess að hufa mælt orð á ensku, eða ne.nu máli sem mér væri til skiln- ingsauka. I öngum mínum geng ég til skóburstara sem ég sé álengdar. Þar er þó sæti. Skóburstarinn er á ólýsanleg- um aldri, og jafn tannlaus og þegar móðir hans sá hann fyrst. Það var ekki vanþörf á burstun og nú mátti ég hlusta á mikilfengna frásögn með miklum áherzlum á tám skó minna og hælum og hlátur mannsins skall ofan í skósvert una ,sem innan stundar fór að gljá af fögnuði. Ef til vill var þetta ævisaga mannsins, eða var það stutt lýsing í löngu máli á gömlu ástarævintýri? Það kumraði öðru hverju í mér til svars, og ég borgaði skógljáann sjálf- sagt óheyrilega vel, því það hljóta að hafa verið þakkar- yrði sem eltu mig alveg fyrir hornið, þar sem ég hvarf til sömu villu og áður. Og þarna, hinu megin við orðaflaum þakklætis, manns með langa sögu, er staðsett kerra og sæt- in eru bólstruð eins og var þegar gamli Ford kom á mark aðinn. Ekill stendur við vagn hjól og stangar úr svöngum tönnum. Nú er mér öllum lok- ið og rykfallið, sveitt andlit í gljáðum skóm spyr: — Radio Málaga? Mér finnst ég rétt hafa opn- að munninn þegar ég er sezt- ur í vagn sem með skellum og hotti er hvattur af stað. Og mikið rétt. Þarna er Radio Málaga og ekillinn glottir. Ég verð svo hrifinn, að ég hrópa upp í andlit hans: — Momento! Momento! — Si, Senior, brosir hann og ég hverf til fundar við þá sem skilja ensku. Þau voru orðin mörg Mom- entin, þegar ég kom út aftur. Og enn stóð hann þarna girtur hesti og kerru, þessi ágæti maður sem hafði fundið fyrir mig Radio Málaga. Nú var ég þakklátur að erindislokum, og ákvað að gerast flott. Ég tek kerruna og allt draslið og ek eins og kóngur allar götur til Torremolinos. Prontó! Dásamlegur svali, opinn vagn, letilegt hott ekilsins og svæfandi brokkið í hesti sem ekki hafði komið lengi til Torremolinos. Þetta er lífið. Nú get ég þó séð umhverfið, þessi hvítu hús með grænum gluggahlífum eða svörtum, trén, akrana, fólk að störfum. Ég vaknaði í Torremolinos.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.