Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Qupperneq 10
10 ÍSLENDINGUR-ISAFOLD - LAUGARDAGUR 24. JAN. 1970.
HRRT
.........................".............................
í Sangre de Cristos er vetur
langur, harður og einmanaleg-
ur. Það má vera heimskur mað-
ur, sem dvelzt þar aleinn vetrar
langt á bjóraveiðum. Sennilega
fyrirfinnst ekki öllu heimskari
maður í þessum heimi.
Eitthvað þessu likt tautaði
Jói Bass við sjáifan sig, þegar
hann reið meðfram ánni, sem
rann á milli skara niður dalinn.
Hann hafði gefizt upp á að tala
við Brúnku einhvern tíma í nóv
ember, enda hafði honum þá
skilizt, að hún væri hætt að
hlusta á hann. Og nú var langt
liðið á febrúar.
,,Þú stendur fyrir þínu, gamla
mín,“ sagði hann og strauk
henni makkann. Heyrði ekki
betur en að hún andvarpaði
mæðulega eins og gömul og lifs
þreytt amma. sem hefur heyrt
afa gamla tönnlast á sömu setn
ingunni dag eftir dag í fimmtíu
ár. En hún stóð fyrir sínu;
beygði af leið niður að fyrstu
biórastíflunni, án þess að hann
gæfi henni minnstu bendingu
um það.
Jói Bass.stökk af baki. Stapp
aðj niður fótunum til að lirva
blóðrásina um þá eftir setuna í
hnakknum. Gildrustaurinn
var á floti í lóninu fyrir neðan
stifluna. Jói reyndi fyrst að ná
til hans með grein úr stiflunni,
en þegar hún reyndist of stutt,
lét hann sig hafa það að vaða út
í lónið. En hann varaðist að líta
um öxl; þóttist viss um að
Brúnka gamla mundi glotta á
eftir honum fyrir heimskuna.
Hann hafði nú samt strokinn
og pattaralegan bjór í höndun-
um, þegar hann özlaði í land,
eftir að hafa egnt gildruna á
nýjan leik. Tók svo nokkur
stríðsdansspor á skörinni til að
þíða blóðið. Hann var ekki í
vafa um, að ef honum yrði það
á að stinga veiðihnífnum í lipp
irnar á sér, mundi blaðið
hrökkva sundur á klakanum.
Reyndar var það bjórinn, sem
fékk að kenna á veiðihnífnum,
strax þegar fingur Jóa voru
orðnir það þíðir að hann gat
beitt þeim við fláninguna. —
Fyrsta flokks skinn; hann
mundi fá fyrir það hæsta mark-
aðsverð og nokkurt andartak lá
við sjálXí að Jói Bass gleymdi
bæði kuldanum og — sinni eig-
in heimsku.
Hann teymdi Brúnku að
næstu bjórastiflu. Stappaði nið
ur fótum í hverju spori til að
fá yl í þá. Það var komið fram
í myrkur þegar hann kom heim
að kofanum, spretti af Brúnku,
sleppti henni á beit og tilkynnti
múlasnanum, því nafnlausa
klyfjadýri, að hann yrði hækk-
aður í tign reiðskjóta daginn
eftir, því að Brúnka yrði að fá
tíma til að fy'la sig.
Inni í kofanum kveikti Jói
Bass síðan eld, svo hann gæti
þítt skinnin, sem honum höfðu
áskotnast þennan daginn, skaf-
ið þau og saltað og lagt í skinna
hlaðann, sem stækkaði stöðugt.
Tók svo til við matseldina; soð-
in bjóraskott og baunir eins og
venjulega. Kannski gæti hann
skotið fugl í soðið á morgun.
Bjóraskottin voru, vægast sagt,
leiðigjörn fæða.
Skinnahlaðinn stækkaði dag
frá degi. Allt fyrsta flokks
skinn. Með þessu framhaldi
yrði hann orðinn stórauðugur
maður, þegar snjóa leysti. Svo
auðugur, að hann gæti eytt
sumrinu í vændishúsi, ef hon-
um byði svo við að horfa, drukk
ið kampavín og logið stelpurn-
ar fullar.
Síðastliðið sumar hafði hann
neyðst til að ráða sig á vísunda
veiðar og lítið borið úr býtum.
Þá hafði hann svarið þess dýr-
an eið, að þann þrældóm
skyldi hann aldrei leggja á sig
aftur. Þá var skárra að þola
frost og einveru vetrariangt.
Jói Bass reið sem leið lá ofan
úr fjöllunum á flótta undan vor
leysingunum, með múlasnann í
taumi, klyfjaðan loðskinnum.
Hann stefndi austur á bóginn,
til Missouri; þar var gott mark-
aðsverð fyrir skinnin — og læki
færi til að taka úr sér vetrar-
hrollinn og bæta sér upp em-
veruna.
„Við verðum frægustu slæp-
ingjar hérna megin fjallanua,“
sagði hann við Brúnku. „Ég
kem þér á beit í afgirtum haga,
þar sem þú getur úðað í þig
grængresið og haft skjól fyrir
sól og vindum. Hins vegar sæm
ir ekki að skýra ráðsettri .neri
frá því hvern hlut ég ætla sjálf
um mér.“
Hann gerði hvorki að yrða á
múlasnann eða heita honum
neinu. Sá herjans þrjótur hafði
slegið hann í fótinn einhvern
tíma í marz og brákað öklabein
ið. Til allrar guðslukku hafði
gaddfreðinn skórinn og sokkur-
inn dregið nokkuð úr högginu,
annars hefði hann getað misst
af álit'egri veiði.
En svo fór ekki, og múlasninn
rumdi undir þungum klyfjun-
um. Allt fyrsta flokks bjóra-
skinn og að auki feldurinn af
birninum, sem næstum hafði
orðið Jóa Bass að fjörtjóni, þeg-
ar hann kom upp úr bjóralóni
og átti sér einskis ills von. En
Jói hafði verið snar í snúning-
um, náð í riffilinn og lagt drjól-
ann að velli. Það var feldur,
sem sagði sex; um niu fet á
lengd frá klónum á afturlöppun
um fram á snjáldur. Alltaf
hundrað dala virði.
Jói Bass var þó staðráðinn i
að fá meira fyrir feldinn þann.
— Margur veitingamaðurinn
mundi feginn vilja fá hann til
að strengja á vegg i krá sinni,
viðskiptavinunum til augnaynd
is, og greiða fyrir hann tíu
kassa af viskíi.
Eftir því sem lengra dró aust
ur á bóginn, varð hlýrra i veðri
og loks varð svo heitt að þau
tóku að svitna, Jói og Brúnka.
Þann dag áði Jói Bass í fyrra
lagi við dálitla tjörn, spretti af
Brúnku og múlasnanum, snak-
aði sér úr hverri spjör og óð út
í tjörnina. Vatnið var kalt en
hressandi, og þegar Jói krak-
aði ekki lengur niðri, lagðist
hann á bakið og lét sig fljóta
um stund’ — þangað til vatnið
tók að ókyrrast í kring um hann
og hann sá að Brúnka hafði
farið að dæmi hans og líka feng
ið sér bað. Þá synti hann sem
skjótast í land og tók að þerra
sig með gömlum ullarbol, sem
hafði dugað honum vel vetrar-
langt; enda ekki þesslegur, að
Jói hirti um að fara í hann aft-
úr, fyrst hann sjálfur var orð-
inn nokkurn veginn hreinn. Og
það stóð heima; þegar hann
hafði lokið við að þerra á sér
skrokkinn, óð Brúnka í land og
hristi sig svo rækilega, að hún
gerði allt hans erfiði að engu.
Þá bölvaði Jói Bass Brúnku
sinni, og það hressilega.
„Ertu að tala við reiðskjót-
ann þinn, Jói?“ var spurt í
námunda við hann.
Það var orðið svo langt síðan
að Jói hafði heyrt mann mæla,
að það tók hann nokkra stund
að átta sig á því, að það var
Indíáni, sem talaði. Meira að
segja Kaw-Indiáni. „Hæ,
Gamli Krákur,“ svaraði hann.
Kaw-Indíánar voru aldrei
verulega hættulegir, nema að
þeir teldu sig eiga í öllum hönd-
um við andstæðinginn sökum
liðsmunar. Jói Bass stóð þarna
allsnakinn og riffillinn hans lá
á tjarnarbakkanum, rétt fyrir
framan fæturna á Gamla Krák.
Útlitið hefði því getað verið
betra.
„Við komum sem bræður,“
sagði Gamli Krákur.
„,Við?“
Gamli Krákur blístraði. —
Fimm aðrir Indíánar birtust á
milli baðmullartrjánna.
Ofuriiði borinn og allsnak-
inn, hugsaði Jói Bass. „Augu
min eru stolt af að líta mína
elskulegu bræður,“ sagði hann
við Gam'a Krák. Gekk síðan
þangað sem fötin hans lágu á
t j arnarbakkanum.
Indíánarnir sýndu enga við-
leitni til að aftra honum að
klæðast. „Vi vðorum heppnir að
rekast á þig, Jói,“ sagði Gamii
Krákur.
„Heppnin er öll mín megin,“
svaraði Jói hæversklega. „En
því miður á ég ekki lögg af
viskíi.“
„Eldvatnið er einskis virði á
móts við það að hitta gamlan og
góðan vin,“ sagði Gamli Krák-
ur. Svo sagði hann eitthvað við
menn sína, en svo lágt að Jói
Bass heyrði naumast orðaskil.
En áhrif orðanna urðu naum-
ast misskilin, þegar tveir af
fy'gjurum Gamla Kráks
teymdu múlasnann að klyf.iun-
um og tóku að leggja á hann
reiðinginn. Og þegar Jói Bass
sem nú var að mestu kominn i
spjarimar, gerði sig líklegan til
afskipta, blístraði Gamli Krák-
ur enn, hátt og hvellt, og sex
Kaw-striðsmenn — ef unnt er
að kalla Kaw-Indíána stríðs-
menn — birtust á milli baðmull
artrjánna, til viðbótar þeim,
sem fyrir voru. Og enda þótt
engum stæði i rauninni ógn af
ættbálki Gamla Kráks, þá voru
tólf af þeim frændum ekki til
að spauga við fyrir einn mann,
sízt þegar þeir voru a'lir vopn-
aðir rifflum.
A L L I
„Þú ert vel birgur af loð-
skinnum, Jói Bass,“ sagði Gamli
Krákur. „Þetta var harður vet-
ur og þá er loðnan á bjóraskinn
unum þéttust og gljámest. Kaup
maðurinn gefur mikið fyrir þau
— eldvatn, púður, koivu-klma
og súkkulaði.“ Og Gamli Krák-
ur sleikti út um.
„Aldrei hefði ég trúað því,
að Gamli Krákur mundi ræna
bróður sinn,“ sagði Jói Bass,
eins sannfærandi og honum var
unnt við slíkar aðstæður.
„Gamli Krákur er ekki þjóf-
óttur,“ svaraði foringinn með
gráthreim í röddinni. „Það er sú
mesta ‘lygi, sem nokkur hefur
látið sér um munn fara á slér.t-
unum. Við stelum ekki frá Jóa
Bass. Við verzlum við hann. Og
þar sem Jói Bass er vinur okk-
ar, þá tapar hann ekki á þeim
viðskiptum.“
Jói hreyfði ekki mótmælum.
Hann bjóst ekki við að það
breytti neinu, þótt hann segðist
ekki vilja neina verzlun við þá
eiga. Gamli Krákur gaf tveim
af fylgjurum sínum bendingu
með rifflinum, og þeir hurfu
aftur inn á milli baðmullar-
trjánna. Hinir voru búnir að
leggja á múlasnann, sem gerði
heiðarlera tilraun að bita sund-
ur handlegginn á þeim, sem í
hann hélt, en mistókst. Og Jói
Bass fékk ekki varizt þeirri
hursun. að til lítils hefði hann
alið þá heimsku og vanþakklátu
skepnu vetrarlangt.
Nú komu Kaw-Indíánarnir
tveir aftur fram úr trjálundin-
um og leiddu þriðja mann á
milli sín.
Jói Bass ganti af undrun.
Þessi þriðji maður var með
báðar hendur bundnar á bak
aftur og erönnum kaðli brugð-
ið um háls honum. sem hinir
‘v»’r tevmdu hann á.
Eða klæðna'Virinn . N Ræksni
nf svartri siðtreviu, röndóttu
vesri og svörtum buxum. lág-
skóm oe skvrtu. sem einhvern
tíma hafðj víst veríð hvít, en
var nú viðlíka flekkótt og ó-
hrein og samvizka Gamla
Kráks. Og svo var hann svart-
ir á hörund.
..Heiðarleg verzlunarvið-
skipti,“ sagði Gamli Krákur.
E>nn svartur þræH fyrir múl-
asnaklyfiar af loðskinnum.“
„Hvern fjandann sjálfan á ég
að gera við þræ!?“ spurði Jói
Bass.
„Við tókum hann herfangi
frá Commanche-Indíánunum,“
saeði Gamli Krákur; laug því
auðvitað .nema bá að Kaw-
Tndíánarnir hefðu verið að
minnsta kosti tólf en hinir ekki
nema tveir eða brir. Auk þess
hafði Jói Bass ekki minnsta á-
huga á því.
„Hann er sjálfur af þeim ætt-
há!ki,“ hélt Gamli Krákur á-
fram. „Svartur Commanche.
Hann er ákaflega hugrakkur “
„Það kemur ekki mál við
rnig,“ svaraði Jói Bass reiðilega.
..Ég hef ekki minnstu þörf fyr-
ir hann. Aftur á móti hef ég
bolað frost og harðrétti vetrar-
langt við að ná i þessi loð-
skinn . . . “
Hann þagnaði. Það var eins
hyggilegt fyrir hann að spara
“öddina þangað til hann færi
að biðja einhvern vísundaveiði-
manninn um að taka sig i vinnu
við fláninguna sumarlangt. Við
Gamla Krák dugðu hvorki hót-
anir né bænir, ekki þegar hann
gat neytt liðsmunar.
„Þú ert hygginn í viðskipt-
um, Gamli Krákur,“ sagði hann.
„Værir þú hvítur maður, hefðu
þeir fyrir löngu gert þig að
bankastjóra. Hins- vegar neita
ég því ekki, að ég hefði gam.in
af að hitta þig úti á sléttunni
einhvern tíma seinna, og *-ærir
þú þá liðfærri, en ég alklædd-
ur og með riffilinn milli hand-
anna...."