Íslendingur - Ísafold

Issue

Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Page 2

Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Page 2
2 fSLENDINGUR-ISAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 27. MAf 1970. INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR: «es» - ' Konur og heilbrigðismálin flÍÍllw^" í JHHHBHi Það munu vera heilbrigðis- mál, félagsmál og skólamál, sem konur sýna hvað mestan áhuga á af málefnum bæja- og sveitarfélaga. Þetta eru ekki merkari mál eða nauð- synlegri en önnur, en líklega þau, sem konur starfa mest að og snertir þær hvað mest sem húsmæður og mæður. I málefnayfirlýsingu okkar Sjálfstæðismanna stendur m. a., að flokkurinn vilji á næsta kjörtímabili vinna að bygg- ingu heilsuverndarstöðvar og aukinni fjölbreytni í heilsu- gæzlu. Hver er ástæðan? Er þörf á nýju húsnæði fyrir heilsu- vemdarstöð? Er þörf á meiri fjölbreytni í heilsugæzlu? — Þurfum við konur að hafa af því áhyggjur, hvort eða hvern- ig slík stöð starfar eða hvern- ig að henni er búiö? Við skulum líta nánar á Heilsuverndarstöð Akureyrar. Hún lætur ekki milcið yfir sér. Starfsemi hennar fer fram á tveim stöðum í bænum og eru báðir þeir staðir mjög ófull- nægjandi, hvað viðkemur húsa kynnum og öllum aðbúnaði. Þrátt fyrir það starfar stöðin að fjórum heilsuverndargrein- um, en þær eru: Mæðraeftir- lit, ungbarnaeftirlit, ónæmis- aðgerðir og berklavarnir. Á sl. ári voru skoðanir og aðgerðir á vegum heilsuverndarstöðv- arinnar 6.907 alls. Berklavarnir eru tvo daga í viku. Við þær vinna 2 læknar og 1 hjúkrunarkona og þang- að komu 856 einstaklingar og gerðar voru 1147 rannsóknir. Mæðraeftirlitið er opið einn dag í viku og við það starfar sérfræðingur í kvensjúkdóm- um og ljósmóðir. — Þangað komu til skoðunar 253 kon- ur og voru skoðanir á árinu alls 1.074. Ungbarnaeftirlitið er opið sex daga í mánuði. Þar starf- ar sérfræðingar í bamasjúk- dómum og hjúkrunarkona. — Til skoðunar komu 279 börn og voru skoðanir alls 1.061. Hjúkrunarkona fór í vitjanir til eftirlits með ungbörnum í bænum, til 253 barna, og skipulagði komur þeirra til læknisins. — Auk skoðunar fengu börnin þar ónæmisað- gerðir. Ónæmisaðgerðir aðrar en þær, sem gerðar eru í sam- bandi við barnaeftirlitið, eru gerðar einu sinni í hverjum mánuði. Við þær vinna þrír læknar og ein hjúkrunarkona. Ónæmisaðgerðir á vegum heilsuvemdarstöðvarinnar voru alls 2.367. Af þessu má sjá, að það eru miklu fleiri konur en kaflar, sem leita til heilsuverndar- stöðvarinnar fyrir sjálfa sig og börn sín. Vegna húsnæðisþrengsla get ur Heilsuverndarstöð Akur- eyrar ekki aukið starfsemi sína, eða bætt við nýjum greinum. Þó er æ meiri þörf á því, og sú þörf evkst með fjölgun bæjarbúa. I Heilsu- verndarsíöð Reykjavíkur eru starfandi fleiri deildir. Þar er smábarnavernd eða eftirlit með börnum frá 2 — 7 ára aldurs. Skólaeftirlit, geðvernd, A FÖRNUM VEGI.. MANNSKAÐI „IConan með Iampann" var þekkt um allan heim, og mun minning hennar lengi uppi. Við Norðlendingar urðum ný- lega að sjá á bak „manninum með hnífinn,“ sem eignast hafði traust og vináttu víðs- vegar um héruð, og þá ekki sízt fyrir leikni hans með hníf inn. Svo oft hafði hann geng- ið með hnífinn að vopni gegn „manninum með Ijáinn“ og borið sigur af hólmi eftir tví- sýnan bardaga, að athygli og aðdáun vakti. En svo lauk, að hann féll sjálfur fyrir Ijánum, og það árum fyrr en skyldi. Og svo fer okkur öllum fyrr eða síðar. Með fráfalli Guðmundar Karls yfirlæknis hefur það skarð verið höggvið í sveit lækna á Akureyri, að vant verður að fylla, en ber þó bráða nauðsyn til. Það þolir ekki bið eftir því að stæklcun Fjórðungssjúkrahússins verði lokið. Það mál krefst tafar- lausrar úrlausnar. Við vonum, að fyrirhuguð stækkun sjúkrahússins bæti okkur ýmiss konar skort á sér- hæfðum starfskröftum sem erf itt er að fá vegna rúmleysis og tækjaskorts. — Má þar til nefna háls-, nef- og eyrna- lækni, svo og fullkomnari efnarannsóknir, þó ekki sé nema rannsóknir á blóði, sem svo oft hafa komið að engu haldi vegna langs flutnings og biðar á úrvinnslu, — svo að eitthvað sé nefnt. GETUM VIÐ HÆKKAÐ KRÓNUNA? Eitthvað mun hafa komið til tals sá möguleiki, að vegna batnandi afkomu þjóðarinnar um nokkurt skeið undanfarið og fremur góðar horfur um einhverja framlengingu, að hækka verðgildi íslenzks gjald miðils, þótt ekki 'væri nema um 10%. Allt frá árinu 1938 eða 9 hefur verðgildi íslenzku krónunnar farið sílækkandi vegna kapphlaupsins milli kauogjalds og verðlags og end urtekinna gengislækkana. Svo langt var komið, að erlendar þjóðir litu vart við íslenzkri krónu sem fullnægjandi greiðslu, nema að kaupa hana á enn lægra verði en hún gilti. Oft hefur verið á það minnst, að í sí-endurteknum gengis- lækkunum fælist alvarleg hætta, en hver sú þjóð, er get- ur hækkað gildi síns gajld- miðils, hlýtur vaxandi traust út á við, og gagnvart sparifjár eigendum (en allt lánakerfi banka og sparisjóða byggist á því fé, sem einstaklingar fela þeim til geymslu og ávöxtun- ar) yrði gengishækkun nú nokkur umbun fyrir ótaldar fé flettingar um áratugi. Svo einkennilega vill til, að þegar farið er að ympra á gengishækkun, verða þeir ó- kvæða við, sem mest hafa fjasað um gengislækkun áður, og eru þar fremst í flokki þeir, sem telja sig fyrirsvars- menn alþýðu og launþega og aldrei hafa átt nógu Ijót orð yfir gengislækkanir, sem geri fátæku fólki erfiðara að lif.a, því að við hverja gengislækk- un fái maður minna magn fyr ir krónuna sína en áður. Auð- vitað ættu þessir sömu menn að vita, að gengishækkun hlýt ur þá jafnframt að valda því, að maður fái meira fyrir krón una en áður. Jafnvel hélt einn ræðumaður G-Iistans i Reykja vík því fram í sjónvarpi sl. sunnudag, að 10% gengis- hækkun mundi nema allt að 50% kauphækkun, en það er náleva helmingi meira en verkalýðsfélögin fara nú fram á í nýrisnum launadeilum. — Hví taka þeir þá ekki fegins hendi við hugmyndinni um hækkun krónunnar? Er þeim KRÓNUFJÖLDINN fyrir öllu, hvað sem verðniæti líður? En hvað um það. Gengis- lækkun bendir ætíð á erfið- leilca í efnahagsmálum þjóða. Gengishækkun um hið gagn- stæða. Skylt er að játa, að sumar gengislækkanir, sem orðið hafa hér á undanförn- um árum stafa aðeins af því, að við höfum heldur kosið að skrá krónunar samkvæmt raunverulegu gildi hennar í stað þess að búa við falskt gengi, svo sem við höfum oft gert árum saman. EMBÆTT AVEITIN G AR Oft er deilt um embætta- og stöðuveitingar hér á landi, þar sem veitingavaldið er sak- að um valdníðslu eða pólitískt mat á hæfni manna til að gegna störfum. Yfirleitt er sú regla í heiðri höfð, að fyrst beri að líta á menntun og^eða starfsaldur, þegar valið er i stöður hjá hinu opinbera. Sú regla var fyrst brotin á bak aftur á valdaárum Jónasar frá Hriflu, þegar ungir Samvinnu- skólakandidatar þóttu væn- legri til embætta en gamlir og grónir starfsmenn, má þar t.d. nefna veitingu sýslumanns- embættis í Árnessýslu af mörg um dæmum. Þá var hin við- tekna reglá herfilega brotin, er Haraldur Guðmundsson veitti dósentsembætti við Há- skólann (1938?), og er Brynj- ólfur Bjarnason varð mennta- málaráðherra nýsköpunar- stjórnarinnar, var þess vand- lega gætt, að skólastjórar og kennarar við hina fjölmenn- ari barnaskóla væru hæfilega „rauðir“ á belginn. En vafa- laust fer ekki á milli mála, að kratar hafi verið öllum ófyrir leitnari, þegar um embætta- veitinqar er að ræða. Dæmið frá dósentsmálinu fyrir rúm- um 30 árum er áður talið, en síðan hafa þau komið hvert af öðru, svo scm þegar bóka- fulltrúi var skipaður í sæti Guðm. G. Hagalíns, þegar múrarameistari var gerður að yfirmanni sjávarútvegsins, þeg þar sem starfa sálfræðingar, áfengisvarnir og kynsjúkdóma varnir. Frá stöðinni er bæjar- hjúkrun stjórnað. Fleiri grein- ar heyra undir starfsemi heilsu verndarstöðva, svo sem íþrótta eftirlit (heilsuvemd íþrótta- manna), tannvemd, atvinnu- sjúkdómar og aðstoð við lam- aða og fatlaða. Öllum þessum greinum gæti Heilsuverndar- stöð Akureyrar sinnt, ef hún hefði aðstöðu til þess. Sumar eru þarfari hér en aðrar, en allar pauðsynlegar í vaxandi bæ. Nú er að verða þörf á bæjarhjúkrunarkonu hér, — einni eða fleirum. — Það yrði mikill léttir fyrir húsmæður, sem þurfa að sjá um rúmliggj- andi gamalmenni eða sjúkl- inga, ef þær fengju aðstoð frá hjúkrunarkonu einn eða fleiri daga i viku. Kostnaður við Heilsuvernd- arstöð Akureyrar var á sl. ári um 600 þús. kr. Af því borgar Akurevrarbær einn þriðja hl„ ríldssjóður einn þriðja hl. og Sjúkrasamlag Akureyrar einn þriðja hluta. Þegar byggð verður ný stöð, greiðir Akureyrarbær 40% af kostnaðarverði en rík issjóður 60%. Takmark okkar er: Bygging heilsuverndarstöðvar og auk- in fjö'breytni í heilsugæzlu. ar Sigurður Ingimundarson var telcinn fram yfir trygg- ingafræðinginn við val for- stjóra Tryggingastofnunar r,ík- isins og frú úr Reykjavik skip- uð formaður skólanefndar í Seltjarnarnesi (af því enginn krati fyrirfannst í hreppnum, segja gárungamir). En eigi skal fleira talið hér að sinni. Oft geta veitingar starfs orkað tvímælis, einkum þegar aðal- forsendur vega salt, þ. e. menntunin og starfsreynslan. Og rangt væri að segja, að mis ferli í embættaveitingum hafi verið fundið upp hér á landi um það levti, er ALÞINGI varð 1000 ára. Við lítum svo á, að norskir hefðu getað skikkað okkur hæfari biskup en Jón Gerreksson á sínum tíma, og danska stjómin hafi e. t. v. átt völ hæfari höfuðs- manna og hirðstjóra til að senda okkur á stundum. ÞEGAR ALMENNINGUR BORGAR Ein af hinum dulúðgu „vé- fréttum“ Dags nýlega hljóð- aði svo: „Þegar fyrirtæki Sjálfstæðismanna gefast upp, verður almenningur að borga.‘ Engin skýring fylgir þessari upphrópun, en margir hafa leitt getum að því, hvort hann telji ..Slippstöðina hf.“ Sjálf- stæðisfyrirtæki, en það mun hafa vakið nokkra eftirtekt fyrir skömmu, er samþykkt var í bæjarstjórn að kaupa verð- laus hlutabréf í því fyrirtæki fyrir nokkrar milljónir króna og fjármagna það svo, að það gæti starfað á eðlilegan hátt og yrði ekki stöðvað. Mun öll um ljóst, að þar er það „al- menningur," sem borgar, eins og oft hefur átt sér stað, þeg- ar þurft hefur að halda Út- Framhald á bls. 7.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.