Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Síða 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1970.
PÓSTHÓLF118
HVER BORGAR?
I sjónvarpinu sl. sunnudag
voru maraþon-umræður fram
bjóðenda stjórnmálaflokkanna
sem bjóða fram í Reykjavík. —
Stóð þetta yfir í tvær jg hálfa
klukkustund. — Mér þætti
gaman að vita, hver borgar
þessa útsendingu. — Eru það
stjórnmálaflokkarnir, Re.ykja-
víkurborg eða hinn almenni
sjónvarpseigandi? — Það var
sem sé tilkynnt á dögunum, að
ákveðið væri að leggja útvarp
og sjónvarp undir þessar um-
ræður Reykvíkinga á vissum
tímum, en jafnframt var sagt,
að þeir, sem búa úti á landi,
ættu lcost á að fá leigðar end-
urvarpsstöðvar viðkomandi
byggðarlaga til að útvarpa sín-
um umræðum. Spurningin er
sú, hvort Reykvíkingar borgi
einnig slíka leigu, eða hvort
þeir fái sjónvarp og útvarp til
ókeypis afnota. Væntanlega
birtir sjónvarpið skýr svör.
Þá langar mig einnig til aö
minnast á framkomu sjón-
varpsins fyrir nolckru. Þá bar
svo við á sunnudagskvöldi, að
það vantaði allt hljóð fra því
að útsending hófst kl. 20, til
kl. 22, en þá komst hljóðið í
lag. Þessi bilun náði a. m. k.
bæði til Norður- og Austur-
lands, en ekki hefur sjónvarp-
ið minnst á þennan atburð, —
hvað þá að biðja sjónvarps-
notendur afsökunar eða end-
urtaka eitthvað af því, sem
flutt var í þessa tvo klukku-
tíma. — Slík framkoma finnst
mér óviðkunnanleg í hæsta
máta. — Sjónvarpsnotandi.
EFTIR BREYTINGUNA
Pósthólf 118.
Það veitti svo sannarlega
elcki af að minnast á ástand-
ið við mjólkurbúð KEA á
sunnudagsmorgna. — Sérstak
lega begar verzlunin hafði ver
ið lokuð um lengri tíma vegna
breytinga, sem virðast hafa
mishepDnast með öllu ef til-
gangurinn hefur verið sá að
flýta fyrir afgreiðslu. Afqreiðsl
an er stórum seinvirk^n eftir
þessa breytinqu, on raunar
virðast hvorki viðskiotavinir
né afgreiðslufólk átta sig á því
hagræði. sem hún átti að hafa
í för með sér. En hún hefur
vafa'aust kosiað sitt. — Er
ekki hæ»t að taka upp fvrri
háttu oq hafa hin ýmsu útibú
opin einn eða tvo tíma fyrir
háde.oi á sunnudögum. — Því
myndu neytendur svo sannar-
lega fagna. — BarnakaiT.
Mmáinmi'
-ísnfold
Síminn er
2-15-00
Nokkrir þættir úr málefnayfirlýs-
ingu Sjálfstæðismanna á Akureyri
við bæjarstjórnarkosningarnar
mai
FRAMKVÆMDIR
Af þeim mörgu stórframkvæmdum, sem eru framundan, vilja
Sjálfstæðismenn einkum stuðla að eftirfarandi:
• Að sem fyrst verði gert heildarskipulag bæjarins, sem
miða ber við öra fólksfjölgun.
• Að gerð verði framkvæmdaáætlun á grundvelli þessa
skipulags, svo heildarsýn fáist yfir allar nauðsynlegar
framkvæmdir og unnt verði að velja skipulega þýðingar-
mestu þættina hverju sinni.
• Að gerð verði sérstök áætlun um malbikun gatna og fjár
aflað til þess þannig, að óhjákvæmilegum álögum vegna
þessara brýnu framkvæmda verði dreift á hæfilega lang-
an tíma..
• Að framkvæmdum við þjóðveginn gegn um bæinn verði
hraðað og greiðslur hins opinbera samræmdar fram-
kvæmdaþörfinni.
• Að gert verði átak í vatnsöflun, sem tryggi nægilegt vatn
til neyzlu og iðnaðar.
FJÁRMÁL
Sjálfstæðismenn líta svo á, að endurskoða þurfi í heild verka-
skiptingu og fjármálasamskipti rílcis og sveitarfélaga í þeim til-
gangi, að kerfið á þessu sviði verði einfaldara og sá aðili beri
kostnað af viðkomandi verkefni, sem hefur ábyrgð á fram-
kvæmd þess, eftir því sem við verður komið. Sjálfstæðismenn
eru eindregið fylgjandi því, að skattlagningu á borgarana sé
stillt í hóf, svo sem frekast er unnt, og telja, að eklci eigi að
vera um umframálag á lögboðinn útsvarsstiga að ræða. I sam-
bandi við útsvarsálagningu vill flokkurinn sérstaklega stuðla
að eftirfarandi:
• Að tekjur vegna bótagreiðslna frá almannatryggingum
verði undanþegnar útsvari.
® Að verulega verði dregið úr álögum á elztu borgarana.
Uin einstaka þætti þeirrar bæjarmálastefnu, sem hér er birt
að framan, má ekki hending ein ráða um framkvæmdina. Þess
vegna stefna Sjálfstæðismenn ákveðið að myndun ábyrgs íneiri-
hluta á næsta kjörtímabili og munu leita samvinnu við aðra í
því efni, ef með þarf. SHk meirihlutamyndun verður dinungis
tryggð með sterkri aðstöðu Sjálfstæðisinanna í bæjarstjórn
næsta kjörtíniabil. Þess vegna skora Sjálfstæðismenn á kjós-
endur á Akureyri að veita þeim stuðning til þess að koma frain
þstirri vaxtar- og framfarastefnu, sem nú skiptir höfuðmáli fyrir
framtíð Akureyrar.
sunnudaginn 31.
HEILBRIGÐIS- OG
FÉLAGSIVIAL
Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir því, að gert verði
mikið átak í heilbrigðis- og félagsmálum bæjarins næsta kjör-
tímabil, enda auðveldar sú tekjuaukning og fjölgun íbúa, sem
hlytist af framangreindri stefnu, uppbyggingu nauðsynlegra
stofnana á þessu sviði. I þessu sambandi vill flokkurinn eink-
um vinna að eftirfarandi verkefnum:
• Undirbúningi og framkvæmd viðbyggingar FSA og bættri
aðstöðu til sérfræðiþjónustu.
• Byggingu heilsuverndarstöðvar og aukinni fjölbreytni í
heilsugæzlu.
• Að öll félagsmálastarfsemi bæjarins verði samræmd.
• Að nýjum leikvöllum, dagheimilum og vöggustofum verði
komið upp eftir þörfum.
• Að heimilishjálp verði aukin.
• Endurbótum á húsakosti elliheimilanna.
ÍÞRÓTTA- OG
ÆSKIJLÝÐSIVIAL
Sjálfstæðismenn vilja efla til muna íþrótta- og æskulýðsstarf-
semi í bænum á næsta kjörtímabili. Sórstaklega vilja þeir beita
sér fyrir eftirfarandi í þessu efni:
® Að gerð verði heildarkönnun á íþróltaaðstöðu í bænum
og bætt úr þörfurn skóla, íþróttamanna og ferðafólks.
® Að starfsaðstaða íþróttafélaganna verði bætt og þau fái
afnot þeirra íþróttahúsa, sem reist verða við skólana í
Glerár- og Lundshverfi, enda vcrði stærð húsanna við það
miðuð.
© Að lagður verði nýr vegur að Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli.
® Að komið verði upp vélfrystu skautasvelli í bænum.
© Að stuðningur við æskulýðsstarfsemi verði stóraukinn
þannig, að unglingar fái aðstöðu til heilbrigðs skemmtana-
halds og tómstundalðju.