Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1971. 5 Þeim líst vel á tillögurnar um eflingu flugsamgangna á Norðurlandi spurningu um hvernig þeim Ht- ist á tillögur þess um eflingu flugsamgangna á Norð-Austur- landi: • HARALDUR GÍSLASON, VOPNAFIRÐI: Mér lízt alveg ágætlega á þess ar tillögur. Hins vegar vil ég leggja þunga áherzlu á, að við hér á Vopnafirði höfum haft ein hverja beztu flugþjónustu, sem um getur á landi. Tryggvi Helga son, eða Norðurflug, hefur séð fyrir því. Við viljum endilega stuðla að því að hliðstæð þjón- usta haldist áfram og viljum að það sé með einhverjum þeim hætti, sem stungið er upp á í íslendingi-ísafold. Ég vil vekja athygli á því, að samvinna Fl við Tryggva á sviði vöruflutn- inga mætti standa verulega til bóta. Viðtöl við Tryggva Helgason, flugmann, og sveitarstiór- ana á Vopnafirði, Þórshöfn og Raufarhöfn Blaðið hefur haft samband við Tryggva Helgason, flug- mann, og þá sveitarstjórana Har ald Gíslason, Vopnafirði, Pálma Ólason, Þórshöfn, og Hilmar Ágústsson, Raufarhöfn, sem gegnir störfum um stundarsak- ir fyrir Pál Árnason. Framangreindir aðilar voru spurðir álifs á grein í síðasfa blaði íslendings-lsafoldar, um EFLINGU FLUGMÁLA A NORÐURLANDI. - Svör þeirra fara hér á eftir: • TRYGG VIHELGASON: — Hvernig lýst þér, Tryggvi á þær hugmyndir, sem fram koma í grein í síð- asta íslendingi-lsafold um eflingu flugsam- gangna á Norðurlandi? — Ja, mér lízt vel á þær huí?m''nd'r. Þetta er alveg í sam ræmi við bað. sem ég hef unn- ið að, ef til vill óbeinlínis þó. Þessar Beaehcraft vélar tvær, sem év kevnti á sínum tíma, vnni fcn°nar í bví aufimamiði að f'úoa út frá A.kurevri til hinna ýmsu staða á iandinu. en þá bafði é? nú frekar í huga að fliúoa le'oufhio. en ekki bein- Jíntc á'efiunarferðir. ur ásamt vörum, sem hagkvæmt er að flytja í sömu ferð og far- þega. — Þú flýgur reglulega á marga umrædda staði núna. Hvernig er þeirri þjónustu háttað? — Fyrir utan leiguflugið, sem ég hef nú stundað í 12 ár, þá byrjuðum við í vor póstferð- ir á nokkra staði. Þetta er nú svona frekar til reynslu eins og er, og við fáum styrk eða greiðslu fyrir póstflutningana. Við förum á fimm staði, Húsa- vík, Kópasker, Raufarhöfn, Þórs höfn og Vopnafjörð. — Hafa farið frani viðræð- ur milli þín og Flugfélags fslands um hugsanlega samvinnu í þeim efnum að kaupa og reka nýja vél til þess að fljúga á umrædduin leiðum? — Já, það hafa farið fram viðræður þó nokkrum sinnum um þetta mál. Við höfum at- hugað þessi mál frá ýmsum hlið um, en þau hafa ekki komizt á það stig, að ákvörðun hafi verið tekin. Þetta er enn á umræðu- stigi. — Þú ert að koma þér upp góðri aðstöðu á Akur- eyrarflugvelli, Tryggvi? — Já, þeim aðgerðum er nú ekki lokið, en í fyrra byrjaði ég að byggja hús yfir alla starfsemi Norðurflugs, þar er bæði verk- stæðisrými og einnig skrifstofa og afgreiðslupláss. Þetta er mik- ið og dýrt fyrirtæki, og óvíst hve nær það klárast. Flugmálastjórn hefur tekið að sér að kosta alla jarðvinnu á staðnum, bæði flug vélastæði, bílastæði og annað í kring um húsið. Norðurflug byggir hins vegar húsið að öllu leyti. í þeirri álmunni, sem nú er ekki komin upp, á að verða upphitaður flugvélaslcáli, þar sepi hægt er að taka meðalstórar vélar inn til viðgerðar. 1 hinni álmurvjii er auk aðstöðu til af- greiðslu, verkstæði fyrir smærri hluti, upptöku mótora og við- halds o. s. frv. Við höfum ný- lega byrjað að yfirfara fyrsta mótorinn á þessu nýja verk- stæði. — Hvað er svo annað að frétta hjá þér? Hvað er að frétta úr sjúkraflug- inu? — Ég var nú að koma úr sjúkraflugi núna rétt áðan, fyrir um það bil klukkutíma. Ég var að koma með tveggja mánaða smábarn, sem hafði kviðslitnað og var í bráðri lífshættu. Þetta gengur allt sinn vanagang. Við förum svona um það bil 100 sjúkraflug á hverju ári. Sú vél, sem við höfum notað, er að verða nokkuð gömul. Hún er 14 ára, og er það hið brýnasta mál að endurnýja hana. Ég tel, að það sé óhjákvæmilegt annað en að það verði á þessu ári. — Hvað myndi hentug vél til sjúkraflugsins kosta? — Ég tel, að komi einungis til álita vél frá sama framleið- anda. Hún er þó öllu fullkomn- ari og nýtízkulegri. Slík vél er með góðum ísvarnartækjum og radíótækjum. Hún er mun hrað fleygari en sú, sem við notum nú, en þarf þó ekki lengri flug- brautir. Hún tekur 5 farþega móti 4, sem núverandi vél tek- ur. Hún mundi kosta með öllum útbúnaði um 9 milljónir króna. En hægt er að fá hana notaða fyrir mun minna verð. Tveggja ára vélar af þessari tegund myndu kosta frá 6 til 6.5 millj. króna. Blaðið hringdi í eftirgreinda sveitarstjóra og lagði fyrir þá I • PÁLMI ÓLASON, ÞÓRSHÖFN: Þetta eru góðar tillögur. Við þurfum að þrýsta meira á það héðan heima fyrir, að þær kom- ist í framkvæmd. Mér var ó- kunnugt um fund Fjórðungssam bandsins, sem kvað hafa verið haldinn fyrir skömmu, um sam- göngumál og sérstaklega þessi flugmál. Flugvöllurinn hér er al veg nógu langur fyrir Twin Ott- er, en lýsing hans er engin enn- þá. Nú er hins vegar verið að leiða rafmagn út á Langanes, og þá er að búast við því að hægt sé að koma lýsingu vallarins í betra horf. • HILMAR ÁGÚSTSSON, RAUFARHÖFN: Þessar tillögur eru ágætar. — Við hér á Raufarhöfn höfum líka mikinn áhuga á að bæta landsamgöngurnar, en auðvitað er mikilvægt að koma flugsam- göngunum í framtíðarhorf. Þær hafa stórbatnað nú síðustu mán uði, síðan Tryggvi fór að fljúga hingað reglulega. Flugvöllurinn hjá okkur er um 12^0 m langur svo ekkert þyrfti að lengja hann vegna Twin Otter flugvélar. — Lýsing vallarins er einungis þannig, að til eru færanleg Ijós, sem hægt er að nota, þegar þannig stendur á að lenda þarf í myrkri. — Hvað er Beachcraftinn gamall? Hvað býstu við að geta notað hann lengi? — Um það er erfitt að segja með nákvæmni. Þetta gefur enzt miöp lenai með nógu miklu við- haldi, ég tel að það yrði hag- kvæmt að halda þessari vél í svimiðu ástandi og notkun næstu fimm árin. — Myndi Beachcraft vélin vera hentug til þess að sinna þeim verkefnum, sem um er fjallað í grein innl? — Ég álít, að Twin Otter, eða Skvvan, sem er svipuð, mvndu henta betur. Þær taka 18 farbega. Beachcraftvélin yrði í mörgum tilvikum of lítil. Hún tekur ekki nema 10 farþega og með þeim er ekki hægt að koma nema tiltölulega litlum flutningi, og eft er það svo að, flutning- urinn er það sem strandar á, bæði farþegaflutningur og pðst- ISAFJQROUR \ \ EGIUSTAÐIR \ \ HO F N I -HGRNAFIRD |

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.