Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Blaðsíða 4

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Blaðsíða 4
£■ ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1971. •msa» KARLMANINiASKÖR 8KÓKAUP Verð kr. 795,oo-877,o» SKIPAGÖTU 6 - SlMI 21889. ódVrir kvenskör 8KÓKAUP Verð kr. 630,oo-099,oo SKIPAGÖTU 6 - SÍMI 21889. 8KÓKAUP SKIPAGÖTU 6 - SÍMI 21889. TREKLOSSAR INiÝKOIVIINilR LOÐTÖFFLUR - TÁTILJUR 8KÓKAUP Barna- og fullorðinsstærðir skipagötuö SlMI 21889. Bifreiða- eigendur Bifreiða- verksfæði NIKE-BIFREIÐALYFTUR í úrvali. IV2 — 3 — 5 — 8 — 10 — 12 tonna. Einnig IV2 tonna fyrir verkstæði. VÉLADEILD SÍMAR 2-14-00 og 1-29-97 Á dagskrá að þessu sinni er fréttaflutningur erlendra blaða út af afstöðu vinstri stjórnar, nauösyn á samstöðu allra pólitískra flokka í land- helgismálinu og samstaða lýð ræðissinna í varnarmálum.— Um þetta er rætt í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag og fer það orörétt hér á eftir: • HVAÐ HÉLDU MENNIRNIR? Mikið fjaðrafok hefur ver ið í stjórnarblöðunum, Þjóð- viljanum og Tímanum, und- anfarna daga út af fréttaflutn ingi erlendra blaða frá ís- landi. Hefur jafnvel verið Iát ið að því Iiggja, að Morgun- blaðið stjórni því, hvað um íslenzku ríkisstjórnina er sagt erlendis, eða a. m. k. talin hin mesta ósvinna að skýra íslen/.kum lesendum frá því, hvað erlendir menn hafa um stefnu stjórnarinn- ar að segja. Ekki skal hér eytt rúmi í að ræða um þau fá- ránlegu sjónarmið, að þegja eigi um það, sem sagt er um ísland erlendis, ef það er að einhverju leyti óþægilegt. Um þá hlið málsins hefur verið rætt hér í blaðinu áður. En ekki er úr vegi að varpa fram þeirri spurningu, hvort stjórn arherrarnir hafi virkilega haldið ,að það vekti enga at- hygli erlendis, þegar komm- únistum er lyft upp í valda- stóla og samhliða boðaður brottrekstur varnarliðsins. — Héldu menn, að vestrænar þjóðir niundu engar áhyggj- ur af þessu hafa, og héldu menn, að Rússar mundu ekki gleðjast? Bréfritari trúir því ekki, að hinir nýju valdhafar á ís- landi séu svo einfaldir, að þeir hafi enga grein gert sér fyrir því, hvaða athygli slíkt mundi vekja á erlendri grund. A DAG- SKRÁ Þótt utanríkisráðherra hlypi á sig fyrsta daginn, sein hann sat í stjórnarráðinu, hef ur hann síðan tekið sig á og rætt málin mun skynsamleg- ar. Hann bendir nú á, að ekk ert bráðræði verði látið ríkja í umræðum um endurskoðun varnarsamningsins. Þetta hefðu raunar átt að verða hans fyrstu orð í ráðherra- stóli og þá hefði miklu tjóni verið forðað, því að þau orð hefðu verið birl víða um heim. Þau hefðu dregið úr á- hyggjum vestrænna þjóða, en raunar líka skyggt á gleði Rússa. E11 betra er seint en aldrei. • SAMSTAÐA í LAND- HELGISMÁLINU Fyrrverandi ríkisstjórn markaði þá stefnu að leitast við að ná algerri einingu í landhelgismálinu. Hún skip- aði nefnd í það mál frá öll- um þingflokkum og átti sá minnsti einn fulltrúa eins og sá stærsti. Þannig urðu þá- verandi stjórnarflokkar í minnihluta í nefndinni, en það olli stjórninni ekki á- hyggjum, því að hún vildi um fram allt ná samstöðu um þetta þýðingarmikla mál. Ekki leikur á tveim tung- um, að málefnasamningur vinstri stjórnarinnar og klaufaleg framkoma ráðherr anna hefur stórskaðað mál- stað okkar í landhclgismál- inu, en það er búið og gert. Og nú þarf að reyna að bæta um og hafa um það sem nán- ast samstarf. Báðir stjórnar- andstöðuflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðu- flokkur, hafa lýst yfir, að þeir séu reiðubúnir til slíks samstarfs. Á undirbúningsfundinuin undir hafréttarráðstefnuna, sem nú stendur, munu sjón- armið mjög skýrast. Þar geta fulltrúar okkar betur áttað sig á því en hingað til, hvern ig staða okkar sé, hve marg- ar þjóðir styðji þau sjónar- mið, sem við höfum sett frain um a. m. k. 50 sjó- mílna landhelgi, og hve öflug ir andstæðingarnir séu. Full- trúar okkar munu auðvitað leitast við að túlka málstað okkar, ekki sízt í einkavið- ræöum bak við tjöldin og afla sambanda við aðrar þær þjóðir, sem svipuð áhugamál hafa og við, en þær eru vissulega margar. Þegar þess um fundi lýkur og eftir því sein öðruni undirbúnings- fundum miðar áfram, getum við betur vegið og mctið all- ar aðstæður. Þá og þá fyrst kann að reynast unnt að taka um það ákvörðun, hvenær við hefjumst handa í land- helgismálinu og með hvaða hætti. Tímasetningin 1. sept- ember 1972 var auðvitað á- róðursbragð og ekkert ann- að, en cinnig það er liðin tíð og skal ekki rætt frekar. • SAMSTAÐA LÝDRÆÐISSINNA Ljóst er, að Einar Ágústs- son, utanríkísráðherra, gerir sér þess nú ekki glögga grein að þjösnaskapur í varnarinál um hlýtur að stórskaða mál- stað okkar í landhclgismál- inu. Hefur það komið Ijðst fram af ummælum hans bæði í Tímanum og ríkisútvarpinu eftir að hann tók að átta sig á ábyrgð þeirri, sem á lierð- um hans hvílir. Er elcki úr vegi að bcuda ráöhcrranum á, að hann gæti injög bætt úr því tjóni, sem orðið er, með því að viðhafa svipuð vinnubrögð í varnarmálunum og fyrrverandi ríkisstjórn tók upp varðandi landhelgismál- ið. Hann gæti óskað samráðs við stjórnarandstöðuna um þá endurskoðun, sem boöuö hefur verið á varnarsamn- ingnum. Viðmælendur okkar í Atiantshafsbandalaginu mundu að sjálfsögðu fagna því, ef fulltrúar allra lýðræð- isfiokkanna ættu aðild að þeim viðræðum, enda hafa þeir allir verið þeirrar skoð- unar, að varnir verði að tryggja með einum eða öðr- um hætti. Bandamenn okkar í NATO vita sem er, að Sjálf stæðisflokkurinn átti megin- þátt í því að marka þá utan- ríkismálastefnu, sem íslenzka þjóðin hefur fylgt allt frá lýð veldisstofnun. Og þeir vita Hka, að ætíð hefur verið leit- azt við að hafa sem víðtæk- asl samstarf lýðræðisflokk- anna í utanríkimálum, hvað sem ágreiningi um innan- landsmál hefur liðið. Ef fulltrúar allra lýðræðis- flokkanna tækju þátt í við- ræðuin um endurskoðun varnarsamningsins, er enginn efi á því, aö gott sanikomulag gæti náðst við Atlantshafs- bandalags ríkin um fyrir- komulag nauðsynlegra varna hér á landi, enda má vcra að einhverjar breytingar megi gera á'því fyrirkomulagi, sem nú er. Raunar hafa Siálfstæð ismenn margsinnis vakið á því athygli, að ætíð burfi að hafa augun opin í varnarmál unum, og m. a. gat Biarni Benediktsson, þáverandi for- sætisráðherra, þess í lands- fundarræðu 1967, að stöð- ugt þyrfti að fvlgjast með breytingum í þessu efni, og fyrrverandi ríkisstjórn féklc kanadískan sérfræðing til þcss að athuga stöðu okkar í vörnum Atlantshafsbanda- lagsins. Fyrir verzlunar- mannahelgina PEYSUR, JAKKAR, VESTI BOLIR og BUXUR (stutt- ar) — Fjölbr. úrval. Verzl. Drífa Sími 11521 . Akureyri. Danskar DÖMUPEYSUR og VESTI — margir litir og gerðir. Verzl. DRÍFA Sími 11521. Ferðajakkar — síðir. SUMARBUXUR, — stærðir 38 — 50. JERSEYPEYSUR, - PRJÓNAJAKKAR - síðir. MarkaHnriim Hafnarstræti 106, Akureyri. Sími 11261. Hárgreiðslu siofan Fjóla er lokuð vegna sumarleyfa lil 3. ágÚSt.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.